Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,652 posts in this topic

Andri Geir á Eyjunni er oft með ágætar greiningar, en þarna hleypur hann á sig.

http://blog.pressan.is/andrigeir/2014/03/17/757-i-vanda/

Hann er að tala um hversu vafasöm ákvörðun það er hjá Flugleiðum að halda áfram að byggja leiðarkerfi sitt á vélum sem eru að komast á þrítugsaldur, en missir af aðalartiðinu: Það eru engar vélar fánlegar í dag sem eru í kjörstærð fyrir Flugleiðir, um 200 farþegar og rúmlega 6 tíma flugþol. 737 vélarnar eru minni og hafa skemmri drægni meðan 767,777 og 787 eru allar stærri og mun langdrægari en það sem Flugleiðir þurfa.

Þetta er svona eins af hverju ferðaþjónustu fyrirtæki keyra mörg um á gömlum Ford Econline, einfaldlega einu bílarnir sem hennta vel til breytinga og fást skráðir 15manna.

Það sem fer verst með flugvélar eru flugtök og lendingar. Vegna þess hversu langar sérstaklega Ameríku leiðirnar eru endast 757vélarnar vel hjá Flugleiðum, miklu betur heldur en vélar sem notaðar eru í stutt borgarhopp einhvers staðar.

Hinn kosturinn við gamlar vélar sem kosta tíunda part eða svo á við nýjar er að það er hægt að láta þær standa yfir nótt ef svo ber við.

Meðan vélarnar voru nýjar þurftu þær allar að vera í Kef á sama tíma. Svo var flogið grimmt 10 - 12 tímar fram og til baka Bandaríkjana , 6 - 8 tímar báðar leiðir til Evrópu þannig að vélarnar enda með því að vera í loftinu glettilega nálægt 20 tímum hvern sólarhring.

757 vélarnar eru farnar að reskjast og falla í verði þar sem þær þykja ekki lengur góður kostur í styttri flug söku þorstlætis. Þetta hefur leitt af sér að Flugleiðir hafa getað keypt notaðar vélar á góðu verði. Þær er svo hægt að nota til að fljúga á Westur Ströndina 6 - 7 tíma flug hvora leið sem þýðir að vélarnar ná ekki bæði því flugi og til Evrópu á sama sólarhring en af því að þetta eru orðnar til þess að gera verðlitlar vélar er allt í einu réttlætanlegt að skilja þær eftir ónotaðar á velli yfir nótt.

Ágætis greining á leiðarkerfinu hjá flugleiðum hér, http://centreforavia...challenge-78647 þótt að þetta sé reyndar skrifað áður en þeir festu sér 737 vélarnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flugleiðir gerðu samning við Rossiya og Aeroflot.

Hann virkar ekki betur en svo að það er mjög erfitt að bóka flug í gegnum vefsíðu Icelandair eitthvert með þessum félögum.

Ætli gangi betur fyrir rússa að bóka flug með Flugleiðum i gegnum vefsíðu Rossiya eða Aeroflot ?

Rússland er sko langsamlega stærsta land heims og spennandi að mörgu leyti.

Og á ferðalögum í Evrópu eru rússar mikið á ferðinni. Og kínverjar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Veit ekki hvernig gengur með þetta samstarf en veit að Flugleiðir klúðru samstarfi við Alaskaair sem hefði getað verið mjög mikilvægt fyrir bæði félögin.

http://blogs.seattletimes.com/northwesttraveler/2013/02/13/alaska-airlines-breaking-up-with-icelandair-on-mileage/

Alaskaairlines er með mjög sterkar tengingar á Westurströndinni en ekkert millilandaflug á áfangastaði Flugleiaða. Þarna var því enginn skörun og miklir möguleikar á samstarfi.

Það var ekkert gefið formlega út með þetta, en ástæða var þessi

http://millionmilesecrets.com/2012/08/17/330-for-first-class-to-hawaii/

Alaskaair er með mjög gott vildarkerfi meðan Sagapunktar Flugleiða eru eins flestir Íslendingar vita nánast vonlausir. Með því að kaupa annars ónothæafa vildarpunkta hjá Flugleiðum og skipta þeim svo yfir í Alaskamílur var hægt að bóka ferðir á fyrsta farrými með Alaska fyrir smáaura, nokkuð sem þeim féll skiljanlega ekki í geð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://millionmilesecrets.com/2012/08/17/330-for-first-class-to-hawaii/

Alaskaair er með mjög gott vildarkerfi meðan Sagapunktar Flugleiða eru eins flestir Íslendingar vita nánast vonlausir. Með því að kaupa annars ónothæafa vildarpunkta hjá Flugleiðum og skipta þeim svo yfir í Alaskamílur var hægt að bóka ferðir á fyrsta farrými með Alaska fyrir smáaura, nokkuð sem þeim féll skiljanlega ekki í geð.

Það bregður eitthvað nýrra við ef vildarkerfi flugfélags eða bílaleigu virkar eitthvað. Alls konar skilyrði og ekki aðgengilegt að nota þá. Það kostar nokkra þúsundkalla að gefa einhverjum sína vildarpunkta hjá Flugleiðum.

Air Berlin er með flotta punktasöfnun í boði. Punktanotkunin er held ég ekki eins flott.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hættu þeir alveg við kaupin á 787 vélunum? Var það bara eitthvað góðærisflipp?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta ein ástæðan að Málefnin eru ómissandi, á tveimur mínútum er ég orðinn sérfræðingur um Icelandair, veit allt sem skiptir máli.

Eitt sem ég hef verið að pæla, núna er Keflavík "hub". Væri út í hött að hafa tvo, Keflavík og Gander eða Goosebay? Fljúga farþegum í Kanada og USA til Gander eða Goosebay, setja þá í risavél, fljúga þeim til Keflavíkur og svo dreifa þeim um Evrópu. Hægt að skemmta þeim bæði í Gander og Keflavík.

Þykist vita að þetta gengi ekki upp, lagalega ef ekki vegna annarra ástæðna. En það bara dáldið flott að fljúga frá Keflavík og vera kominn yfir Kanada akkúrat þegar það væri þægilegt að rétta hnéin. Hvað myndi sparast mikið eldsneyti með því að hoppa svona?

En það er í rauninni dáldið merkilegt hvað það er hagkvæmt að fljúga frá Keflavík til Alaska og þá öll vesturströndin og Asía ekki svo langt undan. Svona er ég að pæla meðan ég keyri heyjin í beljurnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já. Hannes Smárason. Need I say more?

Bömmer. Þetta hefði verið mjög sexý.

boeing_787_icelandair_on_golden_sunlight

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stærðin er nálægt því sem Flugleiðir myndu þurfa 185 v 200 farþegar en langdrægnin er á mörkum þess sem dugar 5900km v 7100km hjá 757. Vélarnar sem Flugleiðir völdu í viðbót eru 737 MAX 8 og 9 eru heldur minni en 757 en eiga að vera mun sparneytnari. Langdrægni er væntanlega nóg á styttir Ameríku leiðirnar Boston eða New York, um 6700km en 757 vélarnar verða væntanlega notaðar áfram á lengri leiðar.

Þetta ein ástæðan að Málefnin eru ómissandi, á tveimur mínútum er ég orðinn sérfræðingur um Icelandair, veit allt sem skiptir máli.

Eitt sem ég hef verið að pæla, núna er Keflavík "hub". Væri út í hött að hafa tvo, Keflavík og Gander eða Goosebay? Fljúga farþegum í Kanada og USA til Gander eða Goosebay, setja þá í risavél, fljúga þeim til Keflavíkur og svo dreifa þeim um Evrópu. Hægt að skemmta þeim bæði í Gander og Keflavík.

Þykist vita að þetta gengi ekki upp, lagalega ef ekki vegna annarra ástæðna. En það bara dáldið flott að fljúga frá Keflavík og vera kominn yfir Kanada akkúrat þegar það væri þægilegt að rétta hnéin. Hvað myndi sparast mikið eldsneyti með því að hoppa svona?

En það er í rauninni dáldið merkilegt hvað það er hagkvæmt að fljúga frá Keflavík til Alaska og þá öll vesturströndin og Asía ekki svo langt undan. Svona er ég að pæla meðan ég keyri heyjin í beljurnar.

Held það sé þumalputtaregla að flugvélar verða hagkvæmari á hvert sæti eftir því sem þær stækka. Þannig að það væri þannig lagað hagkvæmt að smala farþegum úr westurheim í rétt og fljúga svo með þá yfir hafið á risaþotu.

Nokkur vandamál við þetta, Flugleiðir mega ekki frekar en önnur erlend flugfélög fljúga með farþega milli borga í Bandaríkjunum, þetta þyrfti þá annað hvort að vera í bandarísku dóttur félagi eða kanadameginn við landamærin.

Svo er það tími og eldsneyti. Hver millilending lengir ferðalag um 1-2 tíma hið minnsta og eins og búið er að fjalla um í þaula á sleðaþræðinum er flugtak og lending óhagkvæmasti þáttur ferðalagsins.

Held að þetta módel þeirra sé gott byggja mikið á samtenginu við stórar og miðlungsstærðar borgir með einum tengipunkti, þar eru þeir ekki í hörðustu samkeppninni á lægstu verðunum eins og eru milli stærstu stórborga.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bömmer. Þetta hefði verið mjög sexý.

Já, en ekki alveg jafn sexý og að borga 150k fyrir aðra leiðina til Köben.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, en ekki alveg jafn sexý og að borga 150k fyrir aðra leiðina til Köben.

Menn voru þarna að gæla við beint flug til Peking eða Nýju Delí. Langdrægni 787 hefði verið sóað á núverandi leiðakerfi Icelandair.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Menn voru þarna að gæla við beint flug til Peking eða Nýju Delí. Langdrægni 787 hefði verið sóað á núverandi leiðakerfi Icelandair.

Ætluðu þessir snillingar að fylla 787 milli KEF og Peking?

Jafnvel þótt Ólafur Ragnar og frú séu fyrirferðarmikil duga þeim alveg 2 sæti á fyrsta farrými.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ætluðu þessir snillingar að fylla 787 milli KEF og Peking?

Jafnvel þótt Ólafur Ragnar og frú séu fyrirferðarmikil duga þeim alveg 2 sæti á fyrsta farrými.

Þú gleymir að hálf Kínverska þjóðin vill koma. :-) Það er, ef þeir koma þurfa þeir að fara aftur, ergó fullar vélar báðar leiðir. Nema auðvitað planið Chinatown á Egilstöðum og vélarnar þá tómar til Kîna.

Edited by Ingimundur Kjarval

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta ein ástæðan að Málefnin eru ómissandi, á tveimur mínútum er ég orðinn sérfræðingur um Icelandair, veit allt sem skiptir máli.

Eitt sem ég hef verið að pæla, núna er Keflavík "hub". Væri út í hött að hafa tvo, Keflavík og Gander eða Goosebay? Fljúga farþegum í Kanada og USA til Gander eða Goosebay, setja þá í risavél, fljúga þeim til Keflavíkur og svo dreifa þeim um Evrópu. Hægt að skemmta þeim bæði í Gander og Keflavík.

Þykist vita að þetta gengi ekki upp, lagalega ef ekki vegna annarra ástæðna. En það bara dáldið flott að fljúga frá Keflavík og vera kominn yfir Kanada akkúrat þegar það væri þægilegt að rétta hnéin. Hvað myndi sparast mikið eldsneyti með því að hoppa svona?

En það er í rauninni dáldið merkilegt hvað það er hagkvæmt að fljúga frá Keflavík til Alaska og þá öll vesturströndin og Asía ekki svo langt undan. Svona er ég að pæla meðan ég keyri heyjin í beljurnar.

Ef hinn höbbinn er nógu langt í burtu (samtengist með drægni véla, þá gætu tveir höbbar gengið upp.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef hinn höbbinn er nógu langt í burtu (samtengist með drægni véla, þá gætu tveir höbbar gengið upp.

Já ætli það sé málið, ekki nógu langt á milli Gander og Keflavík ef ég skil þig rétt, dáldið véfréttarlegt hjá þér. Margt annað spilar inn í, hvernig er veðrið í Gander? Væri Halifax betri? Hvað er langt flug frá Keflavík til Gander? Væri hægt að stofna dótturfyrirtæki í Kanada og USA sem flýgu farþegunum til og frá Gander um Ameríku?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Veit ekki hvernig gengur með þetta samstarf en veit að Flugleiðir klúðru samstarfi við Alaskaair sem hefði getað verið mjög mikilvægt fyrir bæði félögin.

http://blogs.seattletimes.com/northwesttraveler/2013/02/13/alaska-airlines-breaking-up-with-icelandair-on-mileage/

Alaskaairlines er með mjög sterkar tengingar á Westurströndinni en ekkert millilandaflug á áfangastaði Flugleiaða. Þarna var því enginn skörun og miklir möguleikar á samstarfi.

Sé ekki betur en Flugleiðir séu ennþá í samstarfi við Alaskaairlines.

Af hverju útbúa þeir ekki svona fína síðu fyrir hin samstarfsflugfélögin ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sé ekki betur en Flugleiðir séu ennþá í samstarfi við Alaskaairlines.

Af hverju útbúa þeir ekki svona fína síðu fyrir hin samstarfsflugfélögin ?

Getur verið að Flugleiðir hafi millgöngu um að bóka miða með Alaskaair enda passa leiðakerfi þeirra sérlega vel saman.

Illu heilli eru þeir ekki í vildarpunkta samtarfi lengur, hvorki hægt að safna né bóka ferðir með gagnkvæmum hætti.

http://www.alaskaair.com/content/mileage-plan/partners/icelandair.aspx

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef hinn höbbinn er nógu langt í burtu (samtengist með drægni véla, þá gætu tveir höbbar gengið upp.

Alaska?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alaska?

Með millilendingu í Alaska væri hægt að fljúga til Kína, Japan, Hawaii eða Chamtska. Veit varla að það væri mikill markaður fyrir það. Í eina tíð stoppuðu allar Asíu vélar á leið frá Evrópu í Alaska en eftir að lofthelgi sovét opnaðist draga langdrægustuvélarnar beint. Kannski Pútin breyti því aftur.

Held að planið með 787 vélunum hafi verið að fljúga beint á Asíu áður en kauprétturinn var seldur, efa að það væri mikil markaður fyrir flug með tveimur stoppum til Asíu.

Edited by Breyskur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.