Sign in to follow this  
Followers 0
Hallgeir

Spilafíkill stefnir hinu opinbera

38 posts in this topic

Unnu ekki tóbaksfíklar mál gegn tóbaksframleiðendum í BNA á sínum tíma?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú jú það er reyndar rétt. En hafa yfirvöld nokkuð þurft að borga skaðabætur fyrir að hafa leyft vöruna?

Ég held samt að fleiri þættir hafa spilað inn í en bara það að varan hafi verið ávanabindandi og skaðleg. Viðskiptahættir, markaðssetning og óheppilegar upplýsingar sem var haldið leyndu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er flókið. Reyndar er þessi stefna gegn öllum aðilum sem koma að rekstri þessara spilakassa. Eða þannig skildi ég allavega þessa frétt. Ef við viðurkenndum skaðabótaskyldu fyrirtækis og ríkis, vegna einhverrar eiturspúandi verksmiðju sem hefði valdið heilsutjóni, af hverju þá ekki spilafíkn? Sú fíkn er viðurkennd sem sjúkdómur. Ábyrgð yfirvalda í báðum þessum tilfellum þá byggð á því að það væri vitað fyrirfram, að starfssemin væri áhættusöm, en starfsleyfi veitt engu að síður. 

Svo má alveg horfa þannig á, að það sé siðlaust að SÁÁ sé að græða á starfssemi spilakassa. Það er alveg sjónarmið útaf fyrir sig. En það má líka horfa þannig á það, að það sé bara gott að þeir fái eitthvað í sinn hlut, til að geta hjálpað verst settu fíklunum. Þeir fá hlutdeild af áfengisskatti í sinn hlut, ekki satt? Svona tæknilega séð eru þeir að "græða" á áfengissölu. Eru þó ekki rekstraraðilar eða innflytjendur vína, svo ég viti til. Sumir myndu ekki sjá neitt rangt við það, að ákveðin krónutala af hverri seldri áfengisflösku færi til SÁÁ. En eins og ég segi, það er líka sjónarmið útaf fyrir sig, að það geti verið siðlaust. 

Það er þó ekki hægt að taka öll vímu- og fíkniefni og setja undir sama hatt. Málið er aðeins flóknara en það. Það er t.d. alltaf talað um að 10-12% þeirra sem neyta áfengis verði fíklar. Svipað með kannabis, þó talan þar sé aðeins hærri. Síðan þegar komið er út í sterkari efni eins og heróín, þá eru 100% neytenda langt leiddir fíklar. Nú þekki ég ekki töluna varðandi spilafíkn. Sennilega ekki 100% þeirra sem stunda fjárhættuspil fíklar, en gæti samt verið mun hærri tala en varðandi áfengi. Og eftir því sem tala fíkla verður hærri, því meiri rétt finnst mér svona lögsókn eiga rétt á sér... 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta með verksmiðjuna er langt frá því að vera sambærilegt þar sem þú hefur ekki val um það hvort eiturgufan fari yfir hverfið þitt eða ekki. Já þú getur kannski sniðgengið fyrirtækið en eiturgufan fer samt áfram yfir hverfið.

Það er eitt að láta einhverja krónutölu á vörur sem vitað er að veldur samfélagslegum skaða en allt annað að gefa veiðileyfi á þá aðila sem flytja þær inn og framleiða. Ef þessi maður vinnur þetta mál þá er komið ákveðið fordæmi og fleiri munu fylgja.

Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum þá eru um 3-5 af þeim sem spila "problem gamblers" eins og það er orðað. Það jafngildir 2-3% af íbúafjölda. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Með því að kortavæða vítisvélarnar væri hægt að takmarka þær við t.d. 20þús hámarksúttekt í hverjum mánuði per kt. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 hours ago, HallgeirEllýjarson said:

Þetta með verksmiðjuna er langt frá því að vera sambærilegt þar sem þú hefur ekki val um það hvort eiturgufan fari yfir hverfið þitt eða ekki. Já þú getur kannski sniðgengið fyrirtækið en eiturgufan fer samt áfram yfir hverfið.

Það er eitt að láta einhverja krónutölu á vörur sem vitað er að veldur samfélagslegum skaða en allt annað að gefa veiðileyfi á þá aðila sem flytja þær inn og framleiða. Ef þessi maður vinnur þetta mál þá er komið ákveðið fordæmi og fleiri munu fylgja.

Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum þá eru um 3-5 af þeim sem spila "problem gamblers" eins og það er orðað. Það jafngildir 2-3% af íbúafjölda. 

Þessum manni mun auðvitað aldrei takast að láta banna spilakassa. Þá verður með sömu rökum að banna áfengi. Og jafnvel sykur. En samanburðurinn við verksmiðjuna virkar á þann hátt, að þó hver og einn hafi auðvitað alltaf val um að spila, þá er vitað fyrirfram, að ákveðinn fjöldi þeirra sem það munu gera, munu verða spilafíklar. Og þegar þú ert orðinn fíkill, þá má auðvtað alltaf deila um hversu mikið val þú hefur. Allavega á meðan fíknin fær að grasséra óáreitt. En það er alveg rétt hjá þér, að í öðru tilfellinu eru allir íbúar svæðisins undir, en í hinu bara þeir sem ákveða að spila. En í báðum tilfellum er verið að veita starfsleyfi, þar sem vitað er, að eitthvað x mikið hlutfall verður veikt. Í því fólst samanburðurinn...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki hrifin af þessum spilakössum en þessi málsókn finnst mér út í hött.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hver er tilgangurinn með spilakössum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrir notandann er það skemmtun og spenna. Dópamínvíma þegar hann vinnur.

Tilgangurinn hjá framleiðendum og sölumönnum er svo auðvitað að græða peninga.

Svo þetta er í raun nákvæmlega sama dæmið og með vímuefnin (þar með talið áfengi). Framleiðendur og sölumenn græða. Neytandinn fær vímuna. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áfengi er umdeilt, en mikill meirihluti fólks nota áfengi skynsamlega, þ.e. fær vímuna öðru hvoru án þess að ánetjast.

Eru spilakassanotendur virkilega að fá nokkuð út úr spilakössum annað en "vímuna"?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áfengi er fyrst og fremst selt vegna vímunnar.

Þó þú fáir þér bara einn drykk þá ertu samt að fá ákveðna vímu, bara mildari vímu en eftir tvo eða þrjá.

Víman er því jafnvel faktor hjá þeim sem drekka alltaf hóflega og verða aldrei fullir.

Fólk afsakar neysluna með einhverjum menningarlegum búningi. Rauðvín með steikinni og allt það. Búningurinn breytir samt ekki því að áfengi er vímuefni í sterkari kantinum og er það alltaf sem hvernig formið á því er.

Langflestir ánetjast ekki áfengi rétt er það en sama má segja um spilakassa og kókaín.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kókaín er náttúrulega hardcore fíkniefni og margfalt skaðsamara en áfengi og spilakassar.

Nú þekki ég engan sem notar spilakassa, fíkil eða ekki, en ef ég spyrði einhvern spilakassanotanda af handahófi, sem ekki væri fíkill, hvernig þeim litist á að afnema spilakassa, væri þá líklegt að ég fengi svarið "tilveran væri döpur og fátækleg án spilakassa"?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kókaín er aðeins skaðmeira en áfengi, ekki margfalt. Og langflestir sem prófa kókaín verða ekki háðir því. Munurinn á milli mismunandi fíkniefna er ekki eins svakalegur og flestir halda.

Þegar miðað er við 10 ár frá fyrsta skipti þá verða 15-16% kókaínneytenda háðir efninu. Til samanburðar þá verða 8% grasneytenda háðir og 12-13% áfengisneytenda.

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/11927172 

Og já eins og kom fram í færslunni hjá mér fyrir ofan þá verða 3-5% þeirra sem stunda fjárhættuspil háðir því.

Share this post


Link to post
Share on other sites

funny-picture-comic-bike-accident-wood.jpg

 

Með frelsi kemur ábyrgð. Þar með talið ábyrgð á sjálfum sér og eigin ákvörðunum og lífi. Þessi gaur sem er að kæra.... Álit mitt á þessum manni er ekki prenthæft.

En vonandi fær hann smá pening til að hann geti eytt meiru í spilakassa.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, fleebah said:

funny-picture-comic-bike-accident-wood.jpg

 

Með frelsi kemur ábyrgð. Þar með talið ábyrgð á sjálfum sér og eigin ákvörðunum og lífi. Þessi gaur sem er að kæra.... Álit mitt á þessum manni er ekki prenthæft.

En vonandi fær hann smá pening til að hann geti eytt meiru í spilakassa.

Nú veit ég ekki hversu vel þú þekkir til fíknisjúkdóma. Hvorki á eigin skinni né þeirra sem í kringum þig eru. Allavega - fíkn er þess eðlis, að það er mjög erfitt að tala um ábyrgð, þegar hún fær að grasséra óáreitt. Vegna þess að það gildir sama um fíkn og aðra geðræna sjúkdóma, að eitt aðaleinkennið er stjórnleysi. Þú segir ekki við þunlyndissjúklinginn að taka sig saman í andlitinu og drullast uppúr rúminu og fara að gera eitthvað. Að hann beri sjálfur ábyrgð á eymd sinni og vanlíðan. Þú segir ekki heldur við geðklofa, að hætta að hlusta á raddirnar í höfðinu á sér, það sé á hans ábyrgð að gera það. Nákvæmlega á sama hátt segirðu ekki við spilafíkil, alkóhólista eða matarfíkil a hætta iðju sinni eða að þeir beri ábyrgð á ástandi sínu. Allir þurfa þessir einstaklingar utanaðkomandi hjálp. Það má auðvitað hafa þá skoðun, að eftir að hjálpin hafi verið veitt, séu þessir einstaklingar ábyrgir fyrir bata sínum. En m.a.s. þá, verður maður að játa, að annað af aðaleinkennum margra geðsjúkdóma er, að falla aftur í sama farið.

Svo má auðvitað ekki gleyma ábyrgð stjórnvalda. Það skiptir máli hvernig þau akta í málum. Matarfíkill og vísvitandi lágur sykurskattur. Bara svo eitt dæmi sé nefnt...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er það ríkinu að kenna að maðurinn er búinn að spila rassinn úr buxunum eins og heimsmeistari?

Og af einhverjum ástæðum þá hef ég litla samúð með "sjúkdómi" sem lækningin snýst í raun um viljastyrk og sjálfsaga. En það er bara ég. Af einhverjum sökum myndi ég ætla að t.d. krabbameinssjúklingur myndi geta staðið sig í viljastyrk og sjálfsaga ef það myndi laga krabbameinið.

Ég veit að þetta er víst ekki "þeim að kenna". Sjúkdómavæðing fíknar er búin að taka meirihluta ábyrgðar á eigin gjörðum burt frá þeim sem spila rassinn úr buxunum. Eins og heimsmeistarar. Ekki þeim að kenna, óþarfi að axla ábyrgð á eigin ákvörðunum um að veðsetja húsið enn einu sinni, eyða launaseðlinum enn einu sinni, til að hella ofan í spilakassa sem viðkomandi veit að er stilltur gegn honum. Eins og heimsmeistari.

Heldur þú t.d. að reykingarmaður í áratugi kenni ríkinu um það ef hann greinist með lungnakrabbamein? Hafandi vitað allan tímann að reykingar auka líkurnar á krabbameini? Hmmmm? :) 

18 hours ago, jenar said:

Nákvæmlega á sama hátt segirðu ekki við spilafíkil, alkóhólista eða matarfíkil a hætta iðju sinni eða að þeir beri ábyrgð á ástandi sínu.

Jú, ég myndi gera það á sama hátt og ég myndi segja reykingamanni að reykingar séu óhollar. En að segja að ofát sé orsök offitu er víst uppskrift af ásökunum um illt innræti af því að slíkt er ekki PC.

93ad855fe6389a945efbc5dc8c774428e4390579

Hversu veikgeðja þarf maður að vera til að sleppa því að gera eitthvað sem viðkomandi veit að er leiðin til glötunar?

Ég þekki vel einn mann sem, skv. fræðunum var með "fíknsjúkdóm" og hann sá að hann var ekki bara kominn vel á leið með að rústa lífi sínu í neyslu, heldur vissi að ef hann héldi áfram á sömu braut þá væri hann líklega dáinn eftir 6 mánuði eins og nokkrir frv. samferðamenn hans. Hann hætti bara. Hætti. Engin meðferð, ekkert vesen. Bara hætti. Stuttu síðar hætti hann líka að reykja. Stuttu síðar gerði annar vinur hans hið sama. Án þess að fara í meðferð. Þetta var fyrir 20 árum síðan.

Ég veit að þetta er víst sjúkdómur, skv. umræðunni í dag. Það hefur ekkert farið framhjá mér. En af einhverjum sökum þykir mér þetta líka vera aumingjaskapur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flestir fíklar hætta sjálfir án aðstoðar og þá oft þegar þeir eru á botninum þegar þetta svokallaða stjórnleysi á að vera í hámarki. 

Og já flestir sem fara í meðferð hætta ekki til langtíma.

Svo þetta AA-sjúkdómamódel hefur því ekkert svakalega gott track record.

Jú jú það hefur komið í ljós að fíklar eru með annars konar heilavirkni en meðalmanneskjan en það er hinsvegar breyting sem verður á löngu tímabili eftir að neysla hefst og gengur svo til baka eftir að viðkomandi hættir neyslu eða minnkar hana. Þetta passar engan veginn við þá hugmynd að fíkill verður það sem eftir er annað hvort virkur eða "óvirkur" fíkill. 

Breytingin er annars á þann veg að þú færð minna dópamín frá "venjulegum" lífsreynslum og þarft því á dópinu (eða spilakassanum, eða kláminu, eða whatever) að halda. Breytingin er ekki á þann veg að þú missir alla greind og veist ekki hvað þú ert að gera. Menn fara ekki í eitthvað zombie mode þar sem þeir hafa engan frjálsan vilja.

Nú hef ég þekkt alveg sæmilega marga fíkla í gegnum ævina, bæði ættingja og vini, og mín reynsla er sú að það versta sem maður getur gert er að vera meðvirkur og taka undir með þeirri hugmynd að "þeir geti ekkert að þessu gert." Fíkillinn er góður í að nota þá afsökun til að réttlæta óbreytt ástand bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessi umræða var tekin á Íslandi fyrir 40 árum. Og þá tókst að eyða mestu af fordómunum um að fíkn væri aumingjaskapur. En það kemur kannski ekkert á óvart að sjá þetta afturhvarf. Ég meina - vísindin hafa teiknað upp nokkuð góða mynd af því hvernig heimurinn varð til. Ætti að hafa gengið frá trúarbrögðunum nánast dauðum. En samt sjáum við fleiri og fleiri rísa upp í nafni guðanna. Múslímar drepa fyrir Allah og kristnir, einkum BNA menn trúa því í auknum mæli, að Jahve hafi skapað allt sem til er á síðustu 10 þúsund árum. Margir farnir að tala um að lýðræðið eigi undir högg að sækja. 

Það er eitthvað skrítið að gerast. Þekking hefur svosem áður þurrkast út á ákveðnum svæðum heimsins og færst annað. Ég held að þessi viðhorf ykkar sem koma fram hér um fíkn sé bara hluti af miklu stærra dæmi. Þekkingin er til staðar, en fólk afneitar henni. Af hverju?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Endilega deildu þessari þekkingu með okkur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.