Sign in to follow this  
Followers 0
drCronex

Hvað varð um Malaysíu flugvélina?

122 posts in this topic

Í gær voru fjögur ár frá því að vélin hvarf. Hvað ef brakið finnst núna? Verður mögulegt að bjarga gögnum af flugritunum sem hafa legið á hafsbotni allan þennan tíma?

Share this post


Link to post
Share on other sites
53 minutes ago, Mastro Titta said:

Í gær voru fjögur ár frá því að vélin hvarf. Hvað ef brakið finnst núna? Verður mögulegt að bjarga gögnum af flugritunum sem hafa legið á hafsbotni allan þennan tíma?

Það eru allar líkur á að það verði hægt að lesa gögnin þegar, vonandi frekar en ef, vélin finnst.   Flugritarnir eru skrifa á minniskort sem eru sett upp í velvörðum kassa, sem er geymdur aftast í vélinni þannig að það eru miklar líkur á þeir lifi af brotlendingu og að það sé hægt að lesa af þeim.  http://www.abc.net.au/news/2014-03-26/black-box-flight-recorders/5343456  

Það slys sem er kannski næst þessu er Air France 447 þar voru tvö ár áður en að flugritinn fannst á hafsbotni og var hægt að lesa af honum.   

Vandinn er að flugritinn geymir aðeins samræður flugmanna í tvo tíma, örlagaákvarðanir hjá MH 370 gerast snemma í fluginu, af hverju var vélinn snúið við, af hverju voru kerfin slegin út eitt af öðru?  Fljótlega eftir það er vélin komin á sjálfstýringu sem flýgur henni allt þar til yfir líkur og hún fer í hafið.   Samræður flugmanna á örlagatímanum munu því ekki koma í ljós en má væntanlega heyra hvort einhver var með meðvitund og stjórn þar til yfir lauk eða ef þetta var draugavél þegar hún fór í hafið.   Hinn flugritinn geymir upplýsingar um stýringu og ástand kerfa og ritar miklu lengur, þar verður hægt að sjá hvort vélinni var snúið við í fullkomnu lagi eða sem neyðarreddingu á örlagastund.   Eins mun ástand flaksins gefa miklar upplýsingar, er ummerki um bruna eða meiri háttar bilun fyrirfram eða eru allar skemmdir af brotlendingunni, slys eða skipulagt voðaverk. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Þar kom að því að við erum sammála um ´´snilli´´ sérfræðinga.   

Við vitum einfaldlega ekki hvað kom fyrir vélina.  Í öðru horninu sitja sérfræðingar og segja sannfærandi sögu um morðóðan flugmann sem af eintómri illgirni drap áhöfn og farþega og flaug svo vélinni út á Ballarhaf til að fela sönnunargögnin.  Í hinu horninu sitja aðrir sérfræðingar og segja ekki síður sannfærandi sögu um hetjulega flugmenn sem börðust við eld eða annan stórkostlegan háska þar til krafta og getu þraut og vélin flaug á sjálfstýringu þar til yfir lauk.

Stundum er þetta svona í vísindunum það eru tvær kenningar í gangi sem passa við gögnin en þarf frekar upplýsingar til að skera á milli þeirra.  Eftirleit er ekki alveg lokið svo vonandi fynnst flakið og gátan verður leyst til að auka flugöryggi í heiminum og færa aðstandenum ró.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar menn halda því fram að "the science is settled" þarf alltaf að horfa gagnrýnum augum á framhaldið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/29/2018 at 9:40 AM, Erlendur said:

Þegar menn halda því fram að "the science is settled" þarf alltaf að horfa gagnrýnum augum á framhaldið.

Leit lokið og gátan ekki leyst.   http://www.alltumflug.is/flugfrettir/12270/Leitin_að_MH370_tekur_enda 

Efa samt að þetta verði það seinasta sem við heyrum um það.   Það er enn verið að leita að Emilíu Erhart að verða hundrað árum seinna og nýlega hafa fundist kafbátar úr seinna stríði á gríðarmiklu dýpi.  https://www.usnews.com/news/best-states/hawaii/articles/2017-12-15/sunken-world-war-ii-submarine-located-off-coast-of-oahu

Vandin er fjarlægðin, veðrið og dýpið.   Það eru engar líkur á að brakið finnist fyrir tilviljun á fiskveiðum, olíuleit eða annað.   Það þarf skillagða leit, spurining er bara hver mun skipuleggja og borga, hljómar eins og stjórnvöld séu búin. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lokaskýrslan komin út.    https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2018/07/30/four-years-later-new-mh370-probe-finds-someone-veered-the-plane-off-course/?noredirect=on&utm_term=.09a75329c340 

Niðurstaðan: einhver beygði vélinn af leið en enginn var við stjórn þegar hún fór í hafið sjö tímum seinna.   Dýrasta og flóknasta rannsókn allra tíma en ekkert nýtt sem kom út úr henni sem ekki varð ljóst á fyrstu dögum.   Hver beygði af leið og hvers vegna og af hverju var viðkomandi ekki við stjórn þegar hún fér í sjóinn?   

 Þetta er eftir sem áður opin ráðgáta sem hver sem er getur fyllt inn í að vild. 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tok mer ruma 3 tima i gærkveldi og leitaði að og horfði a allt það nyasta sem eg fann a netinu um þetta mal og það varð til þess að mer snerist hugur um að þetta hafi verið slys.  Það bendir allt a flugstjorann,,og gerði kannski fra byrjun,,folk vill auðvitað ekki trua svona skepnuskap upp a neinn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar leitinn af Malasíu vélinni var hætt var alltaf settur sá fyrirvari að það mætti opna leitina aftur ef nýjar upplýsingar kæmu í ljós.  Kannski er komið að því.

Núna hefur danskur vísindamaður gert ítarlega útreikininga á flugi vélarinnar út frá þeim fáu gögnum sem eru fyrir hendi.  Vélin náðu örstutt sambandi við gervitungl sex sinnum, sem gefur grófa hugmynd hvar hana var að finna og svo er hægt að mæla einskonar bergmál í (Doppler hrif) í merkinu sem gefa frekar upplýsingar.   Þegar allt er sett saman í eitt módel eru fjórir mögulegir staðir þar sem flakið gæti verið að finna.  Tveir eru á landi og er auðvelt að útiloka.  Engin merki um hrap þar.  Einn er á því svæði sem var þrautleitað fyrir svo þá er eftir eitt fremur smátt svæði nærri Jólaeyjum.   Höfundur greinarinnar er kokhraustur og segir 90% líkur á að flakið sé að finna þar.   Svo er það spurning hvort farið verður af stað og leitað og það sannreynt.  Þetta er opinber gögn sem hann gefur upp svo núna verður þetta eflaust þaulprófað til að sjá hvort honum skjátlast, ef greining stenst ýtarlegar prófanir verður að draga hafrannsóknarskipið fram aftur.    https://www.technologyreview.com/s/612551/data-analysis-points-to-new-location-for-mh370-aircraft-that-vanished-in-mysterious/

Share this post


Link to post
Share on other sites
26 minutes ago, Breyskur said:

Þegar leitinn af Malasíu vélinni var hætt var alltaf settur sá fyrirvari að það mætti opna leitina aftur ef nýjar upplýsingar kæmu í ljós.  Kannski er komið að því.

Núna hefur danskur vísindamaður gert ítarlega útreikininga á flugi vélarinnar út frá þeim fáu gögnum sem eru fyrir hendi.  Vélin náðu örstutt sambandi við gervitungl sex sinnum, sem gefur grófa hugmynd hvar hana var að finna og svo er hægt að mæla einskonar bergmál í (Doppler hrif) í merkinu sem gefa frekar upplýsingar.   Þegar allt er sett saman í eitt módel eru fjórir mögulegir staðir þar sem flakið gæti verið að finna.  Tveir eru á landi og er auðvelt að útiloka.  Engin merki um hrap þar.  Einn er á því svæði sem var þrautleitað fyrir svo þá er eftir eitt fremur smátt svæði nærri Jólaeyjum.   Höfundur greinarinnar er kokhraustur og segir 90% líkur á að flakið sé að finna þar.   Svo er það spurning hvort farið verður af stað og leitað og það sannreynt.  Þetta er opinber gögn sem hann gefur upp svo núna verður þetta eflaust þaulprófað til að sjá hvort honum skjátlast, ef greining stenst ýtarlegar prófanir verður að draga hafrannsóknarskipið fram aftur.    https://www.technologyreview.com/s/612551/data-analysis-points-to-new-location-for-mh370-aircraft-that-vanished-in-mysterious/

Man ekki hvað hann heitir maðurinn sem for fyrir rannsokninni þegar það kveiknaði i velinni yfir Canada um arið, þessi sem steyptist svo i sjoinn.  Allavega hefur hann verið með puttana i rannsokn a þessu hvarfi og hikar ekki við að benda a það að það bendir allt a flugstjorann, og mer fannst collegar hans ekkert vera að draga mikið ur þvi.  Ef eg man rett,,,,,   horfði a sma haug af efni eitt kvöldið,,, þa var þetta astralskur 60 min. þattur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, siggiandri said:

Man ekki hvað hann heitir maðurinn sem for fyrir rannsokninni þegar það kveiknaði i velinni yfir Canada um arið, þessi sem steyptist svo i sjoinn.  Allavega hefur hann verið með puttana i rannsokn a þessu hvarfi og hikar ekki við að benda a það að það bendir allt a flugstjorann, og mer fannst collegar hans ekkert vera að draga mikið ur þvi.  Ef eg man rett,,,,,   horfði a sma haug af efni eitt kvöldið,,, þa var þetta astralskur 60 min. þattur.

Hérna eru menn einfalldlega að segja sögur, vélin flaug af leið, sló út allskyns rafbúnaði, og hvarf svo einhvers staðar suður með sjó. 

Hægt að láta það passa við allavegana tvær kenningar.  Annars vegar morðóði brjálæðingurinn sem drap farþegana og faldi sönnargögnin með að sökkva henni. Svo hjartahreinu flughetjurnar sem börðust við eldinn þar til þeirra æfi lauk en vélinn flaug líflaus á haf út.  Hef alltaf viljað trúa því og finnst á margan hátt passa við það sem gerðist hjá Swiss Air 111 sem þú vísar til, en þanngað til vélin finnst eru þetta auðvitað bara getgátur til og frá.

  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fáar gátur í seinni tíð eru erfiðari viðureignar eða hafa hlotið meiri umfjöllun en hvarf MH370.  Vandinn er að með þessum mikla áhuga fyllast heilu vefir af mislangsóttum skýringum og í seinni tíð eru það klikk gildur vefir sem gefa sig út fyrir að vera fréttavefir en eru greinilega settir upp til þess eins að fá umferð þeirra sem vilja lesa sér til.

Það var því ánægulegt að rekast á þessa grein, langa vandaða og ýtarlega samantekt um hvarfið https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2019/07/mh370-malaysia-airlines/590653/

Það sem er nýtt í þessari grein er hvernig stjórnvöld í Malasíu bregðast skyldum sínum við að fylgjst með vélinni á flugi þegar hún hverfur og svo við rannsókn eftirá.   Vélin tekur eðlilega af stað og er í nokkuð eðlilegum samskiptum við brottfararvöll en tilkynnir sig aldrei til næsta flugumferðarstjórnarsvæðis.   Með réttu hefði það átt að uppgvötast innan skamms tíma og ýtarlegar eftirgrennslanir að hefjast strax.   Verra er að flugher Malasíu greinir vélina á ratsjá eftir að slökkt var á radarsvara og ef þeir hefðu verið að fylgjast með hefðu orristuþotur verið kallaðar til og farið að vélinni til að kanna ástandið.   Vandinn er að enginn var að fylgjast með á ratsjánni og það tók þá nokkra daga að skálda sennilega sögu um hvað hefði gerst og birta ratsjárgögnin.  

Þessi ráðgáta hvað varð um vélina er í því vanhæfni stjórnvalda að kenna, ef þau hefðu farið eftir settum ferlum hefði verið fylgst með vélinni allan tíman eða allavegana nógu fljótt til að það hefði verið hægt að finna brak á reki og þar með staðin þar sem hún fer í sjóinn og svörtu kassana með.   Rannsóknin er svo öll í skötulíki og miðast helst að því að stinga þessu leiðnidamáli undir stól eins snöggt og snyrtilega og kostur er á. 

Víkur þá að ástæðum hvarfsins.   Það eina sem er á hreinu að vélin snýr snögglega við þegar hún er á milli flugstjórnarsvæða og verulegar líkur á að hvarfið uppgvötist ekki strax, öll samskiptakerfi eru slegin út, hún hækkar flugið skarpt en heldur svo í löngum boga út af haf og skellur niðri og brotnar mörgum tímum seinna fjarri öllum byggðum.  

Sjálfur hef ég verið hallur undir eld í stjórnrými sem hafi yfirbugað flugmenn en í greininni eru færð svo sterk rök fyrir því flugrán sé það eina sem passar við það sem vitað er að það er erfitt annað en að samþykkja þau rök.   Hver var þá flugræninginn? sjónir beinast að flugstjóranum sem átti í einhverjum erfiðleikum í einkalífinu, líklegasta skýringin þannig lagað en einhvern veginn ófullnægjandi.  

Ótal menn fara í gegnum einhverja miðlífskrísu en fæstum dettur í hug að steypa sér í hafið lengst út í rassgati með hundruðum saklausra farþega.   Höfundur gerir að því skóna að kannski viti Malasísk yfirvöld meira um kauða en þau vilji láta í veðri vaka en séu tilbúin að sitja á þeim upplýsingum frekar en að gefa upp einhvað sem hljómar vandræðalega fyrir stjórnvöld og ríksflugfélagið.   Ólíklegt að brakið með svörtu kössunum fynnist úr þessu og takmarkaður áhugi á að fyljga öðrum vísbendingum eftir. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er á því að þetta hafi verið sjálfsmorð hjá flugstjóranum, gerðist jú með þennan þýska, kannski að herma eftir?

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 7/9/2019 at 5:27 AM, Breyskur said:

Fáar gátur í seinni tíð eru erfiðari viðureignar eða hafa hlotið meiri umfjöllun en hvarf MH370.  Vandinn er að með þessum mikla áhuga fyllast heilu vefir af mislangsóttum skýringum og í seinni tíð eru það klikk gildur vefir sem gefa sig út fyrir að vera fréttavefir en eru greinilega settir upp til þess eins að fá umferð þeirra sem vilja lesa sér til.

Það var því ánægulegt að rekast á þessa grein, langa vandaða og ýtarlega samantekt um hvarfið https://www.theatlantic.com/magazine/archive/2019/07/mh370-malaysia-airlines/590653/

Það sem er nýtt í þessari grein er hvernig stjórnvöld í Malasíu bregðast skyldum sínum við að fylgjst með vélinni á flugi þegar hún hverfur og svo við rannsókn eftirá.   Vélin tekur eðlilega af stað og er í nokkuð eðlilegum samskiptum við brottfararvöll en tilkynnir sig aldrei til næsta flugumferðarstjórnarsvæðis.   Með réttu hefði það átt að uppgvötast innan skamms tíma og ýtarlegar eftirgrennslanir að hefjast strax.   Verra er að flugher Malasíu greinir vélina á ratsjá eftir að slökkt var á radarsvara og ef þeir hefðu verið að fylgjast með hefðu orristuþotur verið kallaðar til og farið að vélinni til að kanna ástandið.   Vandinn er að enginn var að fylgjast með á ratsjánni og það tók þá nokkra daga að skálda sennilega sögu um hvað hefði gerst og birta ratsjárgögnin.  

Þessi ráðgáta hvað varð um vélina er í því vanhæfni stjórnvalda að kenna, ef þau hefðu farið eftir settum ferlum hefði verið fylgst með vélinni allan tíman eða allavegana nógu fljótt til að það hefði verið hægt að finna brak á reki og þar með staðin þar sem hún fer í sjóinn og svörtu kassana með.   Rannsóknin er svo öll í skötulíki og miðast helst að því að stinga þessu leiðnidamáli undir stól eins snöggt og snyrtilega og kostur er á. 

Víkur þá að ástæðum hvarfsins.   Það eina sem er á hreinu að vélin snýr snögglega við þegar hún er á milli flugstjórnarsvæða og verulegar líkur á að hvarfið uppgvötist ekki strax, öll samskiptakerfi eru slegin út, hún hækkar flugið skarpt en heldur svo í löngum boga út af haf og skellur niðri og brotnar mörgum tímum seinna fjarri öllum byggðum.  

Sjálfur hef ég verið hallur undir eld í stjórnrými sem hafi yfirbugað flugmenn en í greininni eru færð svo sterk rök fyrir því flugrán sé það eina sem passar við það sem vitað er að það er erfitt annað en að samþykkja þau rök.   Hver var þá flugræninginn? sjónir beinast að flugstjóranum sem átti í einhverjum erfiðleikum í einkalífinu, líklegasta skýringin þannig lagað en einhvern veginn ófullnægjandi.  

Ótal menn fara í gegnum einhverja miðlífskrísu en fæstum dettur í hug að steypa sér í hafið lengst út í rassgati með hundruðum saklausra farþega.   Höfundur gerir að því skóna að kannski viti Malasísk yfirvöld meira um kauða en þau vilji láta í veðri vaka en séu tilbúin að sitja á þeim upplýsingum frekar en að gefa upp einhvað sem hljómar vandræðalega fyrir stjórnvöld og ríksflugfélagið.   Ólíklegt að brakið með svörtu kössunum fynnist úr þessu og takmarkaður áhugi á að fyljga öðrum vísbendingum eftir. 

Eg held alltaf meir og meir að flugmaðurinn hafi gert þetta viljandi,, og ekki sem sjalfsmorð,, heldur flugran,  sem hann var alls ekki einn um. Voru einhverjir i velinni sem toku þatt,  og a einhverjum punkti let hann lifið, eða var gerður ovirkur,,, flugvelina atti að nota sem vopn,  (hryðjuverk) en eitthvað for urskeiðis. engin til að fljuga henni lengur,  Og eg held að menn hafi lagt saman 2 og 2 en seiga ekkert,,grunar að sumir viti þetta vel. Velin nefnilega hvarf ekkert,,, hun var latin hverfa.

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, siggiandri said:

Eg held alltaf meir og meir að flugmaðurinn hafi gert þetta viljandi,, og ekki sem sjalfsmorð,, heldur flugran,  sem hann var alls ekki einn um. Voru einhverjir i velinni sem toku þatt,  og a einhverjum punkti let hann lifið, eða var gerður ovirkur,,, flugvelina atti að nota sem vopn,  (hryðjuverk) en eitthvað for urskeiðis. engin til að fljuga henni lengur,  Og eg held að menn hafi lagt saman 2 og 2 en seiga ekkert,,grunar að sumir viti þetta vel. Velin nefnilega hvarf ekkert,,, hun var latin hverfa.

Æ veit það ekki, það er þegar kominn langur listi af getgátum og ályktunum vafasamt að bæta einni við.

Var vélinni rænt eða fórst hún, líklega var henni rænt erfitt að skýra allt sem gerðist með einhvers konar slysi og bilun.

Ef henni var rænt var þá flugræningi um borð eða var þetta innanbúðarverknaður, líklega var það innanbúðarmaður, utanaðkomandi varla náð að gera alla hluti svona lipurlega.

Ef vélinni var rænt var það þá hamingjusami flugmaðurinn eða flugstjórinn með fjölskyldu vandræðin, líklega var það flugstjórinn skilnaðurinn og ferlarnir á flugherminum er vísbendingar, veikar en vísbendingar þó ólíkt flugmanninum þar sem ekkert benti til.

Ef flugstjórinn rændi vélinni var það þá af því að hann var lífsleyður og vildi fara á leyndardómsflullan hátt eða var það einhver ótilgreindur hryðjuverkamenn sem hafa ekki fundist þrátt fyrir að það hafi verið farið í saumana á hverjum einum og einasta farþega, enginn hafi lýst ábyrgð yfir og vélinni snúið tafarlaust frá öllum byggðum bólum og flugið út á ballarhaf svo gátan verður líklega aldrei að fullu leyst.   Líklega var það bara lífsleiði flugstjórinn, ekki markt sem bendir til sektar hans en einhvað þó að þetta hafi átt að verða einhverskonar hryðjuverk sem heppnaðist ekki ekkert sem bendir til þess.

On 7/9/2019 at 5:39 PM, Ingimundur Kjarval said:

Ég er á því að þetta hafi verið sjálfsmorð hjá flugstjóranum, gerðist jú með þennan þýska, kannski að herma eftir?

Ég þráaðist lengi við enn gögn virðast heldur benda til þess að þetta hafi verið flugstjórinn heldur en eldsvoði þar sem flugmenn reyna að snúa vélinni við en örmagnast áður en það tekst.   Illu heilli dæmi um það, GermanWings gerist hins vegar 2015 árinu eftir að Malasíu vélin ferst þannig ef það var eftiröpun var það sá þýski sem fylgdi frekar en að vera fyrirmynd. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, Breyskur said:

Æ veit það ekki, það er þegar kominn langur listi af getgátum og ályktunum vafasamt að bæta einni við.

Var vélinni rænt eða fórst hún, líklega var henni rænt erfitt að skýra allt sem gerðist með einhvers konar slysi og bilun.

Ef henni var rænt var þá flugræningi um borð eða var þetta innanbúðarverknaður, líklega var það innanbúðarmaður, utanaðkomandi varla náð að gera alla hluti svona lipurlega.

Ef vélinni var rænt var það þá hamingjusami flugmaðurinn eða flugstjórinn með fjölskyldu vandræðin, líklega var það flugstjórinn skilnaðurinn og ferlarnir á flugherminum er vísbendingar, veikar en vísbendingar þó ólíkt flugmanninum þar sem ekkert benti til.

Ef flugstjórinn rændi vélinni var það þá af því að hann var lífsleyður og vildi fara á leyndardómsflullan hátt eða var það einhver ótilgreindur hryðjuverkamenn sem hafa ekki fundist þrátt fyrir að það hafi verið farið í saumana á hverjum einum og einasta farþega, enginn hafi lýst ábyrgð yfir og vélinni snúið tafarlaust frá öllum byggðum bólum og flugið út á ballarhaf svo gátan verður líklega aldrei að fullu leyst.   Líklega var það bara lífsleiði flugstjórinn, ekki markt sem bendir til sektar hans en einhvað þó að þetta hafi átt að verða einhverskonar hryðjuverk sem heppnaðist ekki ekkert sem bendir til þess.

Ég þráaðist lengi við enn gögn virðast heldur benda til þess að þetta hafi verið flugstjórinn heldur en eldsvoði þar sem flugmenn reyna að snúa vélinni við en örmagnast áður en það tekst.   Illu heilli dæmi um það, GermanWings gerist hins vegar 2015 árinu eftir að Malasíu vélin ferst þannig ef það var eftiröpun var það sá þýski sem fylgdi frekar en að vera fyrirmynd. 

Min mistök þegar eg tala um flugmann sem,, flugstjora,,  klaufinn eg,, en þu veist hvað eg a við,,, sa sem ræður auðvitað.  Ef eitthvað er að marka það sem sagt er að hafi komið fyrir hja German wings,, arinu seinna,,,  var að flugmaðurinn lokaði ,,stjorann,, uti  og flaug til helvitis.    Ef við gefum okkur að ..stjorinn. a 370 hafi gert þetta einn og ser,,,,  ja ja held hann hafi verið með puttana i þvi,,   þa þurfti hann að nulla og nixa flugmanninn sinn einhvernveginn,,,,ekki satt.  Hvernig for hann að þvi,,,,,   þess vegna held eg jafnvel að hann hafi ekki verið einn a ferð.        Allt svona,   og reyndar allar alvöru bollaleggingar vantar svo mikið i þetta finnst mer.    Kannski sat aðstoðarmaðurinn bara frosinn i sætinu,,,  heyrðu eg er með brjalaðann flugstjora, sem er buinn að aftengja allt og er að fljuga ut a ballarhaf,, en eg get ekkert gert.     Skilurðu hvað eg er að fara,,.  Fyrir ahöfn er þetta ekkert mal,,,  en fyrir einn mann öllu floknara.   Ekkert mikið mal að fljuga beint i sjoinn ef þu einn hefur stjorn,,  en með mann ser við hlið, sem bæði ser og heyrir, kann að reikna og fljuga,,, að ogleymdu,, hefur öll stjorntæki fyrir framan sig,,,,,,,  er það ferli erfiðara.     Hvernig i Helv,,,, for stjorinn að þessu,,,,,,,    og ja  eg held hann se sekur.        Svo við gleymum nu ekki að þetta ferli tok allavega 5 klukkutima,,  ef rett er sem komið hefur framm.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, siggiandri said:

Hvernig for hann að þvi,,,,,

Lítið mál að losna við flugmanninn, flugmaður og flugstjóri skipta með sér verkum og ekkert óvenjulegt við að annar bregði sér frá.   Flugstjórinn var þjálfunarflugmaður og þekktur fyrir að vilja láta athuga eitt og annað.   Auðvelt fyrir hann koma með einhverja afsökun, Dúddi minn það virðist hafa slegið út rofi fyrir kaffivélina í töflunni í eldhúsinu, röltu nú þarna aftur og athugaðu hvort það er ekki hægt að slá hann inn aftur.    Hljómar mjög sakleysilega svo þegar flugmaðurinn er kominn út er hurðinni læst.   

Eftir því sem ratsjárgögn benda til hækkað vélin flugið skarpt eftir að slökkt var á radarendurvarpanum.  Gert að því skóna að flugstjórinn hafi lækkað loftþrýstinginn í farþegarýminu á þeim tíma.   Í 40þúsund fetum deyr fólk á nokkrum mínútum.   Súrefnisgrímur í farþegarými eru bara gerðar fyrir örskamma stund meðan flugmenn eru með alvöru grímur fyrir langan tíma.    Vélin fer svo aftur niður í eðlilega flughæð og flýgur eftir seinustu beygjunna klukkutímunum saman í beina leið.   Ef ályktanirnar eru réttar er flugstjórinn þá einn á lífi eftir það, þarf ekki nema einn til að gera þetta allt, ef þetta var einhvers konar samsæri hefur allavegana ekkert komið fram um það.   Gengur hann um vélina í fimm tíma, fékk hann sér bío og popp, stútaði hann sér sjálfur, situr hann einn frami í flugstjórnarklefanum og kíkir aldrei aftur til að sjá hvað hann hefur gert.....

Væri aðveldra að skilja þetta ef það væri einhvað klippt og skorið við þetta, trúar eða stjórnmála ofstæki, þekkt geðbilun, fjárkúgun, einhvað frekar en ja hann var á tímamótum í fjölskyldulífunu og kannski einhvað lífsleiður en ekkert sem virðist krefjast þessa ógnarráðs. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 7/12/2019 at 4:57 AM, Breyskur said:

þannig ef það var eftiröpun var það sá þýski sem fylgdi frekar en að vera fyrirmynd. 

Hm, mundi það öðruvísi, allt í rugli í kollinum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.