Reply to Röng greining á Icelandair

Breyskur
By Breyskur,
Ríkið segir að félögin fái að sigla sinn sjó án inngripa.  Auðvelt að segja það núna, verra þegar í nauðirnar rekur.    Besta staðan væri sú að WoW dragi saman seglin í stærð sem stendur undir sér og forðast fall, það myndi sjálfkrafa hjálpa Icelandair til að rétta úr kútnum.   Verri staða væri ef WoW lokar sjoppuni yfir nótt og versta staðan væri auðvitað að bæði færu á hausinn í hvelli.   Reikna með að ríkið standi við loforðin í fyrstu stöðunni, sennilega í þeirri næstu en það yrði farið í reddingar ef bæði hrynja.    http://www.ruv.is/frett/rikid-gripi-ekki-inn-i-erfida-stodu-flugfelaga Ef ég ætti að veðja myndi ég giska á að WoW hætti með hvelli, sé ekki hvernig þetta á að reddast hjá þeim.   Það er ekki bara að það þurfi að redda afborgunum á núverandi flota heldur eru þeir að taka fjórar gríðarstórar vélar í notkun um áramótin.  365 farþegar fjórar vélar, fjórir leggir á dag ef vel á að vera, 365 dagar á ári.  2.1milljón leggja eða rúm milljón miða fram og aftur.   Afar erfitt að sjá þá aukningu í kortunum og ef ekki þurfa vélarnar að standa lítið eða ónotaðar sem spænir upp það littla handbært fé sem til er í hvelli.   Hlýtur að hafa fest niður takki á lyklaborðinu hjá Skúla þegar hann var panta, þetta eru miklu fleiri vélar en gerlegt er að fyllla á þessum markaði á svona stuttum tíma.  http://www.vb.is/frettir/fjorar-airbus-velar-baetast-vid-flugflota-wow/149020/ http://www.dv.is/frettir/2017/03/31/sjo-nyjar-airbus-velar-i-flota-wow-air/