Sign in to follow this  
Followers 0
Þórörn

Reglur Málefnanna

1 post in this topic

1) Um Málverjareglurnar
2) Umsjón með umræðum og almenn réttindi og verksvið stjórnenda felst í eftirfarandi atriðum
3) Athugasemdir við stjórnunarhætti eða notkun vefs
4) Skilyrði notanda
5) Stofnun þráða og innlegg þeirra
6) Almennar reglur um innihald innleggja
7) Framkoma gagnvart viðmælendum eða notendum
8) Útlit innleggja
9) Aðrar almennar reglur
10) Að lokum
 
1) Um Málverjareglurnar
1.1) Þessar reglur gilda um framkomu á spjallvefnum Málefnin.com og taka til allra þátttakenda. Það er á ábyrgð hvers og eins notanda að kynna sér þær og fylgja þeim. Með því að taka þátt í umræðum á vefnum hafa þáttakendur undirgengist þessa skilmála.
 
2) Umsjón með umræðum og almenn réttindi og verksvið stjórnenda felst í eftirfarandi atriðum
2.1) Umsjón með umræðum felst í því að streymi umræðna og gagnvirkni notenda á vefnum sé höfð undir stjórn svo viðhalda megi friðvænleika og gagnleika vefs fyrir hinn almenna notanda eða þeim hópi notenda sem vefur höfðar mest til. Það er því álitið eðlilegt að höfð sé umsjón með umræðum og notendum, en að viðhöfð umsjón sé gagnleg og réttlát fyrir flesta á sama tíma.
2.2) Stjórnendur geta breytt innleggjum, fjarlægt þau eða flutt, klofið og sameinað innlegg, breytt eða fjarlægt könnun, eða haft annarsskonar umsjón með þeim.
2.3) Stjórnendur geta endurnefnt þráð, klofið þráð eða sameinað þræði, fest þráð ofarlega í umræðuflokki, læst þræði, flutt eða fjarlægt þráð.
2.4) Stjórnendur geta breytt notanda atriðum, komið á framfæri ábendingum eða athugasemdum til notanda, áminnt eða aðvarað notanda, samþykkt fyrst ný innlegg frá notanda eða gert óvirka innsendingu innleggja og annars efnis notanda, vikið notanda frá umræðu þátttöku eða öðrum hluta vefs, eða öllum hluta hans, tímabundið eða varanlega.
2.5) Stjórnandi hefur heimild til að framkvæma þetta án viðvaranna en með þeim skilyrðum að hann geri það að meginhluta út frá reglum vefs sem í gildi eru og eftir bestu vitund og bestu getu. Hann hefur ennfremur heimild til að hafa umsjón með því sem skrásettar reglur ná ekki yfir, þó telja mætti að þær gætu það, bæði út frá tilgangi og hefðum vefsins, almennrar og heilbrigðrar skynsemi og almenns siðferðis.
 
3) Athugasemdir við stjórnunarhætti eða notkun vefs
3.1) Notandi skal reyna að virða stjórnanda og reyna að minnast vandasams hlutverk hans og gæta því hófs þegar á reynir.
3.2) Notanda á að vera kleift undir venjulegum kringumstæðum að gera athugasemdir við stjórnunarhætti og koma því áleiðis til viðkomandi aðila sem beinan hlut eiga að máli eða til annarra stjórnenda, eða í opinni umræðu í umræðuborði fyrir athugasemdir og fyrirspurnir.
3.3) Óheimilt er að tjá sig á efnisflokkum um störf eða íhlutanir stjórnenda eða viðurlög sem þeir beita. Slíkt má aðeins ræða undir flokknum "Athugasemdir, spurningar og leiðbeiningar". Stofna skal þar sérstakan þráð fyrir hvert atriði af þessu tagi sem vilji er til að ræða, og á þeim þráðum er málverjaboðorðum sem varða háttvísi framfylgt til hins ítrasta.
3.4) Vandamál eða óánægja notanda sem varðar notkun vefsins og notandi vill fá bætt úr eða vekja athygli á skal ætíð koma á framfæri í umræðuflokkinum "Athugasemdir, spurningar og leiðbeiningar" en ekki umræðuflokkum fyrir almennar umræður.
 
4) Skilyrði notanda
4.1) Stjórnendur hafa minni þolinmæði gagnvart nýjum notendum sem virða ekki mikilvægar reglur þessa spjallvefjar eða aðra notendur og umræður. Þetta gildir líka um notendur sem eru ekki nýir en byrja fyrst að senda inn innlegg og með sama hætti og nefnt er að ofan að löngum tíma liðnum frá skráningu sinni.
4.2) Almennt skulu málverjar hafa aðeins eitt notandanafn á hverjum tíma. Það er óheimilt að ræða um eða við sjálfan sig undir öðru notandanafni, beint eða óbeint, eða taka þátt í sömu umræðunni eða tengdum eða skyldum umræðum undir fleiri en einu notandanafni.
4.3.1) Algjörlega óheimilt er að ljóstra upp um eða hafa uppi getgátur um raunnafn annars málverja eða gefa í skyn persónulegar upplýsingar um viðkomandi á neinum hluta vefsins. Að nefna raunnafn notanda í umræðum er aðeins heimilt ef hann sjálfur hefur gefið það upp á Málefnunum og að hann sé almennt þekktur á Málefnunum undir raunnafni sínu, og hafi ekki haft neinar mótbárur í þeim efnum.
4.3.2) Þegar persónulegum upplýsingum um annan notanda er komið á framfæri, þá skulu þær eins þegar hafa legið fyrir, og að viðkomandi sem upplýsingarnar eigi við hafi sjálfur komið þeim á framfæri áður eða hafi ekki haft neinar mótbárur í þeim efnum, en undantekning á því er hinsvegar gerð þegar upplýsingarnar eru settar fram í meiðandi tilgangi því þá er það óheimilt.
4.4) Þátttakendur bera einir persónulega ábyrgð á öllu því sem þeir skrifa á malefnin.com og tengda vefi.
4.5) Vefstjórn afhendir ekki nein umbeðin gögn til utanaðkomandi aðila nema fyrir því liggi greinargóð fyrirspurn eða heimild á vegum opinberra aðila og það sé gert svo fremur að það sé verið að framfylgja dómsúrskurði.
4.6) Notendur sem skrá sig inn og ætla sér að halda því áfram ættu að hafa skráð netfang sem er þeim aðgengilegt, og til þess er í raun ætlast.
4.7) Notendur sem verða uppvísir að notkun milliliða eins og proxy, persónuleyndarmiðla, sýndareinkanets eða annars af sama toga til að fela slóð sína eða til að villa með öðrum hætti á sér heimildir í illgjörnum eða óheimiluðum tilgangi, mega eiga von á því að skráningu þeirra verði hafnað eða þeir útilokaðir frá vefnum án fyrirvara.
 
5) Stofnun þráða og innlegg þeirra
5.1) Innlegg skulu hafa innihald sem skiptir máli fyrir umræðuna hverju sinni.
5.2) Fjölframlag (cross-post) sama innleggs á marga þræði og fjölframlag sama þráðar í mörgum málaflokkum er ekki heimiluð.
5.3) Stjórnendur geta flutt umræðuþráð, innlegg eða umræðuefni þangað sem þeir telja að það eigi best heima sem og að loka eða sameina umræðuþræði ef svipuð umræða fer fram á mörgum stöðum samtímis.
 
6) Almennar reglur um innihald innleggja
6.1) Óheimilt er að birta innlegg sem eru til þess eins ætluð að vekja reiði og valda uppnámi.
6.2) Umræður ættu að vera málefnalegar og snúast sem minnst um persónur, einkahagi og einkalíf fólks og allra síst með óvirðulegum hætti, meiðyrðum eða níði. Málverjar ættu ennfremur að forðast innlegg sem beinast að fjölskyldu persóna þeirra sem um er rætt.
6.3) Meiðandi og órökstuddar fullyrðingar, rógur eða níð um nafngreinda einstaklinga er ekki leyft. Undir þetta heyra einnig tenglar á vefi þar sem slíkt efni er að finna í sama tilgangi.
6.4) Málverjar skulu forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
6.5) Efni sem beint er gegn einstökum þjóðfélagshópum er ekki leyft, ef slík birting á prenti bryti gegn íslenskum lögum.
6.6) Hvorki innlegg né undirskriftir mega hafa tengil á vef sem inniheldur efni sem er ætlað að misbjóða, skaða eða móðga, hvort sem er á beinan eða óbeinan hátt, slíkt er óleyfilegt með öllu og varðar við brottvísun.
6.7) Birting klámefnis eða tenging á klámefni er óleyfilegt enda fer slíkt ekki saman við stofnun, tilgang né hefðir vefsins og telst því óviðeigandi efni á vefnum.
 
7) Framkoma gagnvart viðmælendum eða notendum
7.1) Óheimilt er að hafa uppi vísvitandi móðganir í garð viðmælanda, stjórnenda eða annarra málverja, hvort heldur er sem beint skítkast eða að slíkt sé gefið í skyn ("Flaming").
7.2) Það er illa séð ef notandi þrástagast í umræðum, sé ögrandi og lítilsvirðandi gagnvart notendum, og sérstaklega ef notandi misbýður augljóslega viðmælendum sínum eða notendum.
7.3) Það er algjörlega óheimilt að leggja aðra notendur í einelti eða sækja sérstaklega að notanda. Undir þessa reglu fellur jafnframt það atferli þegar notandi nefnir annan notanda á nafn í meiðandi tilgangi og sérstaklega ítrekað og í óskyldum umræðum.
7.4) Sérstakri umræðu um notanda skal ætíð vera stofnuð eða haldin í umræðuflokkinum þar sem notendur geta komið með athugasemdir eða fyrirspurnir svo hægt sé að halda slíkri viðkvæmri umræðu uppi við meira viðeigandi skilyrði sem hæfi tilgangi og markmiði því sem umræðuflokkinum er ætlað að bjóða upp á. Það er gerð sú krafa að málflutningurinn hefjist á þann hátt að það geti orðið grundvöllur fyrir gagnlegri umræðu, og í því felst að ekki sé vegið að notanda án þess að gerð sé á tilhlýðilegan hátt grein fyrir því vandamáli sem ræða á um.
7.5) Það er illa séð að hafa uppi yfirlýsingar um meintan tröllaskap notanda í umræðuflokkum öðrum en þeim sem viðkoma athugasemdum og fyrirspurnum notenda og á þetta sérstaklega við þegar þetta er gert á ítrekaðan hátt því þá er það óheimilt. Stofna skal til umræðu um meintan tröllaskap notanda í flokkinum fyrir athugasemdir og fyrirspurnir notenda eða ræða um það í tengdri umræðu í því borði ef notandi vill koma því á framfæri, og skal það vera gert frekar en að hafa uppi slíkar yfirlýsingar í almennum umræðuflokkum á ítrekaðan hátt.
 
8) Útlit innleggja
8.1) Mælst er til þess sérstaklega að halda innlímdum afrituðum texta aðgreindum í innleggi notanda svo ekki fari á milli mála hver sé í raun höfundur innlímds afritaðs texta eða hver uppruni textans sé. Innlímdur afritaður texti frá öðrum ætti því að vera innan tilvitnunnar merkja og hafa tilvísun í uppruna hans, og sérstaklega þegar um er að ræða greinar eða fréttatengt efni annarsstaðar frá og ekki síst öðrum vefmiðlum.
8.2) Forðast skal að tengja birtingu myndar annarsstaðar frá í innleggjum sem eru stærri en 1024 KB að stærð nema geta þess áður í innlegginu. Þessi viðmiðun gildir þó síður við sérstök tilefni eins og þegar um er að ræða ljósmyndumfjallanir eða aðrar samskonar umræður eða þræði fyrir áhugasama.
8.3) Myndir stærri en 300x120 pixlar (breidd x hæð) eru ekki leyfðar í undirskrift. Hámarksfjöldi mynda í undirskrift eru þrjár. Myndir mega ekki vera ætlaðar til að misbjóða, skaða eða móðga, eða valda öðru augljósu áreiti.
8.4) Tenglar í undirskrift fleiri en 5 eru ekki leyfðir.
 
9) Aðrar almennar reglur
9.1) Birting einkaskilaboða á vefnum er bönnuð, nema með samþykki bæði sendanda og viðtakanda.
9.2) Ef skilaboð bera með sér hótanir, amasendingar (spam) eða önnur óþægindi, þá skal láta stjórnendur strax vita.
9.3) Óheimilt er að nota einkaskilaboðakerfi malefnin.com til að dreifa óumbeðnum fjöldapósti.
9.4) Auglýsingar eru ekki heimilar nema með leyfi stjórnenda.
9.5) Óheimilt er að nota spjallborðið til að veita upplýsingar um ólöglegan hugbúnað eða hvernig megi komast hjá skráningu hugbúnaðar.
9.6) Óheimilt er að leigja, lána eða gefa aðgangsorð að notandareikningi að malefnin.com.
 
10) Að lokum
10.1) Málverjar skulu tilkynna vefstjóra eða stjórnendum ef þeir telja að þessar reglur hafi verið brotnar, hvort sem er vísvitandi eða óvart.
10.2) Brot á þessum reglum geta varðað áminningu eða tímabundnu aðhaldi, eða tímabundinni eða varanlegri brottvísun af vefnum. Ef brot er alvarlegt getur komið til brottvísunnar án undangenginnar áminningar. Ef áminning stjórnenda og aðhald henni fylgjandi hefur ekki skilað tilætluðum árangri mun koma til varanlegrar brotttvísunnar.
10.3) Túlkun stjórnenda á reglum þessum er sú sem gildir, og þeirra er að dæma um hvort reglur hafa verið brotnar.
10.4) Reglum þessum má breyta án fyrirvara, en allar mikilvægar breytingar á þeim sem skerða eða rýmka réttindi og leyfi notenda skal þó tilkynna.
10.5) Málverjar skulu reyna í hvívetna að setja mál sín þannig fram að malefnin.com hafi sóma af.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
Guest
This topic is now closed to further replies.
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.