Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

Hvað varð um Malaysíu flugvélina?

109 posts in this topic

Í gær voru fjögur ár frá því að vélin hvarf. Hvað ef brakið finnst núna? Verður mögulegt að bjarga gögnum af flugritunum sem hafa legið á hafsbotni allan þennan tíma?

Share this post


Link to post
Share on other sites
53 minutes ago, Mastro Titta said:

Í gær voru fjögur ár frá því að vélin hvarf. Hvað ef brakið finnst núna? Verður mögulegt að bjarga gögnum af flugritunum sem hafa legið á hafsbotni allan þennan tíma?

Það eru allar líkur á að það verði hægt að lesa gögnin þegar, vonandi frekar en ef, vélin finnst.   Flugritarnir eru skrifa á minniskort sem eru sett upp í velvörðum kassa, sem er geymdur aftast í vélinni þannig að það eru miklar líkur á þeir lifi af brotlendingu og að það sé hægt að lesa af þeim.  http://www.abc.net.au/news/2014-03-26/black-box-flight-recorders/5343456  

Það slys sem er kannski næst þessu er Air France 447 þar voru tvö ár áður en að flugritinn fannst á hafsbotni og var hægt að lesa af honum.   

Vandinn er að flugritinn geymir aðeins samræður flugmanna í tvo tíma, örlagaákvarðanir hjá MH 370 gerast snemma í fluginu, af hverju var vélinn snúið við, af hverju voru kerfin slegin út eitt af öðru?  Fljótlega eftir það er vélin komin á sjálfstýringu sem flýgur henni allt þar til yfir líkur og hún fer í hafið.   Samræður flugmanna á örlagatímanum munu því ekki koma í ljós en má væntanlega heyra hvort einhver var með meðvitund og stjórn þar til yfir lauk eða ef þetta var draugavél þegar hún fór í hafið.   Hinn flugritinn geymir upplýsingar um stýringu og ástand kerfa og ritar miklu lengur, þar verður hægt að sjá hvort vélinni var snúið við í fullkomnu lagi eða sem neyðarreddingu á örlagastund.   Eins mun ástand flaksins gefa miklar upplýsingar, er ummerki um bruna eða meiri háttar bilun fyrirfram eða eru allar skemmdir af brotlendingunni, slys eða skipulagt voðaverk. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Þar kom að því að við erum sammála um ´´snilli´´ sérfræðinga.   

Við vitum einfaldlega ekki hvað kom fyrir vélina.  Í öðru horninu sitja sérfræðingar og segja sannfærandi sögu um morðóðan flugmann sem af eintómri illgirni drap áhöfn og farþega og flaug svo vélinni út á Ballarhaf til að fela sönnunargögnin.  Í hinu horninu sitja aðrir sérfræðingar og segja ekki síður sannfærandi sögu um hetjulega flugmenn sem börðust við eld eða annan stórkostlegan háska þar til krafta og getu þraut og vélin flaug á sjálfstýringu þar til yfir lauk.

Stundum er þetta svona í vísindunum það eru tvær kenningar í gangi sem passa við gögnin en þarf frekar upplýsingar til að skera á milli þeirra.  Eftirleit er ekki alveg lokið svo vonandi fynnst flakið og gátan verður leyst til að auka flugöryggi í heiminum og færa aðstandenum ró.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar menn halda því fram að "the science is settled" þarf alltaf að horfa gagnrýnum augum á framhaldið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/29/2018 at 9:40 AM, Erlendur said:

Þegar menn halda því fram að "the science is settled" þarf alltaf að horfa gagnrýnum augum á framhaldið.

Leit lokið og gátan ekki leyst.   http://www.alltumflug.is/flugfrettir/12270/Leitin_að_MH370_tekur_enda 

Efa samt að þetta verði það seinasta sem við heyrum um það.   Það er enn verið að leita að Emilíu Erhart að verða hundrað árum seinna og nýlega hafa fundist kafbátar úr seinna stríði á gríðarmiklu dýpi.  https://www.usnews.com/news/best-states/hawaii/articles/2017-12-15/sunken-world-war-ii-submarine-located-off-coast-of-oahu

Vandin er fjarlægðin, veðrið og dýpið.   Það eru engar líkur á að brakið finnist fyrir tilviljun á fiskveiðum, olíuleit eða annað.   Það þarf skillagða leit, spurining er bara hver mun skipuleggja og borga, hljómar eins og stjórnvöld séu búin. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lokaskýrslan komin út.    https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2018/07/30/four-years-later-new-mh370-probe-finds-someone-veered-the-plane-off-course/?noredirect=on&utm_term=.09a75329c340 

Niðurstaðan: einhver beygði vélinn af leið en enginn var við stjórn þegar hún fór í hafið sjö tímum seinna.   Dýrasta og flóknasta rannsókn allra tíma en ekkert nýtt sem kom út úr henni sem ekki varð ljóst á fyrstu dögum.   Hver beygði af leið og hvers vegna og af hverju var viðkomandi ekki við stjórn þegar hún fér í sjóinn?   

 Þetta er eftir sem áður opin ráðgáta sem hver sem er getur fyllt inn í að vild. 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.