Sign in to follow this  
Followers 0
hvumpinn

Samherji með 40 dótturfyrirtæki?

47 posts in this topic

Í fréttum í dag kom fram að Samherji á um 40 dótturfyrirtæki. Hver er tilgangurinn með þessu? Skattavarnir (tax avoidance)? Verður hækkun eða lækkun í hafi? Væri gaman að sjá einhverja sem skilja þetta tjá sig.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta eru augljóslega "varnir".

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kannski líka leið til að koma gjaldeyri úr landi, erlent dótturfyrirtæki gerir reikning á Samherja sem greiðist í gjaldeyri og voila, peningur kominn úr landi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vá ekki vantar nú vitlausar samsæriskenningar hér fremur en fyrri daginn. Skýringin á því að Samherji á dótturfélög er í raunninni mjög einföld. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið semsagt fjárfest bæði hérlendis. Þegar félag A kaupir félag B, þá verður félag B þarmeð dótturfélag A.

Að þetta hafi eitthvað skattavarnir eða svindl á gjaldeyrislögum stenst ekki.

En það er von að fólk sem ekki hefur verið mikið í viðskiptum skilji svona vendingar. Jafnvel Seðlabankinn áttaði sig ekki á eðli viðskipta Samherja og gerði húsleit og hugðist koma höggi á fyrirtækið fyrir ætluð brot á gjaldeyrislögum. Þrátt fyrir áralanga leit hefur mönnum þar hins vegar ekki orðið ágengt í þeirri ætlan sinni. Þeir sem lifa og starfa í viðskiptum með fisk, áttuðu sig strax á röngum skilning Seðlabankans, en svo virðist sem starfsmenn þar hafi þá ákveðið að teigja rannsóknina og reyna þá allavega að finna eitthvað til að hanka fyrirtækið á. En mig grunar að þegar upp verður staðið þá muni fátt ef nokkuð standa upp á Samherja og Seðlabankinn á yfir höfði sér skaðabóta kröfur vegna framgöngu sinnar í máli Samherja og reynir því með öllum ráðu að finna einhverja réttlætingu á aðgerðum sínum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

40? Èg hélt að þau væru fleiri....

En annars, það sem Ari góði sagði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki þykist ég skilja af hverju eitt fyrirtæki þarf að vera brotið niður í 40 sjálfstæða arma.

Vel má vera að þetta sé allt eðlilegt eins og Ari bendir á að ofan, en svona almennt virðist flækjustigið hafa orðið til þess að skuldir eru í þeim hluta fyrirtækja sem verða gjaldþrota og falla á almenning meðan hagnaðurinn situr eftir hjá eigendum eða týnist jafnvel til einhverra útlanda án skýringa.

Væri gaman að geta haldið heimilsbókhaldið svona í 40 aðskildum sjóðum þar sem öll laun færu í einn vasa en skuldir og skildur í annan sem mætti svo reglulega setja á hausinn og núllstilla án þess að hafa áhrif á eignir og innkomu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Væri gaman að geta haldið heimilsbókhaldið svona í 40 aðskildum sjóðum þar sem öll laun færu í einn vasa en skuldir og skildur í annan sem mætti svo reglulega setja á hausinn og núllstilla án þess að hafa áhrif á eignir og innkomu.

Þetta hefur ekkert með bókhald að gera, Breyskur. Þetta hefur allt með það að gera að hvert fyrirtæki sinnir þá þeim verkefnum sem fyrirtækið er stofnað um en er ekki að dreifa resourcum og áherslum út um allt. Það sem fylgir slíku er oft að missa fókus, stefnuleysi, óhagræði og tap í kjölfarið.

T.d. er það algerlega óþarfi að sama fyrirtækið sé að veiða fisk og svo selja hann. Á forstjóri fiskveiðifélags að vera með hausinn algerlega í markaðsmálum? Eða á hann að vera með fókus á að veiða fisk? Sama á við fiskvinnslu. Flutninga. Etc.

Svo eru umsvif Samherja orðin mun meiri erlendis en hérlendis. Það fer stundum framhjá fólki að Samherji er orðinn assgoti stór aðili í fiskveiðum í Evrópu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta hefur ekkert með bókhald að gera, Breyskur. Þetta hefur allt með það að gera að hvert fyrirtæki sinnir þá þeim verkefnum sem fyrirtækið er stofnað um en er ekki að dreifa resourcum og áherslum út um allt. Það sem fylgir slíku er oft að missa fókus, stefnuleysi, óhagræði og tap í kjölfarið.

T.d. er það algerlega óþarfi að sama fyrirtækið sé að veiða fisk og svo selja hann. Á forstjóri fiskveiðifélags að vera með hausinn algerlega í markaðsmálum? Eða á hann að vera með fókus á að veiða fisk? Sama á við fiskvinnslu. Flutninga. Etc.

Svo eru umsvif Samherja orðin mun meiri erlendis en hérlendis. Það fer stundum framhjá fólki að Samherji er orðinn assgoti stór aðili í fiskveiðum í Evrópu.

Sjálfsagt og eðlilegt að stórt fyrirtæki eins og Samherji brjóti reksturinn niður í einingar sem eru af viðráðanlegri stærð og hafa hver sína stjórn og stefnu innan heildar reksturs fyrirtækisins, um það er held ég enginn ágreiningur.

Munurinn er hvernig reksturinn er höndlaður milli deilda og dótturfélaga. Ef deild eða dótturfélag gengur vel virðist ekkert mál að taka hagnaðinn inn í heildarreksturinn eða borga hann út til hluthafa. Ef illa gengur þarf móðurfélagið að bera ábyrgð á rekstri deildar, en sjálfstætt dótturfélag getur allt í einu farið á hausinn og látið tapið lenda á öðrum án þess að það hafi veruleg áhrif á móðurfélagið.

Þetta er ólíkt fjöldskyldum þar sem ekki er hægt að láta dótturfélag um lottómiðann borga allan hagnað til fjölskyldunar en láta dótturfélag um rekstur jeppans fara á hausinn þegar hann veltur í glannagangi og er ónýtur og ótryggður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Munurinn er hvernig reksturinn er höndlaður milli deilda og dótturfélaga. Ef deild eða dótturfélag gengur vel virðist ekkert mál að taka hagnaðinn inn í heildarreksturinn eða borga hann út til hluthafa. Ef illa gengur þarf móðurfélagið að bera ábyrgð á rekstri deildar, en sjálfstætt dótturfélag getur allt í einu farið á hausinn og látið tapið lenda á öðrum án þess að það hafi veruleg áhrif á móðurfélagið.

Er þá ekki hagstæðara fyrir félagið að hafa reksturinn frekar í dótturfélögum en deildum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er þá ekki hagstæðara fyrir félagið að hafa reksturinn frekar í dótturfélögum en deildum?

Einkavæðum gróðann, þjóðnýtum tapið hluti af nútíma hagfræði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef nú ekki skilið til hvers fyrirtæki eru að stofna dótturfyrirtæki hægri og vinstri. Upphaflega var hlutverk hf/ehf að takmarka áhættu einstaklingsins og búa til form svo margir geti komið að rekstrinum. Ég hallast meira að segja svolítið að því að það eigi að takmarka þetta. Það myndi auka gegnsæi og örugglega loka á alls konar fléttur og brask.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skattalegt hagræði af dótturfélögum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þó ég gæti drepið mann, kann það s.s., þá hef ég ekki gert það og mun ekki gera.

Það að eitthvað sé hægt þýðir það ekki það sé gert.

Þó að Samherji eigi dótturfélög þá þýðir það ekki að fyrirtækið sé að gera neitt óeðlilegt. Nema hjá DV. Þar er allt túlkað "sægreifum" í óhag. Jafnvel skáldað, getið í eyðurnar. Til að þóknast "virkur í athugasemdum".

Ef menn vilja feta í þeirra fótspor....

Edited by fleebah

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef nú ekki skilið til hvers fyrirtæki eru að stofna dótturfyrirtæki hægri og vinstri. Upphaflega var hlutverk hf/ehf að takmarka áhættu einstaklingsins og búa til form svo margir geti komið að rekstrinum. Ég hallast meira að segja svolítið að því að það eigi að takmarka þetta. Það myndi auka gegnsæi og örugglega loka á alls konar fléttur og brask.

Þú skilur ekki. Samherji er ekki að stofna dótturfyrirtæki vinstri hægri. Fyrirtækið hefur keypt fjölda fyrirtækja í gegnum tíðina bæði hérlendis, í útgerð, landvinnslu, fiskeldi o.fl.. Þessi félög verða þar með dótturfélög en eru áfram rekin sem algjörlega sjálfstæð félög, með eigin stjórnendur og stjórn. Að reka t.d útgerðarfélag á Akureyri, fiskeldisfyrirtæki í Grindavík og útgerðarfélag í Þýskalandi sem eitt félag er alls ekki skynsamlegt og eiginlega ógerlegt. Að hlutverk með hlutafélögum hafi upphaflega verið að takmarka áhættu einstaklinga á sér enga stoð í veruleikanum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Braut Samherji lög ?

Samherji, Þorsteinn Már og skálkaskjólin

Þorsteinn Már um húsleitir í Samherja

Ég hef ekki opnað þessa tengla og mun ekki gera það. Einhvern veginn grunar mig að fæstir hafi lengur nennu á að skoða hvað er á bakvið þessa tengla þína. Ég viðurkenni að ég skil ekki þessa áráttu að pósta endalaust út og suður allskonar tengla sem yfirleitt tengjast viðkomandi umrðuefni lítt eða alls ekki. Er ekki einfaldara ef maður hefur eitthvað til málanna að leggja að hreinlega opna sig og segja sína skoðun ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta hefur ekkert með bókhald að gera, Breyskur. Þetta hefur allt með það að gera að hvert fyrirtæki sinnir þá þeim verkefnum sem fyrirtækið er stofnað um en er ekki að dreifa resourcum og áherslum út um allt. Það sem fylgir slíku er oft að missa fókus, stefnuleysi, óhagræði og tap í kjölfarið.

T.d. er það algerlega óþarfi að sama fyrirtækið sé að veiða fisk og svo selja hann. Á forstjóri fiskveiðifélags að vera með hausinn algerlega í markaðsmálum? Eða á hann að vera með fókus á að veiða fisk? Sama á við fiskvinnslu. Flutninga. Etc.

Svo eru umsvif Samherja orðin mun meiri erlendis en hérlendis. Það fer stundum framhjá fólki að Samherji er orðinn assgoti stór aðili í fiskveiðum í Evrópu.

Þetta er nokkuð rétt hjá þér, en þetta snýst líka pínu um bókhald og það að komast framhjá ákveðnum takmörkunum um eignarhald, skatta og kvóta ásamt öðru.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er nokkuð rétt hjá þér, en þetta snýst líka pínu um bókhald og það að komast framhjá ákveðnum takmörkunum um eignarhald, skatta og kvóta ásamt öðru.

Átta mig ekki á hvað þú ert að fara með þessu. Hvaða takmarkanir nákvæmlega ertu þarna að vísa til?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú skilur ekki. Samherji er ekki að stofna dótturfyrirtæki vinstri hægri. Fyrirtækið hefur keypt fjölda fyrirtækja í gegnum tíðina bæði hérlendis, í útgerð, landvinnslu, fiskeldi o.fl.. Þessi félög verða þar með dótturfélög en eru áfram rekin sem algjörlega sjálfstæð félög, með eigin stjórnendur og stjórn. Að reka t.d útgerðarfélag á Akureyri, fiskeldisfyrirtæki í Grindavík og útgerðarfélag í Þýskalandi sem eitt félag er alls ekki skynsamlegt og eiginlega ógerlegt. Að hlutverk með hlutafélögum hafi upphaflega verið að takmarka áhættu einstaklinga á sér enga stoð í veruleikanum.

Af hverju eru þessi fyrirtæki ekki tekinn inn undir hatt Samherja sem deild, eða svið með sjálfstæðri stjórn en með fullri ábyrgð Samherja (eða annara stórra fyrirtæka) bæði á því sem gengur vel og illa. Dótturfélagið er ÓLÍKT því sem einstaklingar geta gert ráð til þess að geta tekið allan gróða inn í móðurfélagið en svo snúið við og þvegið hendur sínar þegar harnar á dalnum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.