Sign in to follow this  
Followers 0
siggiandri

Norður korea

35 posts in this topic

3 hours ago, Mastro Titta said:

Austur-Þýskaland var eiginlega skásta pleisið í gömlu austurblokkinni. Alræðisríki auðvitað með sitt STASI og pólitískar ofsóknir en efnahagurinn var þróaðri en í Sovét eða öðrum austantjaldsríkjum. Íbúarnir voru líka þokkalega meðvitaðir um það sem gerðist vestan meginn vegna þess að flestir hlustuðu á laun á útvarpssendingar að vestan. Norður-Kórea er miklu harðari. Þar eru reglulegar fjöldaaftökur, hungursneyð og alræðisstjórnvöld leggja mun meira upp úr því að takmarka allar upplýsingar að utan. Munurinn á lífskjörum og viðhorfum í Austur- og Vestur-Þýskalandi var talsverður og þrátt fyrir sameininguna fyrir næstum 30 árum þá hefur það bil ekki verið brúað ennþá. Munurinn á milli Suður- og Norður-Kóreu er miklu meiri þannig að maður veltir fyrir sér hvernig möguleg sameining þar myndi ganga fyrir sig. Kóreuskaginn allur var einsleitt þjóðríki fyrir stríðið þegar landamæri voru dregin um hann miðjan. Síðan þá hafa orðið til tvær þjóðir þar sem menningin, viðhorfin og tungumálið hafa þróast í sitthvora áttina. Það mun taka nokkrar kynslóðir að lækna það sár aftur eftir sameiningu, ef hún verður þá nokkurn tíman.

Eins og þú lýsir þessu í A-Þýskalandi, þá var þetta nokkurn veginn eins og þú segir. Bjó vestan megin við landamærin til fjölda ára og kynntist aðstæðum þarna ágætlega. Ættingjar sitthvoru megin við línuna sem sáust ekki fyrr en eftir hrun múrsins. Nágrannar mínir sendu kaffi og súkkulaði til ættingja sinna í austri þar sem slíkt var vart á boðstólum. Harðræði og hræðsla var skelfileg þarna, sjálfvirkum rifflum og jarðsprengjum raðað við landamærin.

Man í eitt skipti er ég og kærastan þurftum að aka um 250 km leið frá landamærunum að Berlín, að það lak úr einu dekkinu (sprakk ekki) eftir ca. 100 km. Komum við á bensínstöð til að setja loft í dekkið. Fórum inn á stöðina sem var líka eins konar restaurant og pöntuðum okkur samlokur. Umhverfið þarna var fornaldarlegt, fólk sem sat að snæðingi hætti að borða og gapti á okkur. Ég brosti framan í fólkið, heilsaði því og bauð góðan dag á lélegri þýsku (var nýkominn til Þýskalands). Enginn þarna inni þorði að svara.
Eftir u.þ.b. hálftíma leggjum við af stað aftur í átt að Berlin. Þegar við komum að landamærastöð DDR og V-Berlin, þá bíður þar herflokkur gráir fyrir járnum. Fremstur var maður sem beindi að okkur vélbyssu og vísaði okkur að keyra inn í hliðarport. Þar vorum við handtekin og yfirheyrð í fleiri klukkustundir. Að sjálfsögðu óttuðumst við bæði um líf okkar á þessari stundu, því þessi flokkur var mjög hrokafullur, dónalegur og aggressívur og með hlaðnar vélbyssur. Maður mátti hafa sig allan við að taka ekki feilspor í samræðunum.
Þeir slepptu okkur að lokum. Fékk seinna að vita frá vinum í BRD að þeir hafi sennilega fengið boð frá þessum Restaurant að óæskilegar persónur væru á svæðinu og að við hefðum verið heppin að losna svona "billega".

Er nú bara að benda á að þetta DDR var ekkert gúddí og trúi ekki að þetta hafi verið skásta pleisið þarna austan megin.
Þess vegna sagði ég líka að það sem maður fréttir af N-Kóreu, minnir mann á DDR. En sjálfsagt er N-Kórea enn verra.
 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Öll sköpunarverk Sóvétríkjanna voru einfaldlega vanskapnaður. N-Kórea er síðasta sköpunarverkið sem er til í dag, en enn eru ýmsar leifar af þessum tíma í austur evrópu, rússlandi jú og hvíta-rússlandi og mið-asíu löndum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Threshy said:

Eins og þú lýsir þessu í A-Þýskalandi, þá var þetta nokkurn veginn eins og þú segir. Bjó vestan megin við landamærin til fjölda ára og kynntist aðstæðum þarna ágætlega. Ættingjar sitthvoru megin við línuna sem sáust ekki fyrr en eftir hrun múrsins. Nágrannar mínir sendu kaffi og súkkulaði til ættingja sinna í austri þar sem slíkt var vart á boðstólum. Harðræði og hræðsla var skelfileg þarna, sjálfvirkum rifflum og jarðsprengjum raðað við landamærin.

Man í eitt skipti er ég og kærastan þurftum að aka um 250 km leið frá landamærunum að Berlín, að það lak úr einu dekkinu (sprakk ekki) eftir ca. 100 km. Komum við á bensínstöð til að setja loft í dekkið. Fórum inn á stöðina sem var líka eins konar restaurant og pöntuðum okkur samlokur. Umhverfið þarna var fornaldarlegt, fólk sem sat að snæðingi hætti að borða og gapti á okkur. Ég brosti framan í fólkið, heilsaði því og bauð góðan dag á lélegri þýsku (var nýkominn til Þýskalands). Enginn þarna inni þorði að svara.
Eftir u.þ.b. hálftíma leggjum við af stað aftur í átt að Berlin. Þegar við komum að landamærastöð DDR og V-Berlin, þá bíður þar herflokkur gráir fyrir járnum. Fremstur var maður sem beindi að okkur vélbyssu og vísaði okkur að keyra inn í hliðarport. Þar vorum við handtekin og yfirheyrð í fleiri klukkustundir. Að sjálfsögðu óttuðumst við bæði um líf okkar á þessari stundu, því þessi flokkur var mjög hrokafullur, dónalegur og aggressívur og með hlaðnar vélbyssur. Maður mátti hafa sig allan við að taka ekki feilspor í samræðunum.
Þeir slepptu okkur að lokum. Fékk seinna að vita frá vinum í BRD að þeir hafi sennilega fengið boð frá þessum Restaurant að óæskilegar persónur væru á svæðinu og að við hefðum verið heppin að losna svona "billega".

Er nú bara að benda á að þetta DDR var ekkert gúddí og trúi ekki að þetta hafi verið skásta pleisið þarna austan megin.
Þess vegna sagði ég líka að það sem maður fréttir af N-Kóreu, minnir mann á DDR. En sjálfsagt er N-Kórea enn verra.
 

Veruleg lifsreynsla sem þu hefur lent i þarna,gott að allt for vel að lokum.En skyldi það vera rett hja nuverandi bandarikja forseta að best se að lata kinverja sja um að halda aftur af norður Koreu,hann lætur reyndar fylgja með að ef Kinverjar geri það ekki þa gerum við það, sem se Usa.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 21.4.2017 at 0:29 PM, fleebah said:

"Áróður" frá fólki sem hefur verið þarna. Bæði sem ferðamenn og sem íbúar.

... Já áróður frá öllum mögulegum hliðum. Áróðursmeistarar notast ekki bara við Pravda.

Þar sem þú virðist hafa gleymt því, þá er það þess virði að fríska upp minnið og lesa aftur hvað Astroturfing er, og hvernig það er notað í áróðurs og auglýsingaskyni.

 

On 21.4.2017 at 0:29 PM, fleebah said:

Svona off topic, ef þú veist ekki hver Henry Rollins er þá er hann virkilega athyglisverður maður. Gaman að hlusta á hans hugleiðingar um alls konar topics. Hlustaði á allt viðtalið við Joe Rogan um daginn, um 3 tímar. Magnað viðtal.

Takk fyrir Henry Rollins, ég hef heyrt nokkur viðtöl við hann og hann er einn af fáum með frekar heilbrigðar hugsanir og afstöðu, enda gamall pönkari.

 

On 21.4.2017 at 0:29 PM, fleebah said:

Ég hef það eiginlega fyrir reglu að ef að fullt af fólki, ótengt hvoru öðru, segir frá sömu upplifun af einhverju(m) á sama máta þá reikna ég með að þetta sé það sem ég muni upplifa líka, meira eða minna. T.d. ef ég færi í körfubolta eða veggtennis við Kára Stefánsson þá myndi hann spila mjög harkalega og óheiðarlega. Því allir sem ég þekki sem hafa keppt við hann, og segja mér frá, segja þá sögu af honum, þau öll ótengd innbyrðis.

Þá ert þú viðkvæmur fyrir áróðri, vegna þess að áróður er í dag orðinn svo flókinn og útsmoginn að þú átt ekki sjens, nema ef þú ert stöðugt vakandi og á verði.

Þú getur ímyndað þér hversu margir ótengdir aðilar gætu sagt þér hversu frábær Trump er, og á hinn bóginn hversu margir gætu sagt þér hversu hræðilegur hann er. Ertu einhverju nær um sannleikann? neibb.

 

On 21.4.2017 at 0:29 PM, fleebah said:

En nota bene, ég er ekki að draga upplifun þessa hlaupara í efa. Ef hans upplifun að vera í helvíti á jörðu (eða hvaða kommúnistaríki sem er) er bara rjómi einn þá hann um það. Bara segja að ef hans upplifun er á þennan veg þá er gaurinn gersamlega óupplýstur, ómeðvitaður um þann hrylling sem viðgengst í því landi sem hann var að heimsækja. Ef hann aftur á móti veit það, en kýs að mála allt í fallegum litum a la áróðursmaskína Kim Jung Un, þá....... Fuck him!

róa sig - hvernig telur þú þig vita hvað gerist í Norður Kóreu?

Findist þér skrýtið ef umræddum hlaupara findist hann vita meira um Norður Kóreu en þú? svona hafandi heimsótt landið og soleiðis.

Ef maður segir eitthvað fallegt um land, er maður þá að samþykkja allt það illa sem landið og leiðtogar þess hafa gert i sögu sinni?

 

On 21.4.2017 at 0:29 PM, fleebah said:

Nota bene, Frater DOV, ég hef sjálfur verið í löndum þar sem borgarastríð geisuðu og stjórnarbyltingar. Á meðan á þeim stóð. Það þarf ekkert að útskýra fyrir mér hvað gerist í slíku umhverfi.

Ég verða að muna að spyrja út í þá reynslu, næst þegar við ræðum lönd þar sem stjórnarbylting eða borgarastríð geysar (eins og sýrland).

“Wrong does not cease to be wrong because the majority share in it.”
― Leo Tolstoy,

 

23 hours ago, Victor Laszlo said:

N-Kórea gæti sem sagt þess vegna verið hrein Paradís á jörðu?

Það myndi koma mér verulega á óvart ef svo væri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svo er þetta land iðulega að taka gísla:

http://www.reuters.com/article/us-northkorea-usa-detainee-idUSKBN17P038

Þetta er langt í frá fyrsta skiptið sem þeir gera þetta, þetta er hluti af mynstri N-Kóreustjórnar, að taka gísla.

T.d. tóku þeir Malasíska gísla fyrir stuttu síðan:
http://edition.cnn.com/2017/03/07/asia/malaysia-north-korea-kim-jong-nam/

Þeir sem ferðast til þessa lands ferðast á eigin áhættu og ábyrgð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eru þessir Malasísku "gíslar" ekki sendiráðsstarfsmenn sem NK hefur í haldi, þar til þeirra eigið fólk í Malasíu er öruggt?

Quote

Pyongyang will not allow Malaysian nationals inside North Korea to leave until Kuala Lumpur guarantees the safety of its own diplomats and citizens in Malaysia, North Korean state media reported Tuesday.

The 11 Malaysians believed to be in North Korea include four embassy staff members and their families and two UN employees, a Malaysian government official told CNN.

http://edition.cnn.com/2017/03/07/asia/malaysia-north-korea-kim-jong-nam/

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Frater DOV said:

Eru þessir Malasísku "gíslar" ekki sendiráðsstarfsmenn sem NK hefur í haldi, þar til þeirra eigið fólk í Malasíu er öruggt?

http://edition.cnn.com/2017/03/07/asia/malaysia-north-korea-kim-jong-nam/

Hafðu allan söguþráðinn á hreinu.

1. Norður-Kórea myrðir hálfbróðurinn með taugaefni á flugvelli í Malasíu.
2. Rannsókn Malasískra yfirvalda leiðir þetta í ljós og að norður kóreumenn tengist morðinu.
3. NK heimtar að fá líkið.
4. Malasía neitar.
5. NK tekur malasíska ríkisborgara í NK sem gísla.
6. Malasísk yfirvöld meina N-kóreskum diplómötum og ríkisborgurum að yfirgefa landið.
..
7. Malasísk yfirvöld ákveða að afhenda NK líkið, þó í raun ættingjar (sonur) ætti að fá það í hendurnar, í þeim tilgangi að verða við kúgunum NK og fá gíslana sína aftur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, appel said:

Hafðu allan söguþráðinn á hreinu.

1. Norður-Kórea myrðir hálfbróðurinn með taugaefni á flugvelli í Malasíu.
2. Rannsókn Malasískra yfirvalda leiðir þetta í ljós og að norður kóreumenn tengist morðinu.
3. NK heimtar að fá líkið.
4. Malasía neitar.
5. NK tekur malasíska ríkisborgara í NK sem gísla.
6. Malasísk yfirvöld meina N-kóreskum diplómötum og ríkisborgurum að yfirgefa landið.
..
7. Malasísk yfirvöld ákveða að afhenda NK líkið, þó í raun ættingjar (sonur) ætti að fá það í hendurnar, í þeim tilgangi að verða við kúgunum NK og fá gíslana sína aftur.

Takk fyrir að pensla þetta upp fyrir mig ... ég hef ekki kynnt mér þetta svo náið ...

 

Annars einn hlutur sem stingur mig dáltið í augun .... hvers vegna "taka N-Kóreu menn Malasíska ríkisborgara sem gísla", á meðan Malasísk yfirvöld "meina N-kóreskum diplómötum og ríkisborgurum að yfirgefa landið" ....?

Hefði ekki verið miklu betra ef Norður Kóreumenn hefðu bara meinað Malasíumönnum að yfirgefa landið, í stað þess að taka þá sem gísla?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Frater DOV said:

Takk fyrir að pensla þetta upp fyrir mig ... ég hef ekki kynnt mér þetta svo náið ...

 

Annars einn hlutur sem stingur mig dáltið í augun .... hvers vegna "taka N-Kóreu menn Malasíska ríkisborgara sem gísla", á meðan Malasísk yfirvöld "meina N-kóreskum diplómötum og ríkisborgurum að yfirgefa landið" ....?

Hefði ekki verið miklu betra ef Norður Kóreumenn hefðu bara meinað Malasíumönnum að yfirgefa landið, í stað þess að taka þá sem gísla?

Í NK ertu í raun handtekinn, settur í varðhald. Í malasíu ertu settur í ferðabann. Það er stigsmunur þar á, að handtaka eða setja í ferðabann.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, appel said:

Í NK ertu í raun handtekinn, settur í varðhald. Í malasíu ertu settur í ferðabann. Það er stigsmunur þar á, að handtaka eða setja í ferðabann.

Nú .... ég hélt að þeir hefðu verið teknir sem gíslar ekki bara handteknir og settir í varðhald.

En það virðist sem Norður Kóreumenn fái að hanga inni í sendiráði sínu í Kuala Lumpur, væntanlega vegna þess að malasíumenn vilja ekki brjóta friðhelgi diplómata með því að ráðast inní sendiráðið.

Fær mig til að hugsa ....  eru einhverjar frásagnir um handtöku (ekki gíslatöku) Norðurkóreumanna á  malasísku diplómötunum ?

Þeir hafa þurft að ráðast inn í sendiráð Malasíu í Pyongyang ... ekki satt?   .... Það eru alvarleg brot á alþjóðalögum ...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég sagði ekkert um malasíska diplómata. NK heldur/hélt malasískum ríkisborgurum í gíslingu, ferðamönnum í NK.

NK er þekkt fyrir að handtaka erlenda ríkisborgara fyrir minnstu eða engar sakir og dæma í vinnubúðir í 20 ár eða svo. En nota svo þetta fólk sem "bargaining chip" í samskiptum sínum við erlendu þjóðirnar.

T.d. var einn bandaríkjamaður bara handtekinn núna upp úr þurru þegar hann vildi komast úr landinu vegna vaxandi spennu. Þessi BNA-maður gerði stærstu mistök lífs síns að ferðast til NK.

Fyrrverandi forsetinn John Carter farið ótal margar ferðir til NK til að fá bandaríska ríkisborgara úr haldi, hann hefur reyndar ekki farið neitt nýlega, enda orðinn gamall. En NK sleppa gíslum ekki nema þeir fá eitthvað í staðinn. Það er eðli gísla, þú notar gísla til að fá eitthvað í skiptum fyrir þá.

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 minutes ago, Frater DOV said:

Nú .... ég hélt að þeir hefðu verið teknir sem gíslar ekki bara handteknir og settir í varðhald.

En það virðist sem Norður Kóreumenn fái að hanga inni í sendiráði sínu í Kuala Lumpur, væntanlega vegna þess að malasíumenn vilja ekki brjóta friðhelgi diplómata með því að ráðast inní sendiráðið.

Fær mig til að hugsa ....  eru einhverjar frásagnir um handtöku (ekki gíslatöku) Norðurkóreumanna á  malasísku diplómötunum ?

Þeir hafa þurft að ráðast inn í sendiráð Malasíu í Pyongyang ... ekki satt?   .... Það eru alvarleg brot á alþjóðalögum ...

Veit svo sem ekki með þetta. En þetta veit eg sem er að það er annarhver kjaftur herna sem er að bua sig undir að utvarpssending verði rofin her næstu daga og okkur tilkynnt að norður Korea hafi gert aðeins meira en að seiga bara hvað þeir geta, nu seu þeir að syna það. Fer ekki mikið fyrir þvi en folk er verulega uggandi eftir þessar hotanir koreumanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
48 minutes ago, siggiandri said:

Veit svo sem ekki með þetta. En þetta veit eg sem er að það er annarhver kjaftur herna sem er að bua sig undir að utvarpssending verði rofin her næstu daga og okkur tilkynnt að norður Korea hafi gert aðeins meira en að seiga bara hvað þeir geta, nu seu þeir að syna það. Fer ekki mikið fyrir þvi en folk er verulega uggandi eftir þessar hotanir koreumanna.

Miðað við þann straum af áróðri sem við heyrum hérna get ég vel skilið að fólk er smeykt, það er svo auðvelt að hræða fólk með allskonar "weapons of mass destruction" lygasögum og það hefur verið gert svo oft áður.

Persónulega tel ég þó meiri líkur á innrás inn í norður kóreu en árás þaðan á vesturlönd. En hver veit, kanski er Kim Jong Un svo paranoid, eftir að hafa séð hvern einræðisherrann á fætur öðrum pillaðann niður, að hann sprengir áður en hann spyr ...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja komið nytt orð yfir Koreu konginn   Rocket man. Ekki verra en hvað annað eða hvað?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvað gerir maður ef það er ruglaður kall með haglara upp á þaki sem öskrar á mánan, steytir hnefann og skítur út í loftið?

Það vitlausasta er að fara upp á þakið sín megin og egna hann áfram með jafn heimskulegum öskrum.  Ef ekkert að gert verður kappanum fyrr en síðar kallt og hann kemur niður án þess að verulega tjón verði af.  Á meðan er hægt að leið hann hjá sér og taka sveig fram hjá húsinu.

Það er fullkomlega rétt hjá Durtinum að hann hefur vopnin til að rústa N-Kóreu, það er á hinn bóginn engan vegin víst að það skapi frið eða stöðuleika á svæðinu sbr Írak eða Afganistan og því síður er vísta hvað mannfall yrði í Norður Kóreu eða í gagn árasum á Suður Kóreu og heri bandaríkjanna.  http://www.independent.co.uk/news/world/asia/north-korea-nuclear-world-war-donald-trump-kim-jong-un-south-missile-weapons-tests-moab-mop-a7697076.html

Kína er með varnasamkomulag við Norður Kóreu og gæti í það minnsta dælt í þá vopnum ef ekki farið sjálft í stríðsátök ljóst og leynt https://en.wikipedia.org/wiki/Sino-North_Korean_Mutual_Aid_and_Cooperation_Friendship_Treaty

Kim Jong Un er að þessu þvaðri til að halda sínum kúgaða mannfjölda í skefjum með því að geta sýnt fram á óvinin Bandaríkin, hann hefur enga burði til að ráðast á neinn að fyrra bragði ef hann vill tryggja eigið líf og stjórnarinnar svo það er fáránlegt að ætla fara í stríð við hann þegar allir vita að þetta er sýndarmennski í rugldalli frekar en raunveruleg ógn.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.