Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,652 posts in this topic

A321 200 er ss hagstæðasta vélin og hefur drægni í allt sem Icelandair hefur verið að gera.

Drægni upp á 3000 mílur fullsetin 185 farþegar, http://www.airbus.com/aircraftfamilies/passengeraircraft/a320family/a321/

Til Seattle er 3611 mílur og svipað til Portland og Vancouver þar sem Icelandair malar gull. Það eru 3375 mílur til Anchorage, 3500 til Orlando og Denver en Minniapolis rétt slyppi með 2945 mílur vonum bara að það þoka við lendingu og þurfi hringsól.

Westurströndin er einmitt sá markaður sem hefur verið mestur vöxtur á hjá Flugleiðum og honum verður hvorki þjónað með 737 eða A321.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Drægni upp á 3000 mílur fullsetin 185 farþegar, http://www.airbus.com/aircraftfamilies/passengeraircraft/a320family/a321/

Til Seattle er 3611 mílur og svipað til Portland og Vancouver þar sem Icelandair malar gull. Það eru 3375 mílur til Anchorage, 3500 til Orlando og Denver en Minniapolis rétt slyppi með 2945 mílur vonum bara að það þoka við lendingu og þurfi hringsól.

Westurströndin er einmitt sá markaður sem hefur verið mestur vöxtur á hjá Flugleiðum og honum verður hvorki þjónað með 737 eða A321.

Ja samkvæmt heimasíðunni þá er drægnin með 185 farþega um 3200 nm eða 6000 km... Sem þýðir að Orlando og Anchorage eru inni.

http://www.airportdistance.com/mileage/keflavik-international-airport-kef_orlando-sanford-international-airport-sfb

Jafnvel Seattle sleppur....

Edited by Agent Smith

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ja samkvæmt heimasíðunni þá er drægnin með 185 farþega um 3200 nm eða 6000 km... Sem þýðir að Orlando og Anchorage eru inni.

http://www.airportdistance.com/mileage/keflavik-international-airport-kef_orlando-sanford-international-airport-sfb

Jafnvel Seattle sleppur....

Sé ekki hvar þú lest með drægni upp á 3200nm. Ég les á airbussíðunni sem ég vísað í að ofan This aircraft has a stretched fuselage with an overall length of 44.51 metres, along with an extended operating range of up to 3,000 nautical miles while carrying a maximum passenger payload.

Það dugar vel í Evrópu Boston og JFK en ekki á lengri Ameríkuleiðirnar tala nú ekki um þegar miðað er við drægni á næsta varavöll við áætlunarstað plús 30 mínutur í hringsól.

Share this post


Link to post
Share on other sites

The A321 accommodates 185 passengers in a two-class configuration over a range of up to 3,200nm/5,950km, and up to 220 passengers in a high-density configuration. It can be powered by CFM56-5 or IAE V2500-A5 engines.

http://www.airbus.com/aircraftfamilies/passengeraircraft/a320family/a321/performance/

Er það þá með minna en fulla vél af farþegum? Þarna segja þeir allt að 185 farþegar og allt að 3200mílnu drægni annað hvort ekki hvort tveggja 3200mílna drægni með 185 farþega. Svo þegar það er bætt við varavelli og hringsóli þarf vel meira en að drægnin dugi slétt.

Þeir á kontornum hjá Flugleiðum er væntanlega minnst eins góðir og við að fletta þessu upp og enduðu með 737MAX á styttri leiðirnar og halda 757 enn um sinn á þær lengri.

Edited by Breyskur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ekki málið að skella sér í smá heimsreisu?

Annar kostur við að reka til þess að gera ódýrar vélar það er hægt að leika sér aðeins með þær. http://www.visir.is/farthegavel-icelandair-breytt-i-fimmtiu-saeta-luxusvel/article/2014141008942

Fyrir

EP-141008942.jpg?maxw=649

Eftir

EP-141008942.jpg?maxw=649

Edited by Breyskur
1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vantar reyndar aðeins uppá það.

Já. Hannes Smárason. Need I say more?

Vonandi fékk hann ríflega borgað fyrir alla ábyrgðina sem hann tók á sig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú hefur WOW fengið tvær nýjar A321 vélar í flota sinn og voru þær keyptar til að sinna Ameríkuflugi. Væntanlega komast þær alla leið og með mun hagkvæmari hætti en 757....

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/02/13/wow_air_kaupir_tvaer_flugvelar/

Fínar vélar á austurströndina, Boston og NYC enda stefnir WOW væntanlega á þá staði. Duga enn ekki á Westurströndina nema að fljúga þeim létthlöðnum. Verið að þróa 321 sem hafa drægni nær 757 en verða ekki á markaðnum enn um sinn.

http://www.bloomberg.com/news/articles/2014-12-08/airbus-long-range-a321-stirs-cit-interest-as-replacement-for-757

Hjá Flugleiðum hljóta menn að hoppa hæð sína af fögnuði yfir að vera enn með 757 í rekstri meðan lágt eldsneytisverð varir enda eru 757 fínar vélar að þorstlætinu slepptu, ódýrar í innkaupum, temmilega stórar og öruggar í rekstri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef flogið mikið með þessum nýju 737 vélum hér innanlands, síðast í 4 tíma flugi, og eru þær þægilegar og ekki síldartunnur (allavega eins og þær eru oftast innréttaðar). Southwest notar enn gömlu 737 vélarnar og er mikill munur þar á og á þeim nýrri.

Edited by Erlendur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef flogið mikið með þessum nýju 737 vélum hér innanlands, síðast í 4 tíma flugi, og eru þær þægilegar og ekki síldartunnur (allavega eins og þær eru oftast innréttaðar). Southwest notar enn gömlu 737 vélarnar og er mikill munur þar á og á þeim nýrri.

Er hrifinn af fráganginum á handfarangurshólfunum og lýsingunni, vel úthugsað og flott. Sætin eru hins vegar ákaflega þunn til að spara bæði pláss og þyngd. Sleppur í 3-4 tíma flugi en yrði heldur aumt í 5+ tíma flugi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alaska er með beint flug héðan frá Sívættlu til Florida sem yrðu þessir 5+ tímar. Kem með álit á sætunum eftir slíkt flug.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Maður ætti kannski að fara krassa á sætið Breyskur var hér, þetta eru sömu vélarnar og ég sat í.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef flogið mikið með þessum nýju 737 vélum hér innanlands, síðast í 4 tíma flugi, og eru þær þægilegar og ekki síldartunnur (allavega eins og þær eru oftast innréttaðar). Southwest notar enn gömlu 737 vélarnar og er mikill munur þar á og á þeim nýrri.

Ég flaug einmitt með Southwest í 737 þegar mér leið eins og í síldartunnu. Það var ekki einu sinni 2 tíma flug en það var meira en nóg. Daginn áður flaug ég með Icelandair alla leið til Denver frá Keflavík og þar fór vel um mig í vélinni.

Ég hef einnig oft flogið með Norwegian í þessum nýjustu 737 núna en mér finnst plássið ekki vera eins gott og hjá Icelandair í 757. Kannski verða þessar 737 sem koma næst betri en ég hef mínar efasemdir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég flaug einmitt með Southwest í 737 þegar mér leið eins og í síldartunnu. Það var ekki einu sinni 2 tíma flug en það var meira en nóg. Daginn áður flaug ég með Icelandair alla leið til Denver frá Keflavík og þar fór vel um mig í vélinni.

Ég hef einnig oft flogið með Norwegian í þessum nýjustu 737 núna en mér finnst plássið ekki vera eins gott og hjá Icelandair í 757. Kannski verða þessar 737 sem koma næst betri en ég hef mínar efasemdir.

Plássið hefur ekkert með flugvélagerðir að gera, heldur allt með viðkomandi flugfélag að segja. Bresku félögin nota niður í 28 tommur á milli sæta, því að þar er í reglugerð að það sé lágmarksbil. Fáir aðrir gera það, en Norwegian notar 30 í B737-300, og 29-31 í B737-800. Icelandair miðar við 32 í almennu farrými, en WOW 30.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað með breiddina? Er 757 ekki töluvert breiðari en 737? 6 sæti í hverri röð í báðum vélum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað með breiddina? Er 757 ekki töluvert breiðari en 737? 6 sæti í hverri röð í báðum vélum.

Búkurinn á þessum vélum er nákvæmlega jafn stór í þvermáli og farrýmið jafn breitt. Mögulega er meiri lofthæð í 757 sem gefur þá tilfinningu að það sé rýmra.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Breytingar á flotanum. Aftur verið að taka inn 767 vélar á leiðakerfið til að koma fleiri farþegum í gegn á fjölsóttustu stöðum sumarið 2016. Þessar vélar ku vera keimlíkar 757 í flugi og viðhaldi og hafa álíka drægni ef þetta eru venjulega útgáfan, ekki Extended Range. Ef þeir taka ER í nokun væri þá hægt að fara á fluga á LA eða aðra staði sem hingað til hafa ekki nást, en ólíklegt að það verði. Sást á fluginu til San Fransisco um árið að það er erfitt að byrja nýjan leið á stórum vélum.

Kannski meiri fréttir úr innanlandsfluginu þar sem hinar gamalkunnu Fokker vélar verða seldar og stærri Dash4 teknar í notkun. Hefur verið doði yfir innanlandsfluginu og litlar tengingar milli millilandaflugsins og innalands. 24 757 skila af sér tæplega 4000 þúsund farþegum tvisvar á dag en það hefur ekki tekist eða kannski verið reynt að koma þeim tengingar út á land. Með liprari og hraðfleygari vélum gefst möguleiki á að tengja beint við KEF og losna við flöskuhálsinn sem hinn afskekkti Reykjavíkurvöllur er.

http://www.vb.is/frettir/115171/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mun innanlandsflugið kannski flytjast til Keflavíkur?

Nú er Flugfélagið að skoða nýja áfangastaði. Ætli það séu staðir í V-Noregi?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það gæti verið. Dash 8 Q400 er hraðfleygari og háfleygari en aðrar skrúfuþotur og gæti verið hagkvæmari kostur á stystu leiðum til Evrópu. Nokkur flugfélög í Evrópu eru að nota þessar vélar á stuttum leiðum, t.d. norska innanlandsflugfélagið Wideroe er að nota Q400 á milli V-Noregs og Bretlandseyja. Það má líka hugsa sér möguleika Egilsstaðaflugvallar. Það munar alveg um þessa 400 km á milli Egilsstaða og Keflavíkur þegar við erum að tala um áfangastaði í Skotlandi eða Noregi, bæði í tíma og eldsneyti. Það hlýtur að vera hægt að markaðssetja slíkt flug sem ódýrustu og umhverfisvænustu leiðina til Íslands með flugi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.