Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,736 posts in this topic

29 minutes ago, Ediksýra said:

Segir voða lítið.  Stjórnarformaður flugfélags á að vera sérfróður um flugmál.

Ætli forstjórinn ekki sérfróður um þau. Stjórnarformaðurinn var fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar. Peningavit.

value-airline-990x492.png

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Fjalldrapi said:

Stjórnarformaður Icelandair er (var?) líka í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem á næstmest í Icelandair. Tilnefndur af SA.

 

1 hour ago, Ediksýra said:

Segir voða lítið.  Stjórnarformaður flugfélags á að vera sérfróður um flugmál.

Kannski að ég sé svona illa innrættur, líklegast. En mín fyrsta hugsun þegar sá "í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna": er það ekki að vera sérfróður í að ræna íslensku þjóðina?".

En veit ég, ekki að leggja neitt í þessa umræðu, Ísland þarf flugfélag, ef ekki til annars en að halda uppi þjóðarímyndinni (munið Eimskip) og kannski best að ég sé ekki að hæða menn sem ég veit ekkert um til þess að reyna að vera sniðugur. En það var hann sem réðst á frjálsa þjóðfélagsumræðu á Íslandi og lá þess vegna vel við höggi "off with his head".

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Kannski að ég sé svona illa innrættur, líklegast. En mín fyrsta hugsun þegar sá "í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna": er það ekki að vera sérfróður í að ræna íslensku þjóðina?".

Akhvurju ? Af því lífeyrissjóðirnir samþykktu að þynna út hlut sinn í Icelandair um 85 % ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Fjalldrapi said:

Akhvurju ? Af því lífeyrissjóðirnir samþykktu að þynna út hlut sinn í Icelandair um 85 % ?

Þabaraekkertannað og ég sem hélt að ég væri að taka stórt upp í mig. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það var Framtakssjóður Íslands, í eigu lífeyrissjóðanna, sem endurreisti Icelandair eftir bankahrunið.

"Framtakssjóðurinn hagnaðist um alls 47,7 milljarða króna, en það var hvorki meira né minna en 110 prósenta ávöxtun á stuttum líftíma sjóðsins."

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ánægjulegt hvernig fór með hluthafafundinn.  Núverandi hluthafa sætta sig við að nýtt hlutfé færi þeirra hlut niður.  Auðvitað er það mikið til bara að viðurkenna orðin hlut en það er aldrei að vita fyrr en búið að er að samþykkja.   Svo er auðvitað næsta skref að sjá hvernig gengur að fá nýtt fé inn/breyta skuldum í hlutafé.  Eins í líka óvíst hvernig verður með aðkomu ríksins.  Þjóðverjar voru að taka hlut í Lufthansa sem á svo að selja þegar um hægist.   Það hefur verið talað um lánaábyrgð frá ríkinu en bein aðkoma væri sennilega betri.  https://www.ruv.is/frett/2020/05/26/thyska-rikid-eignast-fimmtungshlut-i-lufthansa?itm_source=parsely-api  Hljómar eins og flug verði einhvað farið að komast á stað um mitt sumar þótt það verði varla á fullum dampi fyrr en í fyrsta lagi í vor.

Enn stendur eftir að semja við flugfreyjur.   Þær hafa boðið einhvers konar ´´fleytisamning´´ stuttan samning með eftirgjöf en það dugar Icelandair engan veginn. Stuttur samningur með eftirgjöfum gefur til kynna að flugliðar búist við að allt fari í sama horfið fljótlega aftur.  Fyrir Icelandair er það ekki viðunandi, þeir ráða ekki við að borga ágætis laun fyrir litla vinnu og því síður að fá á sig verkfall þegar félagið fer að rétta úr kútnum eftir ár eða tvö.  Athyglisvert að lesa um viðhorf flugfreyja, https://www.ruv.is/frett/af-spitalanum-i-flugid-betri-kjor-meiri-timi hér er talað um mjög gott sambland af stuttum vinnutíma og góðum launum.   Skil það auðvitað vel að það sé erfitt að gefa það upp, en hinn möguleikinn er ekki spennandi, Icelandair fer á hausinn eða semur við annað stéttarfélag.  https://www.mannlif.is/frettir/innlent/segja-icelandair-skoda-ad-semja-vid-nytt-stettarfelag-flugfreyja/

On 5/22/2020 at 3:28 PM, Ingimundur Kjarval said:

Það er ekkert annað, veirufræðingar og kóvitar sem vilja upp á dekk, helvítis pakk "þar sem eru bæði nafngreindir og ónafngreindir sérfræðingar að hafa skoðun á Icelandair og því sem þar fer fram." Það er ekkert annað.

Nafnlaus, er ég ekki bara nafntogaður sérfræðingur (:  Ef maður slær inn greining á icelandair á gúgglinu er þessi þráður annar hlekkurinn sem birtist.

 Margir "sérfræðingar" skilja ekki af hverju Icelandair keyrir gamlarþotur.   Truflar mann í hvert sinn sem því er slegið fram skílningslaust.  Bóndinn fastar það eflaust enda keyrir þú gamlan traktor.  Þegar búið að finna vél sem reksturinn er meira og minna búinn til í kringum er ekki hlaupið að skipta þeim út þegar nýrri vélar hennta síður og í Kófinu kemur sér að vera ekki með nýjar vélar á bullandi lánum.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nýtt hlutafé í Icelandair - ókeypis peningar.

Verðið verður allt of lágt í útboðinu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 26.5.2020 at 6:20 PM, Ekki tröll said:

Nýtt hlutafé í Icelandair - ókeypis peningar.

Verðið verður allt of lágt í útboðinu. 

Ætli komi nokkuð til nýtt hlutafé í þessu árferði. Núverandi hluthafar bjargi þá ef þeir vilja og geta. Líklega vill Par Capital það ekki enda hefur sá sjóður verið að losa sig við hluti.
Ríkið ?

Icelandair hætti að hugsa svona mikið um að ferja fólk milli USA og Evrópu segir þessi. Ísland verði áfangastaðurinn austan að og vestan. Og launakostnaðurinn lækki enn meira. Þá komi 30 milljarðarnir í nýju hlutafé.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/26/2020 at 4:16 AM, Breyskur said:

Ef maður slær inn greining á icelandair á gúgglinu er þessi þráður annar hlekkurinn sem birtist.

Já merkilegt með Málefnin "sem ekki eru til á Íslandi", vandlega aldrei minnst á þau í þjóðfélagsumræðunni. Svo var ég að ræða við Fórnarlamb um nýlendustefnu, auglýsingartekjur og annað og þá dúkkar þessi frétt upp í dag https://www.ruv.is/frett/2020/05/27/38-af-auglysingatekjum-foru-til-erlendra-midla

 Tilviljun? Ekki veit ég, en grunar að svo sé ekki. Og hvað gerir það íslenska blaðamenn og þá sem taka þátt í þjóðfélagsumræðunni heima? Óheiðarlegir inn að beini? Óheiðarleikinn þeim tæki til þess að fá að vera til? Að ljúga og blekkja alla daga þeirra ær og kýr? Sannleikurinn eitur í þeirra beinum?  Óheiðarleiki eitt helsta einkenni blaðamanns nútímans, púkar okkar tíma, drullusokkar og skítmenni? 

Svo hvers vegna er það, að þegar ég hugsa um blaðamann, fæ ég klíju? Eitthvað að mér eða þeim?

Annars vorkenni ég blaðamönnum, skítmenni sem hafa selt í sér sálina, hefðbundnir fjölmiðlar í dag mest áróðurstæki þeirra sem eiga fjölmiðlanna og Ríkisútvarpið þá líka, stjórnað af pólitískum völdum þjóðfélagsins.

Ef að þeir voru ekki skítmenni við fæðingu, þá gerir starfið þá að skítmennum, þessi völd að geta haft áhrif á þjóðfélagsumræðuna en um leið að verða að þjóna eigendum sínum sem eyðileggur þá innan frá. En annars held ég að margir þeirra hafi fæðst skítmenni, þess vegna að þeir urðu blaðamenn.

En hvað veit ég, jú að blaðamenn ERU skítmenni nærri allir sem einn, annars væru þeir ekki blaðamenn. Heiðarleg manneskja hættir fljótlega í blaðamennsku þó að hún hafi trúað á hana í upphafi, ógeðið bara of mikið og þá aðeins skítmennin eftir! 

Heyrði í gær "There are bold pilots and old pilots, never old bold pilots". Sama á þá við um blaðamenn "það eru heiðarlegir og gamlir blaðamenn, aldrei gamlir heiðarlegir blaðamenn". 

Já sorglegt allt saman og núna ætla ég að gráta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er hægt að reikna þetta út á ýmsa vegur.1.000.000 ferðamenn. Fram og til baka. Flugmiði á 20.000 isk. Ársreikningur Icelandair er góður. Út frá honum má sjá hvert kostnaðarhlutfallið er af tekjum. Það 91%. Laun er tæplega 1/3 af tekjum. Nýtt flugfélag, Icelandair eða annað er þá 1,8 milljarða virði á ári mínus fjármagnskotnaður. 

Setja hundrað milljarða í þetta og þú færð 1,8% ávöxtun á ári. 

 

Áhugavert efni.

https://www.oliverwyman.com/content/dam/oliver-wyman/v2/publications/2018/January/Airline_Economic_Analysis_AEA_2017-18_web_FF.pdf

Guðni forseti vitnar í málefnin í bók sinni um hrunið. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Ekki tröll said:

Guðni forseti vitnar í málefnin í bók sinni um hrunið. 

Er hægt að pósta því inn hér? Núna hef ég ekki verið á Íslandi í nokkur ár, eins og grá köttur fyrir nokkrum árum út af málaferlunum og þó að sé sæji aldrei aldrei neitt um Málefnin neins staðar á prenti, var eins og margir þekktu mig persónulega og töluðu þannig við, skrýtin tilfinning. Viðurkenndu auðvitað aldrei að þeir læsu Málefnin.

Málefnin mér einskonar samfélagsmiðill, ég einangraður við búskapinn, en um leið eins og ég sé til á Íslandi nærri því eins og einhver álfur. Breyskur hlýtur að hafa sömu tilfinningu með skrif sín um flugmál, eitthvað sem hann hefur mikla þekkingu á og þess vegna tekinn alvarlega á Íslandi En hann undir nikki sem gerir það enn skrýtnara.

Með mig að ég var utangarðs frá því að ég var barn heima. Komist að þeirri niðurstöðu að það hafi haft mest að gera með nafnið sem mér var gefið og réð engu þar um, Ingimundur Kjarval. Ekki nafnið Ingimundur þó að ég hafi verið skýrður í höfuðið (að ósk afa) á Ingimundi fiðlu bróður hans, ein af sorgarfígúrum Íslands frá þeim tíma að Ísland var dáldið eins og kvikmyndin "Hunger Games". 

Nei, nafnið Kjarval, enda heiti ég ekki Kjarval í Þjóðskránni, komin lög þegar ég fæddist sem bönnuðu ættarnöfn og ég á því, að þau lög hafi verið sett fjölskyldu minni beint til höfuðs (án þess að vita).

Í þjóðskránni er ég Ingimundur Sveinsson, ég kominn á þá skoðun að þegar ég fór svo út í þjóðfélagið sem barn, hafi verið skrifað á bakið á mér "þessi með nafn sem hann má ekki hafa". Það kannski ein ánægjan að vera hérna á Málefnunum, troða ofan í ykkur að ég heiti Ingimundur Kjarval og mjög svo stoltur af því. 

Þegar ég er heima og fer ég í peningavélina í Landsbankanum í Austurstræti til þess að ná í pening fyrir kaffi og vélin þakkar Ingimundi Sveinssyni fyrir viðskiptin, þá langar mér pínusmá að sparka í vélina, brjóta í henni glerið, velta henni út á götu, hoppa á henni og standa svo upp á vélinni í Austurstrætinu og öskra eins hátt og ég get: "ÉG HEITI INGIMUNDUR KJARVAL!!!!"

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
26 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Er hægt að pósta því inn hér? Núna hef ég ekki verið á Íslandi í nokkur ár, eins og grá köttur fyrir nokkrum árum út af málaferlunum og þó að sé sæji aldrei aldrei neitt um Málefnin neins staðar á prenti, var eins og margir þekktu mig persónulega og töluðu þannig við, skrýtin tilfinning. Viðurkenndu auðvitað aldrei að þeir læsu Málefnin.

Málefnin mér einskonar samfélagsmiðill, ég einangraður við búskapinn, en um leið eins og ég sé til á Íslandi nærri því eins og einhver álfur. Breyskur hlýtur að hafa sömu tilfinningu með skrif sín um flugmál, eitthvað sem hann hefur mikla þekkingu á og þess vegna tekinn alvarlega á Íslandi En hann undir nikki sem gerir það enn skrýtnara.

Með mig að ég var utangarðs frá því að ég var barn heima. Komist að þeirri niðurstöðu að það hafi haft mest að gera með nafnið sem mér var gefið og réð engu þar um, Ingimundur Kjarval. Ekki nafnið Ingimundur þó að ég hafi verið skýrður í höfuðið (að ósk afa) á Ingimundi fiðlu bróður hans, ein af sorgarfígúrum Íslands frá þeim tíma að Ísland var dáldið eins og kvikmyndin "Hunger Games". 

Nei, nafnið Kjarval, enda heiti ég ekki Kjarval í Þjóðskránni, komin lög þegar ég fæddist sem bönnuðu ættarnöfn og ég á því, að þau lög hafi verið sett fjölskyldu minni beint til höfuðs (án þess að vita).

Í þjóðskránni er ég Ingimundur Sveinsson, ég kominn á þá skoðun að þegar ég fór svo út í þjóðfélagið sem barn, hafi verið skrifað á bakið á mér "þessi með nafn sem hann má ekki hafa". Það kannski ein ánægjan að vera hérna á Málefnunum, troða ofan í ykkur að ég heiti Ingimundur Kjarval og mjög svo stoltur af því. 

Þegar ég er heima og fer ég í peningavélina í Landsbankanum í Austurstræti til þess að ná í pening fyrir kaffi og vélin þakkar Ingimundi Sveinssyni fyrir viðskiptin, þá langar mér pínusmá að sparka í vélina, brjóta í henni glerið, velta henni út á götu, hoppa á henni og standa svo upp á vélinni í Austurstrætinu og öskra eins hátt og ég get: "ÉG HEITI INGIMUNDUR KJARVAL!!!!"

 

Þú ert Kjarval fyrir mér ef það er einhvers virði. Ríkið er eitt og flestum Íslendingum er sama um ríkið og hvað því finnst. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

https://www.ruv.is/frett/2020/05/28/segir-ad-breyta-verdi-rekstri-icelandair

Hvað finnst málverjum um þetta innlegg? Ég er nokkuð sammála honum. Ég sé ekki hvernig félagið á að geta náð sér í 30milljarða með kostnað sem er 30-40% hærri en samkeppnisaðilarnir. Með flota sem á ekki mikið eftir og með Max hangandi yfir sér þá á ég erfitt með á sjá að þetta félag sé spennandi fjárfestingarkostur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 hours ago, Ediksýra said:

https://www.ruv.is/frett/2020/05/28/segir-ad-breyta-verdi-rekstri-icelandair

Hvað finnst málverjum um þetta innlegg? Ég er nokkuð sammála honum. Ég sé ekki hvernig félagið á að geta náð sér í 30milljarða með kostnað sem er 30-40% hærri en samkeppnisaðilarnir. Með flota sem á ekki mikið eftir og með Max hangandi yfir sér þá á ég erfitt með á sjá að þetta félag sé spennandi fjárfestingarkostur.

Flugrekstrarsérfræðingurinn minntist ekkert á gamlar flugvélar eða Max 8.
Hann talaði um að Icelandair ætti að hætta að hugsa um tengiflug frá USA til Evrópu heldur Ísland sem áfangastaðinn vestan að og austan.
Hann var spurður um 80 til 90 tíma vinnu flugfreyja á mánuði sem Icelandair vildi ná fram, hvort það væri eins og hjá samkeppnisaðilunum. Nei, vinnustundirnar væru 90 til 120 í USA. Og mestur vinnufjöldinn væri hjá Ryanair : 900 stundir. Hvað er 900 deilt með 12 ?  Kemur ekki heim og saman.

520 þúsund krónur meðallaun flugfreyja fyrir skatt telst reyndar ekki hátt kaup á Íslandi.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/kastljos/27725/8l04da

Share this post


Link to post
Share on other sites

Icelandair er langt á undan þessum Norska ´´sérfræðingi´´.   Spurning er um að skapa sér sérstöðu, notum bíla sem dæmi þeir sem vilja ódýran bíl kaupa Kíu þeir sem vilja flottan bíl kaupa Benz, hví skyldi nokkur maður kaupa Toyotu þegar annað merki er ódýrara en hitt flottara?  Jú þeir sem eru að leita að endingargóðum og sparneytnum bílum klikka ekki með toyotu.   

Icelandair er löngu búið að átta sig á þessu.   Þeir sem eru að leita að ódýrasta flugi milli stórborga, segjum  London og New York fljúga með Norwegian, þeir sem vilja besta þjónustu fljúga með stórfélagi þar sem þeir geta legið flatir eins og þorskar á þurru landi.  Icelandair getur ekki undirboðið lággjaldafélagið né keppt við stórfélagið í þjónustu.  Hér kemur ísland inn sem sölupunktur.  Nokkra daga stopp án auka kostnaðar á Íslandi selur ferðina, verðið er nógu lágt til að þeir sem voru að hugsa um lággjaldafélag láta slag stand og þjónustan er nógu góð til að þeir sem vildu fljúga marflatir yfir hafið láta sig hafa það.  Þetta er til viðbótar við ferðir til og frá landinu sem auðvitað er miðpunktur.

Hinn sölupunkturinn eru vanræktir staðir, miðlungstórar borgir með fáum eða engum tenginum til Evrópu.   Bergen til Denver, Anchorage til Helsinki, þess háttar dæmi.  Þarna er 757 vélin lykilþáttur, eina vélin í þessum stærðarflokki sem er nógu langdræg til að komast á westurströndina frá Íslandi með fólk og frakt en nógu ódýr til að það er hægt að láta hana standa yfir nótt og hvíla áhöfn.  Já a321XLR mun draga þetta þegar hún kemur á markaðinn 2023 en að sama skapi mun hver ný vél kosta meira en hálf tylft af 757 jálkunum og því verður erfitt að láta hana sitja sérstaklega þegar það verða engar aukatekjur af frakt.  Flugvélar sem er haldið við endast von úr viti, 757 eru innan við hálfnaðar með þann lendingarfjölda sem hægt er að nota þær og því væri vel mögulegt að nota þær til 2050 ef því væri að skipta @Ediksýra vélarnar geta verið í rekstri eins lengi og þörf er á, þær eru alls ekki á lokametrunum.   Næstu ár snúast um að lifa af svo það er hægt að setja endurnýjun flugflota á ís nú eða stökkva á airbus ef einhver þarf að losna undan kaupsamningi og bíður kjarakaup.  Núna er verið að reyna semja sig frá þeim 10 Max vélum sem eru óafhentar, ef það tekst losnar um peninga og óvissu ásamt því að gefa aðra möguleika fyrir flotasamsetningu. https://www.visir.is/g/20201968141d/samningsstada-icelandair-gagnvart-boeing-styrkist

Hinn punkturinn hjá norðmanninum var starfsfólk.  Þar er búið að semja við flugmenn og flugvirkja um 20% hagræðingu, skrifstofuliðið var skikkað til að taka svipaða skerðingu það sem situr eftir eru flugfreyjur.  520þús plús 150þús í dagpengina, plús aðrar greiðslur eru engin smánar laun svo ekki sé minnst á yfirflugfreyjur á 740þús plús fríðindi.  @Fjalldrapi Icelandair bauð hækkanir sérstalega fyrir lægri flokkana, en á móti átti flugið að aukast upp í 70-78 flugtíma á mánuði, hærri talan á sumrin, sú lægri á veturna, samanlagt væri þetta einhvað nærri 900 tímum á ári, 100-150 flug á ári eftir því hvert er farið.  https://www.visir.is/g/20201761450d

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Breyskur said:

 @Ediksýra vélarnar geta verið í rekstri eins lengi og þörf er á, þær eru alls ekki á lokametrunum.   Næstu ár snúast um að lifa af svo það er hægt að setja endurnýjun flugflota á ís nú eða stökkva á airbus ef einhver þarf að losna undan kaupsamningi og bíður kjarakaup.  Núna er verið að reyna semja sig frá þeim 10 Max vélum sem eru óafhentar, ef það tekst losnar um peninga og óvissu ásamt því að gefa aðra möguleika fyrir flotasamsetningu. https://www.visir.is/g/20201968141d/samningsstada-icelandair-gagnvart-boeing-styrkist

 

Nei Breyskur.  Vélarnar geta ekki verið í rekstri eins lengi og þörf er á.  Meðalaldurinn á flotanum er í dag 24 ár.  Þær eru komnar á scrap tíma þótt cyclar séu vissulega lágir miðað við aðrar B757.

Annað sem fólk gleymir að pæla í eru tæringar vandamál Icelandair.  Kjöraðstæður flugvéla er eyðimerkurloft ekki Miðnesheiðarsaltroksdembur.  Stærri viðhaldstékkar Ice sem eru planaðir lengjast oft um helming útaf því að,þegar flugvirkjarnir opna hræin þá fá þeir fyrir pumpuna.  Vélarnar eru svo tærðar að við taka margra vikna tæringarviðgerðir.

Svo er þetta með ímyndina.  Er það trúverðugt að bjóða upp á flota sambærilegan því sem þú myndir stíga uppí í svörtustu Afríku og öðrum þriðja heims ríkjum.  Ég skil það líka að það sé erfitt að fara í flotauppbyggingu þegar félagið er orðið tæknilega gjaldþrota.  Skil þetta allt.  En þess vegna er þetta að mínu viti búið spil.

Bogi sagði sjálfur um Wow að það væri hreinlega einfaldara að byrja uppá nýtt en að kaupa það.  Það er kaldhæðnislegt að sama staða er kominn upp hjá hans fyrirtæki einu ári síðar.

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Breyskur said:

 Flugvélar sem er haldið við endast von úr viti, 757 eru innan við hálfnaðar með þann lendingarfjölda sem hægt er að nota þær og því væri vel mögulegt að nota þær til 2050 ef því væri að skipta @Ediksýra vélarnar geta verið í rekstri eins lengi og þörf er á, þær eru alls ekki á lokametrunum. @Fjalldrapi

Verða varahlutirnir í boði á partasölu til 2050 ?  Við gætum kannski nælt í þessar 34 sjöfimmsjöur sem American Airlines ætlar að leggja. Hvort sem það fer á hausinn a ekki.

Fróðlegt hvað flugmaðurinn (?) Smith, höfundur "Cockpit confidential" segir hér í september 2016 um Boeing Max 8-9:

"As a result, Boeing is simply not in a position to bolt bigger engines onto the 737. Since its introduction in the 1960s, Boeing has been installing larger and larger engines on the 737 as the size of the plane grew. Unfortunately, the amount of room underneath the wings hasn't changed. Thus, Boeing has all but maxed out on the size of the engines it can mount on the 737 without completely redesigning the plane's under carriage."

Samt var haldið áfram að panta þessar vélar alveg villt og galið.
Icelandair situr allavega uppi með a.m.k. sex Boeing Max 8.

Hér segir að framleiðsla vélanna sé hafin að nýju án þess að leyfa hafi verið aflað. Var bætt við skynjurum ?

"Annað sem fólk gleymir að pæla í eru tæringar vandamál Icelandair.  Kjöraðstæður flugvéla er eyðimerkurloft ekki Miðnesheiðarsaltroksdembur.  Stærri viðhaldstékkar Ice sem eru planaðir lengjast oft um helming útaf því að,þegar flugvirkjarnir opna hræin þá fá þeir fyrir pumpuna.  Vélarnar eru svo tærðar að við taka margra vikna tæringarviðgerðir."

Þú segir fréttir : Færir flugvirkjar fást við tæringu vikum saman !

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, Ediksýra said:

Nei Breyskur.  Vélarnar geta ekki verið í rekstri eins lengi og þörf er á.  Meðalaldurinn á flotanum er í dag 24 ár.  Þær eru komnar á scrap tíma þótt cyclar séu vissulega lágir miðað við aðrar B757.

Mjólk fer á tíma, ef þú átt kassa af mjólk sem er stimplaður 1júní þarftu að nota hann í mötuneytinu fyrir þann tíma eða hella henni ella. 

Flugvélar eru alls ekki svoleiðis, það sem fer með þær eru fjöldi lendinga.   757 eru vottaðar fyrir 50000lendingar, vélanar hjá Icelandair eru varla hálfnaðar með það og því vel mögulegt að fljúga þeim í önnur 20-30ár.   Hvort það er æskilegt eða besta staðan er allt önnur spurning.   a321 gæti gengið, Boeing er að þróa nýja vél það kemur að því að góðir kostir verði í boði þótt þeir séu það varla núna.   Ég var búin að spá að Icelandair myndi panta Airbus á árinu, það var áður en kófið fór af stað, núna er staðan allt önnur.  Vonandi stendur Icelandair þetta áfall af sér, það er það sem skiptir máli.  Að þurfa fljúga 757 í fimm, tíu ár eða jafnvel 15ár í viðbót er smáatriði í því sambandi. Þegar fólk talar um gamlar vélar er það að tala um slitið og úrsérgengið innanrými.  Icelandair hefur haldið flugvélum vel við og þær líta flestar sem nýjar út bæði að innan og utan.  

Aldur flugvéla er afstæður, þær eru reglulegar rifnar niður í frumeindir, skipt um slithluti og önnur kerfi uppfærð og yfirfarin, eldri flugvélar eru fullt eins öruggar og yngri vélar.  Hér er listi yfir farþegaflugvélar sem eru enn í notkun komnar á fertugs ef ekki fimmtugs aldur https://simpleflying.com/what-is-the-oldest-operating-commercial-aircraft/  frakt vélar eru enn eldri, DC 3 og 6 enn í notkun komnar á sjötugs aldurinn, b-52 sprengjuvélarnar eru komnar á sextugsaldur og eiga að fljúga fram til hundrað ára.  https://www.latimes.com/business/la-fi-b-52-air-force-20180215-story.html 757 verður örugglega fljúgandi 2050 en sennilega frekar sem fraktvél en farþega.

Scrap tími er einhvað hugtak frá þér.  Flestar vélar eru í notkun hjá toppfélagi í 10-20ár fara svo í leiguflug eða sérverkefni í 10ár í viðbót og enda svo margar sem fraktvélar í 10, 20 ár eftir það.  Það kemur einstaka sinnum fyrir að yngri vélar eru rifnar ef það eru vandamál með þær eins og a380 eða þykir ódýra að parta þær en að setja í stórskoðun en það er undantekning en ekki regla.  http://www.alltumflug.is/flugfrettir/13787/Ein_yngsta_Airbus_A320_þotan_sem_send_hefur_verið_til_niðurrifs  

@Fjalldrapi þegar Icelandair byrjaði að endurnýja flotan gat það keypt vélar af gamalli hönnun sem búið var að troða nýjum stærri vélum undir frá Boeing eða Airbus.  Airbus 320 flýgur fyrst fyrir 36árum og er byggð á eldri grunnhönnun.  Svo hefur hún verðið uppfærð og endurbætt í gegnum tíðina, seinast með því að troða undir hana mun stærri vélum en í upphafi.  Það var ekki eins og þeim biðist ein gömul en uppfærð vél eða önnur ný frá grunni.  Valið var um gamla eða gamla hönnun.  Boeing var nýbúið að uppfæra 747 vélina sem heppnaðist mjög vel og engin ástæða til annars en að halda að það myndi takast aftur.   Þetta var varfærin  ákvörðun að halda sig við sama framleiðanda og seinustu 30plús ár.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Breyskur said:

Mjólk fer á tíma, ef þú átt kassa af mjólk sem er stimplaður 1júní þarftu að nota hann í mötuneytinu fyrir þann tíma eða hella henni ella. 

Flugvélar eru alls ekki svoleiðis, það sem fer með þær eru fjöldi lendinga.   757 eru vottaðar fyrir 50000lendingar, vélanar hjá Icelandair eru varla hálfnaðar með það og því vel mögulegt að fljúga þeim í önnur 20-30ár.   Hvort það er æskilegt eða besta staðan er allt önnur spurning.   a321 gæti gengið, Boeing er að þróa nýja vél það kemur að því að góðir kostir verði í boði þótt þeir séu það varla núna.   Ég var búin að spá að Icelandair myndi panta Airbus á árinu, það var áður en kófið fór af stað, núna er staðan allt önnur.  Vonandi stendur Icelandair þetta áfall af sér, það er það sem skiptir máli.  Að þurfa fljúga 757 í fimm, tíu ár eða jafnvel 15ár í viðbót er smáatriði í því sambandi. Þegar fólk talar um gamlar vélar er það að tala um slitið og úrsérgengið innanrými.  Icelandair hefur haldið flugvélum vel við og þær líta flestar sem nýjar út bæði að innan og utan.  

Aldur flugvéla er afstæður, þær eru reglulegar rifnar niður í frumeindir, skipt um slithluti og önnur kerfi uppfærð og yfirfarin, eldri flugvélar eru fullt eins öruggar og yngri vélar.  Hér er listi yfir farþegaflugvélar sem eru enn í notkun komnar á fertugs ef ekki fimmtugs aldur https://simpleflying.com/what-is-the-oldest-operating-commercial-aircraft/  frakt vélar eru enn eldri, DC 3 og 6 enn í notkun komnar á sjötugs aldurinn, b-52 sprengjuvélarnar eru komnar á sextugsaldur og eiga að fljúga fram til hundrað ára.  https://www.latimes.com/business/la-fi-b-52-air-force-20180215-story.html 757 verður örugglega fljúgandi 2050 en sennilega frekar sem fraktvél en farþega.

Scrap tími er einhvað hugtak frá þér.  Flestar vélar eru í notkun hjá toppfélagi í 10-20ár fara svo í leiguflug eða sérverkefni í 10ár í viðbót og enda svo margar sem fraktvélar í 10, 20 ár eftir það.  Það kemur einstaka sinnum fyrir að yngri vélar eru rifnar ef það eru vandamál með þær eins og a380 eða þykir ódýra að parta þær en að setja í stórskoðun en það er undantekning en ekki regla.  http://www.alltumflug.is/flugfrettir/13787/Ein_yngsta_Airbus_A320_þotan_sem_send_hefur_verið_til_niðurrifs  

@Fjalldrapi þegar Icelandair byrjaði að endurnýja flotan gat það keypt vélar af gamalli hönnun sem búið var að troða nýjum stærri vélum undir frá Boeing eða Airbus.  Airbus 320 flýgur fyrst fyrir 36árum og er byggð á eldri grunnhönnun.  Svo hefur hún verðið uppfærð og endurbætt í gegnum tíðina, seinast með því að troða undir hana mun stærri vélum en í upphafi.  Það var ekki eins og þeim biðist ein gömul en uppfærð vél eða önnur ný frá grunni.  Valið var um gamla eða gamla hönnun.  Boeing var nýbúið að uppfæra 747 vélina sem heppnaðist mjög vel og engin ástæða til annars en að halda að það myndi takast aftur.   Þetta var varfærin  ákvörðun að halda sig við sama framleiðanda og seinustu 30plús ár.

Þetta er svo geggjað!  Scrap tími er hugtak frá mér.....

Þú ert hérna á málþræðisblaðsíðu næstum nr. 90 og viðurkennir það að þú veist ekki hvað scrap er.  Scrap er damage beyond economical repair.  Þ.e.a.s. flugvélin er það búin á því að það tekur sig ekki að djöflast i þessu áfram.

Þá er tekin viðskipta ákvörðun þess efnis að vélin er búin að standa sína plikt og þ.a.l. breytum við henni í kókdós.

Ást þín á félaginu er rugluð.  Þetta er illa rekið batteri með fáranlegan launastrúktur, flotastefnuákvarðarnir sem teknar voru líklegast á Sólheimum í Grímsnesi, yfirbyggingin er líka biluð, framtíðarflotinn er groundaður og nýtingin á fólkinu er lítil sem engin.

En þú ert bara eitthver karl í Ameríku......

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er þetta ekki alltaf,   það er hægt að fla köttinn a fleiri en einn veg.   Það hrapaði Airbus þota niður um 2 man. eftir 9.11   a svo til sama stað,,  og þvi var kennt um að flugmaðurinn hafi verið allt of graður a hliðar styrinu,,   slengt þvi fram og til baka þar til það datt af,,,,      ekki bara það heldur allt stelið.       Þetta var latið standa.   Þo ekkert hafi leitt i ljos að galli væri i framleiðslu a þessu hja Airbus,,      Annað þegar TRW 800 sprakk i loft upp,,  i orðsins fyllstu,,     gömul 747 sem virar i tomum eldsneytis tank attu að hafa slegið saman og myndað sprengingu,,,bæði slysin svo augljslega rang greind,,  en latinn ganga upp i skyrslum.     Hleðslu dyr a 747 sem opnuðu sig sjalfar þvi lasinn virkaði ekki,,  var svo lelegur að hann helt ekki,,nog að ,,,,opna,,,, þa gaf lasinn sig.   Þetta var hægt að syna fram a,, olykt hinum 2.     Ekki sama hver greinir og seigir fra.            Hver veit,,.    

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.