Sign in to follow this  
Followers 0
Socrates

Rekstrarafkoma bankanna

31 posts in this topic

Lykiltalan í þessu uppgjöri er arðsem eigin fjár af reglulegri starfssemi, 4,7 %.  Hinir 2 "stóru" bankarnir eru á svipuðu róli hvað þetta varðar.  Þetta er nú í lakari kantinum, jafnvel  í samanburði við aðra banka í Evrópu.  Hvað er til ráða til þess að snúa þessu við?  Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör.  Ef  á að selja þessa banka, þá fara þeir varla á meira en 0,7 price to book. Fáir innlendir aðilar hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa þá fyrir utan lífeyrissjóðina sem eru í bullandi samkeppni við þá á húsnæðislánamarkaðnum auk þess að veru helstu fjárfestar í "covered bond" útgáfum bankanna sem eru notuð til þess að fjármagna húsnæðislán bankanna.   Þetta verður athyglisvert :)

https://www.arionbanki.is/bankinn/fjolmidlar/frettir/frett/2017/02/13/Afkoma-Arion-banka-arid-2016/

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það má mikið gera. Slátra útibúum, alla i netbanka og mobilpay, burt með seðla og mynt (nema fólk borgi auka fyrir það), rukka fyrir áskrift/afnotagjald að bankareikningi (rett eins og sima, rafmagn og vatn). Sofa með VB undir koddanum, FTSE,CAC og DAX á daginn, Dow og Nasdaq fyrir svefninn. Eru bara rolur i bönkunum? Socrates, keyptir þú i Deutsche Bank þegar hann rauk undir 10 evrur i okt./nóv.? Commerzbank fór lika langleiðina niður i 5 evrur. Ekki þorði eg þvi, svo neikvæð var fjölmiðlaumræðan. Siðan þá hefur Deutsche stigið 80% og Commerz 50%.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Liggur nokkuð á að selja í þessum bönkum? Hef ekki hundsvit á bankarekstri, en 4,7% arðsemi er léleg í flestum rekstri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

“Be Fearful When Others Are Greedy and Greedy When Others Are Fearful”  Warren Buffet.

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 hours ago, Socrates said:

Lykiltalan í þessu uppgjöri er arðsem eigin fjár af reglulegri starfssemi, 4,7 %.  Hinir 2 "stóru" bankarnir eru á svipuðu róli hvað þetta varðar.  Þetta er nú í lakari kantinum, jafnvel  í samanburði við aðra banka í Evrópu.  Hvað er til ráða til þess að snúa þessu við?  Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör.  Ef  á að selja þessa banka, þá fara þeir varla á meira en 0,7 price to book. Fáir innlendir aðilar hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa þá fyrir utan lífeyrissjóðina sem eru í bullandi samkeppni við þá á húsnæðislánamarkaðnum auk þess að veru helstu fjárfestar í "covered bond" útgáfum bankanna sem eru notuð til þess að fjármagna húsnæðislán bankanna.   Þetta verður athyglisvert :)

https://www.arionbanki.is/bankinn/fjolmidlar/frettir/frett/2017/02/13/Afkoma-Arion-banka-arid-2016/

 

Er þetta ekki ólöglegt vinur? Að tala niður verð á þessum eignum sem eru að fara á markað á næstunni? 

Hverjir gera þessa ársreikniga og hverjir endurskoða þá? Þeir sem bera ábyrgð á gerð reikninganna eru stjórendur og stjórn bankans. Ef þeir lækka hagnað bankanna árin fyrir einkavæðingu þá verðið lægra þegar þeir eru settir á markað. 

Endurskoðendur í vinnu hjá fyrirtækinu og eru valdir af stjórn og stjórnendum. Þeir eru ekki að fara að gera athugasemdir við að öll möt séu lækkuð rétt fyrir einkavæðingu. Svo eftir útboð þá verður allt skrúfað í botn. 

Það er eftir miklu að slægjast. Ég ráð legg öllum að kaupa í bönkunum og taka út hagnaðinn eins og mennirnir á bakvið tjöldin ætla sér að gera. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, kant 3 said:

Er þetta ekki ólöglegt vinur? Að tala niður verð á þessum eignum sem eru að fara á markað á næstunni? 

Þetta er ekki ólöglegt. Það er eingöngu ólöglegt (þ.e. refsivert) að tala gegn fyrirtæki á markaði (með lygum eða falsheit, í þeim tilgangi að lækka verð hlutabréfa) ef viðkomandi hefur tekið stöðu gegn hlutabréfum viðkomandi fyrirtækis.

5 hours ago, kant 3 said:

Hverjir gera þessa ársreikniga og hverjir endurskoða þá? Þeir sem bera ábyrgð á gerð reikninganna eru stjórendur og stjórn bankans. Ef þeir lækka hagnað bankanna árin fyrir einkavæðingu þá verðið lægra þegar þeir eru settir á markað. 

Endurskoðendur í vinnu hjá fyrirtækinu og eru valdir af stjórn og stjórnendum. Þeir eru ekki að fara að gera athugasemdir við að öll möt séu lækkuð rétt fyrir einkavæðingu. Svo eftir útboð þá verður allt skrúfað í botn.

Ertu hér að segja að endurskoðendur fari eftir fyrirmælum stjórna og stjórnenda bankanna hvað rekstrarniðurstöðu varðar? Held að þú getir farið varlega í að ætla þeim að ljúga til um endurskoðun sína. Það er refsivert skv. lögum um endurskoðendur.

Það eru, btw. bankarnir sjálfir sem skila ársreikningnum. Endurskoðendur staðfesta hann og undirliggjandi rekstur og kerfi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 hours ago, kant 3 said:

Er þetta ekki ólöglegt vinur? Að tala niður verð á þessum eignum sem eru að fara á markað á næstunni? 

Hverjir gera þessa ársreikniga og hverjir endurskoða þá? Þeir sem bera ábyrgð á gerð reikninganna eru stjórendur og stjórn bankans. Ef þeir lækka hagnað bankanna árin fyrir einkavæðingu þá verðið lægra þegar þeir eru settir á markað. 

Endurskoðendur í vinnu hjá fyrirtækinu og eru valdir af stjórn og stjórnendum. Þeir eru ekki að fara að gera athugasemdir við að öll möt séu lækkuð rétt fyrir einkavæðingu. Svo eftir útboð þá verður allt skrúfað í botn. 

Það er eftir miklu að slægjast. Ég ráð legg öllum að kaupa í bönkunum og taka út hagnaðinn eins og mennirnir á bakvið tjöldin ætla sér að gera. 

Gaman að upplýstri umræðu um endurskoðun bankanna. Skoðum hvernig málum er háttað hjá Íslandsbanka: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/bankinn/stjornarhaettir/regluverk/endurskodun/

"Íslandsbanki er nú í eigu íslenska ríkisins og var því Ríkisendurskoðun kosin endurskoðunarfélag Íslandsbanka í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um Ríkisendurskoðun á aðalfundi bankans í apríl 2016."

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
24 minutes ago, Landinn said:

Gaman að upplýstri umræðu um endurskoðun bankanna. Skoðum hvernig málum er háttað hjá Íslandsbanka: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/bankinn/stjornarhaettir/regluverk/endurskodun/

"Íslandsbanki er nú í eigu íslenska ríkisins og var því Ríkisendurskoðun kosin endurskoðunarfélag Íslandsbanka í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um Ríkisendurskoðun á aðalfundi bankans í apríl 2016."

 

Ríkisendurskoðun er með samning við þrjár endurskoðunarskrifstofur. Sjáum til hvort ríkisendurskoðun framkvæmi þessa endurskoðun eða gömlu góðu endurskoðuarskrifstofunar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það kæmi mér verulega á óvart ef það væri þekking innan ríkisendurskoðunar að endurskoða nútímabanka og þess vegna mun hún leita út fyrir stofunina. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það liggur fyrir að Ríkisendurskoðun úthýsir þessum verkefnum og reyndar fleirum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Svo eru lög í landinu sem koma í veg fyrir að hvert endurskoðunarfyrirtæki endurskoði sama bankann lengur en í 5 ár. 

Þú ættir kannski að kynna þér þessi mál áður en þú gagnrýnir hvernig þeim er háttað?

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, Landinn said:

Svo eru lög í landinu sem koma í veg fyrir að hvert endurskoðunarfyrirtæki endurskoði sama bankann lengur en í 5 ár. 

Ekki bara það, þetta verk hefur verið boðið út á hverju ári hjá sumum bönkum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Landinn said:

Það liggur fyrir að Ríkisendurskoðun úthýsir þessum verkefnum og reyndar fleirum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Svo eru lög í landinu sem koma í veg fyrir að hvert endurskoðunarfyrirtæki endurskoði sama bankann lengur en í 5 ár. 

Þú ættir kannski að kynna þér þessi mál áður en þú gagnrýnir hvernig þeim er háttað?

Umræðan snýst um hvort endurskoðunarfyrirtækin séu léleg eða ekki. Landinn sagði greinilega rangt frá þegar hann sagði að ríkisendurskoðun sæi um endurskoðun ríkisbankanna. Hvaða áhrif hefur það á að endurskoðunarfyrirtækin og hvernig þau standa sig að ég kynnir mér málin. 0%.

Lög í landinu? Hvað verja þau nákvæmlega? 

1 hour ago, fleebah said:

Ekki bara það, þetta verk hefur verið boðið út á hverju ári hjá sumum bönkum.

Þannig að ef endurskoðunarfyrirtækin gera ekki eins og bankamennirnir vilja þá er hætta á því að þeim sé skipt út. Hverjar eru líkurnar á því að endurskoðunarfyrirtækin segi stjórnendum til syndanna? Engar. 

Ertu ekki hættur hjá bankanum fleebah?

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, fleebah said:

Þetta er ekki ólöglegt. Það er eingöngu ólöglegt (þ.e. refsivert) að tala gegn fyrirtæki á markaði (með lygum eða falsheit, í þeim tilgangi að lækka verð hlutabréfa) ef viðkomandi hefur tekið stöðu gegn hlutabréfum viðkomandi fyrirtækis.

 

Þú hefur tekið eitthvað um skortsölur og yfirfært yfir öll verðbréfaviðskipti. Eða ég veit ekkert af hverju þú hefur rangt fyrir þér. Kannski elskar þú einkavæðinguna svo mikið að þú ert tilbúinn að selja sálu þínu fyrir hana. Aftur. 

 

Markaðsmisnotkun og milliganga fjármálafyrirtækis.

     Markaðsmisnotkun er óheimil. Með markaðsmisnotkun er átt við að:

dreifa upplýsingum, fréttum eða orðrómi sem gefa eða eru líkleg til að gefa rangar eða misvísandi upplýsingar eða vísbendingar um fjármálagerninga, enda hafi sá sem dreifði upplýsingunum vitað eða mátt vita að upplýsingarnar voru rangar eða misvísandi. Þegar fjölmiðlamenn miðla slíkum upplýsingum í krafti starfs síns ber að meta upplýsingamiðlunina með hliðsjón af reglum um starfsgrein þeirra, svo fremi þessir aðilar hljóti hvorki ávinning né hagnist af miðlun viðkomandi upplýsinga með beinum eða óbeinum hætti.

 

Bara að minna á þetta svona af því að við erum að fara að endurtaka sömu mistökin.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 14/02/2017 at 4:28 PM, Socrates said:

Lykiltalan í þessu uppgjöri er arðsem eigin fjár af reglulegri starfssemi, 4,7 %.  Hinir 2 "stóru" bankarnir eru á svipuðu róli hvað þetta varðar.  Þetta er nú í lakari kantinum, jafnvel  í samanburði við aðra banka í Evrópu.  Hvað er til ráða til þess að snúa þessu við?  Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör.  Ef  á að selja þessa banka, þá fara þeir varla á meira en 0,7 price to book. Fáir innlendir aðilar hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa þá fyrir utan lífeyrissjóðina sem eru í bullandi samkeppni við þá á húsnæðislánamarkaðnum auk þess að veru helstu fjárfestar í "covered bond" útgáfum bankanna sem eru notuð til þess að fjármagna húsnæðislán bankanna.   Þetta verður athyglisvert :)

https://www.arionbanki.is/bankinn/fjolmidlar/frettir/frett/2017/02/13/Afkoma-Arion-banka-arid-2016/

 

Þú talar eins og að íslensku bankarnir séu bara viðskiptabankar. Þeir eru það einmitt alls ekki. Þeir eru viðskiptabankar og fjárfestingabankar. Af hverju dregur þú upp þessa fölsku mynd af bönknum þegar þú talar um arðsemi af reglulegri starfsemi. Af hverju sleppir þú arðseminn af fjárfestingahlutanum. Ef þú kemur með eitthvað bull þá tilkynni ég þig til fjármálaeftirlitsins á grundvelli þess að þú sért að moka út vitlausum upplýsingum á grundvelli þess að  þú hafir mátt vita betur. 

 

Þú nákvæmlega hvað þú ert að gera. 

 

v

Quote

 

Posted April 13, 2006 · Report post

  jóhannes björn said:

Socrates,

Ég hef ekki reynt að pæla í stöðu bankanna og þessi skýrsla frá Barclays er dæmigert banka-froðusnakk. Er eitthvað sem bendir til þess að íslensku bankarnir hafi fjárfest illa? Snýst málið um nokkuð annað? Manni sýnist að mest hafi verið fjárfest erlendis, bæði beint og í gegnum útrásarfyrirtæki, þannig að staða krónunnar virðist vera aukaatriði. Hverju er ég að missa af?

 

Quote

Það er talað um að KB hafi borgað 30% yfirverð fyrir FIH, að öðru leyti hafa yfirtökur íslensku bankana erlendis bara verið á því sem kalla mé eðlilegu verði. Business modelið hjá KB er frekar aggresivt. Þeir eru í því að fjármagna yfirtökur á fyrirtækjum, bæði með lánum og einnig með því að taka equity stöður í yfirtökufyrirtækinu. Þ.a. ef að eitthvað fer úrskeiðis, þá gætu þeir fengið stóran skell. Það hefur hinsvegar gengið vel hjá þeim hingað til.

Að öðru leyti eru útlánabækurnar hjá bönkunum og eiginfjárstaða frekar sterk og hafa bankarnir getu til þess að standa af sér þó nokkuð miklar sveiflur í öllum þessum "risk drivers" flokkum, (devaluation of IKR, substantial correction of the ICEX15, recession/hard economic landing in Iceland)

Mér sýnist að helsta áhyggjuefni greiningaraðila sé endurfjármögnunin sem þarf að eiga sér stað hjá íslensku bönkunum á tímabilinu Apríl 2007- Apríl/Maí 2008 sem eru 9 milljarðar € . Hvernig kemur bönkunum til með að ganga að endurfjármagna þessi lán og þá á hvaða kjörum.

Ég segi bara eins og sannur víkingur, þetta reddast allt saman, don't worry be happy. 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, kant 3 said:

Umræðan snýst um hvort endurskoðunarfyrirtækin séu léleg eða ekki. Landinn sagði greinilega rangt frá þegar hann sagði að ríkisendurskoðun sæi um endurskoðun ríkisbankanna. Hvaða áhrif hefur það á að endurskoðunarfyrirtækin og hvernig þau standa sig að ég kynnir mér málin. 0%.

Lög í landinu? Hvað verja þau nákvæmlega? 

Þannig að ef endurskoðunarfyrirtækin gera ekki eins og bankamennirnir vilja þá er hætta á því að þeim sé skipt út. Hverjar eru líkurnar á því að endurskoðunarfyrirtækin segi stjórnendum til syndanna? Engar. 

Ertu ekki hættur hjá bankanum fleebah?

Ég sagði ekki ranglega frá. Endurskoðandi Íslandsbanka og Landsbankans er Ríkisendurskoðun. Ég sagði jafnframt að sú stofnun úthýsti endurskoðunarvinnunni. Eftir sem áður ber stofnunin ábyrgð sem kjörinn endurskoðandi bankanna. Þú nærð ekki einu sinni að skilja svona einfalda hluti og kýst að tala með rassgatinu.

Svo reyndi ég að útskýra fyrir þér áðan að endurskoðunarfyrirtækjunum er óháð öllu skipt út á fimm ára fresti en ekki fyrr en þá. Því er fátt sem hamlar því að þau segi stjórnendum bankanna til syndanna. Kerfið er einmitt sett upp með þeim hætti.

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 hours ago, kant 3 said:

Þannig að ef endurskoðunarfyrirtækin gera ekki eins og bankamennirnir vilja þá er hætta á því að þeim sé skipt út. Hverjar eru líkurnar á því að endurskoðunarfyrirtækin segi stjórnendum til syndanna? Engar. 

Ertu ekki hættur hjá bankanum fleebah?

Þú mátt túlka þetta eins og þú vilt, forsendan á bak við þetta er að fá hagstæð tilboð með sparnað í huga, ekki að þagga eitt né neitt. Júbb, hætti fyrir rúmlega ári síðan eftir 10 ára starf. Vittu til, í mínu starfi var ég í töluverðu sambandi við endurskoðendur, þeir voru ekkert að hlífa okkur við athugasemdum og ábendingum. Núna er ég í starfi þar sem ég er í töluverðu samstarfi við endurskoðendur, í öðru fyrirtæki, og það er það sama þar, athugasemdir og ábendingar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Landinn said:

Ég sagði ekki ranglega frá. Endurskoðandi Íslandsbanka og Landsbankans er Ríkisendurskoðun. Ég sagði jafnframt að sú stofnun úthýsti endurskoðunarvinnunni. Eftir sem áður ber stofnunin ábyrgð sem kjörinn endurskoðandi bankanna. Þú nærð ekki einu sinni að skilja svona einfalda hluti og kýst að tala með rassgatinu.

Svo reyndi ég að útskýra fyrir þér áðan að endurskoðunarfyrirtækjunum er óháð öllu skipt út á fimm ára fresti en ekki fyrr en þá. Því er fátt sem hamlar því að þau segi stjórnendum bankanna til syndanna. Kerfið er einmitt sett upp með þeim hætti.

Lygi sbr. 

 

8 hours ago, Landinn said:

Ég sagði ekki ranglega frá. Endurskoðandi Íslandsbanka og Landsbankans er Ríkisendurskoðun. Ég sagði jafnframt að sú stofnun úthýsti endurskoðunarvinnunni. Eftir sem áður ber stofnunin ábyrgð sem kjörinn endurskoðandi bankanna. Þú nærð ekki einu sinni að skilja svona einfalda hluti og kýst að tala með rassgatinu.

Svo reyndi ég að útskýra fyrir þér áðan að endurskoðunarfyrirtækjunum er óháð öllu skipt út á fimm ára fresti en ekki fyrr en þá. Því er fátt sem hamlar því að þau segi stjórnendum bankanna til syndanna. Kerfið er einmitt sett upp með þeim hætti.

Ég mundi reka þig á staðnum fyrir þessa hegðun. Það fer af stað umræða um mikilvægt umræðuefni og þú kýst að ráðast á þann sem bendir á vandkanta. Svo þegar þér er svarað þá viðurkennir þú ekki mistökin. Þessi hegðun er fyrir neðan allar hellur og ekki að sjást. 

28 minutes ago, fleebah said:

Þú mátt túlka þetta eins og þú vilt, forsendan á bak við þetta er að fá hagstæð tilboð með sparnað í huga, ekki að þagga eitt né neitt. Júbb, hætti fyrir rúmlega ári síðan eftir 10 ára starf. Vittu til, í mínu starfi var ég í töluverðu sambandi við endurskoðendur, þeir voru ekkert að hlífa okkur við athugasemdum og ábendingum. Núna er ég í starfi þar sem ég er í töluverðu samstarfi við endurskoðendur, í öðru fyrirtæki, og það er það sama þar, athugasemdir og ábendingar.

2007 voru athugasemdir og ábendingar. Það kom ekki í veg fyrir að lánasöfn voru ofmetin og af einhverri ástæðu litu endurskoðendur framhjá þessu ofmati. Af hverju var það heldur þú að það hafi verið? Vanræskla, vanþekking, hræðsla við valdamestu menn landsins eða hvað? 

Þú ert í tölvugeiranum og sérð strax ef menn eru að spyrja að hlutum sem skipta engu máli. Þá hefur það engin áhrif á virkni hugbúnaðarins. T.d. ef maður á 40.000 kr á tímann spyr hvort geisladrifið opnist og lokist eðilega þá er eitthvað að.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, kant 3 said:

2007 voru athugasemdir og ábendingar. Það kom ekki í veg fyrir að lánasöfn voru ofmetin og af einhverri ástæðu litu endurskoðendur framhjá þessu ofmati. Af hverju var það heldur þú að það hafi verið? Vanræskla, vanþekking, hræðsla við valdamestu menn landsins eða hvað? 

Hrunið breytti rosalega miklu, Kant 3. Heldur þú að bankafólk hafi ekki tekið eftir þessu? Eða lesið hrunskýrslurnar? Eða séð, í hrunmálunum, hvernig málum var háttað bak við luktar dyr, bak við tjöldin? T.d. tók ég eftir því að allt skipulag varðandi regluvörslu, áhættustýringu og innra eftirlit þar sem ég vann, það breyttist í skipulagi og útfærslu. Þú nefnir þetta með "að líta framhjá". Það voru ekki endilega endurskoðendur sem "litu framhjá", það voru stjórnendur á æðsta leveli. Þau vissu vel að margt var í rugli en voru samt á fullu að rugla í þessu. Þrátt fyrir viðvaranir efitrlitsaðila. Þetta er breytt í dag. Mikið breytt. Starfsfólk bankanna eru hvorki illa gefin, illa meinandi né léleg í sínu starfi. Þetta er fólk eins og þú og ég. Sem vill vinna sína vinnu vel.

Bankarnir í dag eru búnir með mest af einsskiptissölunum og því er hagnaður þeirra að dragast saman. Hagnaður af reglulegri starfssemi hefur verið að dragast saman mikið undanfarin ár og bankarnir stóru eru á fullu að keppast við að minnka kostnað og rafvæða alls kyns þjónustur. En þetta er ekki samsæri. Bankarnir eru bara ekki meira virði, sjálf starfssemin er ekki mjög arðvænleg í sjálfu sér sem fjárfesting. Og því má búast við að verðið á hlutabréfamörkuðum verði lágt.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Voðalegt bull í þessum Kant 3.  Þetta er bara tekið beint upp úr fréttatilkynningu bankans, þetta eru ekki mínar tölur.  Annars var tilgangurinn með innlegginu að koma af stað umræðu um hvað bankarnir þurfa að gera til þess að snúa þessari óheilla rekstrarþróun við.  Það þarf að skera niður kostnað, það er nokkuð augljóst.  Hver er stærsti kostnaðarliðurinn hjá bönkunum?  Þeir hafa haft nokkuð mörg ár (8+) til þess að endurskipuleggja sinn rekstur og það eina sem þeir hafa lagt til málanna er lokun á nokkrum útibúum sem er bara dropi í hýtina sem heildarkostnaðurinn er.

"Fréttatilkynning 13. febrúar 2017

AFKOMA ARION BANKA ÁRIÐ 2016 Hagnaður Arion banka á árinu 2016 nam 21,7 milljörðum króna samanborið við 49,7 milljarða króna árið 2015. Arðsemi eigin fjár var 10,5% á árinu samanborið við 28,1% árið 2015. Reiknaður hagnaður af reglulegri starfsemi nam 9,7 milljörðum króna samanborið við 14,1 milljarð á árinu 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 4,7% samanborið við 8.7% á árinu 2015."

 

https://www.arionbanki.is/library/Skrar/Bankinn/Fjarfestatengsl/Uppgjor-og-arsskyrslur/2016/Afkomutilkynning Arion banka 12M 2016.pdf 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Socrates veit hvað hann syngur. Maðurinn fæddist ekki bara með eina silfurskeið i munni heldur heilt sett af hnifapörum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.