Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Venezuela innfluttur ódýr matur og núna hungur.

214 posts in this topic

Víti til varnaðar. Þegar allt lék í lyndi, nóg af pening fyrir olíuna, flutti Venezuela inn matinn þannig að innlendir bændur gátu ekki keppt við innfluttan mat og annað hvort fóru á hausinn eða minnkuðu búið til þess að komast af.

Núna þegar olían getur ekki lengur borgað fyrir innfluttan mat, klóset pappír og annað, er þjóðin byrjuð að svelta, peningar prentaðir í gríð og erg en ekkert gengur upp. Hvað ef að ferðamannastraumurinn Íslandi dettur upp fyrir, fiskimiðin bregðast, heimsmarkaðsverð á fiski hrynur, eða eitthvað annað, þá gæti svo farið að íslenska þjóðin gæti ekki fætt sig ef hún heldur áfram að flytja inn allan mat. Sleppum heilbrigðis sjónarmiðum.

http://www.cbsnews.com/news/venezuela-maduro-orders-food-distribution-state-run-stores-food-shortage/

Share this post


Link to post
Share on other sites

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/02/19/buvorusamningar-undirritadir-utgjold-til-landbunadarmala-haekka-um-900-milljonir-2017/

Hér er svo frétt um þennan samning, ástæðan að ég set það hér að í athugasemdum er pælt í því hvort það þetta séu ekki bara borgaralaun. Gerði like við það, á því að þetta tengist allt, byggðastefna, frelsi til fiskveiða eða þá atvinnureksturs, heimaslátrun, beint af búi, borgaralaun, allt á sömu spýtunni. Hið nýja þjóðfélag sem þarf að ræða.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já það var nú um að gera að henda meiri penngum í landbúnaðarruglið. 4000 hræður sem hokra og hafa það margir skítt, en á kostnað skattgreiðenda.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er hægt að rækta eitthvað á Íslandi sem ber sig?  Þó sauðfjárbúskapur hafi verið stundaður í þúsund ár þýðir ekki að hann sé endilega það sem er hentugast á Íslandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bera sig og ekki bera sig.  Þar liggur efinn.  Við erum nú þegar með vöruskipta halla, það ss borgar sig að framleiða mat hér, sama hvað hann kostar í krónum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Svona kerfi þar sem við sjáum ekki  hvað matvaran er að kosta okkur er mjög slæm.   Eina vitið væri að hætta öllum styrkjum við bændur og láta þá keppa við innflutning eins og hefur verið gert við grænmeti að hluta.   Þá á eftir að taka tillit til óbeins kostnaðar svo sem undanþágur og anna..  málið er að til að landbúnaður verði að alvöru atvinuveigi þarf að taka verulega til hendinni.   Reikna má með að um 60-70 % af tekjum bænda séu með einu eða öðrum hætti komin frá ríkinu. Það rekur fleyg á milli bænda og neytenda sem gerið það að verkum að markaður með landbúnaðarafurðir er afbakkaður af ríkisafskiptum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að þetta sé meira enn ein failed efnahagstilraun sósíalisma frekar enn annað.

Quote

,,Sósíalismi 21. aldarinnar“

Sagt er að undir markaðshagkerfi verði hinir ríku valdamiklir en undir félagshyggju verði hinir valdamiklu ríkir.

Venezuela er gjaldþrota og á barmi upplausnar eftir að viltustu draumar félagshyggjumanna um að sníða af galla frjáls markaðshagkerfis, urðu allir að veruleika. Hvort heldur er ný stjórnarskrá ,,auðlindir í eigu þjóðarinnar“ þjóðnýtingu ,,arðinn til þjóðarinnar“ nú eða draumurinn um jöfnuð.

Félagshyggjumenn um allan heim hafa ekki brugðist vondum málstað heldur mært afnám viðskiptafrelsis, þjóðnýtingu og hverskyns stjórnlyndistilburði valdhafa um leið og einstaklingsfrelsi er formælt sem rótum alls ills. Íslenskir félagshyggjumenn hafa lýst einræðisherranum Chavez sem ,,lang flottustum“ en Össur Skarphéðinsson lét nægja að kalla hann ,,litríkann“.

Nýjasta vonarstjarna félagshyggjumanna í Bretlandi Jeremy Corbyn skrifaði:

Thanks Hugo Chavez for showing that the poor matter and wealth can be shared. He made massive contributions to Venezuela & a very wide world.

Stjórnmálamenn geta einungis jafnað kjör þegna sinna með því að jafna ofanfrá, þ.e. með því að þrýsta niður þeim sem standa upp úr.  Fátækir íbúar Venezuela eru hinsvegar nú að uppgötva að þeirra kjör hafa ekki batnað þó svo að kjör hinna ríku hafi versnað. Þannig hefur dreifing matvæla, verðlagsstjórnun, gengisfölsun og innflutningstollar einungis getið af sér vöruskort og algera stöðnun.

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er einn aðdáandi miðstýrðs áætlunarbúskaps og skrifaði:

…. da Silva forseti Brasilíu, hefur farið fyrir nýrri öldu vaxandi félagshyggju í S-Ameríku.  Hugo Cháviz forseti Venúzuela og Néstor Kirchener forseti Argentínu, Tabaré Vázquez forseti Úruguay fylgja sömu stefnu.

Chávez forseti Venúzuela hefur kallað eftir efnahagslegu og pólitísku samstarfi S-Ameríkuríkjanna til að minnka áhrif USA í heimsálfunni.  Ástandið er verst í Kólumbíu. Þar stjórnar Alvaro Unite sem er sauðtryggur vinur Bush og fylgir umyrðalaust tilskipunum frá ráðgjöfunum í Washington.

Þess má reyndar geta að hagkerfi hins ,,illa stadda“ Kolumbíu hefur getið af sér mesta hagvöxt álfunnar, landsframleiðsla pr. íbúa hefur nífaldast og fátækt farið úr 65% niður undir 24%, þrátt fyrir að hafa þurft að heyja baráttu við hryðjuverkasamtökin FARC sem fjármögnuð voru af Venezuela.

Leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins spyr árið 2003: ,,Er eitthvað að óttast?“

Chaves hefur greitt niður hluta skulda Argentínu við Alþjóðabankann, hann hefur veitt stórum fjárhæðum inní efnahagslíf Bólivíu, hann selur fátæku fólki í Vermont, í Rhode Island og Maine í Bandaríkjunum olíu á gjafverði en 40% af útflutningi Venezúela á olíu fer til Bandaríkjanna. Hann hefur lagt fram stórfé í hjálparstarfsemi til dæmis vegna jarðskjálftanna í Pakistan. Og hann eins og Símon Bolivar vinnur að einingu Latnesku-Ameríku. Stærsta verkefni hans er að reyna byggja upp nokkurs konar Efnahagsbandalag Rómönsku- Ameríku. Og styrkja stöðu þess gagnvart Bandaríkjunum sem lengi hefur ráðið för í álfunni.

Sú framvinda kann þá að verða ekki síður heillandi fyrir aðrar þjóðir en skáldsögur Gabriels Garcia Marques og Isabellu Allende.

Í Víðsjá RÚV var m.a. sagt að:

Þegar Chavez tók við sem forseti árið 1999 ríkti gríðarlegur ójöfnuður í landinu en rúmum þrettán árum síðar er Venesúela það land Suður-Ameríkuálfu þar sem mestur jöfnuður ríkir.

Þjóðnýting olíuvinnslunnar hefur orðið með lýðræðislegum hætti og það er svo merkilegt hvað mikið hefur áunnist

Það ,,merkilega“ sem ávannst var að olíuframleiðsla hrundi (reyndar nokkuð sem félagshyggjufólk telur nú samfélagslega ábyrgt af umhverfisástæðum).

Ban Ki Moon sagði við andlát Chavez að leiðtoginn hafi lyft grettistaki í baráttunni við fátækt í Rómönsku Ameríku og fyrir friði.

María Kristjánsdóttir leikstjóri sagði að það hefði verið ,,nauðsynlegt að svona maður hafi komið fram“.

Oliver Stone og Sean Penn kölluðu Chavez hetju og vildarvin allra fátæklinga í heiminum.

Hlutlausar fréttaskýringar RÚV hafa auðvitað ekki brugðist:

Hin stórauknu umsvif Kínverja í Venesúela, og olíukaup þeirra þar, valda stjórnvöldum í Bandaríkjunum áhyggjum, en þau eru ekki vön því að eiga í samkeppni um auðlindir ríkja í Rómönsku Ameríku.

Þess má geta að í dag þurfa Bandaríkin ekki lengur að flytja inn olíu sem þar að auki er seld á heimsmarkaði og skiptir þar uppruni littlu máli.

Áætlað hefur verið að Chavez og arftaki hans og rútubílstjórinn Maduro hafi millifært $70Bt il vinveittra hryðjuverkasamtaka á borð við Hezbollah og félagshyggjuleiðtoga annara ríkja án samþykkis þings eða ríkistjórnar.

Sagt er að allt vald spilli og gerræðisvald gerspilli. Venezuela er eitt af 16 spiltustu ríkjum veraldar hvar lögregla er líklegri til að ræna borgara heldur en aðstoða.

Nýlega birti RÚV frétt um að verðbólga í landinu væri varlega áætluð 180%.

Ástæðan fyrir efnahagserfiðleikunum í Venesúela er fyrst og fremst rakin til verðlækkunar á eldsneyti.

Það var og…….

Niðurgreitt efnahagskerfi, greitt af einum tekjustofni (olíu) reynist ónýtt vegna niðurgreiðslunnar þegar tekjustofninn minnkar eða hverfur. Og Byltingin endar á því að allir hafa það jafn skýtt, í eymd og fátækt.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta verður bara verra og verra.

Venezuela is on the brink of a complete economic collapse

5 reasons why Venezuela's economy is in a 'meltdown'

Og það sorglega er, það sem núverandi stjórnvöld vilja gera til að laga ástandið er að beita sömu fals-lausnum og kom þeim í þetta ástand: Meiri sósíalisma!

Munið þið eftir því þegar Maduro var að banna verðhækkanir verslanna? Og koma með ónýta kommafrasa um "vondu auðvaldssinnana" sem verslunareigendur eru? Ah, hér er smá chart um virði galdeyrisins sl. tvö ár.

Venezuela-Currency.jpg

Fyrir nokkrum árum var Chavez og hans stefnu fagnað um allan heim sem "bjargvættur S-Ameríku" með sínum sósíalista lausnum. Þetta er að reynast enn eitt efnahagslegt megaklúður sósíalismans.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, fleebah said:

ónýta kommafrasa um "vondu auðvaldssinnana" sem verslunareigendur eru?

Ja, ég get nú ekki sagt að Íslensk verslun sé eitthvað góð við okkur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig kemur þetta heim og saman við okkur?   Annað en að hér vill borgarastéttinn afnema bændastéttina og lifa á erlendu lánsfé og láta börnin borga.

S.s. við erum ekki búinn að grafa holuna eins og venesúela en erum ótrúlega viljug til þess.

Þess má líka geta að fyrir nokkru var NKR um 25 kall isk en er núna 15KR..   það er fall upp á 40% 

Hvernig er ástandið í Norge það tala fáir um það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Erum við ekki að flytja inn olíu og hráefni fyrir landbúnaðinn? Varla sjálfbært hvort sem er.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, HallgeirEllýjarson said:

Erum við ekki að flytja inn olíu og hráefni fyrir landbúnaðinn? Varla sjálfbært hvort sem er.

Er það?  Ertu með tölur sem styðja það að kaupa vörur gegn 100% gjaldeyri sé minni sóun á gjaldeyri en að framleiða matinn hér heima.  Fyrir utan carbon fótsporið af öllum flutningum á matvælum um lengri vegalengdir....  Hvort er umhverfisvænna?

Hvað með fæðu öryggi?  

 

Fyrir utan áhrifin á lífið í landinu.  árið 2007 voru um 10000 störf í landbúnaði og afleidd störf.  Þetta fólk færi þá bara að gera einhvað annað er það ekki?  Bara á Borgaralaun :-)

http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/2009/C09_01.pdf

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Agent Smith said:

Er það?  Ertu með tölur sem styðja það að kaupa vörur gegn 100% gjaldeyri sé minni sóun á gjaldeyri en að framleiða matinn hér heima.  Fyrir utan carbon fótsporið af öllum flutningum á matvælum um lengri vegalengdir....  Hvort er umhverfisvænna?

Hvað með fæðu öryggi?  

 

Fyrir utan áhrifin á lífið í landinu.  árið 2007 voru um 10000 störf í landbúnaði og afleidd störf.  Þetta fólk færi þá bara að gera einhvað annað er það ekki?  Bara á Borgaralaun :-)

http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/2009/C09_01.pdf

Fæðuöryggi er bullorð frá Jóni Bjarnasyni og þess háttar rugludöllum.  Landbúnaður ekki síður háður innflutning á aðföngum en annar rekstur.

Úr skýrslunni (sem var gerð fyrir Bændasamtökin):

Samkvæmt staðgreiðsluskrám störfuðu að jafnaði um 4.000 manns í landbúnaði árið 2005, nálægt

2½% af heildarvinnuafli hér á landi. Hlutfallið er hærra en hlutur landbúnaðar í landsframleiðslu,

sem er nálægt 1½%. Skýringin er sú að tekjur eru lágar í greininni miðað við margar aðrar

atvinnugreinar.

Stór hluti þessara 6000 eru við vinnslu, verslun og þjónustu á vörum tengdum landbúnaðinum.  Ætla mætti að þau störf flyttust yfir í aðra þjónustu.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég verð að játa það að ég hef smá áhyggjur af því ef við förum núna að flytja inn landbúnaðarvörur í stórum stíl fyrir gjaldeyri. Við þurfum þá að auka gjaldeyrisskapandi útflutning á móti eða taka við gjaldeyriseyðandi ferðamönnum. Við þurfum s.s. að eiga gjaldeyri fyrir þessu.

En við erum aldrei að fara að elta Venezúela. Íslendingar eru nú ekki svoooo vitlausir. Í hruninu voru teknar erfiðar en réttar ákvarðanir sem og að Icesave olli okkur litlum skaða á endanum. Við erum reynslunni ríkari núna. VeneSúEllen er aftur á móti skv. fréttum þaðan að grafa sér enn dýpri holu og halda að þau komist upp úr henni með því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Væri ástandið betra í Venesuela ef einkaaðilar hefðu fleytt rjómann af olíugróðanum á meðan hann varði? Virkilega?

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 hours ago, Landnámshænan said:

Væri ástandið betra í Venesuela ef einkaaðilar hefðu fleytt rjómann af olíugróðanum á meðan hann varði? Virkilega?

Nei, líklega ekki. En það var heldur engin lausn fyrir fátækafólkið, nema í besta falli í litlu magni og í smá tíma. Aðrar sósíalískar aðgerðir samhliða þessu fóru með hagkerfið beint í ruslið og virðist ekki vera komið á botninn enn. En hei, það var fullt af ókeypis í smá tíma, fólkið fékk hagfræðilegt deyfilyf meðan Chavez og allir hinir kreddusósíalistarnir voru að drepa hagkerfið, hægt og rólega. En örugglega. Og vógu grimmilega að mannréttindum og eignarétti samhliða því. Og því voru öll lömbin, og þeirra aðdáendur í öðrum löndum, hæstánægð og brosandi meðan þau voru leidd fram af bjargbrúninni af hirðum sínum. Fé með ónýtan hirði, fastann í ónýtum kredduhirðakenningum.

Lexía: Það er ekki bein vensl milli þess að þjóðnýta og moka auðlyndum lands ofan í almúgann og þess að almúginn njóti góðs af því til lengri tíma. Annað þarf að spila rétt samhliða ef þá leið á að fara. Og þar spilar kapítalisminn stóran þátt með frjálsum markaði og verslun, verðmætasköpun, atvinnusköpun etc.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 hours ago, Agent Smith said:

Einhvað eru þetta skrýtnar fréttir á bbc...

http://www.bbc.com/news/world-latin-america-34983467

Úr fréttinni : "The hardest items to get hold of are the 42 staples the prices of which the government controls. Among them are milk, rice, coffee, sugar, corn flour and cooking oil."

Merkilegt þetta með stækan sósíalisma og skort/biðraðir. Ríkisstjórnin "stjórnar" verði nauðsynjavara svo vel að þær rata ekki í verslanir. Annað hvort vill enginn borga með vörunum (selja undir kostnaðarverði svo stjórnin geti selt á "réttu" verði) eða vörurnar eru seldar á svarta markaðinum. Sennilega hvoru tveggja. Og hverjir eru síður í aðstöðu til að versla á raunverulegu verði? Jú, þeir sem minna hafa milli handana.

Enn eina ferðina endar bylting sósíalista á að bitna á fátæka fólkinu. Enn eina fokking ferðina enn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 24.2.2016 at 9:25 AM, fleebah said:

Enn eina ferðina endar bylting sósíalista á að bitna á fátæka fólkinu. Enn eina fokking ferðina enn.

Þetta sagði ég líka eftir hrunið: Enn eina ferðina endar stjórn frjálshyggjunnar á að bitna á fátæka fólkinu. Enn eina fokking ferðina.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt bezta land sem ég hef heimsótt er Colombia. Kaninn baktalar allt sem beygir sig ekki fyrir monnípening

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.