Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,652 posts in this topic

Maður getur varla sagt annað en wow, Icelandair að hefja áætlunarflug til suðurskautslandsins fyrst félaga.  http://www.adventure-network.com/news/boeing-757-lands-union-glacier

Flogið verður frá Chile og lent á jökli á vél í luxus útfærslu með rétt rúmlega 60 sætum.  757 henntar eflaust vel í það, kraftmikil vél sem klifrar hratt og getur athafnað sig á frekar stuttum brautum sérstaklega svona létt hlaðin.  Flugið er auðvitað um sumar þar miðjan vetur hér svo það henntar vel þegar það lausar vélar og mannskapur til að sinna því. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er flott þegar félög reyna eitthvað nýtt og vonandi mun þetta bera sig. Ég er samt ekki að sjá þetta meinta afrek að lenda þarna á þessari braut eins og látið var líta út fyrir í fréttum í gær. Þessi braut lítur út fyrir að vera mjög vel gerð og ætti að geta höndlað flestar vélar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Boeing enn að velta vöngum yfir því hvað á að gera með arftaka 757 engin vél sem passar þarna í miðjuna.  Fremur stór og langdræg án þess þó að vera breiðþota með þeim aukna flækjustuðli sem fylgir.   Airbus er að koma út með nýja útgáfu af 321 eftir tvö ár sem á að verða samkeppnishæf.  
 

Ætli Flugleiðir nýti þá ekki tækifærið og bæti við fleiri 757 sem er verið að taka úr umferð?  http://www.alltumflug.is/flugfrettir/8557/Hvers_vegna_er_svona_lengi_verið_að_ákveða_arftaka_Boeing_757?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

737MAX var frumsýnd í dag. Vélin sem Icelandair ætlar að bæta í sinn flota. Þessi 50 ára gamli vinnujálkur fær ekki mikla andlitslyftingu að utanverðu fyrir utan kannski þessa stórskrýtnu vængenda, en vélar og innvolsið er allt nýtt. Boeing er aðeins á undan áætlun í þetta skiptið og mögulega verður afhendingu til flugfélaga flýtt eitthvað, spurning hvort að það nái til Icelandair sem á að fá fyrstu vélar sínar afhentar 2017 ef ég man rétt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi stærð á vélum hentaði gömlu Flugleiðum en þær eru bara of litlar fyrir Icelandair í dag grunar mig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi stærð á vélum hentaði gömlu Flugleiðum en þær eru bara of litlar fyrir Icelandair í dag grunar mig.

Ja MAX 9 getur tekið rúmlega 200 í sæti ef vel er pakkað...  180 sæmilega þægilega.  Er það ekki svipað og 757 í dag nema þær komast ekki eins langt?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú en 757 eru þegar orðnar of litlar....hvað þá 737 eftir nokkur ár. 737 getur gengið á staði eins og Glasgow, Bergen, Gautaborg, Billund en fyrir stærri áfangastaði þarf afkastameiri vélar. Ég sá margoft 2 Iceair vélar í sumar lenda með 10 mín millibili frá stöðum á borð Helsinki og París.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú en 757 eru þegar orðnar of litlar....hvað þá 737 eftir nokkur ár. 737 getur gengið á staði eins og Glasgow, Bergen, Gautaborg, Billund en fyrir stærri áfangastaði þarf afkastameiri vélar. Ég sá margoft 2 Iceair vélar í sumar lenda með 10 mín millibili frá stöðum á borð Helsinki og París.

Er þetta ekki spurning um sæta nýtingu.  Á háanna tíma er flogið með tveimur vélum á dag 400 sæti vel bókuð.  Þegar minna er um að vera er flogið með einn vél 200 sæti sem eru vel bókuð.  Ef alltaf væri flogið með 400 sæta vél til að mæta hámarks eftirspurn væri hún hálftóm hluta ársins.

Icelandair er annars komin með tvær 767 til að nota næsta sumar á Heathrow þar sem erfitt er að fá lendingarpláss.  http://www.routesonline.com/news/29/breaking-news/247853/icelandair-to-acquire-two-boeing-767s-for-heathrow-route/

767 og 757 eiga að vera áþekkar að ýmsu leiti hvað varðar þjálfun flugmanna og viðhald þannig að þetta er minni röskun á þeirra ferli heldur en tekin væri inn algjörlega ný gerð. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Málið er bara að ef það var optimal að nota 757 á einhverjum tímapunkti í öll flug...segjum fyrir 5 árum er bara spurning um hvenær 767 fer að vera optimal stærð. Afkastagetan í KEF fer líka að vera flöskuháls þegar allar vélarnar koma og fara á sama tíma. Ég er búinn að þvælast mikið á low season síðasta árið og það er yfirleitt fullt að gera þá líka.

Það að kaupa mikið af 737 er ekki sú framtíðarmúsik sem ég vildi sjá væri ég hluthafi í félaginu. Sú innkaupaáætlun er sennilega orðin úrelt núna.

Ragnhildur Geirsdóttir sem var forstjóri félagsins einu sinni sagði að 757 hefðu verið ívið of stórar þarna í gamla daga en núna eru þær orðnar of litlar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að MAX nýtist aðallega í Evrópuflugið. Það er í raun ekki algengt að flugfélög séu að nota stærri vélar en þetta innan Evrópu og kjósa frekar smærri vélar og hærri ferðatíni. Icelandair gæti nýtt þær til að fjölga ferðum og taka upp áfangastaði í Evrópu sem ekki bera 757.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það að auka tíðni hentar Icelandair ekki. Hver hefur áhuga á að fljúga til Köben með næturvélinni t.a.m.? Það er alltaf ódýrast með henni því fólk vill ekki fljúga á svona asnalegum tímum. Því hentar stærri vélar mun betur en 757 til Köben a.m.k.

Svo er KEF orðinn flöskuháls þannig að það er ekki hægt að bæta við mörgum litlum vélum nema á off tímum. Fyrir þá farþega eru ekki góðir tengimöguleikar yfir hafið og þá minnkar sætanýtingin einnig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

KEF er flöskuháls á mesta álagstíma og verður það áfram næstu ár. Þess vegna verður uppbygging Icelandair væntanlega mest á nýjum tengipunktum utan hefðbundins álagstíma. Hringekja nr. 2 hefur þegar verið í gangi yfir sumarið þegar það er Evrópa->KEF->Ameríka um miðjan morgun og Ameríka->KEF->Evrópa í kringum miðnætti. Til að byggja þetta upp frekar þarf fleiri evrópska áfangastaði, það er lykilatriði við að selja ameríkuflugið að það sé hægt að bjóða upp á tengingar á margar borgir í Evrópu. 737 hentar örugglega ágætlega í þessa daglegu ferð nr. 2 til borga sem hingað til hefur ekki verið flogið til oftar en einu sinni á dag.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo er það varla kostur fyrir Icelandair að fara almennt að fljúga á stærri vélum en 757. Það leysir ekki flöskuhálsinn í KEF vegna þess að það er flugstöðin sjálf sem er sprungin og ræður ekki við fleiri farþega á álagstímum, það er ekki bara það að það skorti afgreiðslutíma fyrir flugvélar. Það er nógu þröngt um að lítast í utan-Schengen partinum í Leifsstöð á annatímum núna og ekki hægt að bjóða farþegum upp á það að bæta í það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flöskuhálsinn í flugstöðinni er hægt að leysa með því að halda í minni vélar en hafa 4 transfertíma í stað tveggja núna.  Það kostar reynar talsverða uppstokkun á flugi og fjölgun á flugvélum.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 9. desember 2015 at 11:43 PM, Agent Smith said:

Flöskuhálsinn í flugstöðinni er hægt að leysa með því að halda í minni vélar en hafa 4 transfertíma í stað tveggja núna.  Það kostar reynar talsverða uppstokkun á flugi og fjölgun á flugvélum.

 

Virkar ekki útaf mismunandi staðartímum, lokunum einstakra flugvalla á nóttunni o.s.frv.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flugáætlun fyrir 767 vélar Icelandair komin.  Það á greinileg að gjörnýta vélarnar ólíkt frændum þeirra hjá wow sem eru ekki með plan sem heldur a330 í loftinu.  Þetta eru ekki nema tvær vélar sem þeir eru með önnur flýgur greinilega New York - Kef - London

Umsetnar borgir þar sem borgar sig að hafa stærri vélar í gangi því ekki er hægt að bæta við aukaflugi.

Hin flýgur til Boston á veturnar en verður notuð til skiptis á Torronto í vor Minniapolis og Chicago á sumrin og svo áfram til Amsterdam.  http://www.routesonline.com/news/29/breaking-news/247853/icelandair-to-acquire-two-boeing-767s-for-heathrow-route/

Frá og með 1. maí 2016 - Keflavík - London Heathrow - FI450 / 451 - Daglega
Frá og með 1. maí 2016 - Keflavík - New York Kennedy Intl. - FI615 / 614 - Daglega
Frá og með 15. maí 2016 - Keflavík - Amsterdam - FI500 / 501 - Daglega
Frá og með 15. maí 2016 - Keflavík - Boston - FI631 / 630 - Daglega (nema 22 maí - 7. sept.)
Frá og með 22. maí 2016 - Keflavík - Toronto - FI603 / 602 - 3 x í viku til 1. júní
Frá og með 23. maí 2016 - Keflavík - Minneapolis - FI657 / 656 - 4 x viku / 3 x viku frá 4. jún til 6. sep
Frá og með 3. júní 2016 - Keflavík - Chicago - 4 x í viku til 7. september

Vélarnar borga ekki fyrir sig sitandi úti á plani þetta þekkja þeir og eru með áætlun sem heldur þeim í stífri notkun.  http://alltumflug.is/flugfrettir/9124/%C3%8Dtarleg_flug%C3%A1%C3%A6tlun_Icelandair_me%C3%B0_Boeing_767_v%C3%A9lunum  

Veit ekki hvernig þeir plana viðhald og viðgerðir án þess að hafa aukavél í sömu stærð.  Það verður að skilja 80 farþega eftir ef nota þarf 757 til að hlaupa í skarðið en væntanlega telst það betri kostur heldur en að vera með lítið notaða varavél.  Sennilega verður bætt í ef þetta gengur vel, stígandi lukka.  

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ekki hægt að sinna viðhaldi þegar sú staða kemur upp að það eru ca 80 laus sæti fyrir eitthvert flugið og þá geti 757 farið? Spyr sá sem ekki veit.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Landinn said:

Er ekki hægt að sinna viðhaldi þegar sú staða kemur upp að það eru ca 80 laus sæti fyrir eitthvert flugið og þá geti 757 farið? Spyr sá sem ekki veit.

Væntanlega er svoleiðis planað fyrirfram, einhverjir dagar settir inn í áætlunina þar sem 757 er flogið svo hægt sé að sinna viðhaldi á 767 þótt stærri skoðanir séu auðvitað settar inn utan háannatíma.  Það þyrfti allt að gang upp til að hægt væri að bæta þessu inn upp úr þurru, lítið bókuð 767, lausir flugvirkjar, skýli og 757 til að fylla inn.

Smá viðbót um 767 http://www.bjtonline.com/business-jet-news/used-aircraft-review-boeing-767  

Þetta er stóra systir 757 vélanna.  Flugmenn þjálfaðir til að fljúga annari mega fljúga hinni og mikið af viðhaldi og umsýslu er svipað.  Verðið er sömuleiðis lágt frá 10milljónum og upp.  Vélin er traust og örugg en nokkuð þyrst en hey hver hefur áhyggur af því þegar olían er sama og gefin?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

767 er góður kostur núna en spurning hvort að það sé snjallt að leggja mikið undir á að olíuverð haldist svona lágt til lengri tíma. Ef Icelandair aflar sér fleiri véla af þessari gerð þá fer það kannski að meika sens að bæta við fjarlægari stöðum vestanhafs (LAX/SFO/MEX) og leika svipaðan leik og gert er með 757 á stöðum eins og Denver eða Portland þannig að vélum sé róterað og biðin úti sé nýtt til viðhalds. Það er allavega billegra að geyma (tiltölulega) gamla 767 á flugvelli yfir dag í Ameríku heldur spánýja A330.

Kannski verður það raunin að Icelandair verður komið með flotann til að sinna Kaliforníu einmitt um það leyti þegar þetta springur allt í tætlur hjá Mogensen. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf c.a. 225 sálir í 767 til að ná sama eldsneytiskostnaði per sæti og það kostar að fljúga 757 með 181 farþega.  Hvernig verður sætaskipan í 767 hjá Icelandair?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.