Breyskur

Röng greining á Icelandair

1,735 posts in this topic

Mogginn segir að útlenskir hafi áhuga á Icelandair. Hverjir skyldu það nú vera ? Ekki PAR Capital.  Icelandair segist leggja áherslu á innlenda hluthafa.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Fjalldrapi said:

Mogginn segir að útlenskir hafi áhuga á Icelandair. Hverjir skyldu það nú vera ? Ekki PAR Capital.  Icelandair segist leggja áherslu á innlenda hluthafa.

Þetta verður samkvæmisleikur næstu vikurnar hver gæti verið að kaupa í Icelandair?

  • Sá sem keypti hótelin af þeim hlýtur að hafa hagsmuni og áhuga á að Icelandair lifi af, sá er auðvitað möguleiki.  https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/07/13/eigandi_cardiff_kaupir_icelandair_hotels/  Sömuleiðis þeir sjóðir sem keyptu KEA hótel https://www.veitingageirinn.is/erlent-fjarfestingafelag-kaupir-75-i-keahotelum/
  • Svo er það bretinn Ratcliffe og þessir Svissnesku auðkýfingar sem hafa verið að kaupa jarðir og laxár, kannski hafa þeir áhuga á að stýra hvernig ferðamennska byggist upp aftur.  Massa túrismi með lággjalda félögum er ekki endilega besta eina leiðin.  Það mætti byggja Icelandair upp í kringum hærri klassa umhverfisvæna ferðaþjónustu.
  • Bill Franke og Indigo Partner móðurfélag Wiss og Frontier runnu á nályktina þegar WoW var í andaslitrunum, veit ekki alveg hvað þeim gekk til allavegana ekki að bjarga félaginu, grunaði þá og grunar enn að þetta hafi verið til að kortleggja markaðinn og fá innherja upplýsingar ásamt því að tefa björgunaraðgerir nógu lengi til að tryggja að sameinað WoW-Landair ef það var nokkurn tíma möguleiki yrði ekki.  Getur vel verið að þeir eða aðrir hrægammar sem hafa meiri áhuga félaginu dauðu en lifandi hafi runnið á lyktina, þeir eru óheillakrákur fyrir íslenskfélög.
  • Seinasti möguleikinn er að þetta sé hinn frægi fjárfestir Al Thani eða einhver frændi hans sem kom ríðandi hvítum hesti á seinustu stundu og átti að bjarga Kaupþingi.  Var vitanlega ekkert annað en sjónhverfing til að plata meiri peninga út úr öðrum fjárfestum.  Icelandair hefur hingað til verið opið um hvað er í gangi svo vonandi eru engar slíkar málamynda fléttur í gangi.

Upphæðirnar sem Icelandair vantar eru stórar á Íslenskan mælikvarða, myndi hjálpa að fá hluta þeirra erlendis frá en verður auðvitað að vera fjárfestir sem hefur áhuga á viðgangi félagsins til langframa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já ætli margir erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir að fá að greiða stéttvísum íslenskum flugfreyjum "mannsæmandi laun"? :rolleyes:

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Viðgangur (vindgangur) félagsins til framtíðar er bara ekki góður.  Því miður er samkeppnin við austur evrópska opereitora að fara kála þessu.  Það er að hluta til ósanngjarnt fyrir íslendinga í einu dýrasta landi veraldar sem þurfa há laun til að draga heimilisvagninn en þetta er leyfilegt og því fer sem fer.

Nennið þið svo að hætta tala um Icelandair sem eitthvað lúxus apparat.  Það er það ekki :)

p.s.  Miði með Wizz til Milan kostar 4800kr.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 23.6.2020 at 9:24 AM, Landinn said:

Já ætli margir erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir að fá að greiða stéttvísum íslenskum flugfreyjum "mannsæmandi laun"? :rolleyes:

Kannski ekki en samningur virðist ekki langt undan við flugfreyjur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gott að heyra að samingar tókust, takk fyrir að safna nýjust fréttatenglunum saman um það @Fjalldrapi  Einstök atriði samnings eru ekki komin á hreint en hljómar eins og flugfreyjur hafi komið sér niður úr skýjunum með kröfur og fallist á einhvað nær því sem Icelandair var að bjóða.  Þá eru launaliðurinn frágengin næstu fimm árin, gerir allar áætlanir auðveldari og svo hitt að þá er ekki hætta á verkföllum 

Þótt flugunum fjölgi er enn meginn vandi í þessu hversu illa hefur tekist að höndla kóvid ástandið hér Westra, það og þvermóðska ráðamanna gagnarvart ferðamönnum frá evrópu veldur gagnkvæmu stoppi yfir Atlantshafið.  Icelandair hafði ætlað að opna sjö áfangastaði en þurfti að fresta því.  Núna á að bæta við vikulegu flugi til Seattle en enn fjarri því að regluleg áætlun komist á þar sem stór hluti farþega er á leið milli Ameríku og Evrópu með íslanda sem viðbótaráfangastað frekar en að Ísland sé eini áfangastaðurinn og það aðallega frá Evrópu. https://turisti.is/2020/06/baeta-vid-brottforum-til-evropu-en-fella-nidur-flug-til-bandarikjanna/

On 6/23/2020 at 8:58 AM, Ediksýra said:

Nennið þið svo að hætta tala um Icelandair sem eitthvað lúxus apparat.  Það er það ekki :)

p.s.  Miði með Wizz til Milan kostar 4800kr.

Hérna er fjallað um miðaverð Flugfélaga.  https://www.telegraph.co.uk/travel/news/cheapest-airlines-revealed/ WoW sáluga bauð ferðir á 10cent á kílómetra, Wiss bauð á 13cent og þá þurfti að smekkfylla vélarnar til að standa undir kostnaði.   Sjálfsagt óþarfi að minna á hvernig fór með WoW og tekjur á móti útgjöldum.  Miðaðverðið á þessari ferð til Milan er $35/2800km eða 1,2cent á km 90% afsláttur af miðaverði fyrir Kóf og það miðað við fulla vél sem hún verður eflaust ekki.     Þetta er einhvers konar kynningarverð sem stendur alls ekki undir kostnaði, ekki einu sinni nálægt.

Í flugi eins og í flestu í heiminum er boðið upp á mismunandi valkosti.  Þú geturðu keyrt Dacia og flogið með Ryanair eða Wiss ef lágmarksútgjöld er eina spurning, án tillits til þess hversu kvalarfull ferðin verður.   Ef þú villt öruggt félag með þokklegri þjónustu keyriðu  á Toyotu og ferðast með Icelandair, Alaskair, eða Sas.  Icelandair býður nokkra möguleika á miðjunni, Saga class viðskiptafarrými fyrir þá sem ferðast vegna vinnu og þá með sterkari fjárráð. Svo er hægt að velja um þrjár útgáfur af allmennu farrými eftir því hvað maður sættir sig við litla þjónustu.  Ef lúxus er málið skellirðu þér á Benz eða flottar þig á Rolls og lúxussvíta á Etihad með sturtu, svefnherbergi og einkabryta. 

Það er mismunandi markhópur og fjárráð fyrir hvern þessara flugfélga og ekki endilega bein samkeppni á milli, veit ekki annað en öll þess bílamerki gangi prýðilega og það er líka pláss fyrir flugfélög sem bjóða upp á mismunandi verð og þjónustustig.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

@Breyskur

Held ekki að Icelandair eigi möguleika eins og það er lagt upp í dag.  Hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu.

Hver er að fara að setja fjármagn í íslenskt flugfélag þegar ekki er vitað hvernig ferðamannageirinn muni þróast hér á landi ?

Ekki íslenskir fjárfestar.  

Tveir möguleikar í boði:

1) Íslenski bankasnúningurinn

2) Kínverskir fjárfestar (ríkið) sem myndu sjá sér hag í beinu flugi frá Kína til Íslands og síðan með ráðandi hlut í Icelandair þannig að unnt væri að beita áætlunum félagsins þannig að það myndi falla að ferðum kínverska flugsins.  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Útvistun á símsvörun til Filippseyja ?  Jú, hefur verið við lýði hjá Icelandair í 2 ár. Í staðinn fyrir næturvinnu á Íslandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, BNW said:

@Breyskur

Held ekki að Icelandair eigi möguleika eins og það er lagt upp í dag.  Hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu.

Hver er að fara að setja fjármagn í íslenskt flugfélag þegar ekki er vitað hvernig ferðamannageirinn muni þróast hér á landi ?

Ekki íslenskir fjárfestar.  

Tveir möguleikar í boði:

1) Íslenski bankasnúningurinn

2) Kínverskir fjárfestar (ríkið) sem myndu sjá sér hag í beinu flugi frá Kína til Íslands og síðan með ráðandi hlut í Icelandair þannig að unnt væri að beita áætlunum félagsins þannig að það myndi falla að ferðum kínverska flugsins.  

3.  Ríkið tryggir flugsamgöngur við landið með aðkomu/stuðningi við Icelandair.  Frakkar halda Air France á lofti, Þjóðverjar Lufthansa, SaS hefur fengið fyrirgreiðslu, Quantas hjá Andfættlingum, öll stóru Amerísku flugfélögin fengu aðstoð osfrv.

Þetta er engar venjulegar aðstæður heldur kerfishrun þar sem allt hrynur á einu bretti.  Ríkið heldur uppi grunn þjónustu í allmannahagi samgöngum með vegagerðinn, strætó er rekin með stuðningu obinberra aðila, Landsvirkjun, póstur og lengi vel sími, grunn þjónusta samfélagsins er rekin beint af ríkinu eða með stuðningi frá þeim.

Að því sögðu er fyrsti möguleikinn ekki úr sögunni, gamla nýja Icelandir fær skuldirnar, nýja Icelandair heldur flugvélum og leiðum.  Veit ekki hvað spotta það þarf að toga til að láta það ganga. 

Kínamenn eru með svo stór kerfi að Icelandair væri bara dropi í hafið að kaupa, hef samt ekki heyrt um neinn áhuga á því.   Kínaflug hefur alltaf strandað á yfirflugsleyfum yfir Rússlanda.  Leifin eru til staðar en þarf að borga hvað $200 ef ég man rétt fyrir hvern farþega fyrir að fara yfir svo það hefur ekki borgað sig.  767 vélarnar draga þetta beint og hafa verið í fluttingum í sérverkefnum mikið til frá því að Kófið hófst.  Ef tekst að fá hagstæðan samningum um verð á yfirflugi er þetta spennandi framtíðarleið en varla núna. 

Þetta verður spennandi vika, Icelandair bjó að því að hafa góða fjárhagsstöðu í upphafi ásamt hlutaleið og öðrum stuðningi frá ríkinu svo þeir hafa ennst mun lengur án tekna en mörg önnur félög. Launamálin eru í mun betri farvegi framtíðarhorfur eru ágætar ef þetta heppnast.  

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hagkvæmar á jörðu niðri segir Viðskiptablaðið

Náum í beztu 757 vélarnar frá American Airlines og látum þær duga í 10 ár í viðbót og fjárfestarnir koma askvaðandi !

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Fjalldrapi said:

Hagkvæmar á jörðu niðri segir Viðskiptablaðið

Náum í beztu 757 vélarnar frá American Airlines og látum þær duga í 10 ár í viðbót og fjárfestarnir koma askvaðandi !

Það eru kostir og gallar við allt, "spekingar" eins og þessir óþreytandi að telja upp gallana við 757 vélarnar, þær eru gamlar og fremur þyrstar, hægt að tuða um það endalaust gamlar og þyrstar, gamlar og þyrstar, gamlar og þyrstar.  Ótrúlegt að hvað það er auðvelt að gleyma það eru tvær hliðar á hverri krónu.  

25 gamlar boeing kosta eins og 3-4 nýjar Airbus, þar með er hægt að sætta sig við lægri nýtingu heldur en á nýrri vél sem þarfa að vera í loftinu 18-20tíma á dag til að ná inn fyrir afborgunum.  Þetta gerði Icelandair kleyft að taka útrás á Westurströndina og þegar þessi óvænta pest kemur upp á minnkar það fjármagnsþörfina verulega og gerir kleyft að bæta flugvélum inn eftir þörfum heldur en að þurfa að losa sig við nýjar vélar á brunaútsölu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú ætlar FAA að reyna að reka af sér slyðruorðið og prófa Boeing Max almennilega. Það er þó viðbúið að flugmálayfirvöld annarra landa muni fara í eigin prófanir eftir það sem á undan er gengið varðandi þotu þessa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Útboðinu frestað um mánuð núna fram í ágúst. https://www.vb.is/frettir/stefna-hlutafjarubod-i-agust/162661/

Auðvitað slæmt að það eru ekki allir endar frágengnir en gott félagið á enn nóg af peningum til að halda úti annan mánuð.  Fjórir sama og tekjulausir mánuðir í farþegaflutningi þótt einhverjar tekjur hafi náðst inn í hefðbundnu fraktflugi og snöggri breytingu véla til að leigja til fluttnings á sjúkragögnum  þetta verið verið ansi erfitt.  Önnur félög eru flest annað hvort farin á hausin eða komin á ríksspenan í þessu kerfishruni.   Fá sem hafa eins og Icelandair náð að þrauka mikið til á eigin spýtur.  Ef maður les milli línanna um það sem túristi segir er verið að setja þumalskrúfur á lánveitendur, ef þið gefið eftir núna kemur ríkisábyrgð á móti, ef kröfun verður haldið áfram af festu sitjið þið uppi með allt tapið.

https://turisti.is/2020/06/samningar-vid-flugstettir-duga-ekki-einir-ser/

On 6/28/2020 at 9:58 PM, Fjalldrapi said:

Nú ætlar FAA að reyna að reka af sér slyðruorðið og prófa Boeing Max almennilega. Það er þó viðbúið að flugmálayfirvöld annarra landa muni fara í eigin prófanir eftir það sem á undan er gengið varðandi þotu þessa.

Þeir vita sannarlega upp á sig skömmina, Boeing og FAA, það þarf alltaf minnst tvöfallt kerfi krítisk atriði í flugvélum ótrúlegt að Boeing hafi dottið í hug að gera þetta MCAS kerfi án þess og enn verr að FAA hafi ekki stoppað þá af.  Þegar vélin verður komin með FAA vottun verður væntanlega ekki langt að sækja vottun á öðrum svæðum, bæði beoing og FAA vita að þetta þarf að vera pottþétt svo það verður litlu við að bæta þegar ferlið er búið, en mikið hefði þéttmátt gerast áður en vélin fór fyrst af stað og farþegarnir 346 voru enn á lífi. 

Tækni og prófanir  eru samt bara tveir af þremur flugöryggisþáttum, flugmaðurinn er eftir.  Vel þjálfaðir og prófaðir flugmenn skipta máli eins og kom í ljós með flugmanninn sem náði að rétta aðra Max vélina af daginnn áður en hún fórst.  Vandinn er samt enn í þróunarlöndum þar sem er sambland af flugmönnum sem fara í loftið með mjög stutta og einhæfa þjálfun og eins og kemur í ljós núna, hreinlega eftir svindl þar sem annar aðili sat í flugprófi í stað þeirra sem fékk skírteinið.  https://www.cnn.com/travel/article/pakistan-pilots-grounded-intl-hnk-scli/index.html

Þetta kemur í kjölfar rannsóknar á mannskæðu slysi í Pakistan þar sem airbus vél fórst vegna mistaka flugmanna.  Þeir gera grundvallar mistök, failure to maintain stabilized approach, frávík frá stöðugu aðflugi sem er grunvöllur öruggar lendingar.  Vélin þarf að vera á réttri stefnu, réttum hraða og réttri hæð þegar hún nálgast flugvöllinn.  Ef einhvað að þessu klikkar eiga flugmenn að fara í fráhvarfsflug og reyna aftur.  Í þessu flugi klikkar það flugmennirnir koma of hratt og of hátt inn í staðinn fyrir að kyngja stoltinu, taka hring og reyna aftur negla þeir vélinni alltaf hratt niður, í óðagoti hefur annað hvort gleymst að setja hjólabúnað niður eða athuga að hann sé læstur niðri.  Vélin lendir á hreflunum, flugmenn reyna að taka á loft aftur en vélin er svo skemmd að hún lætur ekki að stjórn báðir mótorar drepa á sér og vélin ferst, fullkomlega fyrirbyggjanlegt slys ef áhöfn hefði fylgt eðlilegum aðflugs reglum.  https://en.wikipedia.org/wiki/Pakistan_International_Airlines_Flight_8303   

Viðbót: Flugmenn Icelandair lenda í vandræðum með aðflug í slæmu veðri og vondu skyggni, munurinn er sá að þegar þeir bregðast rétt við.  Stjórntæki vara þá við að þeir séu komnir og lágt og þá er farið strax í fráflug, þeir og farþegarnir sleppa heilir og í framhaldinu er hægt að skerpa á þjálfun og verkferlum til að hindra að slíkt komi fyrir aftur.  https://www.visir.is/g/20201987232d/telja-ad-vid-vorunar-kerfi-icelandair-thotunnar-hafi-komid-i-veg-fyrir-flug-slys

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.