Sign in to follow this  
Followers 0
Mastro Titta

Finnafjarðarflipp

46 posts in this topic

Hvað er í gangi á norðausturhorninu? Hreppsnefndir í örsmáum sveitahreppum eru að semja við erlend risafyrirtæki um að breyta heilum firði í viðlegukant fyrir risaskip. Tala hreppsnefndarmennirnir yfirleitt einhverja útlensku? Er það trúverðugt að fámennar jaðarbyggðir geti staðið undir þessari uppbyggingu og eru einhverjar forsendur fyrir henni?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað er í gangi í Norður Atlandshafinu? Ríkisstjórn í örríki að semja við allskonar útlendinga um allskonar. Halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Skilja þau í ríkisstjórninni yirleitt nokkuð í peningamálum? Er trúverðugt að ríkisstjórn örríkis á jaðri hins byggilega heims geti staðið í þessu? Eru einhverjar forsendur fyrir sjálfstæði svona örríkis?

Edited by Neisti

Share this post


Link to post
Share on other sites

touché

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hafa menn farið þangað austur nýverið?

Gegnt Finnafirði er Bakkafjörður. Helmingur húsanna, eins fá og þau eru, eru tóm. Þorpin þarna í kring eru að tæmast, hægt og hljótt. Eftir að ratstjárstöðin á Gunnólsvíkurfjalli varð alveg sjálfvirk, stýrt úr bænum, þá fór það litla sem eftir var þarna af atvinnutækifærium sem ekki er sjómennska eða landbúnaður.

Umferð þarna um er mjög lítil og landslagið er heldur ekki alveg það fallegasta á landinu, finnst mér. Btw, á hlut í sumarhúsi þarna austurfrá og fer þangað í það minnsta einu sinni á ári. Þekki þetta svæði ágætlega.

Sveitastjórnum þarna austurfrá er algerlega, algerlega frjálst að leitast eftir því að byggja upp atvinnulíf þarna eftir fremsta megni. Kannski fólk á Djúpavogi geti fengið eitthvað að gera í kringum þetta.

Hvort að þetta gangi upp? Það á eftir að koma í ljós.


Veðja á Finna­fjörð til framtíðar

Ætli þeir hafi heyrt um Austfjarðaþokuna?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef björtustu vonir rætast þá yrði þetta starfsemi sem krefst vinnuafls og infrastrúkturs sem er ekki til staðar. Opinberir aðilar þurfa að skaffa vegi, flugvelli, skóla, lögreglu, sjúkrahús og aðra þjónustu. Að vissu leyti er það spennandi tilhugsun að það myndist upp úr nánast engu nýr öflugur byggðarkjarni á þessu landshorni enn á hinn bóginn þá virkar það eitthvað galið að það sé ekki frekar leitað til Húsavíkur, Eyjafjarðar eða Fjarðabyggðar þar sem fólk og infrastrúktúr eru þó til staðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

smile.png Location, location, location.

Það sem heillar við akkúrat þessa staðsetningu í Finnafirði er einmitt það að það er mjög aðdjúpt þarna og sæmilega breiður fjörður. Það þarf ekki að dýpka hafsbotninn neitt þar sem bryggjan verður reist (ef af verður) með tilheyrandi kostnaði, hvað þá viðhaldi (sjá vandræðin með Landeyjarhöfn frá byrjun)

Eyjafjörður er ekki sérlega breiður m.t.t. þess pláss sem risaflutningaskip þurfa til að athafna sig. Hvað þá djúpur.

container-ship-16-wiki-19057.jpg

The%20worlds%20biggest%20cargo%20contain

Hér er svo Reykjafoss Eimskipafélagsins til samanburðar:

reykjafoss.jpg

Edited by fleebah

Share this post


Link to post
Share on other sites

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er góð viðleitni hjá sveitarstjórnum að reyna eitthvað til að byggja upp.

En stórskipahöfn vegna flutning frá Asíu er algjört rugl að mínu mati. Ef svo ólíklega vill til að menn fara að sigla þessa leið á stórum flutningsskipum þá borgar sig alls ekki að umskipa á Íslandi. Nær lagi væri Norður Noregur eða þá að sigla til Rotterdam.

Þetta er fínt fyrir fjölmiðla og þá sem vilja láta á sér bera . En verður ekkert meira á þessai öld alla vega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eyjafjörður og Reyðarfjörður eru nógu og djúpir og breiðir og aðdýpi er gott. Fer aðeins eftir hvar í fjörðunum svona yrði staðsett. Skoðið sjókort og sannfærist.

Dýpið í Finnafirði og hvað hann er opinn fyrir úthafsöldunni hlýtur að kalla á mjög dýran sjóvarnargarð. Garð sem þarf að ná niður á 60m dýpi.

Finnafjörður er örugglega fínn staður að mörgu leiti en það er erfitt að sjá af hverju hann er miklu betri en hinir.

En á meðan Brimborgarar borga kostnaðinn af að skoða þetta þá hljótum við að vera ánægð.

Edited by Neisti

Share this post


Link to post
Share on other sites

En á meðan Brimborgarar borga kostnaðinn af að skoða þetta þá hljótum við að vera ánægð.

hæstánægð alveg. Og að það skuli vera þessir góðu útlendingar en ekki vondu.

„Þess­ar rann­sókn­ir eru fyrst og fremst ætlaðar til að staðfesta það sem mönn­um hef­ur virst raun­in, að þetta sé sér­lega góð staðsetn­ing bæði vegna legu lands­ins og aðstæðna í Finnafirði, svo að ef rann­sókn­irn­ar leiða ekk­ert óvænt í ljós, held­ur staðfesta það sem menn telja rétt, þá má gera ráð fyr­ir að þetta verði að veru­leika.“

Til hvers yfir höfuð að rannsaka þegar búið er að ákveða að valta yfir ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta með góðu og vondu útlendingana sýnir okkur í skrítnu ljósi. Verulega skrítnu.

Valta yfir? Ertu að meina þennan eina bónda?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér var til dæmis ákveðið að valta yfir (ja hvað heldurðu?) fyrirfram.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyndið, þarna er einhver einn afdalabóndi að veiða minka, alveg bandbrjálaður að það skuli vera til einhver áform um uppbyggingu þarna, hann vill bara vera áfram þarna í friði að stunda sinn sjálfsþurftabúskap.

Doldið dæmigert fyrir Ísland myndi ég segja. Auðvitað eiga þessi áform um umskipunarhöfn þarna ekki að stranda á einhverjum sjálfsþurftarbónda.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þótt þekkingaröflun sé mikilvæg er ekki hægt að rannsaka sig burt frá umhverfisáhrifum.


sagði einn líffræðingurinn.

Það gildir frekar það sem verkfræðingar og viðskiptafræðingar segja frekar en náttúrufræðingar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

smile.png Location, location, location.

Það sem heillar við akkúrat þessa staðsetningu í Finnafirði er einmitt það að það er mjög aðdjúpt þarna og sæmilega breiður fjörður. Það þarf ekki að dýpka hafsbotninn neitt þar sem bryggjan verður reist (ef af verður) með tilheyrandi kostnaði, hvað þá viðhaldi (sjá vandræðin með Landeyjarhöfn frá byrjun)

Eyjafjörður er ekki sérlega breiður m.t.t. þess pláss sem risaflutningaskip þurfa til að athafna sig. Hvað þá djúpur.

Öhhh, FYI Eyjafjörður er miklu meira en nógu djúpur, og sú staðsetning í sem að Kínverjarnir voru að skoða hér forðum daga, breiðari en athafnasvæði flestra stórskipahafna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fín grein hjá Páli í Kjarnanum. Helst að maður sakni umfjöllunar um vetrarís í Norðurhöfum. Þá er líklega misskilningur um hve stór skip komast ytri NA leiðina. En meginatriðin standa. Og aðalatriðið fyrir okkar litla land að það eru nær engar líkur á að hér verði umskipunarhöfn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hafa menn farið þangað austur nýverið?

...

Ætli þeir hafi heyrt um Austfjarðaþokuna?

Já segi það. Í þoku gæti orðið erfitt að Finna-fjörðinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Var að skoða glærur frá kynningu á íbúafundi fyrir austan síðla árs 2013.

Finnafjörður - kynning fyrir íbúum 10. október 2013 - Hafsteinn Helgason, verkfræðingur

Þar kemur fram að þessi leið, ef farin verður, milli Kína og Evrópu í gegnum Norðurheimskautið, styttir siglingaleiðina um 5200 sjómílur sem er 15 daga sigling.

Aldeilis stytting það!

Og varðandi Eyjafjörð, má vel vera að dýpið sé nægt en vá hvað svona höfn þarf stórt landsvæði sem geymslupláss. Á flatlendi. Fyrir gáma, bíla, afurð námavinnslu á Grænlandi og geymslu á olíu (ekki vinnslu).

Glæran gefur meira innsýn í verkefnið þó ekki sé mikið af texta í henni.

Bendi líka á annan þráð hér um þetta málefni.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=133046

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við skulum vona að það verði af þessu, og að einhverjir misgáfulegir náttúruverndasinnar rísi ekki upp til að vernda "einstaka náttúru Finnafjarðar" eða álíka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.