Sign in to follow this  
Followers 0
Gormurinn

Spindlar

6 posts in this topic

Jæja þá. Fór með bílinn í skoðun. Það var gerð athugasemd við spindlanna. Merkt við 2 í reitunum. Þegar bíllinn var skoðaður 2016 var ekki gerð nein athugasemd við spindlanna. Ég hef lítið keyrt bílinn síðan og ekki lent í neinu tjóni. Hversu mikið getur gerst á einu ári í lítilli keyrslu ?.

Ég ætla að kíkja almennilega á þetta um helgina en er einhver með hugmynd hvað þetta gæti verið ?. Þarf ég pottþétt að kaupa nýja eða er hægt að massa þetta eitthvað til ?.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er fljótt að gerast og notkunin ræður ekki öllu.  Á spindilkúlum er gúmmí sem í á að vera koppafeiti sem heldur kúlunum smurðum.  Þessi gúmmí morkna með tímanum og þá veður saltslabbið inn og kúlan ést upp á nótæm.  Ekki er hægt að gera við þetta svo þú verður að fá þér nýja.  Þetta kosta oftar en ekki bara nokkra þúsundkalla.

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Hashir said:

Það er fljótt að gerast og notkunin ræður ekki öllu.  Á spindilkúlum er gúmmí sem í á að vera koppafeiti sem heldur kúlunum smurðum.  Þessi gúmmí morkna með tímanum og þá veður saltslabbið inn og kúlan ést upp á nótæm.  Ekki er hægt að gera við þetta svo þú verður að fá þér nýja.  Þetta kosta oftar en ekki bara nokkra þúsundkalla.

Ok, takk fyrir. En er þetta ekki talsverð verkstæðisvinna ?. Semsagt kostnaður. Er hægt að skipta um spindlanna einfaldlega á tjakki ?. Flott að geta gert eins mikið sjálfur og maður getur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ertu nokkuð að meina spindilkúla?
210%20330%200035.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 hours ago, Agent Smith said:

Ertu nokkuð að meina spindilkúla?
210%20330%200035.jpg

Nú bara veit ég ekki. Það er eingöngu merkt við spindlar í skoðunarbréfinu í reit númer 2. Ekkert meira tekið fram. En spindlarnir eru ekkert sérstaklega dýrir. Bara hef aldrei skipt um svoleiðis áður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/11/2017 at 0:53 AM, Agent Smith said:

Ertu nokkuð að meina spindilkúla?
210%20330%200035.jpg

Þetta hét stýrisendi þegar ég ólst upp.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.