Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,645 posts in this topic

Hætti SAS ekki að nota þær því að engin þorði að fljúga með essu...

Share this post


Link to post
Share on other sites

SAS var í meiri vandræðum en aðrir með lendingarbúnaðinn. Virðist hins vegar að þeir séu meir eða minna komnir fyrir þetta.

http://en.wikipedia.org/wiki/Dash_8_landing_gear_incidents

Hef flogið þó dáldið í þessum vélum og þannig lagað ekkert nema gott um það að segja. Háværar dáldið en þokklegt rými með 2+2 sætum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rakst á þessa skemmtilegu mynd af lengstu áætlunarleiðunum í fluginu. Áhugavert hvað margar leiðir liggja yfir Ísland og nágrenni. Maður sér þetta líka á Fligthradar24 að þetta eru raunverulegar leiðir véla sem fljúga beint frá miðausturlöndum og Indlandi til N-Ameríku. Maður spyr sig hvort að það séu tækifæri í því að útvíkka Icelandair-módelið til austurs. 757 gæti kannski slefað til Dubai en þyrfti líklega að vera létthlaðin. Indland krefst meiri drægni sem virðist ekki vera í boði hjá Boeing nema með því að fara í breiðþotur á borð við 767 eða 777. Það er kannski of stór biti fyrir Icelandair. Á ÓRG ekki annars að vera rosalega vel tengdur þarna á Indlandi?

tumblr_n1zot9AsFt1s3dn7vo1_1280.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fínar vélar á austurströndina, Boston og NYC enda stefnir WOW væntanlega á þá staði. Duga enn ekki á Westurströndina nema að fljúga þeim létthlöðnum. Verið að þróa 321 sem hafa drægni nær 757 en verða ekki á markaðnum enn um sinn.

http://www.bloomberg.com/news/articles/2014-12-08/airbus-long-range-a321-stirs-cit-interest-as-replacement-for-757

Hjá Flugleiðum hljóta menn að hoppa hæð sína af fögnuði yfir að vera enn með 757 í rekstri meðan lágt eldsneytisverð varir enda eru 757 fínar vélar að þorstlætinu slepptu, ódýrar í innkaupum, temmilega stórar og öruggar í rekstri.

Boeing virðist ekki hafa neinn áhuga á að bjóða raunverulegan arftaka 757 hvað varðar stærð og drægni og þessi plön Icelandair um að binda sig áfram við Boeing með nýjum 737MAX en halda áfram með 757 þar sem þeirra er þörf getur varla verið nema til bráðabirgða. Það þarf að skipta út 757 á endanum og Boeing ætlar ekki að bjóða upp á nýjan valkost. A321neoLR virðist vera sérsniðin að þörfum Icelandair ef Airbus er alvara með þeirri þróun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég viðurkenni að ég fatta ekki alveg módelið hjá Icelandair. Áður en félagið fór til lengri áfangastaða eins og Denver, þá gekk módelið út á að vélarnar voru í stanslausri notkun og fóru fram og til baka yfir Atlantshafið á sólarhring.

Núna þarf t.d. Denver vélin að stoppa í 20 tíma í Denver og áhöfnin sem lenti vélinni fer með hana daginn eftir. Þetta er ekki sama nýting og á vélinni til New York.

Ef Icelandair ætlar ekki lengur að láta vélarnar fara yfir Atlantshafið á sólarhring ætti lítið að vera til fyrirstöðu að fljúga þess vegna til Grikklands, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og fleiri fjarlægari staða í Evrópu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég viðurkenni að ég fatta ekki alveg módelið hjá Icelandair. Áður en félagið fór til lengri áfangastaða eins og Denver, þá gekk módelið út á að vélarnar voru í stanslausri notkun og fóru fram og til baka yfir Atlantshafið á sólarhring.

Núna þarf t.d. Denver vélin að stoppa í 20 tíma í Denver og áhöfnin sem lenti vélinni fer með hana daginn eftir. Þetta er ekki sama nýting og á vélinni til New York.

Ef Icelandair ætlar ekki lengur að láta vélarnar fara yfir Atlantshafið á sólarhring ætti lítið að vera til fyrirstöðu að fljúga þess vegna til Grikklands, Spánar, Ítalíu, Austurríkis og fleiri fjarlægari staða í Evrópu.

Svarið er í upphafs innlegginu svo ég leyfi mér að vitna í sjálfan mig.

Kosturinn við gamlar vélar sem kosta tíunda part eða svo á við nýjar er að það er hægt að láta þær standa yfir nótt ef svo ber við.

Meðan vélarnar voru nýjar þurftu þær allar að vera í Kef á sama tíma. Svo var flogið grimmt 10 - 12 tímar fram og til baka Bandaríkjana , 6 - 8 tímar báðar leiðir til Evrópu þannig að vélarnar enda með því að vera í loftinu glettilega nálægt 20 tímum hvern sólarhring.

757 vélarnar eru farnar að reskjast og falla í verði þar sem þær þykja ekki lengur góður kostur í styttri flug söku þorstlætis. Þetta hefur leitt af sér að Flugleiðir hafa getað keypt notaðar vélar á góðu verði. Þær er svo hægt að nota til að fljúga á Westur Ströndina 6 - 7 tíma flug hvora leið sem þýðir að vélarnar ná ekki bæði því flugi og til Evrópu á sama sólarhring en af því að þetta eru orðnar til þess að gera verðlitlar vélar er allt í einu réttlætanlegt að skilja þær eftir ónotaðar á velli yfir nótt.

Ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fljúga sama módel í hina áttina. Það væri hægt að fljúg til Ísraels, Grikklands en varla til Dubai eða annara Arabalanda.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er rétt hjá Breyskum og misskilningur hjá Landanum. Á annatíma eru stopp t.d. Í Denver og Seattle notuð í reglubundið viðhald. Vélunum er skipt út á einstaka staði þannig að hver vél stoppar kannski bara einu sinni í viku í 20 klst til að sinna þessu viðhaldi þannig að þetta er langt í frá að vera "dauður" tími.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er rétt hjá Breyskum og misskilningur hjá Landanum. Á annatíma eru stopp t.d. Í Denver og Seattle notuð í reglubundið viðhald. Vélunum er skipt út á einstaka staði þannig að hver vél stoppar kannski bara einu sinni í viku í 20 klst til að sinna þessu viðhaldi þannig að þetta er langt í frá að vera "dauður" tími.

Þetta vissi ég ekki, senda þeir þá flugvirkja með þeim eða er keypt þjónusta úti?

Veit ekki annað en Flugleiðir sinni viðhaldi með sóma, en þekkti eftir spjall við flugvirkja hjá þeim að það var alltaf tímapressa með minni skoðanir í örstuttum stoppum og svo púsl með að finna nægan tíma fyrir stærri verkefni.

Edited by Breyskur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áhugavert með nýtingu á þessum stoppum fyrir viðhald. Þannig nýtist flotinn í raun betur með því að vélarnar sækji tekjur á langri flugleið heldur en ef þær væru teknar úr umferð í Keflavík í sama tilgangi. Icelandair er greinilega afar vel smurð vél.

Kannski nýtast lengri leggir til austurs með sama hætti en það eru svosem ekki margir áhugaverðir kostir á því bili fyrst að ekki er hægt að ná til stóru höbbanna við Persaflóa. Flippaður kostur væri Teheran ef það kemst á varanleg þýða í samskiptum Íran og Bandaríkjanna. Það væri býsna stór markaður en felur kannski í sér öryggisvandamál sem hvorki flugfélagið né íslensk flugyfirvöld kunna á.

En það eru annars stórir hlutir að gerast aðeins nær, hérna megin við Sæviðarsund, sem ég vissi ekki af fyrr en fyrir nokkrum dögum. Tyrkir ætla að koma upp stærsta flugvelli í heimi í Istanbúl til að leysa af of lítinn og aðþrengdan aðalflugvöll borgarinnar. Það er viðbúið að sá flugvöllur geti orðið mikilvægasti höbb í heimi, Tyrkland er jú eiginlega miðja heimsins. Lítið mál að ná þangað frá KEF þegar þar að kemur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

.

Edited by Karl Remba

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ein gömul og þreytt 757 bilaði í Bergen í gær. Fluginu var frestað til dagsins í dag.

Þá hlýtur Norwegian að vera betri kostur á þessari leið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ein gömul og þreytt 757 bilaði í Bergen í gær. Fluginu var frestað til dagsins í dag.

Þá hlýtur Norwegian að vera betri kostur á þessari leið.

Það geta allar vélar bilað jafnt nýjar sem gamlar. Flugleiðir eru með 24 vélar í rekstri, hver flýgur 4 leggi á fullum degi, þannig að á annasömum mánuði eru þetta uppundir 3000brottfarir. Ef 1% af vélunum tefst vegna bilana eru það 2-3 flug á mánuði. Ætlið það láti ekki nærri.

En úr því að þú nefir Norvegian hafa þeir átt í mesta basli við að halda spánýjum 787 í loftinu. http://www.bloomberg.com/bw/articles/2014-01-22/why-is-the-787-dreamliner-such-a-hassle-for-norwegian-air Modelið hjá þeim er svipað og hjá Flugleiðum nema að þeir sinna ekki eigin viðhaldi, þannig að hver bilun verður því tafsamari þegar redda þarf flugvirkjum að vélinni eða senda hana til skoðunar annað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Enn er Ameríkunetið þétt, núna með flugi til Chicago. Stór borg og margir á ferðinni á eflaust eftir að ganga vel. Flugið í lengra lagi til að ná evrópu skreppu með á sama sólarhring en sleppur væntanlega á Bretlandseyjar.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/icelandair-hefur-aaetlunarflug-til-chicago-i-mars-a-naesta-ari

Ólyginn sagði að Flugleiðir hefðu trassað að endurnýja lendingarleyfið á þessum umsetna flugvelli þegar þeir felldu það tímabundið niður á sínum tíma og það skýrði þessa löngu bið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Enn er Ameríkunetið þétt, núna með flugi til Chicago. Stór borg og margir á ferðinni á eflaust eftir að ganga vel. Flugið í lengra lagi til að ná evrópu skreppu með á sama sólarhring en sleppur væntanlega á Bretlandseyjar.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/icelandair-hefur-aaetlunarflug-til-chicago-i-mars-a-naesta-ari

Ólyginn sagði að Flugleiðir hefðu trassað að endurnýja lendingarleyfið á þessum umsetna flugvelli þegar þeir felldu það tímabundið niður á sínum tíma og það skýrði þessa löngu bið.

Svo er Montreal á lokametrunum í einhverju samningaferli. Glöggir ferðalangar þar sáu auglýsingar "in the wild" á flugvellinum þar sem Icelandair var boðið velkomið en mögulega voru starfsmenn of bráðir á sér að opinbera það. Það er flott viðbót Ameríkumegin. Stór borg með mikla Evrópuhneigð. Montreal-París er ein af stærstu flugleiðunum yfir Atlantshafið. Ágætt að geta boðið hana með layover á Íslandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gaman og fróðlegt að lesa þennan þráð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að fæstir íslendingar átti sig á hvað Icelandair er orðið stórt og farið að skipta miklu máli í hagkerfinu. í sumar eru 101 ferð á viku til N-Ameríku hjá Icelandair. Veit ekki hvaða borg í Evrópu er næst, en það er stór borg. Og aðeins örfáar borgir vestanhafs hafa slíka tíðni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já það er rétt að Icelandair er farið að skipta Ísland svo miklu máli að það félag eitt og sér er farið að skapa kerfisáhættu fyrir hagkerfið í heild.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hættu þeir alveg við kaupin á 787 vélunum? Var það bara eitthvað góðærisflipp?

Nú sé ég á vef Boeing að Icelandair á reyndar ennþá inni pöntun á einni 787. Hvers vegna ætli þessi pöntun hafi ekki fylgt hinum til Norwegian? Stendur kannski til að taka við vélinni og leigja hana út?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir voru ekkert að grínast með möguleikana sem Q400 opna í næsta nágrenni Íslands. Icelandair ætlar að fljúga til Aberdeen á Q400 vélum Flugfélags Íslands tengja þau flug við Ameríkuflugið í KEF. Áhugaverð tilraun svo ekki sé meira sagt. Hvaða fleiri staðir koma til greina? Drægni þessara véla býður upp á áfangastaði um allt Írland, Skotland og V-Noreg en hvað eru farþegar tilbúnir að leggja á sig langt flug í svo smáum vélum? Færeyjar hljóta að koma til greina. Flug milli Færeyja og Íslands hefur yfirleitt bara snúist um tengingu þessara tveggja markaða en það hljóta að vera tækifæri í því að láta það falla með öðru Evrópuflugi um KEF og nýta Ameríkutengingarnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir voru ekkert að grínast með möguleikana sem Q400 opna í næsta nágrenni Íslands. Icelandair ætlar að fljúga til Aberdeen á Q400 vélum Flugfélags Íslands tengja þau flug við Ameríkuflugið í KEF. Áhugaverð tilraun svo ekki sé meira sagt. Hvaða fleiri staðir koma til greina? Drægni þessara véla býður upp á áfangastaði um allt Írland, Skotland og V-Noreg en hvað eru farþegar tilbúnir að leggja á sig langt flug í svo smáum vélum? Færeyjar hljóta að koma til greina. Flug milli Færeyja og Íslands hefur yfirleitt bara snúist um tengingu þessara tveggja markaða en það hljóta að vera tækifæri í því að láta það falla með öðru Evrópuflugi um KEF og nýta Ameríkutengingarnar.

Edinborg og Belfast eru örlítið lengra frá KEF en Aberdeen og ábyggilega áhugaverðir kostir.  Mikið lengra verður varla hagkvæmt/praktískt á svona "þorpaskoppara".  En klárlega Færeyjar, með tengingu vestur á bóginn.

Edited by hvumpinn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.