Sign in to follow this  
Followers 0
fleebah

Jordan Peterson, nýja "hetjan" mín

31 posts in this topic

Verð að deila með ykkur hérna nokkru sem ég "datt niður á" vegna umræðunnar um málfrelsi í N-Ameríku. Það er professor Jordan Peterson.

Hann hefur síðan hann var krakki analiserað hið illa er menn gera og hvað rekur þá áfram í þau illverk. Hann hefur sérstaklega rannsakað nasista og kommúnista og sér þess merki að þessi einkenni, sem skópu þessa múghegðun er þessar stefnur voru, eru ekki farin. Þau eru enn sjáanleg  í okkar samfélagi, hafa bara skipt um kennitölu. Ætla að setja inn hér nokkur videó, fyrirlestra hans, þar sem hann fer yfir þessi mál og færir rök fyrir máli sínu ásamt vísunum í heimildir etc.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er einn fyrirlestur í fyrirlestraröð, eða öllu heldur námstímar sem hann tekur upp, þar sem hann fer fyrir kommúnismann og hvernig það stenst ekki skoðun að halda að kommúnisminn í Sovét hafi verið óvart, verið misskilinn kommúnismi etc. Eins og áður þá vísar hann í heimildir og stóra og þekkta bók sem aflaði höfundi sínum Nóbelsverðlaun, The Gulag Archipelago eftir Aleksandr Solzhenitsyn. Þessi bók er btw. skildulesning í efri stigum grunnskóla í Rússlandi. Rússar vilja muna sína svörtu fortíð, eins og Þjóðverjar. En ef maður minnist á þetta við komma/sósíalista hérlendis... Alger afneitun. Alger.

Það er líka athyglisvert að sjá dæmið sem hann tekur fyrir hvernig þessi múghegðun á sér stað í dag. Í svokölluðum Social Justice Warriors (SJW). Marxískir róttæklingar, anarkistar etc.

@kant 3 gæti haft áhuga á að heyra það sem kemur fram eftir 20 mín og 30 sek. Þar er fjallað um það hvernig lítið brot af heildinni stendur undir miklu meira af framleiðni en restin. S.s. Pareto dreifing á framleiðini og verðleika á tekjum. Hef ekki áhuga á neinu samtali um það, bara benda á að þarna er eitthvað áhugarvert um sálfræðina bak við framleiðni og dugnað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef mikið fylgst með honum undanfarna mánuði enda er hann nágranni minn hér rétt fyrir norðan mig.  Kanadamenn vilja helst þagga niður í honum.

Þú ættir (ef þú ert ekki búinn) að kíkja á The Rubin Report á Youtube.  Hann er vinstrimaður (kallar sig hins vegar klassískan 'liberal), samkynhneigður og giftur og getur því merkt við alla réttu kassana.  Hann er hins vegar mikið farinn að efast um ágæti sinna fyrri skoðana og ofbýður framferði SJW.

Hann tekur alls konar fólk (þar á meðal Jordan Peterson) tali og margt er hægt að læra þar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Erlendur said:

Þú ættir (ef þú ert ekki búinn) að kíkja á The Rubin Report á Youtube.  Hann er vinstrimaður (kallar sig hins vegar klassískan 'liberal), samkynhneigður og giftur og getur því merkt við alla réttu kassana.  Hann er hins vegar mikið farinn að efast um ágæti sinna fyrri skoðana og ofbýður framferði SJW.

Takk fyirr þetta Erlendur. Hlusta/horfi reyndar mikið á Dave Rubin. Virkilega frábær einstaklingur og heilsteyptur. Hef reyndar ekki horft á viðtalið við Jordan Peterson, sem btw. hefur komið í viðtal líka hjá Joe Rogan.

Já, Kanadamenn vilja helst þagga niður í Jordan Peterson. Það er magnað að fylgjast með framþróun málfrelsis í Kanada. M-103 og allt það. Hræðilegt þróun. Allt gert í "nafni réttlætis", ídealógíu.

Það er ekki nema von að classical liberals af betri sortinni, eins og Dave Rubin, séu að sveiflast frá því að vera vinstri menn og yfir til hægri. Vinstað í USA og Kanada er orðið ólíðandi og óferjandi, snargeggjaðir authoriterians.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég reyndi að hlusta á hann um daginn í podcastinu hans Sam Harris en gafst upp eftir hálftíma (af 2 klst). Maðurinn var alveg fastur í algjöri þvælu. En topicið var allt annað spurning um að gefa honum annan séns.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 tímum síðan, Hallgeir said:

Ég reyndi að hlusta á hann um daginn í podcastinu hans Sam Harris en gafst upp eftir hálftíma (af 2 klst). Maðurinn var alveg fastur í algjöri þvælu. En topicið var allt annað spurning um að gefa honum annan séns.

 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Var að horfa/hlusta á þetta meðan ég var að græja kvöldmatinn handa fjölskyldunni áðan.

Maðurinn er alger fyrirmynd og leiðtogi. Bíðið eftir því að hann fer að tala, textinn kemur, og skilaboðin verða skýr.

Hann er á sömu bylgjulengd og Martin Luther King var á sínum tíma. Og Ghandi. Og fleiri.

"Friður. Verið þolinmóð. Sannleikurinn mun sigra"

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er aktívismi sem ég styð heils hugar.

 

 

Kynjafræði og önnur "the humanities" fög geta fengið högg á sig í gegnum þetta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kúrsar í kynjafræði og svipaðum fögum eru skyldunám í flestum háskólum hér ytra.  Þar er verið að búa til markað fyrir vöru sem fæstir vilja en eru skyldaðir að kaupa. Þá er kominn grundvöllur fyrir kennara og annað tengt starfsfólk.  Til þess er leikurinn gerður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Erlendur said:

Kúrsar í kynjafræði og svipaðum fögum eru skyldunám í flestum háskólum hér ytra.  Þar er verið að búa til markað fyrir vöru sem fæstir vilja en eru skyldaðir að kaupa. Þá er kominn grundvöllur fyrir kennara og annað tengt starfsfólk.  Til þess er leikurinn gerður.

Svo mikið satt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með honum í tengslum við transgender-persónufornafnamálið þarna í Kanada. Jordan er víst mikill prinsippmaður og virðist ætla að láta reyna á þetta alla leið, þar að segja frekar enda í fangelsi en að láta aðra stjórna því sem hann fær að segja sem er auðvitað aðdáunarvert. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er perla frá Jordan Peterson. Góð lexía fyrir alla sem halda að ójöfnuður sé byggður á einhverju óeðlilegu. Og af hverju "endurútdeiling auðæfana" a la Lenin getur endað með hryllingi.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er viðtal Dr. Peterson við konu sem greinilega er annað hvort óvart eða viljandi að snúa út úr öllu sem hann segir eða stunda projection. Magnað viðtal. Svona "vinnur" maður rökræður. Með því að hafa mikla þekkingu, vera yfirvegaður og kurteis og vera nákvæmur með orð sín.

Jordan Peterson hefur oft kvartað yfir því að þegar hann skorar á andstæðinga sína í rökræður þá hverfa þeir undir stein. En ekki þessi kona. Hún mætti. Og stóð keik á móti Peterson. Og tapar hressilega rökræðunni. En ég verð að játa það að hún stóð sig vel í að spila vörn þrátt fyrir ósigurinn :) 

 

 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vá takk fyrir að deila þessu Fleebah. Ég held þetta sé líklega magnaðasta myndband sem ég hef séð í fleiri ár og algjört rúst hjá JP. 

Kjálkinn á mér fór stundum niður í gólf þessi kona var svo dugleg að mistúlka og kasta strámönnum í hann. Margir ágætir menn hefðu ekki haft þol í hálftíma af þessu og flott hjá Jordan að hlæja bara frekar en að verða reiður. Ég held jafnvel að hann hafi bara nærst á þessu, hún hefur náð að ýta dálítið við honum og úr því urðu nokkrir gullmolar. Þetta er líka ágætis samantekt á þeim málefnum sem andstæðingar hans viljandi eða óviljandi misskilja og hann kemur þessu vel til skila hvað hann raunverulega meinar. 

Verst bara að það var ekki minnst á jafnlaunavottunina hér á landi ég var dálítið að vonast eftir því þar sem það hefði margfaldað áhorf hér á landi. Það væri gaman að sjá hann í Kastljósinu þegar hann stoppar við hérna á klakanum en ég er ekki vongóður :lol:

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

haha... ætli hann fái frið í Hörpunni? :D  Magnað myndbandið úr háskólanum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 mínútum síðan, falcon1 said:

haha... ætli hann fái frið í Hörpunni? :D  Magnað myndbandið úr háskólanum.

Maður er svona að vona að hann nái að rugga bátnum og fái einhverja umfjöllun hér á landi. Ísland þarf virkilega á góðum Jordan Peterson skammti að halda. 

E.s. ótrúlegt að sjá fjöldann á athugasemdum við myndbandið. Sirka 1 af hverjum 19 setur inn athugasemd. Hlutfallið er yfirleitt í kringum 1 af hverjum 1.000 á youtube myndböndum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Má til með að vekja athygli á Ben Shapiro, fyrir þá sem hafa áhuga á JP.

 

 

Þeir tveir hittast svo um mánaðarmótin hjá Dave Rubin.

Gjörsamlega get ekki beðið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekkert gaman að hitta ykkur, ekkert að tala um, allir sammála. :lol:

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir sem voru ósammála fóru í fýlu og hættu :P

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 hours ago, Victor Laszlo said:

Þeir tveir hittast svo um mánaðarmótin hjá Dave Rubin.

Gjörsamlega get ekki beðið.

30. Janúar, í beinni á Youtube. Get ekki beðið. Þetta verður eitthvað.

Btw, báðir eru mjög vel lesnir, kurteysir og virðingarfullir. Shapiro er íhaldsamur orthodox gyðingur en Peterson classical liberal. Held að þeir séu sammála um langflest en það verður athyglisvert að sjá hvar þá greinir á.

On 1/17/2018 at 5:47 PM, Hallgeir said:

Kjálkinn á mér fór stundum niður í gólf þessi kona var svo dugleg að mistúlka og kasta strámönnum í hann.

36 sinnum. Það er búið að telja þetta saman :D 

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.