Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,410 posts in this topic

Hlutabréfinn hækka slatta núna í Icelandair. Eru menn að veðja á að Icelandair lifi þetta af eða eru þeir kannski ekki búnir að kynna sér ástandið hjá félaginu? Þetta er bara rúlleta núna myndi ég halda.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér sýnist þetta vera minni spákaupmenn að skiptast á skoðunum. Spurningin er bara hvers konar björgun mun eiga sér stað og hvort hluthafarnir fái að vera með í spilinu eða ekki.

Svo má ekki gleyma því að það er 50% lækkun úr 6 kr á hlut niður í 3 kr á hlut. Það er hins vegar 100% hækkun ef gengið hækkar úr 3 kr í 6 kr. Þessar hækkannir í prósentum eru því ekki alveg að segja alla söguna. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Norðmenn búnir að tryggja fjármögnun sinna flugfélaga með ríkisláni.  https://www.ruv.is/frett/norska-rikid-tryggir-tugmilljarda-lan-flugfelaga

Norwegian má teljast heppið þarna.   Það hefur verið rekið með álíka raunhæft viðskiptaplan og WoW var með og var líklegt að fara á hausinn hvort eð er.  Í eðlilegu umhverfi hefði það verið eðlilegt að leifa því að gerast, önnur félgög eins og SAS með sterk tengsl við Noreg en þarna er gripið inní.

Þrýstingurinn að styðja við Icelandair hlýtur að stigamagnast.   Flugsamgöngur til lansins eru grunnforsenda byggðar svo ekki sé minnst á ferðamennsku þegar pestarfárinu léttir.  Félagið er í bestri stöðu til að halda því starfi áfram milklu frekar en að treysta á að erlend félög taki yfir eða Play eða önnur nýstofnuð félög taki yfir. 

Auðvitað ekki allir sammála.  Hér er ríkiaðstoð fundið allt til foráttu í nafnlausum pistli á viðskiptablaðinu.  Hljómar eins og HHG hafi skroppið í hádeginu af ríkiskontornum sem hann vinnur á til að skrifa þessa lofgerð um einkaframtakið.  https://www.vb.is/skodun/rikisstudningur-vid-icelandair/160697/

Helstu rökin eru að þetta væri skortur á jafnræði og svo hitt að Icelandair hafi gert sæmilega við launafólk, mun betur en slöppustu lággjaldaflugfélög og eigi því enga aðstoð skilda.  Eflaust er eðlilegt að góðærissamningar verði endurskoðaðir, en þetta er einfaldlega ekki venjulegur rekstur.  Það er flókið og fjármagnsfrekt að stofna nýtt flugfélag, miklu flóknara en að stofna segjum kjörbúð eða bílaumboð ef það væri skortur á þeim og því verjandi að ríkið verði þrautvarabakhjarl. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo má hafa í huga að Icelandir sem hlutfall af GDP er 10x hærra en í tilfelli SAS. Á sama tíma er mikilvægari ferðaþjónustunnar á íslandi hlutfallslegra mikilvægara en í Skandinavíu. Síðan er auðveldara að réttlæta ríkisaðstoð ef fyrirtæki eru í heilbrigðum rekstri sem skilar hagnaði. Iceair hefur ekki skilað hagnaði í 2 ár en þar koma vissulega inn ytri áföll. 

Ég skil amk ekki afhverju Norðmenn tóku ekki hlut í félaginu samhliða, eða amk hafa breytirétt í láninu í hluthafé. Mér finnst glórulaust að skattborgara ábyrgis greiðslu einkafyrirtækja án þess að fá að njóta ágóðans ef þessi tilraun gengur upp. Það veit engin hve mikið þarf til að koma flugfélögum í gegnum þetta tímabil, sem mun taka að lágmarki fram á haust að mínum mati. 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt að skilyrðum fyrir seinni hluta ábyrgðarinnar frá norska ríkinu er að NAS nái 8% eiginfjárhlutfalli sem kallar á ca 35 milljarða ISK hlutafjáraukningu. Spurning hversu mikill áhugi er að taka þátt í því í núverandi umhverfi...

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, GGG said:

Eitt að skilyrðum fyrir seinni hluta ábyrgðarinnar frá norska ríkinu er að NAS nái 8% eiginfjárhlutfalli sem kallar á ca 35 milljarða ISK hlutafjáraukningu. Spurning hversu mikill áhugi er að taka þátt í því í núverandi umhverfi...

Jamm, Norwegian er ekki að ná skilyrðunum. SAS og Wideroe gera það hinsvegar.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitthvað er markaðurinn að segja okkur amk þegar Norwegian er -7% niður eftir björgunarpakka eftir að hafa opnað 20% upp. Mögulega vill norska ríkið "sýnast" hjálpa NAS því það hjálpaði öðrum og setur þeim gríðarlega miklar kröfur. Ef NAS fellur þá er það ekki ríkinu að kenna heldur félaginu sjálfu.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

„Það gengur til dæmis ekki að við setjum háar fjárhæðir úr ríkissjóði og þeir sem eiga hagsmuni að félaginu sitji bara uppi án tjóns.“ Segir Bjarni Ben.  Þetta er akkurat þetta sem ég var að pæla í þegar ég nefndi það að kaupa núna í Icelandair er eins og að spila rúlletu.

https://www.vb.is/frettir/eigendur-icelandair-thyrftu-lika-ad-taka-skell/160780/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Út frá þessu verður best case fyrir núverandi hluthafa að þurfa að sætta sig við mikla þynningu ef þeir fá að vera með yfir höfuð. Þynnast eflaust út 5x - 10x falt

Share this post


Link to post
Share on other sites

Icelandair Q4'19 Rekstrargjöld + allt 337.576.000 usd Eigið fé 482.478.000 usd Tekur rúma 4 mánuđi ađ klára eigiđ fé. Ef Icelandair tekst ađ lækka útgjöld um helming ætti Eigiđ fé ađ endast í 8 mánuđi Ríkiđ á erfitt međ ađ réttlæta yfirtöku, lausafjárfyrirgreiđsla hlítur ađ vera nidurstađan.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flugfélög fara ekki í þrot út af eiginfjárvandræðum heldur lausafjárvandræðum. Þetta snýst svo mikið um trúverðugleika því ef það gengur hratt á laust fé þegar reksturinn stoppar - þá er hætt við að spilaborgin falli þegar kortafyrirtæki hætta að fyrirframgreiða félaginu tekjur fyrir flug sem ekki er búið að fljúga og þá dregst lausafé hressilega saman. Auk þess þarf sennilega að leggja fram margra milljarða tryggingar vergna neikvæðrar stöðu á eldsneytisvörnum þar sem mótaðilinn þar (sennilega erlendur banki) vil fá tryggingar til að hann tapi ekki ef Iceair fer á hausinn. Síðan gætu lánadrottnar einnig gripið til aðgerða. Þetta breytist svo hratt alveg eins og þegar banki lendi í vandræðum og allir vilja taka út peninganna á sama tíma og bankinn á ekki nóg laust fé og fer í greiðslustöðvun. Þetta er því ansi erfitt því miður. Vonandi verður þó bara nýtt félag reist með skynsamlegum hætti og kjaramál verða samkeppnishæf. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Engin komment á aðgerðir Icelandair hér enn svo kem með þessi - þeir eru að bíða og vona. Ólíkt td. SAS hefur ekki tekist að fækka í flugáhöfnum sem er svakalega veikt. Öllum haldið áfram í starfi og mikill kostnaður við það, alveg óháð einhverjum launalækkunum. Allt lagt undir að flug byrji eftir mánuð finnst manni. Ef, sem er líklegra, að það taki 3-4 mánuði að vera með opið almennilega bæði Evrópu og N-Ameríkumegin í flugi, þá er samt ekki þannig að leiðarkerfi Icelandair fari í gang af neinum krafti þá. 

Þannig að næstu 3-4 mánuði engar tekjur. Síðan mikið tap nokkra mánuði á eftir.

Ef flug fer fyrr af stað kannski séns. En allar líkur á yfirtöku ríkisins, hluthafar núllast út, í byrjun maí eða svo. Og möguleikar á að ná einhverri critical mass stærð telur maður litla í langan tíma. Svo þessi kt búin og megnið af starfseminni með.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, utfluttur said:

Engin komment á aðgerðir Icelandair hér enn svo kem með þessi - þeir eru að bíða og vona. Ólíkt td. SAS hefur ekki tekist að fækka í flugáhöfnum sem er svakalega veikt. Öllum haldið áfram í starfi og mikill kostnaður við það, alveg óháð einhverjum launalækkunum. Allt lagt undir að flug byrji eftir mánuð finnst manni. Ef, sem er líklegra, að það taki 3-4 mánuði að vera með opið almennilega bæði Evrópu og N-Ameríkumegin í flugi, þá er samt ekki þannig að leiðarkerfi Icelandair fari í gang af neinum krafti þá. 

Þannig að næstu 3-4 mánuði engar tekjur. Síðan mikið tap nokkra mánuði á eftir.

Ef flug fer fyrr af stað kannski séns. En allar líkur á yfirtöku ríkisins, hluthafar núllast út, í byrjun maí eða svo. Og möguleikar á að ná einhverri critical mass stærð telur maður litla í langan tíma. Svo þessi kt búin og megnið af starfseminni með.

Eh, 

Yfir 90 starfsmanna í hlutastörf, 25-50%. Skilar lækkuðum kostnaði strax. 

https://www.ruv.is/frett/icelandair-segir-upp-240-og-92-i-skert-starfshlutfall

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, hvumpinn said:

Eh, 

Yfir 90 starfsmanna í hlutastörf, 25-50%. Skilar lækkuðum kostnaði strax. 

https://www.ruv.is/frett/icelandair-segir-upp-240-og-92-i-skert-starfshlutfall

Svo er búið að semja við þá sem eru í fullri vinnu um verulegar launalækkanir https://www.visir.is/g/202024559d/bogi-laekkar-eigin-laun-um-thrjatiu-prosent-og-segir-samheldni-mikla  Jafnframt segjast vonast Icelandair menn til að allmennar aðgerðir hjálpi þeim.

Fyrir byrgja og lánadrottana er þetta varla spurning, ef þeir ganga fram af fullri hörku er hætt við að allt tapist.  Vonandi verður félagið komið í einhvern rekstur um mitt sumar, þrír mánuðir og þokkalega eðlilegan um eftir hálft ár.  Langtíma sparnaður að lengja í öllum um 3-6mánuði. 

Nýtt viðtal við fjármálaráðherra.   „Það mun aldrei verða þannig að öll þessi starfsemi [icelandair] mun leggjast af,“ Þar hafið þið það ríkið mun tryggja að það verði traust flugfélag sem flýgur til landsins.   Þýðir auðvitað ekki að Íslandair verði rekið óbreytt áfram en tryggt að félagið mun lifa kreppuna af í einhverju formi.  

https://www.ruv.is/frett/starfsemi-icelandair-mun-aldrei-leggjast-af

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sjáum nú Kína.

Smit hætt að greinast innanlands, hagkerfið farið að snúast aftur en mikið eftirlit með öllu til að forðast smit. Kína er ca 3-4 mánuðum á undan Íslandi í kúrfunni, gripu til gríðarlega harðra aðgerða og virðast hafa náð stjórn á smitum (ef við gefum okkur þeir séu að segja sannleikann). 

En hvernig gengur túrisminn? Hann er enginn. Allir ferðamenn þurfa að vera í 14 daga sótthví. Kína getur ekki opnað landamæri sín að neinu ráði fyrr en allur heimurinn hefur klárað þennan faraldur. Jafnvel þótt farið verði í skimanir og eftirlit eftir þörfum held ég að enginn hafi áhuga á því að taka sjensinn á ferðalögum ef hann á hættu á að vera læstur inni á sótthvíshótelum ef hann mælist með vægan hita. Ég held því miður að það sama eigi við um allan heiminn varðandi ferðaþjónustu. Auk þess eru miklar líkur á bylgju nr 2 og 3 af smitum í löndum sem ekki eru með 100% eftirlit. Það teygir því enn meira á þessu tímabili. Ég held að túrismi heimsins byrji ekki að taka við sér fyrr en 2021. Eina leiðin af viti sem ég gæti breytt því er allur heimirinn færi í 6-8 vikna shutdown með úthöngubanni og þessi veira yrði stöðvuð með alsherjarátaki og síðan eftirliti ala Kína í kjölfarið.  Ég sé það bara ekki gerast úr þessu.

Þetta væri ekki góðar fréttir fyrir Iceair en ríkið þarf þá bara að koma að endurreisninni þangað til við horfum fram á bjartari tíma...

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, ætli samdrátturinn í flugi á heimsvísu sé ekki svona sjötíu og fimm prósent í augnablikinu. Boeing var alla leið niður í nítíu og fimm dollara áður en Trumpinn lofaði að bjarga öllu - "Boeing is a great company!".  Svo bölvaði hann vindmyllum í sand og ösku, enda dræpu þær bæði fugla og lækkuðu fasteignamatið á nærliggjandi eignum. Eitt prósentið vill auðvitað engar hafvindmyllur fyrir utan strendur Hamptons.

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, TinTin said:

Jæja, ætli samdrátturinn í flugi á heimsvísu sé ekki svona sjötíu og fimm prósent í augnablikinu. Boeing var alla leið niður í nítíu og fimm dollara áður en Trumpinn lofaði að bjarga öllu - "Boeing is a great company!".  Svo bölvaði hann vindmyllum í sand og ösku, enda dræpu þær bæði fugla og lækkuðu fasteignamatið á nærliggjandi eignum. Eitt prósentið vill auðvitað engar hafvindmyllur fyrir utan strendur Hamptons.

Hækkanir Iceair í höllinni síðustu 2 daga eru bilun.  Þetta er svona borðleggjandi dæmi um amateur kaffistofusnápa sem halda að þeir geti orðið ríkir með því að kaupa á þessu gengi.  Fólk er að fara skíttapa á þessu.  Ég myndi ekki ráðleggja mínum versta óvin að kaupa í þessu félagi.

Afhverju er alltaf þessi viðvaningsbragur á Kauphöll Íslands?

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Ediksýra said:

Hækkanir Iceair í höllinni síðustu 2 daga eru bilun.  Þetta er svona borðleggjandi dæmi um amateur kaffistofusnápa sem halda að þeir geti orðið ríkir með því að kaupa á þessu gengi.  Fólk er að fara skíttapa á þessu.  Ég myndi ekki ráðleggja mínum versta óvin að kaupa í þessu félagi.

Afhverju er alltaf þessi viðvaningsbragur á Kauphöll Íslands?

Eftir 3-9 mánuði verður Kórónan búin að toppa og ferðalög fara varlega af stað aftur.   Eftir 12 til 18 mánuði verður komið bóluefni og þá verður snör uppsveifla.  

Stóra spurning er auðvitað hver lifir af?  Allar líkur á að samkeppni minnki verulega af því að veikari félög tapi tölunni og ef EF Icelandair lifir þetta af verða þeir í gömlu góðu stöðunni að vera mikið til einir með Íslandsmarkaðinn.   Yfirlýsingar BB benda til þess að ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að verja félagið falli, svo fjárfesting er kannski ekki alvitlaus...

Share this post


Link to post
Share on other sites

BB sagðist ætla að verja flugsamgöngur og ekki svo að hluthafar beri engan skaða af. Svo þeir sem kaupa bréf þarna í dag eru væntanlega að veðja á að félagið lifið þetta af - sem ég tel amk nánast óskhyggja, eða að þeir skaðist svo lítið að þeir komi út í hagnaði sem ég tel líka óskhyggju því annað hvort verður allt hlutafé fært niður og þeir tapa öllu eða nýtt hlutafé ríkisins verður 75-90% af útistandandi hlutafé, beint hlutafjárframlag eða breytilegt lán. 

Og ástæðan fyrir hækkandi gengi er að það er nánast ekki hægt að shorta það lengur svo þetta eru bara minni spákaupmenn sem hreyfa þetta tugi % upp og niður milli daga. Viðskiptavakar eru ekki með tilboð lengur svo dýptin er enginn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.