Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,645 posts in this topic

Með millilendingu í Alaska væri hægt að fljúga til Kína, Japan, Hawaii eða Chamtska. Veit varla að það væri mikill markaður fyrir það. Í eina tíð stoppuðu allar Asíu vélar á leið frá Evrópu í Alaska en eftir að lofthelgi sovét opnaðist draga langdrægustuvélarnar beint. Kannski Pútin breyti því aftur.

Held að planið með 787 vélunum hafi verið að fljúga beint á Asíu áður en kauprétturinn var seldur, efa að það væri mikil markaður fyrir flug með tveimur stoppum til Asíu.

Man að fyrir núna nokkuð mörgum árum, að ég talaði við konu á leið til Evrópu frá Seattle minnir mig. Hún hafði tekið amerískt flugfélag til annað hvort Boston eða Kennedy, man ekki á hvorum staðnum ég hitti hana, hún á leiðinni til Evrópu með Icelandair. Ef ég man rétt, sagðist hún gera þetta oft, flugið frá Seattle til Evrópu væri bara of langt, betra að stoppa á milli.

Sem sagt ef að það væri hægt að gera þessar millilendingar eins þægilegar og hægt er, jafnvel skemmtilegar, þá gæti þetta verið möguleiki, flugferð lengri en 4 til 5 tímar verður fljótt hálfgerður tortúr, sérstaklega fyrir fólk sem gerir þetta reglulega. Ég hef oft lagt til hér að söfn, jafnvel fiskasafn, spilavíti, næturklúbbur, þið bætið við, verði byggt við Leifstöð og þá kannski í Goosebay. Þið munið örugglega eftir víkingaskipslíkaninu í Leifstöð, ekki mikið mál að byggja safn sem gæti haft ofan af fyrir ferðalanga í smátíma, alþjóðlegt listasafn jafnvel.

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://www.independent.ie/life/travel/travel-news/ryanairs-boeing-737-max-200-six-things-we-now-know-30570478.html

Þá er komin ný Síldartunna frá Boeing. 200 sæti í 737 vél með mjög lágri eldsneytisnotkun per sæti.

Nær því að vera það sem Flugleiðir þurfa hvað sætisfjöldan, en drægnin er enn vandmál fyrir annað en evrópu og styttri leiðir á austur ströndinni. Spurning hvort þeir halda þeim vélum sem búið er að panta eða reyna uppfæra.

http://www.newairplane.com/737max/customers/icelandair/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Meðalaldur véla Icelandair er 19.2 ár. Þeir geta bráðum stofna safn og sýnt þessa forngripi.

http://www.airfleets.net/ageflotte/Icelandair.htm

Ástæðan fyrir því að þeir fljúga enn á safngripunum 757 er að þetta er sérlega henntug stærð og drægni, nokkuð sem ekki er búið að fullu að ná með öðrum vélum. Þessar eiga eftir að verða flottar og passa vel í stutta módelið Evrópa - Austurströndin en hafa ekki drægnina sem þarf á westurströndina né er hægt að láta þær standa og safna ryki yfir nótt ef svo ber undir eins og réttlætanlegt er orðið með ódýrari 757 vélarnar.Iceland-Air.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

...á tveimur mínútum er ég orðinn sérfræðingur ...

Ehemm...

Ástæðan fyrir því að þeir fljúga enn á safngripunum 757 er að þetta er sérlega henntug stærð og drægni, nokkuð sem ekki er búið að fullu að ná með öðrum vélum. Þessar eiga eftir að verða flottar og passa vel í stutta módelið Evrópa - Austurströndin en hafa ekki drægnina sem þarf á westurströndina né er hægt að láta þær standa og safna ryki yfir nótt ef svo ber undir eins og réttlætanlegt er orðið með ódýrari 757 vélarnar.

Svo er náttúrulega þessi gamla spurning sem dúkkar upp... Eru eldri vélar eins öruggar og nýrri vélar?

Svo er hitt, nú er Icelandair stundum með tvær vélar í einu frá sömu borg... bendir það til þess að þeir geti skoðað kaup á stærri vélum?

Edited by drCronex

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eftir því sem að ég kemst næst eru 757 afar vel gerðar vélar. Mér finnst ekkert síðra að fljúga með safngripunum umfram sardínuvélar eins og 737 eru.

Ég hugsa að Icelandair hafi gert afdrífarík mistök með að panta Boeing. Airbus eru mun þægilegri vélar og réttlætir það lítillega aukið kaupverð. 737 eru hannaðar fyrir stutt flug en ekki yfir Atlantshafið. Ég hefði a.m.k. afar lítinn áhuga á að sitja í 737 þvert yfir Atlantshafið á almennu farrými.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ehemm...

Svo er náttúrulega þessi gamla spurning sem dúkkar upp... Eru eldri vélar eins öruggar og nýrri vélar?

Svo er hitt, nú er Icelandair stundum með tvær vélar í einu frá sömu borg... bendir það til þess að þeir geti skoðað kaup á stærri vélum?

Eldri flugvélar sem er vel haldið við eiga að vera jafn öruggar og nýrri vélar. Hef ekki heyrt talið að Flugleiðir skeri viðhaldið við nögl. Er málkunnugur tveimur flugvirkjum. Annar vildi meina að það væri almennt til marks um hversu vel vélum væri haldið við hvernig þær væru þrifnar og haldið við að innanverðu. Þar ber Flugleiðir af flestum Amerískum félögum sem ég flýg með. Vélarnar eru venjulega snyrtilegar og innréttingum hefur verið skipt reglulega út.

Annar sem hafði unnið hjá þeim en gerði ekki á þeim tíma sem við unnum saman bar þeim vel söguna en talaði um að það hefði verið mikið tímastress að sinna viðhaldi á þeim stutta tíma sem vélarnar eru á jörðinni. Einn félagi hans sem hljómaði eins og gallagripur var rekinn fyrir rest út af þessu. Sá hafði fyrst mætt fullur á vakt og var sendur heim og átti að reka kappann þegar hann mætir með fulltrúa stéttarfélags og hótar að fara í hart þar sem þeir hefðu ekki látið hann blása í blöðru. Var svo nappaður seinna þegar hann hafði fært í viðhaldsbók að hann væri ný búinn að skipta um einhverjar síur í glussakerfi. Eitthvað þótti mönnum það undarlegt hvað þetta gekk vel og viti menn í ruslafötu fundust síurnar í pakkanum óopnaðar. Þar hafði viðkomandi ekki lagt í að troða sér hálfum inn í þröngt rými og skipta um þetta útataður í glussa af því að stutta stoppið gaf ekki möguleika á því að gera þetta með hefðbundari hætti þar sem hlífar voru fjarlægðar fyrst svo hægt væri að komast af þessu í rólegheitum.

Með stærri vélarnar virðast þær hafa verið bölvun fyrir Flugleiðir. DC-10 vél var kyrrsett lengi og fór næstum með þá á hausinn, http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=117513&pageId=1514446&lang=is&q=%DEota%20Fluglei%F0a%20kyrrsett

og 767 vél(ar?) var ekki í rekstri hjá þeim nema örfá ár, mest í leiguflug og skammvinna tengingu til SanFransico.

Eru þetta fleiri staðir en Boston, London, Kaupmannahöfn sem bera fleira en eitt flug á dag núna og þar með mögulega stærri vél. Væri töluvert óhagræði að bæta við einni eða fáeinum stærri vélum á þessar leiðir. 767 átti að vera mikið til sambærileg við 757 í viðhaldi og áhafanþjálfun samt enntust þær ekki hjá þeim.

Fyrir flugnördana er sjálfsagt að kíkja á þennan þráð með 757 blæti. http://www.airliners.net/aviation-forums/general_aviation/read.main/5992524/#menu27

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað er rangt í þessu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað er rangt í þessu?

Eiginlega allt. Bara grunntæknilegar upplýsingar eru rangar, eða vantar í mörgum tilfellum. Trust me, ég vinn m.a. við svona samanburð. Þetta er kjánalega vitlaust.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sé að Boeing er sögð hvorki með klósetti, heitu vatni né lesljósi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sé að Boeing er sögð hvorki með klósetti, heitu vatni né lesljósi.

Eldsneytissparnaðurinn maður! Með því að sleppa öllum þessum óþarfa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað með að það séu fleiri sæti í A321, jafn löng drægni, (kef-orlando drægni) og fuel cost per sæti lærra.

Edited by Agent Smith

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað með að það séu fleiri sæti í A321, jafn löng drægni, (kef-orlando drægni) og fuel cost per sæti lærra.

Skv Wikipedu er A321 með 185 sæti í typískri 2 farrýma útfærslu og drægni upp á 3-3700 mílur eftir útfærslu meðan 737-900ER er með 177 sæti og drægni 3-3500 mílur.

Hvort tveggja minna en 757 sem tekur 200-240 farþega og dregur 3600 - 4100 mílur eftir því hvort þetta er 200-300 týpan. Skiljanlegt að þeir séu ekkert að leggja þessum vélum strax.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þá er það fuel cost per seat? Hvernig stendur 757 miðað við nýjar vélar?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki að netinu að spyrja afar nákvæm samanburðar skýrsla á 757 og öðrum valkostum.

http://www.aircraft-commerce.com/sample_articles/sample_articles/fleet_planning_2_sample.pdf

Skýrslan er reyndar komin aðeins til ára sinna miðað við gallon af Jet A á 1.65$.

Á styttir leiðum þar sem hægt er að komast af með fleiri ferðar á smærri vélum eða réttlæting er fyrir stærri vélum er hún ekki samkeppnisfær. En þegar kemur að fremur löngu flugi í með um 200farþega á hún markaðinn án nokkura beinna keppinauta.

post-3009-0-56186900-1410907626_thumb.jp

Share this post


Link to post
Share on other sites

A321 200 er ss hagstæðasta vélin og hefur drægni í allt sem Icelandair hefur verið að gera.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.