Sign in to follow this  
Followers 0
jenar

Guð er til...

170 posts in this topic

...guð er ekki til... guð er til... guð er ekki til...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef hinn alvaldi Guð væri til þá held ég að hann myndi nota skilvirkari leiðir til þess að sannfæra alla um tilveru sína en að tala í gegnum mannfólk. T.d. bara það að birtast okkur öllum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já en þá væri þetta ekkert spennandi. Ímyndaður þér allar skemmtilegu umræðurnar hjá fólki um allan heim.... svo situr guð í hásæti sínu og brosir.... or not....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Helsti kosturinn væri sá að þá væri þetta allt á hreinu og menn væru ekki að slátra hvor öðrum fyrir að tilheyra rangri trú. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Guð" er bezta vörumerki í heimi. Ef þú getur talið fólki trú um að það sé til Guð og fengið það til að tilbiðja han, ja þá eru þér allir vegir færir. Þess vegna var alltaf troðfullt af sölumönnum hjá Krossinum. Pikka upp trix.

Edited by TinTin
1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú spyrð sífellt sömu spurninga jenar ....  ertu að spyrja af því að þú ert ekki viss sjálfur  ... ?

Hvort guð er til eða ekki fer að sjálfsögðu eftir því hvernig maður skilgreinir hugtakið.

Ef menn telja guð vera yfirnáttúrlega skeggjaða veru sem býr uppi í skýjum og fylgist með öllum gjörðum allra, þá þarf maður að vera ansi einfaldur til að trúa.

Ef menn telja guð vera allt sem er, þá þarftu bara að bíta í eign fingurnögl og þú ert að éta  guð lifandi.

Það er til saga um guð og hvernig hann varð að fela sig fyrir manneskjunni ....

 

Í upphafi tímans þegar allar manneskjur þekktu guð var alvanalegt að menn báðu guð um persónulega greiða. T.d. komu sóldýrkendur og báðu guð um sólskin svo hægt væri að fara í sólbað og grilla og svoleiðis. Og guð gerði eins og þau báðu um og næstu vikur var brakandi þurkur og bongóblíða. Þá birtust bændur fyrir framan guð og kvörtuðu yfir þurki sem væri að eyðileggja uppskeru þeirra og báðu guð um regn, sem guð gaf þeim, en við það urðu sóldýrkendur súrir svo guð vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Að lokum var svo komið að vegna andstæðra óska manneskjunnar var guði erfitt um vik og þar sem fólk var töluvert eigingjarnt og krefjandi þá endaði með því að guð fór að fela sig fyrir menneskjunni, en manneskjan fann hann alltaf aftur og tuðaði.

Guð ræddi þetta við helstu engla sína sem komu með hverja uppástungu eftir aðra en guð sagði bara "já en það verður bara tímabundið skjól, maðurinn mun finna mig þarna að  lokum" þar til afar vís engill stakk upp á stað sem guð var sáttur við að manneskjan myndi aldrei leita hans.

Upp frá þeim degi hefur guð falið sig inni í manneskjunni sjálfri því það er síðasti staðurinn sem við leitum svara við vandamálum okkar.

Og þannig er það enn þann dag í dag.

Menn geta auðvitað trúað þessari sögu bókstaflega eða reynt að sjá hvaða skilaboð hún hefur að geyma, bak við frásögnina.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta átti nú bara að vera svona - kannski ekki djók, en þú veist... ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef hinn alvaldi Guð væri til þá held ég að hann myndi nota skilvirkari leiðir til þess að sannfæra alla um tilveru sína en að tala í gegnum mannfólk. T.d. bara það að birtast okkur öllum. 

En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Hvernig getur þú stað/alhæft um hans þankagang? 

Þessutan þá birtist Guð okkur í ásjónu okkar sjálfra, svo lengi sem við lifum. 

 

sistine-chapel-frescoes.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er þá ansi grimmur Guð að fara svona óskilvirka leið með þeim afleiðingum að meirihluti mannkyns endar í helvíti.

Ég vil ekki stilla mér upp með slíkri veru. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er þá ansi grimmur Guð að fara svona óskilvirka leið með þeim afleiðingum að meirihluti mannkyns endar í helvíti.

Ég vil ekki stilla mér upp með slíkri veru. 

EF ég reyni að skilja þessa afstöðu sem er ekki óalgeng, þá lendi ég í vanda, kanski hjálpar þú mér að fatta þetta.

Þér finnst guð grimmur af því að hann er  óskilvirkur í aðferðum sínum til að fá fólk til að trúa á sig svo í refsingarskyni eða sem mótmæli gegn því ætlar þú ekki að trúa á hann  ..... er þetta rétt skilið?

 

Trúir þú þá ekki á guð sem afleiðingu af gjörðum guðs ...? er það ekki þversögn?

Ef þú trúir ekki á guð, er þá ekki dáltið einkennilegt að kenna guði um  grimmd eða annað óréttlæti? 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Best að útkljá þetta mál: Guð trúarbragðanna er ekki til.

Og meirihluti mannkyns hefur rangt fyrir sér.

Edited by Victor Laszlo

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Þetta er þá"... ef þetta er rétt hjá hinum að þessi vera sé til.

Þetta áttu ekki að vera rök fyrir því að hann sé ekki til heldur meira svona bara benda hinum trúuðu á hvað þessi trúarbrögð eru ljót.

En nei það er ekki ástæðan fyrir því að ég trúi ekki.. Ástæðan er auðvitað sú að það eru engar sannanir til staðar. Að rökræða um þetta er jafn absúrd og ef topicið væri um hvort álfar eða jólasveinninn séu til.

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Þetta er þá"... ef þetta er rétt hjá hinum að þessi vera sé til.

Þetta áttu ekki að vera rök fyrir því að hann sé ekki til heldur meira svona bara benda hinum trúuðu á hvað þessi trúarbrögð eru ljót.

En nei það er ekki ástæðan fyrir því að ég trúi ekki.. Ástæðan er auðvitað sú að það eru engar sannanir til staðar. Að rökræða um þetta er jafn absúrd og ef topicið væri um hvort álfar eða jólasveinninn séu til.

Þó að líklegt sé, að guð sé jafn ólíklegur og jólasveinninn eða tannálfurinn (allavega guð trúarbragðanna), þá er samt sá munur, að guðshugmyndin hefur meira "lögmæti" í hugum fólks. Það sér þetta ekki svona. Þó því finnist alveg fáránlegt að hugsa sér tannálfinn sem raunverulegan, þá finnst því alveg sjálfsagt mál að trúa því að Jesú hafi fæðst eingetinn, reist fólk upp frá dauðum, lagt hendur á fólk og sagt hókus pókus og fólkið orðið frískt, og síðast en ekki síst, að hann hafi risið upp frá dauðum. Og mörgu af þessu fólki finnst sjálfsagt mál, að það séu sett sérstök lög, sem banna gagnrýni á að trúa þessu. Múslímarnir ganga enn lengra og myrða fólk fyrir að láta út úr sér minnstu gagnrýni eða spaug um sín trúarbrögð... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já og sumir vilja meina að rökhugsandi fólk eigi að beygja sig undir þetta því það megi ekki særa tilfinningar fólks.

Nei ég held að það sé jákvætt fyrir samfélög manna að fólk tali gegn svona bulli. Þeir sem falla í þessa gildru að láta annað fólk stjórna sér í gegnum trúarbrögð eiga betra skilið en að við hin séum meðvirk með því. 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er til ég veit það, ég man það. Þökk sé minninu að ég veit að ég er til. Ef ég hefði ekkert minni mundi ég ekki vita að ég er til. Þetta á við um allar lífverur sem hafa minni. Ég held reyndar að allar lífverur hafi minni í ólíkri mynd. Umfram allt þá er ég að leggja á minnið allskonar tilfinningar, hljóð, mynd... Ég tek mínar minningar með mér en þú þínar. Sagt er að Guð sé í okkur öllum. Guð er tilfinninganeminn sem er í öllum lífverum. Guð er alheimssálin, öll veröldin er  alheimssál. Sterkasta alfið er tilfinningin sársauki sem hefur skapað það góða og illa í heiminum. Minnimáttarkenndin getur verið sterk og þá þarf að vinna sig úr henni. Sumir þjálfa sig í að vera frábærlega góðir í einhverju, eins og í listum. Þá hverfur minnmáttakendin ef það tekst og oft tekst það! Aðrir reyna að eyða því sem veldur þeima sársauka. En það er óviturlegt því þeir standa áfram í sömu sársaukasporunum. Guð vill að við veljum rétt...ég ætla að orða þetta öðru vísi: Guð vill ekki sársauka.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er til ég veit það, ég man það. Þökk sé minninu að ég veit að ég er til. Ef ég hefði ekkert minni mundi ég ekki vita að ég er til. Þetta á við um allar lífverur sem hafa minni. Ég held reyndar að allar lífverur hafi minni í ólíkri mynd. Umfram allt þá er ég að leggja á minnið allskonar tilfinningar, hljóð, mynd... Ég tek mínar minningar með mér en þú þínar. Sagt er að Guð sé í okkur öllum. Guð er tilfinninganeminn sem er í öllum lífverum. Guð er alheimssálin, öll veröldin er  alheimssál. Sterkasta alfið er tilfinningin sársauki sem hefur skapað það góða og illa í heiminum. Minnimáttarkenndin getur verið sterk og þá þarf að vinna sig úr henni. Sumir þjálfa sig í að vera frábærlega góðir í einhverju, eins og í listum. Þá hverfur minnmáttakendin ef það tekst og oft tekst það! Aðrir reyna að eyða því sem veldur þeima sársauka. En það er óviturlegt því þeir standa áfram í sömu sársaukasporunum. Guð vill að við veljum rétt...ég ætla að orða þetta öðru vísi: Guð vill ekki sársauka.

Af samræðum mínum við ýmsa málverja skilst mér að þeir halda að guð sé yfirnáttúrleg síðskeggjuð vera sem býr uppi í skýjum og fylgist með öllu sem við gerum. Þessari veru líkja þeir við spaghettiskrímsli og hneikslast óspart yfir heimsku þeirra sem þeir segja að trúi á slíka veru.

Sjálfur kannast ég ekkert við lýsingar þeirra af því sem þeir kalla "guð", enda er útlagning þeirra kjánalega einföld og í ætt við þá útgáfu af trúarbrögðum sem okkur var kennd í sunnudagsskóla þegar við vorum 6 ára.

Það virðist ekki bera neinn árangur að benda á að aðrar túlkanir á hugtakinu "guð" eru mögulegar þar sem það hentar betur málflutningi trúleysingja að halda fast í strámanninn sem er svo auðvelt að slá niður.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af samræðum mínum við ýmsa málverja skilst mér að þeir halda að guð sé yfirnáttúrleg síðskeggjuð vera sem býr uppi í skýjum og fylgist með öllu sem við gerum. Þessari veru líkja þeir við spaghettiskrímsli og hneikslast óspart yfir heimsku þeirra sem þeir segja að trúi á slíka veru.

Sjálfur kannast ég ekkert við lýsingar þeirra af því sem þeir kalla "guð", enda er útlagning þeirra kjánalega einföld og í ætt við þá útgáfu af trúarbrögðum sem okkur var kennd í sunnudagsskóla þegar við vorum 6 ára.

Það virðist ekki bera neinn árangur að benda á að aðrar túlkanir á hugtakinu "guð" eru mögulegar þar sem það hentar betur málflutningi trúleysingja að halda fast í strámanninn sem er svo auðvelt að slá niður.

Alveg hreint er það æðislegt að þú skulir í þriðju málsgrein kvarta yfir ímynduðum strámönnum andmælenda þinna með hliðsjón af orðum þínum í fyrstu málsgrein :D

Æji sorrý hvað ég er að leggja þig í einelti. Síðskeggjaði vinur þinn í skýjunum fyrirgefur þér vafalítið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alveg hreint er það æðislegt að þú skulir í þriðju málsgrein kvarta yfir ímynduðum strámönnum andmælenda þinna með hliðsjón af orðum þínum í fyrstu málsgrein :D

Æji sorrý hvað ég er að leggja þig í einelti. Síðskeggjaði vinur þinn í skýjunum fyrirgefur þér vafalítið.

Eitthvað hefur skilmysingurinn og pirringurinn haft af þér völdin. .... enn einu sinni .. 

 

1. Strámaðurinn er ekki ímyndaður, eins og ég gerir grein fyrir í fyrstu málsgrein.

2. Ég er ekki að kvarta heldur bendi einfaldlega á skilningsleysi sumra málverja, (nefnum enginn nöfn ... :LOL)

3. Ég á engann síðskeggjaðann vin uppi í skýjunum, eins og allir með meðalgreind geta séð á máli mínu.

4. það þarf enginn að fyrirgefa mér fyrir kjánalega framkomu þína.

 

Í allt fjórar grundvallar villur í þremur setningum, það er nýtt met í kjánaskap, jafnvel fyri þig Victor.

Það eina sem er rétt hjá ér er að þetta er "alveg hreint æðislegt ..." en ég held að það sé bara grís og heppni .... 

Þá er bara eftir að klaga mig til stjórnenda og þykjast móðgaður, eins og þú hefur gert áður ..... :lol:

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.