Sign in to follow this  
Followers 0
Dr.Splattenburgers

píratar taka af sér grímuna

72 posts in this topic

1 hour ago, Erlendur said:

Einu sinni þegar ég var ungur kaus ég Alþýðuflokkinn vegna þess að mér þótti heilmikið til Kjartans Jóhannsonar koma (enda verkfræðingur :) ) og svo gerist það að ég fer erlendis til náms og ílendist þar.  Það sem hefur haft hvað mest áhrif á mína pólitík er það að þegar ég lít heim úr fjarlægðinni (og kem reyndar heim amk einu sinni á ári) þá sé ég hversu heftandi það er að vera með yfirvöld svo innvíruð í allt saman.  Það er tekið svo mikið af fólki í sköttum og alls konar gjöldum og svo er náttúrulega skammatað til baka. Ég líki þessu oft við núning sem er nokkuð sem við verkfræðingar þurfum að hafa áhyggjur af.  Þessi endalausa tilfærsla í peningurm frá almenningi til ríkis og til baka er háð "núningi" þar sem orkutöp verða alls staðar.

Nú er það þannig að ég er svo heppinn að borga helling af sköttum og hérna á vinstri ströndinni þar sem demókratar eru meira og minna einráðir er enginn endir á því sem þeir þurfa að gera fyrir peningana mína.  Ég lít á skatta sem aðgöngugjald en á líka rétt á því að þeim sé eytt á vitrænan hátt. 

Ég var reyndar ekkert að tala um að ríkið ætti að vera að vasast í öllu, enda er ég ekki kommúnisti. En þetta "að fá sem mestan frið frá ríkisvaldinu," hljómar pínkulítið eins og að það sé best að hafa það sem "orkuminnst," svo ég noti verkfræðilíkinguna þína :) . Í svona umræðu er auðvitað alltaf gert ráð fyrir bestu mögulegu útkomu. Þ.e.a.s. að þeir sem vilja ríkð sem minnst, og veg fyrirtækjafrelsis sem mestan, gera ráð fyrir heilbrigðri samkeppni. Hinir gera ráð fyrir pólitikusum sem hafa alltaf hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Við vitum auðvitað báðir, að svoleiðis virka hlutirnir ekki. Tel ríkisvaldið einfaldlega illskárri kostinn af tveimur slæmum, ef þannig má að orði komast...

49 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

Það er frekar einkennilegt að stofna félag innan stjórnmálaflokks um hlutmengi stefnu þess flokks.

Til dæmis var (er?) frjálshyggjufélagið ekki flokksfélag, eða er það rangt munað?

Held að það séu komin allkonar undirfélög innan pírata...

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, jenar said:

 

Held að það séu komin allkonar undirfélög innan pírata...

Eins og hvaða?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Just now, Femma Hrútsdóttir said:

Eins og hvaða?

Ég bara man það ekki í augnablikinu... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þarna eru talin upp þrjú aðildarfélög og þau eru öll identiy-félög, ekki málefnafélög.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jebb þetta er samt víða. Sjálfstæðisflokkurinn er með 12 kvenfélög. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 minutes ago, Hallgeir said:

Jebb þetta er samt víða. Sjálfstæðisflokkurinn er með 12 kvenfélög. 

Identity-félög.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já. Kvenfélag er augljóslega identity-félag, er það ekki? 

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Quote

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Erlendur said:

Ég veit @fleebah að þú hefur þekkt einhverja meðlimi Pírata af góðu einu en héðan úr fjarlægðinni hef ég aldrei séð neitt annað en flokk með mjög augljósa vinstri áherslur. 

Í upphafi var töluverður fjöldi frjálshyggjufólks sem fór Pírata, m.a. nokkur sem ég þekki persónulega. Þau voru eiginlega öll annað hvort flæmd í burtu af Birgittu Jóns og hennar meðreiðarsveinum og meyjum eða komust hvergi að. Meirihluti þeirra sem kjósa þarna eru félagshyggjufólk sem m.a. finnst frábært að seilast í skattfé fyrir allskonar. Algerlega andstætt hugsjónum frjálshyggjufólks. Þessar raddir hafa orðið ofan á og gerðu það í rauninni strax í byrjun. En þau reyndu. En voru hrakin í burtu með eineltistilburðum og klassískum pólitískum brellibrögðum bak við tjöldin. T.d. hætti Helgi Hrafn á þingi í smá tíma út af þessum átökum við Birgittu (er mér sagt af kunnugum).

Grunngildi Pírata er gagnrýnin hugsun. En því miður þá er það hún sem fýkur í dag á 0,1 sek. í allri umræðu þarna. Sérstaklega á Pírataspjallinu. Hatrið þar, eitt og sér, á hægri mönnum myndi vekja upp af dauðum hvaða Sith riddara sem er.

Þetta breytir samt ekki því að þar er ýmislegt jákvætt að finna hjá Pírötum. T.d. kosningakerfið þeirra. Alveg brilliant. Sem og sú nálgun sem Píratar hafa margir tekið gagnvart tjáningarfrelsinu. Helgi Hrafn er þar mjög framarlega, hugrakkur boðberi tjáningarfrelsis. Klikkar í að gera það sem Sjálfstæðismenn ættu að vera að gera, að verja borgaraleg gildi. Fólki á að vera frjálst að vera fífl í friði án þess að fá refsidóma yfir sig vegna þess.

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

2 hours ago, fleebah said:

Í upphafi var töluverður fjöldi frjálshyggjufólks sem fór Pírata, m.a. nokkur sem ég þekki persónulega. Þau voru eiginlega öll annað hvort flæmd í burtu af Birgittu Jóns og hennar meðreiðarsveinum og meyjum eða komust hvergi að. Meirihluti þeirra sem kjósa þarna eru félagshyggjufólk sem m.a. finnst frábært að seilast í skattfé fyrir allskonar. Algerlega andstætt hugsjónum frjálshyggjufólks. Þessar raddir hafa orðið ofan á og gerðu það í rauninni strax í byrjun. En þau reyndu. En voru hrakin í burtu með eineltistilburðum og klassískum pólitískum brellibrögðum bak við tjöldin. T.d. hætti Helgi Hrafn á þingi í smá tíma út af þessum átökum við Birgittu (er mér sagt af kunnugum).

Grunngildi Pírata er gagnrýnin hugsun. En því miður þá er það hún sem fýkur í dag á 0,1 sek. í allri umræðu þarna. Sérstaklega á Pírataspjallinu. Hatrið þar, eitt og sér, á hægri mönnum myndi vekja upp af dauðum hvaða Sith riddara sem er.

Þetta breytir samt ekki því að þar er ýmislegt jákvætt að finna hjá Pírötum. T.d. kosningakerfið þeirra. Alveg brilliant. Sem og sú nálgun sem Píratar hafa margir tekið gagnvart tjáningarfrelsinu. Helgi Hrafn er þar mjög framarlega, hugrakkur boðberi tjáningarfrelsis. Klikkar í að gera það sem Sjálfstæðismenn ættu að vera að gera, að verja borgaraleg gildi. Fólki á að vera frjálst að vera fífl í friði án þess að fá refsidóma yfir sig vegna þess.

Þó ég sé ekki að rengja neitt af þessu sem þú segir, þá minnir mig nú, að Birgitta hafi fagnað því að Helgi Hrafn næði aftur inn á þing. Veit auðvitað ekki hvort það hafði með almennan vinskap þeirra að gera, eða hugmyndafræði. 

Vinnufélagi minn er nágranni Helga Hrafns. Býr í tvíbýli ásamt Helga og konu hans. Vinnufélaginn sagði mér að konan hans Helga væri flokksbundin Samfylkingamanneskja og hefði starfað (og kannski að hún starfaði, man það ekki alveg) fyrir þann flokk. Hafði nokkrum sinnum fengið sér nokkra kalda með Helga Hrafni og vildi meina að hann væri frekar til vinstri en hægri. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti...

Share this post


Link to post
Share on other sites
29 minutes ago, jenar said:

 

Þó ég sé ekki að rengja neitt af þessu sem þú segir, þá minnir mig nú, að Birgitta hafi fagnað því að Helgi Hrafn næði aftur inn á þing. Veit auðvitað ekki hvort það hafði með almennan vinskap þeirra að gera, eða hugmyndafræði. 

Sagði hún þér það í einkasamtali?

Ég spyr vegna þess að... á ég að segja þér leyndarmál? Það er ekkert að marka það sem stjórnmálamenn segja í opinberum yfirlýsingum, og SÉRSTAKLEGA ekki í yfirlýsingum um flokkssystkini.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

Sagði hún þér það í einkasamtali?

Ég spyr vegna þess að... á ég að segja þér leyndarmál? Það er ekkert að marka það sem stjórnmálamenn segja í opinberum yfirlýsingum, og SÉRSTAKLEGA ekki í yfirlýsingum um flokkssystkini.

Það er alveg rétt. Sá þetta á Pírataspjallinu á facebook, þar sem hún setti upp status sérstaklega tileinkaðan hamingjuóskum til Helga... getur vel verið að hún hafi gert það við alla kandídatana, en man bara eftir þessum...

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, jenar said:

Þó ég sé ekki að rengja neitt af þessu sem þú segir, þá minnir mig nú, að Birgitta hafi fagnað því að Helgi Hrafn næði aftur inn á þing.

Það sem Birgitta segir við fjölmiðla er stundum langt frá því sem hún svo gerir bak við tjöldin. T.d. þegar hún hringdi í frambjóðendur í Norð-vestur kjördæmi og vildi endurraða á listann, þ.e. að fólk gæfi eftir sæti sitt svo að "hennar" maður kæmist ofar á listann. Hún hringdi í mann og reyndi s.s. að breyta lýðræðislegri niðurstöðu kosninga. Það gekk ekki eftir og því fékk hún Hjálparsveina sína í Pírötum greiða atkvæði um að kjósa aftur og það gekk eftir. Frambjóðendur fyrir Norðan drógu framboð sín til baka. Veistu af hverju? Vegna þess að þegar Birgitta var spurð "Hringdir þú norður?" þá sagði hún þvert nei. Hafnaði því  alveg. Og fólkið trúði því, hélt að þetta væri bara orð gegn orði. Það var bara einn galli á þessu: Þegar hún hringdi norður, í þennan mann, þá voru ALLIR frambjóðendur Pírata í því kjördæmi saman komin á fundi, þar á meðal þessi maður, og urðu vitni að þessu símtali!! Sem svo hún neitaði að hefði átt sér stað. Svo þegar hún sendi út Batman merkið til að smala sínum Hjálparsveinum í Reykjavík til að greiða atkvæði um að ógilda þessa kosningu og kjósa aftur, þá gekk þetta fólk úr framboðinu og/eða úr Pírötum.  Þannig er hún Birgitta.

Þessu var ekki lekið í fjölmiðla á sínum tíma því fólkið fyrir norðan vildi ekki skemma fyrir Pírötum, þau fórnuðu sér. Og Hexía de Trix vann. Good guys finish last þegar þeir díla við svona fólk sem einskis svífst. Þannig að þegar Birgitta fagnar endurkomu Helga þá trúi ég því alls ekki að neitt sé einlægt á bak við það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 minutes ago, fleebah said:

Það sem Birgitta segir við fjölmiðla er stundum langt frá því sem hún svo gerir bak við tjöldin. T.d. þegar hún hringdi í frambjóðendur í Norð-vestur kjördæmi og vildi endurraða á listann, þ.e. að fólk gæfi eftir sæti sitt svo að "hennar" maður kæmist ofar á listann. Hún hringdi í mann og reyndi s.s. að breyta lýðræðislegri niðurstöðu kosninga. Það gekk ekki eftir og því fékk hún Hjálparsveina sína í Pírötum greiða atkvæði um að kjósa aftur og það gekk eftir. Frambjóðendur fyrir Norðan drógu framboð sín til baka. Veistu af hverju? Vegna þess að þegar Birgitta var spurð "Hringdir þú norður?" þá sagði hún þvert nei. Hafnaði því alveg. Og fólkið trúði því, hélt að þetta væri bara orð gegn orði. Það var bara einn galli á þessu: Þegar hún hringdi norður, í þennan mann, þá voru ALLIR frambjóðendur Pírata í því kjördæmi saman komin á fundi og urðu vitni að þessu símtali!! Sem svo hún neitaði að hefði átt sér stað. Svo þegar hún sendi út Batman merkið til að smala sínum Hjálparsveinum í Reykjavík til að greiða atkvæði um að ógilda þessa kosningu og kjósa aftur, þá gekk þetta fólk úr framboðinu og/eða úr Pírötum.  Þannig er hún Birgitta.

Þessu var ekki lekið í fjölmiðla á sínum tíma því fólkið fyrir norðan vildi ekki skemma fyrir Pírötum, þau fórnuðu sér. Og Hexía de Trix vann. Good guys finish last þegar þeir díla við svona fólk sem einskis svífst. Þannig að þegar Birgitta fagnar endurkomu Helga þá trúi ég því alls ekki að neitt sé einlægt á bak við það.

Ég veit ekki meir - ég þekki bara ekki innanbúðamál Pírata. Og reyndar ekki innanbúðamál neinna flokka. Ég þekki hinsvegar fólk sem hefur tekið þátt í pólitík og þykist þess fullviss, að það sé algjörlega mannskemmandi að vera í þessu til lengdar. 

Ég held líka að íslensk stjórnmál séu almennt spilltari en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Hér vaða menn í opinbera sjóði eins og enginn sé morgundagurinn og aldrei er neinn látinn taka ábyrgð. Dómaramál Sigríðar Andersen, Ásmundur og ökustyrkirnir. Og svo rífur þetta lið bara kjaft ef það er staðið að verki. Ekki til í dæminu að neinn segi af sér og axli ábyrgð. Aldrei. Og ég er ekkert að tala bara um Sjálfstæðisflokkinn, þó hann sé kannski mest markeraður af spillingu, enda búinn að vera langlengst í landsstjórninni. Í Svíþjóð eru kratarnir sjálfsagt langspilltastir af sömu ástæðu, ef þú skilur hvað eg er að fara. Þetta er mein stjórnmálanna í heild sinni. Hinir flokkarnir eru ekkert skárri, komist þeir að kjötkötlunum. Og núna síðast erum við að vakna við það, að þurfa kannski að borga erlendum aðilum fyrir að nýta orkuna okkar. Maður spyr sig, er þetta lið sem stjórnar hér samansafn af alveg gjörsamlega vanhæfum hálfvitum? Sem eru uppteknir við að fara í litgreiningu, og brosa framan í fjölmiðla og að þiggja há laun, en hafa síðan ekki græna glóru um hvað sé að gerast í kringum þá? Hvað er eiginlega í gangi?  

Á Íslandi gætu allir haft það fínt. Þetta er lítið örríki. Svona nánast "allir þekkja alla" samfélag. Þessvegna skil ég ekki af hverju 6000 börn lifa við fátækt og einhver 1200 börn við sára fátækt, þ.e. fara stundum að sofa sársvöng. Þetta er bara pólitískt tilbúið vandamál. Þetta ætti ekkert að vera hægra- eða vinstramál. ALLIR ættu að vera sammála um, að allir hefðu það ágætt. Það hafa aldrei verið til eins miklir peningar á Íslandi og núna. Samt er það allt í einu orðið alveg svakalegt vandamál að halda úti menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla. M.a.s. "örgustu" hægrimenn í gamla daga datt ekki annað í hug en að allir hefðu aðgang að þessu hvorutveggja, án þess að missa húsið sitt. Nú geta krabbameinssjúklingar staðið frammi fyrir því að missa allt sitt, ef þeir veikjast. Þetta á ekkert að vera svona...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er hrædd við að leggja þig í einelti Jenar minn... og ég vil ekki gera það.

Ég er bara að taka aftur og aftur eftir því hvað þú gerir mikið af því að bulla á þráðum. Núna til dæmis var sýnt nokkuð sannfærandi að þú hafði ekki lög að mæla og þá bregstu við með því að skrifa einhvern mærðarlegan langhund sem hefur ekkert með umræðuefnið að gera, svokallað non-sequitur. Slíkt er auðvitað oft að valda því að þræðir fara út af sporinu, sem er hvimleitt. Sumir freistast til að gera svona til að breiða yfir eigið "vandró" móment.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Femma Hrútsdóttir said:

Ég er hrædd við að leggja þig í einelti Jenar minn... og ég vil ekki gera það.

Ég er bara að taka aftur og aftur eftir því hvað þú gerir mikið af því að bulla á þráðum. Núna til dæmis var sýnt nokkuð sannfærandi að þú hafði ekki lög að mæla og þá bregstu við með því að skrifa einhvern mærðarlegan langhund sem hefur ekkert með umræðuefnið að gera, svokallað non-sequitur. Slíkt er auðvitað oft að valda því að þræðir fara út af sporinu, sem er hvimleitt. Sumir freistast til að gera svona til að breiða yfir eigið "vandró" móment.

Ekkert vandró móment hjá mér. Mér eru Píratar svona svipað hugleiknir og notuð endaþarmseyðublöð eru pólskum trukkabílstjórum. Og að saka mig um að leiða umræðuna út af sporinu kemur úr hörðustu átt, hehe - fröken spurningakeppni aukaatriðanna... en - ég er ekkert heldur að reyna að leggja þig í einelti... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Píratar þykjast hafa grunngildi. Þangað til að reynir á þau í raun. Það er auðvelt að vera með prinsipp í logni. En þegar hvessa tekur, þegar reynir á þau, þá kemur styrkur þessara grunngilda í ljós.

Björn Leví er núna í vandræðum. Og það, hvernig Björn Leví er að reyna að koma sér úr klípunni, er bara beautiful.

Quote

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skýtur á Björn Leví vegna gamalla ummæla – Eiga þau ekki við nú ?

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, komst í hann krappann á Twitter í gær. Er hann sagður hafa orðið fyrir einskonar rökfræðilegu rothöggi Katrínar Atladóttur, nýkjörnum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Forsaga málsins er sú, að nýr borgarmeirihluti Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna, hefur ekki meirihluta atkvæða á bak við sig, þegar úrslit borgarstjórnarkosninganna eru skoðuð. Þegar atkvæðafjöldi framboðanna sem mynda minnihlutann eru lögð saman má sjá að alls 28,028 atkvæði féllu honum í skaut, en minnihlutinn fékk 27,328.

Svipað var uppi á teningnum í alþingiskosningunum árið 2016. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn, þó svo flokkarnir hefðu minnihluta atkvæða á bakvið sig, eða 88.434 gegn 90,299 atkvæðum minnihlutans.

Af því  tilefni sagði Björn Leví þann 29. mars í fyrra, að slíkt fyrirkomulag væri ekki mjög „lýðræðislegt“ og hann vildi sjálfur ekki vera í stjórn sem nyti ekki stuðnings meirihluta kjósenda:

„Það er nákvæmlega eins og við værum í fótboltaleik og liðið sem skoraði færri mörk myndi vinna. Það er það sem ég kalla ekki mjög lýðræðislegt og ekki mjög íþróttamannslegt. Ég skil ekki að fólk hafi siðferðilega getað kvittað undir það að fara í meirihlutasamstarf ekki með lýðræðislegan meiri hluta á bak við þá ákvörðun. Ég skil það ekki. Ég hef áhyggjur af því siðferði, satt best að segja. Ég sé að sumir glotta, ég skil ekki af hverju. Mér finnst það ekkert fyndið, mér finnst það dauðans alvara eins og var talað um hér áðan. Já, þetta er niðurstaða samkvæmt þeim lögum sem við höfum, en ég er líka að gera þetta sérstaklega til þess að benda á að lögin eru gölluð, þau eiga ekki að geta leitt til þessarar niðurstöðu. Það er það einfalt. Ég vil ekki vera í stjórnarmeirihluta þar sem ekki er stuðningur meiri hluta kjósenda.“

Nú er svo komið að Píratar sitja einmitt í slíkum meirihluta, í borgarstjórn Reykjavíkur. Katrín Atladóttir benti á þessi ummæli Björns á Twitter og spurði Björn hvað honum fyndist um siðferði síns fólks í hinum nýja meirihluta.

Björn svaraði:

„Af tveimur slæmum kostum, þetta eða setja xd í valdastól þá er valið auðvelt. Það er nefnilega til verri kostur sko. Lagið siðferði flokksins og þá breytist sú afstaða.“

Katrín spurði þá á móti:

„Ókei þannig siðferðið þarna snérist að því að XD var í umræddum meirihluta? Af hverju sagðirðu það þá ekki frekar en að láta líta út fyrir að þetta snérist um fjölda atkvæða?“

Þessu svaraði Björn svona:

„Þetta snýst tvímælalaust um fjölda atkvæða, talningakerfið sem er skekkt en svo, sem ég tók ekki tillit til í þessu, hvort það væri verri kostur mögulegur. Það kom mér í alvörunni á óvart að svo væri.“

Þá benti Katrín á eftirfarandi ummæli Björns í grein sem birtist í Kvennablaðinu í janúar 2017:

„Meirihlutaræði er ekkert endilega sanngjarnt en minnihlutaræði er það bara alls ekki. Aldrei.“

Erfitt gæti reynst fyrir hinar silfruðustu tungur að snúa sér úr slíkri klemmu. Björn bætti þó við:

„Það er afdráttarlaust. Ég hef ekki tekið það aftur né gengið í slíkt samstarf. Ég hef líka sagt að ef ég fengi að velja þegar hinn kosturinn er xd við völd þá vil ég síður xd við völd. Er þetta óskýrt eða illskiljanlegt?“

Hvort skoðun Björns, um að minnihlutaræði sé ósanngjarnt, sé algild innan borgarstjórnarflokks Pírata er ekki vitað, en alltént virðast þau Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúar Pírata, ætla að sitja sem fastast.

"Aldrei" er stórt orð. Nokkuð tæmandi og absolut.

En btw, Katrín Atladóttir var lengi með blogg sem hét "Katrín köttar krappið", kjaftfor og óhrædd að hjóla í svona hræsnara eins og Pírata eru fullir af.

Af hverju eru Píratar hræsnarar? Af því þau hreykja sig af því daginn út og inn að vera yfir aðra hafin, betri, af því að þau eru með gildi A B og C. En um leið og það reynir á þessi gildi, þá er hlaupið í skjól og borið við lélegum afsökunum sem réttlæta tvískinnunginn og hræsnina.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það hefnir sín að gerast háheilagur, sérstaklega í sandkassa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Munið þið hvernig Píratar gerðu 100 afmæli fullveldis Íslands að hrokafullum virtue signaling sirkusi fáránleikans um daginn? Af því að lýðræðislega kjörin kona, sem að mati Pírata var sek um "WrongThink", myndi halda ræðu sem fulltrúi vina okkar í Danmörku?

Já, Smári McCarthy hitti fulltrúa kínverska Kommúnistaflokksins og brosti á myndum með þeim. Þessi gaur er svo mökkaður hræsnari að það hálfa væri nóg. Kína er enn þann dag í að brjóta gróflega á mannréttindum í sínu landi og hægt og rólega að útvatna þjóð og menningu í Tíbet með þjóðarfluttningum a la Stalín.

http://www.bjorn.is/dagbok/flokkslinan-fra-kina-kynnt-i-reykjavik

Fyrir það fyrsta, ég tel í raun ekkert að því að okkar utanríkismálanefnd hitti þessa fulltrúa Kína. En fyrst þessi Pírati var að setja sig á svona háan hest gagnvart Dananum, þá liggur í augum uppi að sömu grunngildi gilda gagnvart Kínverjum. En Smári er bara eins og flestir Píratar, bæði í flokkinum sem og í grasrótinni, er ekki samkvæmur sjálfum sér í eigin virtue signaling póstmóderníska Góða Fólks™ blætinu.

Píratar eru, í enda dags, bara hrokafullir sósíalistar, fullir af sjálfum sér.

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.