Sign in to follow this  
Followers 0
thokri

Borgaralaun

28 posts in this topic

Það er mikið rætt um borgaralaun í dag en enginn virðist nenna að skoða hvernig væri hægt að útfæra þetta eða hvort það væri yfirleitt skynsamlegt.

Förum aðeins yfir hvað hægt væri að gera í grófum dráttum varðandi borgaralaun.
Ef byrjað verður að greiða borgaralaun við 18 ára aldur þá fækkar um það bil um 80 þúsund en það er sirka fjöldi barna frá 0-18.
Það eru um 180 þúsund manns á atvinnumarkaðinum. Ef við gerum ráð fyrir því að þeir sem eru í vinnu og börn til 18 ara aldurs séu undanþegin borgaralaunum þá verður fjöldi þeirra sem mundu þyggja borgaralaun um 70 þúsund. Inni í þessari tölu væru námsmenn öryrkjar atvinnulausir og allir sem hafa engar tekjur.
Ríkið er að greiða um það bil 160 milljarða í Almannatryggingar og velferðarmál,
 Ef þessari upphæð er deilt uppí 70 þúsund borgaralaunþega þá væri hægt að greiða hverjum umþað bil 190 þúsund á mánuði. Ef þessum 160 milljörðum væri dreift jafnt á alla íslendinga fengi hver um 40 þús á mánuði.
Það má segja að rikið sé í dag að greiða þeim sem ekki hafa neina framfærslu borgaralaun og í það fara þessir 160 milljarðar sem ríkið eyðir á ári í það.
Það koma um 90 milljarðar inn í lífeyrissjóðina á ári í gegnum þessa 180 þúsund sem eru á atvinnumarkaðinum. Ef lífeyrissjóðskerfinu yrði breytt í gegnumtreymiskerfi þá fengi ríkið þessa peninga strax og gæti haft úr 250 milljörðum á ári að spila úr til þess að greiða borgaralaun. Ef það skiptist milli þessara 70 þúsund sem þægju slík laun þá fengi hver umþað bil 300 þús á mánuði. Það yrði hinsvegar mikið meiri skattur á þá sem hærri hafa launin þar sem þeir mundu fá minna út úr borgaralaunum en þeir fengju út úr lífeyriskerfinu eins og það er sett upp í dag.
Svo er alltaf spurning hvort þeir sem eru með lægstu launin sem væru svipuð og borgaralaunin mundu nenna að vinna í leiðilegri vinnu og þyggja fyrir það sömu laun og byðust við að hætta að vinna.
Ég vil taka það fram að ég skrifa þetta í miklum flýti og það geta verið einhverjar villur í tölunum. Það væri gaman ef einhver nennti að fara yfir tölurnar til þess að glöggva sig á þessum stærðum ef ég hef gert villu einhverstaðar.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/02/16/johannes-thor-taetir-i-sig-malflutning-pirata-thad-sem-birgitta-kallar-thvaetting-er-rokrett-greining/

http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/Fjarreiduyfirlit/Tofluyfirlit/2016/Fjarlog/Tafla-5.htm

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi hugmynd er bara populismi sem að ómögulegt er að framkvæma.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eigum við ekki að byrja á því að lesa þetta og taka snúninginn úr frá því?

https://is.wikipedia.org/wiki/Borgaralaun
Borgaralaun
, einnig þekkt sem óskilyrt grunnframfærsla, er hugmynd að samtryggingarkerfi þar sem hverjum borgara er tryggð ákveðin lágmarksinnkoma frá hinu opinbera óháð öðrum tekjum. Borgaralaun eru hugsuð til lífsnauðsynja og hugsuð þannig að greiðslur renni til einstaklinga, ekki heimila eða ákveðinna hópa. Borgaralaunum er ætlað að leysa núverandi velferðarkerfi af hólmi og koma í stað til dæmis örorkubóta, atvinnuleysisbóta, ellilífeyris, námslána, fæðingaorlofs, vaxtabóta, barnabóta. Upphæðin þyrfti að vera það há að hún dugi til að leysa framantalin kerfi af hólmi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ungt fólk sem dreymir um að eyða ævinni í tölvuleikjum, og það er nokkuð stór hópur, hoppar líka húrra.

Ef róbótar taka yfir flest störf á næstu 30 árum eins og haldið er fram, þá verður þetta næsta óumflýjanlegt.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þannig að fá borgað fyrir að vera í skóla er vond hugmynd?  Hugsanlega hægt að setja borgaralaun sem hærra þrep, ss eftir að skólagöngu lýkur lækka borgaralaun um x í nokkrum þrepum yfir ákveðinn tíma t.d. 6 mán?  Verðlaun fyrir sumarvinnu ss borgaralaun væru 20 þús hærri pr. mánuð yfir veturinn fyrir þá sem vinna yfir sumarið?

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Agent Smith said:

Þannig að fá borgað fyrir að vera í skóla er vond hugmynd?  Hugsanlega hægt að setja borgaralaun sem hærra þrep, ss eftir að skólagöngu lýkur lækka borgaralaun um x í nokkrum þrepum yfir ákveðinn tíma t.d. 6 mán?  Verðlaun fyrir sumarvinnu ss borgaralaun væru 20 þús hærri pr. mánuð yfir veturinn fyrir þá sem vinna yfir sumarið?

Þetta er ekki hugmyndin með borgaralaunum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, Arntzen said:

Þetta er ekki hugmyndin með borgaralaunum.

Nú?  á að koma m.a. í stað námslána.  Samvæmt wiki greininni sem ég linkaði við hér á undan.
 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Agent Smith said:

Nú?  á að koma m.a. í stað námslána.  Samvæmt wiki greininni sem ég linkaði við hér á undan.

 

Grunnhugmyndin er að þau séu óskilyrt - hafi ekkert með það að gera hvað maður hefur fyrir stafni eða í hvaða ástandi maður er.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Arntzen said:

Grunnhugmyndin er að þau séu óskilyrt - hafi ekkert með það að gera hvað maður hefur fyrir stafni eða í hvaða ástandi maður er.

Held að allir sjái að ef enginn hvati er til að vinna þá falli kerfið fljótt.  S.s. það varða alltaf einhver skilyrði.

Þess má geta að afskriftir LÍN eru talsverðar og líklegt að sjóðurinn kosti skattgreiðendur 40-50 milljarða á ári.


Ef fjöldi námsmanna er 15 þús og því skipt á tap sjóðsins (sem við þurfum hvort sem er að greiða) þá er það 277 þús á mánuði fyrir hvern námsmann allt árið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Agent Smith said:

Eigum við ekki að byrja á því að lesa þetta og taka snúninginn úr frá því?

https://is.wikipedia.org/wiki/Borgaralaun
Borgaralaun
, einnig þekkt sem óskilyrt grunnframfærsla, er hugmynd að samtryggingarkerfi þar sem hverjum borgara er tryggð ákveðin lágmarksinnkoma frá hinu opinbera óháð öðrum tekjum. Borgaralaun eru hugsuð til lífsnauðsynja og hugsuð þannig að greiðslur renni til einstaklinga, ekki heimila eða ákveðinna hópa. Borgaralaunum er ætlað að leysa núverandi velferðarkerfi af hólmi og koma í stað til dæmis örorkubóta, atvinnuleysisbóta, ellilífeyris, námslána, fæðingaorlofs, vaxtabóta, barnabóta. Upphæðin þyrfti að vera það há að hún dugi til að leysa framantalin kerfi af hólmi.

Það er svolítið stór villa í þessari wiki grein varðandi þann kostnað sem ríkið setur í velferðarkerfið.

Miðað við fjárlög 2016 er þessi tala um 160 milljarðar en ekki 440. Enda voru heildartekjur ríkissins um 570 milljarðar 2013. Það væri þá ekki mikið afgangs til að setja í heilbrigðiskerfið vegakerfið og annan rekstur ríkissins.

http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/Fjarreiduyfirlit/Tofluyfirlit/2016/Fjarlog/Tafla-5.htm

Fjármögnun[breyta | breyta frumkóða]

Félagslega kerfið hefur á síðustu árum verið fjármagnað annarsvegar af beinum greiðslum til einstaklinga og hinsvegar félagslegri þjónustu. Félagslegar beingreiðslur atvinnleysisbætur, barnabætur, ellilífeyrisbætur, vaxtabætur og öryrkjalífeyrir voru um 440 milljarðar króna árið 2013 á Íslandi[7]

 

M

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvati fólks til að vinna er ekki alltaf launin, það er fullt af fólki sem vinnur í sjálfboðavinnu vegna áhuga.

Borgaralaun eru ekki skilyrt sem þýðir að vinnulaun koma ofaní borgaralaun, sem er einhver hvati til að vinna leiðinleg störf sem ekki er hægt að gera sjálfvirk. Það þýðir þó að það eru allir 18 ára og eldri sem myndu þyggja borgaralaun, sem er kanski ofvaxið okkar fjármálum á Íslandi eins og þeim er háttað núna.

En ef ríkið tæki t.d. aftur að sér rekstur allrar bankastarfsemi á íslandi og fengi þarmeð allan þann miljarðagróða sem bankarnir sópa til sín í gegnum vexti á peningum sem þeir skapa með lánastarfsemi, þá væri þetta kanski hægt ....

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, 4sinnum said:

Borgaralaun = hælisumsóknir í stjarnfræðilegum tölum!! Það fyrsta sem flóttamennirnir Sýrlandi spurðu um þegar þeir komu til Þýskalands var, hvar eru peningarnir okkar? Þeir sem hagnast á flóttamannastraumnum munu byrja að fylla báta og kænur í massavís og senda hingað uppeftir daginn sem borgaralaun verða samþykkt!! Stjórnmálamenn sem daðra við svona vinstri socialista kjaftæði eru sturlaðir!!

Og þeir sem segja að flóttamannavandinn sé svo langt í burtu að hann nái ekki hingað, bull -> Tyrkjaránið sem í raun var Alsírslýður, sigldi hingað á duggum 1627, nauðguðu, rændu og rupluðu eins og enginn væri morgundagurinn!! Þeir gátu þetta þá og munu gera þetta aftur!!

Það mætti alveg útiloka þá frá borgaralaunum sem eru ekki með ríkisborgararétt eða a.m.k. búseturétt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Leon said:

Það mætti alveg útiloka þá frá borgaralaunum sem eru ekki með ríkisborgararétt eða a.m.k. búseturétt.

Nei það er frekar vafasamt ef borgaralaunin eiga að koma í staðinn fyrir allt félagslega kerfið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On ‎16‎.‎2‎.‎2016 at 6:54 PM, thokri said:

Ef lífeyrissjóðskerfinu yrði breytt í gegnumtreymiskerfi þá fengi ríkið þessa peninga strax og gæti haft úr 250 milljörðum á ári að spila úr til þess að greiða borgaralaun. Ef það skiptist milli þessara 70 þúsund sem þægju slík laun þá fengi hver umþað bil 300 þús á mánuði. Það yrði hinsvegar mikið meiri skattur á þá sem hærri hafa launin þar sem þeir mundu fá minna út úr borgaralaunum en þeir fengju út úr lífeyriskerfinu eins og það er sett upp í dag.
Svo er alltaf spurning hvort þeir sem eru með lægstu launin sem væru svipuð og borgaralaunin mundu nenna að vinna í leiðilegri vinnu og þyggja fyrir það sömu laun og byðust við að hætta að vinna.

1) Þú ætlað sem sagt að þjóðnýta núverandi lífeyriskerfi og skuldsetja þar með komandi kynslóðir

2) Það á sem sagt að skattleggja aukalega efri 50% fyrir neðri hlutann.  Hver er þá hvatinn til að mennta sig eða leggja aukalega á sig fyrir væntan ávinning ?

3) Ef Borgaralaunin er 300þ get ég lofað þér að það fæst engin til að vinna ákveðin störf

Málið er að þessi hugmynd með Borgaralaun er poppulismi í hæsta veldi.  Gengur aldrei upp nema upphæðin sé nákvæmlega sú sama og ríkið er að láta út í dag.  Að halda að menn geti skattlagt sig yfir í svona vitleysu er tómt mál. 

Ég hélt að Íslendingar væru að kveljast undan slakri framleiðni. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
23 hours ago, Dr.Splattenburgers said:

Þessi hugmynd er bara populismi sem að ómögulegt er að framkvæma.

Jújú, ekkert mál að framkvæma þetta. Hvaða hvaða, hugsa í lausnum. Gera þetta bara.

Ríkið fer bara á hausinn á stuttum tíma. Eini gallinn.

Það var einu sinni maður sem reyndi að fá hestinn sinn til að lifa á loftinu einu saman. TIl að gera þetta var heyskammturinn minnkaður í skrefum. Þetta gekk vel þar til allt í einu að hesturinn dó úr hungri. Það verður sama hér: Borgaralaun munu ganga vel þar til einn daginn að ríkið fer á hausinn.

Ég vona bara að önnur kosningamál Pírata verði meira ígrunduð en þetta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, fleebah said:

Jújú, ekkert mál að framkvæma þetta. Hvaða hvaða, hugsa í lausnum. Gera þetta bara.

Ríkið fer bara á hausinn á stuttum tíma. Eini gallinn.

Það var einu sinni maður sem reyndi að fá hestinn sinn til að lifa á loftinu einu saman. TIl að gera þetta var heyskammturinn minnkaður í skrefum. Þetta gekk vel þar til allt í einu að hesturinn dó úr hungri. Það verður sama hér: Borgaralaun munu ganga vel þar til einn daginn að ríkið fer á hausinn.

Ég vona bara að önnur kosningamál Pírata verði meira ígrunduð en þetta.

Já, þetta er kannski ekki neitt sérstaklega sniðug hugmynd.

En ríkið fengi jú drjúgan hluta af upphæðinni beint til baka í gegnum skattana, eins og tekjuskatt, virðisaukaskatt, tryggingagjald osfrv. Hins vegar er ekki gott að fá pening fyrir að gera ekki neitt. Það yrði ekki mikil hvatning (fyrir suma a.m.k.) til að vinna eitthvað aukalega og leggja á sig einhver erfiði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Borgaralaun er uppfynning vinstri socialista svo þeir geti tekið yfir þjóðríki á nokkrum árum!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Skrolli said:

En ríkið fengi jú drjúgan hluta af upphæðinni beint til baka í gegnum skattana, eins og tekjuskatt, virðisaukaskatt, tryggingagjald osfrv.

Ef að skatturinn tekur þetta bara til baka hver er þá tilgangurinn? Þá enda þeir tekjuhærri bara aftur á sama stað hvort eð er. Af hverju þá ekki bara að hafa persónuafslátt eins og ég í núverandi kerfi?

Svo gleymist eitt: Hvernig eiga öryrkjar og aldraðir að fá nóg? Sá sem að getur ekkert unnið þarf LÁGMARK svona 200þ á mánuði eftir skatt til að lifa. Ef að allir eiga að fá það sama, eiga þá bara allir að fá 200þ frítt? Hvað með allt fólkið sem að myndi þá bara einfaldlega ekkert vinna?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, tilraun var gerð í Finnlandi og niðurstöður eru komnar í hús: Fólk á borgaralaunum er EKKI að leita sér að vinnu frekar ef það er á borgalaunum. S.s. tilraunin snéri að því að taka random atvinnlaust fólk og bjóða þeim borgaralaun sem myndi ekki skerðast ef að viðkomandi fyndi vinnu. Og viti menn, atvinnuþáttttaka þessa hóps jókst EKKI. 

Fail.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú heldur að þetta sé fail, ég er hræddur um að þetta sé “feature, not a bug”

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.