Sign in to follow this  
Followers 0
siggiandri

Norður korea

35 posts in this topic

Hversu mikil hætta stafar virkilega fra þessu landi. Eru það bara rett svo topparnir sem virðast vera geggjaðir, eða er buið að eyðileggja alveg almenna skynsemi meðal almennings lika. Veit þetta nokkur fyrir vist. Er daglegt lif hins almenna borgara bara þolanlegt,eða með öllu ömurlegt. Kannski er ekki mikið um almenna borgara, flestir hafa sennilega ahveðnum hlutverkum að gegna gagnvart (O)stjornvöldum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef kynnt mér N-kóreu mikið á síðustu 5 árum eða svo, og ástandið þarna er mjög sérkennilegt.

Það mætti helst líkja N-Kóreu við "Hunger Games" heiminn, þar sem þú ert með höfuðborgina sem krúnudjásnið og þar sem elítan býr og svo ertu með landsbyggðina sem er á svipuðu þróunarstigi og fyrir 100 árum. Aðeins útvaldir fá að ferðast til höfuðborgarinnar, allir þurfa leyfi til að ferðast frá einum stað til annars, svona sambærilegt og þessi "district" uppbygging í "Hunger Games".
Leikarnir sjálfir eru svo gríðarlegar miklar sýningar sem þúsundir manna æfa sig í að halda fyrir elítuna.

Ástand almennra borgara er vægast sagt ömurlegt. Frjáls hugsun og skoðun er ekki leyfð, og beinlínis stórhættuleg. Að horfa á S-Kóreska þætti eða amerískar kvikmyndir gæti þýtt að þú sért dreginn út á næsta torg í þínu þorpi og líflátinn. Öllu er skaffað til þín af stjórnvöldum, ef þú býrð í höfuðborginni þá færðu allt skammtað til þín, mat, og húsnæði úthlutað til þín eftir því hve hliðhollur þú ert stjórnvöldum.

Ástandið á landsbyggðinni hefur "versnað" á þann veg að þar hefur skammtanakerfið klikkað og markaðskerfi byrjað að ryðja sér til rúms. Fátæk börn ganga um ömurlega útlítandi sveitaþorp grátbiðjandi um mat. Þetta er eins slæmt og hugsast getur. Og svo höfum við ekki einu sinni talað um fangabúðirnar sem hundruð þúsunda eru í og ótal margir enda ævi sína í.

Að leyfa þessu landi að eignast kjarnorkuvopn sem geta ógnað heilum heimshluta og Bandaríkjunum sjálfum er hreint út sagt algjör geggjun.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, siggiandri said:

Hversu mikil hætta stafar virkilega fra þessu landi. Eru það bara rett svo topparnir sem virðast vera geggjaðir, eða er buið að eyðileggja alveg almenna skynsemi meðal almennings lika. Veit þetta nokkur fyrir vist. Er daglegt lif hins almenna borgara bara þolanlegt,eða með öllu ömurlegt. Kannski er ekki mikið um almenna borgara, flestir hafa sennilega ahveðnum hlutverkum að gegna gagnvart (O)stjornvöldum.

Þetta minnir óneitanlega á Austur-Þýskaland áður en múrinn féll. Hoenecker hafði algert vald yfir flestum íbúum og stór hluti heilaþvegnir sem þorðu ekki annað en að fylgja alræðinu. Nágrannanjósnir allt niður í börn. Fólk hiklaust skotið sem reyndi að flýja yfir múrinn eða mæltu gegn einræðinu.
Málið með Hoenecker er að hann þorði samt aldrei að taka ákvarðanir án þess að spyrja Sovjét fyrst. Þess vegna lét hann nærbuxurnar falla þegar Sovét féll.

Sama er hér með þennan litla trúð Kim. Hann er háður Kína, en það sem er óræð tala er hvort mikilmennskubrjálæðið sé slíkt að hann telji Kína engu máli skipta og taki sína eigin ákvörðun um að bomba nágrannaríkin. Kimmi er meira klikkaður en Hoenecker og til alls vís. Hann ofmetur samt hernaðarmátt sinn, vígbúnaður og tæki meira í ætt við Legokubba. Það sem er samt ógnvekjandi er að Kimmi býr yfir stærsta herafla heims (fastir hermenn + varaliðar) og gæti gert gríðarlegan skaða með áhlaupi á Seoul í S-Kóreu sem er aðeins í u.þ.b. 30 km fjarlægð frá landamærunum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

mes1F91.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites
38 minutes ago, Threshy said:

Þetta minnir óneitanlega á Austur-Þýskaland áður en múrinn féll. Hoenecker hafði algert vald yfir flestum íbúum og stór hluti heilaþvegnir sem þorðu ekki annað en að fylgja alræðinu. Nágrannanjósnir allt niður í börn. Fólk hiklaust skotið sem reyndi að flýja yfir múrinn eða mæltu gegn einræðinu.
Málið með Hoenecker er að hann þorði samt aldrei að taka ákvarðanir án þess að spyrja Sovjét fyrst. Þess vegna lét hann nærbuxurnar falla þegar Sovét féll.

Sama er hér með þennan litla trúð Kim. Hann er háður Kína, en það sem er óræð tala er hvort mikilmennskubrjálæðið sé slíkt að hann telji Kína engu máli skipta og taki sína eigin ákvörðun um að bomba nágrannaríkin. Kimmi er meira klikkaður en Hoenecker og til alls vís. Hann ofmetur samt hernaðarmátt sinn, vígbúnaður og tæki meira í ætt við Legokubba. Það sem er samt ógnvekjandi er að Kimmi býr yfir stærsta herafla heims (fastir hermenn + varaliðar) og gæti gert gríðarlegan skaða með áhlaupi á Seoul í S-Kóreu sem er aðeins í u.þ.b. 30 km fjarlægð frá landamærunum.

Er mikið um það að folk reyni að komast yfir landamærin til suður koreu? Og hvernig er þvi tekið ef svo er.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, appel said:

Ég hef kynnt mér N-kóreu mikið á síðustu 5 árum eða svo, og ástandið þarna er mjög sérkennilegt.

Það mætti helst líkja N-Kóreu við "Hunger Games" heiminn, þar sem þú ert með höfuðborgina sem krúnudjásnið og þar sem elítan býr og svo ertu með landsbyggðina sem er á svipuðu þróunarstigi og fyrir 100 árum. Aðeins útvaldir fá að ferðast til höfuðborgarinnar, allir þurfa leyfi til að ferðast frá einum stað til annars, svona sambærilegt og þessi "district" uppbygging í "Hunger Games".
Leikarnir sjálfir eru svo gríðarlegar miklar sýningar sem þúsundir manna æfa sig í að halda fyrir elítuna.

Ástand almennra borgara er vægast sagt ömurlegt. Frjáls hugsun og skoðun er ekki leyfð, og beinlínis stórhættuleg. Að horfa á S-Kóreska þætti eða amerískar kvikmyndir gæti þýtt að þú sért dreginn út á næsta torg í þínu þorpi og líflátinn. Öllu er skaffað til þín af stjórnvöldum, ef þú býrð í höfuðborginni þá færðu allt skammtað til þín, mat, og húsnæði úthlutað til þín eftir því hve hliðhollur þú ert stjórnvöldum.

Ástandið á landsbyggðinni hefur "versnað" á þann veg að þar hefur skammtanakerfið klikkað og markaðskerfi byrjað að ryðja sér til rúms. Fátæk börn ganga um ömurlega útlítandi sveitaþorp grátbiðjandi um mat. Þetta er eins slæmt og hugsast getur. Og svo höfum við ekki einu sinni talað um fangabúðirnar sem hundruð þúsunda eru í og ótal margir enda ævi sína í.

Að leyfa þessu landi að eignast kjarnorkuvopn sem geta ógnað heilum heimshluta og Bandaríkjunum sjálfum er hreint út sagt algjör geggjun.

Takk fyrir þetta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
52 minutes ago, siggiandri said:

Er mikið um það að folk reyni að komast yfir landamærin til suður koreu? Og hvernig er þvi tekið ef svo er.

Eins og ég sagði þá líkist þetta ástand N-Kórea vs S-Kórea saman við DDR vs BRD þegar það ástand var við lýði.
Á sama hátt er fólki sem tekst að sleppa yfir landamæri til S-Kóreu tekið sem hetjum eins og þegar austur þjóðverjar sluppu yfir múrinn til vesturs.
Alls ekki mikið um þennan flótta því hræðslan er mikil. Sama og var í DDR vs BRD.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flestir reyna að flýja yfir landamærin við Kína. En kínverjar vísa fólki aftur til N-kóreu þar sem þar bíða þeirra hræðileg örlög fyrir svikin.

Flestir reyna að komast einhvernveginn til S-kóreu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef þú vilt tortíma N-Kóreu, eyðilagðu þá rafmagnsnetið þeirra sem sér Pyongang fyrir rafmagni. Ef höfuðborgin er myrkvuð mánuð eftir mánuð þá gefst fólk fljótt upp á stjórnvöldum þar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
57 minutes ago, Threshy said:

Eins og ég sagði þá líkist þetta ástand N-Kórea vs S-Kórea saman við DDR vs BRD þegar það ástand var við lýði.
Á sama hátt er fólki sem tekst að sleppa yfir landamæri til S-Kóreu tekið sem hetjum eins og þegar austur þjóðverjar sluppu yfir múrinn til vesturs.
Alls ekki mikið um þennan flótta því hræðslan er mikil. Sama og var í DDR vs BRD.

N-Kórea er 700 sinnum verri en A-Þýskaland var.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þjóðfélag sem byggir á lýgi á sér ekki von, Þýskaland Hitlerismans er dæmi um það. Nú er það feitur strákhvolpur að nafni Kim. Niðurtalning á líkamssundrungu hans er hafin og nálgast hratt...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Að mínu mati er ég ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til Norður Kóreu þar sem ég veit ekkert um hvað er að gerast þar. Þær upplýsingar sem ég hef koma frá þekktum lygara sem hefur hag af því að stjórna skoðunum almennings í þessum efnum.

    ... hvaða möguleika höfum við til að vita hvað í raun er að gerast þegar allar upplýsingar sem við fáum eru "rigged"?

Share this post


Link to post
Share on other sites
16 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

N-Kórea er 700 sinnum verri en A-Þýskaland var.

Varstu í N-Kóreu eða A-Þýskalandi ?

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo voru menn vist bara aö spila blak þegar þeir attu að vera við kjarnorku tilraunir ef eitthvað er að marka þessar njosna myndir sem settar hafa verið framm. Ein spurning i framhaldi af þessu, Hvað langt upp nær lofthelgin,hversu hatt þarf að fara til að vera ekki að rjufa lofthelgi einhvers rikis. Er bara alltaf miðað við gufuhvolfið?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo eru sumir, gersamlega forskrúfaðir og blindir kauðar, að hlaupa maraþon í N-Kóreu. Eitt er að fara þangað og hlaupa maraþon, annað er að láta út úr sér annað eins kjaftæði og kemur fram í þessu viðtali.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2017/04/19/hlupu_marathon_i_nordur_koreu/
 

Quote

„Þegar Alm­ar stakk upp á því að hlaupa maraþon þar þá vissi ég sam­stund­is að þarna væri kom­in snilld­ar­hug­mynd og ekki væri hægt annað en að fram­kvæma hana. Síðasta árið hafa frétt­ir af Norður-Kór­eu breyst frá því að vera stop­ul­ar frétt­ir af sér­visku­leg­um sím­töl­um á milli leiðtoga Norður- og Suður-Kór­eu á landa­mær­um yfir í að vera dag­leg­ar frétt­ir af viðskiptaþving­un­um og yf­ir­vof­andi stríði. Við fylgd­umst með þróun frétta og sótt­um okk­ur upp­lýs­ing­ar um landið af net­inu. Mér fannst líka áhuga­vert að fá sam­an­b­urð á vest­ræn­um frétta­flutn­ingi og raun­veru­legri upp­lif­un. Það má segja að það sé sann­leikskorn í flestu því sem maður heyr­ir um Norður-Kór­eu, en mín upp­lif­un er sú að oft eru þær upp­lýs­ing­ar óþarf­lega nei­kvæðar og frétt­ir ýkt­ar. Þarna er sam­fé­lag sem er ólíkt því sem við þekkj­um og gild­in kunna að vera önn­ur en ég gat ekki séð að þeir Kór­eu­bú­ar sem ég hitti væru mikið frá­brugðnir Íslend­ing­um í hugs­un,“ seg­ir Hauk­ur og bæt­ir því við að það hafi verið kulda­legt um að lit­ast þegar þeir lentu í Pyongyang í myrkri og þoku.

"Mér fannst far­ar­stjór­inn held­ur kulda­leg­ur til að byrja með og maður velti fyr­ir sér hvort nei­kvæðustu frétt­ir af land­inu væru rétt­ar og hvernig dvöl­in yrði. Þegar leið á ferðina öðlaðist far­ar­stjór­inn traust okk­ar og virðingu og reynd­ist okk­ur mjög vel sem og aðrir Kór­eu­bú­ar sem voru með okk­ur. Öll sam­skipti voru með vin­semd og virðingu og þegar maður var ekki að fara eft­ir regl­um var kurt­eis­lega bent á hvað mætti bet­ur fara. Fljót­lega fann ég mig mjög vel­kom­inn og ör­ugg­an í þessu landi. Það var alltaf margt fólk á ferli, lítið um bíla en flest­ir á reiðhjóli. Börn voru áber­andi og oft­ast glaðleg í fylgd með for­eldr­um, ömm­um eða öfum. Í sveit­un­um var fólk úti að vinna við land­búnað, oft­ast í litl­um hóp­um, lík­lega af næstu bæj­um. Fólk virt­ist frek­ar frjáls­legt í fasi, tók sinn tíma og naut sól­ar­inn­ar í og með vinnu. Það kom mér á óvart að tungu­málið í Kór­eu hljóm­ar tölu­vert frá­brugðið kín­versku. Tón­ar eru lengri og mýkri,“ seg­ir Hauk­ur. 

Hann talar um eins og þetta sé allt bara einhver einn, stór misskilningur. Og veit ekki, eða viðurkennir ekki, að fararstjórinn er ekki bara tortygginn, hann er njósnari fyrir stjórnvöld eins og allir fararstjórar eru í þessu landi!

Og hvernig hann talar um fólkið sem var að "vinna við landbúnað"... Þessi gaur er algerlega firrtur. Algerlega. Minnir mann á Halldór Kilian Laxness sem fór til Moskvu, sá hörmungar kommúnismans þar, en hélt áfram að dásama hann eftir þá heimsókn.

Firringu vinstri korkanna virðast engin takmörk sett. Skítt með að fólkið svelti og sé í þrælabúðum ef það er allt í nafni góðs málsstaðar, jöfnuðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, fleebah said:

Svo eru sumir, gersamlega forskrúfaðir og blindir kauðar, að hlaupa maraþon í N-Kóreu. Eitt er að fara þangað og hlaupa maraþon, annað er að láta út úr sér annað eins kjaftæði og kemur fram í þessu viðtali.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2017/04/19/hlupu_marathon_i_nordur_koreu/
 

Hann talar um eins og þetta sé allt bara einhver einn, stór misskilningur. Og veit ekki, eða viðurkennir ekki, að fararstjórinn er ekki bara tortygginn, hann er njósnari fyrir stjórnvöld eins og allir fararstjórar eru í þessu landi!

Og hvernig hann talar um fólkið sem var að "vinna við landbúnað"... Þessi gaur er algerlega firrtur. Algerlega. Minnir mann á Halldór Kilian Laxness sem fór til Moskvu, sá hörmungar kommúnismans þar, en hélt áfram að dásama hann eftir þá heimsókn.

Firringu vinstri korkanna virðast engin takmörk sett. Skítt með að fólkið svelti og sé í þrælabúðum ef það er allt í nafni góðs málsstaðar, jöfnuðar.

ég ætla ekki að dæma sannleiksgildi þess sem hann segir, en ég vil nefna það honum til ágætis að hann hefur verið í Norður Kóreu á meðan þú hefur allar þínar upplýsingar frá áróðursmiðlum.

Að vera svona viss um að þínar upplýsingar eru réttari en hanns upplifun sýnir dáltið skerí tiltrú til fjölmiðla sem við vitum eru ekki sérstaklega sannleiksunnandi.

En þér er auðvitað frjálst að trúa frekar þeim sem þu veist hefur langa sögu af að ljúga að þér, eða þeim sem hefur heimsótt landið og séð með eigin augum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Frater DOV said:

[...] á meðan þú hefur allar þínar upplýsingar frá áróðursmiðlum.

"Áróður" frá fólki sem hefur verið þarna. Bæði sem ferðamenn og sem íbúar.

Svona off topic, ef þú veist ekki hver Henry Rollins er þá er hann virkilega athyglisverður maður. Gaman að hlusta á hans hugleiðingar um alls konar topics. Hlustaði á allt viðtalið við Joe Rogan um daginn, um 3 tímar. Magnað viðtal.

Merkilegt hvað þeirra frásögn er í takt við "áróðursmiðlana".

Ég hef það eiginlega fyrir reglu að ef að fullt af fólki, ótengt hvoru öðru, segir frá sömu upplifun af einhverju(m) á sama máta þá reikna ég með að þetta sé það sem ég muni upplifa líka, meira eða minna. T.d. ef ég færi í körfubolta eða veggtennis við Kára Stefánsson þá myndi hann spila mjög harkalega og óheiðarlega. Því allir sem ég þekki sem hafa keppt við hann, og segja mér frá, segja þá sögu af honum, þau öll ótengd innbyrðis.

Taktu líka eftir þessu með Halldór Laxness sem ég minntist á. Var upplifun hans kannski "á skjön við áróðursmiðla" þess tíma? Hann horfði með eigin augum upp á sveitir Stalíns taka Veru, unnustu og barnsmóður Benjamíns Eíríkssonar heitins, og eins árs dóttur, og þær sáust aldrei á lífi aftur. Þetta var í takt við það sem vesturlönd vissu að væri að gerast í Sovét. Var það áróður? Nei, en það sem var áróður aftur á móti, var fagurgali Laxness og annarra evil kommúnista um dásemdarríkið Sovétríkin, þó svo að Laxness hafi fengið samviskubit síðar meir, nærri þrem áratugum eftir að hafa horft á morðsveitir Stalíns draga Veru og dóttur á braut á vit fangabúða og aftöku. Klassískur kommúnismi.

En nota bene, ég er ekki að draga upplifun þessa hlaupara í efa. Ef hans upplifun að vera í helvíti á jörðu (eða hvaða kommúnistaríki sem er) er bara rjómi einn þá hann um það. Bara segja að ef hans upplifun er á þennan veg þá er gaurinn gersamlega óupplýstur, ómeðvitaður um þann hrylling sem viðgengst í því landi sem hann var að heimsækja. Ef hann aftur á móti veit það, en kýs að mála allt í fallegum litum a la áróðursmaskína Kim Jung Un, þá....... Fuck him!

Nota bene, Frater DOV, ég hef sjálfur verið í löndum þar sem borgarastríð geisuðu og stjórnarbyltingar. Á meðan á þeim stóð. Það þarf ekkert að útskýra fyrir mér hvað gerist í slíku umhverfi.

 "All that is necessary for evil to triumph is for good men to do nothing"
- Edmund Burke

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Frater DOV said:

ég ætla ekki að dæma sannleiksgildi þess sem hann segir, en ég vil nefna það honum til ágætis að hann hefur verið í Norður Kóreu á meðan þú hefur allar þínar upplýsingar frá áróðursmiðlum.

Að vera svona viss um að þínar upplýsingar eru réttari en hanns upplifun sýnir dáltið skerí tiltrú til fjölmiðla sem við vitum eru ekki sérstaklega sannleiksunnandi.

En þér er auðvitað frjálst að trúa frekar þeim sem þu veist hefur langa sögu af að ljúga að þér, eða þeim sem hefur heimsótt landið og séð með eigin augum.

N-Kórea gæti sem sagt þess vegna verið hrein Paradís á jörðu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, ég hef það fyrir reglu að treysta ekki á Wikipedia en þar (eins og reyndar í öðrum áróðursmiðlum) er greint frá upp í milljónum dauðsfalla vegna langvarandi hungursneyðar.

Svo er nátturulega jálvæða hliðin hérna https://thefederalist.com/2017/04/19/110830/

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 tímum síðan, Threshy said:

Varstu í N-Kóreu eða A-Þýskalandi ?

Austur-Þýskaland var eiginlega skásta pleisið í gömlu austurblokkinni. Alræðisríki auðvitað með sitt STASI og pólitískar ofsóknir en efnahagurinn var þróaðri en í Sovét eða öðrum austantjaldsríkjum. Íbúarnir voru líka þokkalega meðvitaðir um það sem gerðist vestan meginn vegna þess að flestir hlustuðu á laun á útvarpssendingar að vestan. Norður-Kórea er miklu harðari. Þar eru reglulegar fjöldaaftökur, hungursneyð og alræðisstjórnvöld leggja mun meira upp úr því að takmarka allar upplýsingar að utan. Munurinn á lífskjörum og viðhorfum í Austur- og Vestur-Þýskalandi var talsverður og þrátt fyrir sameininguna fyrir næstum 30 árum þá hefur það bil ekki verið brúað ennþá. Munurinn á milli Suður- og Norður-Kóreu er miklu meiri þannig að maður veltir fyrir sér hvernig möguleg sameining þar myndi ganga fyrir sig. Kóreuskaginn allur var einsleitt þjóðríki fyrir stríðið þegar landamæri voru dregin um hann miðjan. Síðan þá hafa orðið til tvær þjóðir þar sem menningin, viðhorfin og tungumálið hafa þróast í sitthvora áttina. Það mun taka nokkrar kynslóðir að lækna það sár aftur eftir sameiningu, ef hún verður þá nokkurn tíman.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.