Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Gefa þingmenn hluta launa sinna til fátækra?

9 posts in this topic

Sitjandi þing virðist ætla að ,,taka" launhækkunum sem þykja svívirðilega háar miðað við aðra hópa

Sumir hafa þó mótmælt þessu, líklega helst Píratar.

Spurning hvað þeir gera nú? Eiga þeir að gefa hluta launa sinna meðan peningapúkar sjallanna glotta í hornum?

Fordæmin hafa þeir:

A. Ögmundur afsalaði sér ráðherralaunum þó starfandi ráðherra væri

B. Guðni forseti afsalar sér hluta launanna

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er það núna orðin keppni í PC fake góðmennsku að hafna hluta launa sinna út af öfund annarra?

Share this post


Link to post
Share on other sites

það er spurning hvort eigi ekki að kalla þetta að vera samkvæmur sjálfum sér...

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 minutes ago, Herkúles said:

það er spurning hvort eigi ekki að kalla þetta að vera samkvæmur sjálfum sér...

Já, það er rétt hjá þér, og þeim er frjálst að gera það sem þeim hentar. Hverjum og einum, fyrir sig. Að eigin hvötum. En svo er farið að smætta aðra til að gera slíkt hið sama. F**k that. ;)  Því mér finnst lélegt að ætlast til, með skömm sem viðmið, að aðrir en Píratar geri eins og Píratar gera. Píratar eru því miður orðnir ófrumlegur PC flokkur í eigu Birgittu Jóns sem þykist gegnsær en það eina sem er gegnsætt virðist vera PC nálgun þeirra og innra ósætti. (les. þeir sem ekki gera eins og Birgitta segir, þeim er hent út í kuldann).

Þannig að vissulega eru Píratar samkvæm sjálfum sér með að afsala sér launahækkuninni. En Píratasamkvæmið nær ekki lengra en það. Því miður. Var í Pírtöum í eitt ár og þetta öskraði á mann daginn út og inn, tvískinnungurinn. Þykjast vera gegnsæ en baktjaldamakkið var samt grasserandi. Náði hámarki þegar Birgitta hringdi norður að segja til um hver ætti að vera í forsvari listans þar, þvert á niðurstöðu kosningakerfisins þeirra, sem er mjög skemmtileg útfærsla, btw.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/19/2017 at 8:47 AM, fleebah said:

Er það núna orðin keppni í PC fake góðmennsku að hafna hluta launa sinna út af öfund annarra?

Af hverju er það öfund að gagnrýna svona sjálftöku? Veistu, að þetta er einmitt hluti af ástæðunni fyrir því, að við sjáum allskonar lýðrkrumara auka fylgi sitt í gamalgrónum lýðræðisríkjum. Trump, Duharte, Erdogan. Le Pen. Osv osv osv. Af því að misskiptingin er að aukast, fólki finnst það svikið og er því tilbúið fyrir svona "kvikkfix," eins og þetta lýðskrum. Tiltrú á lýðræðislegar stofnanir og á fólk sem er kjörið í lýðræðislegar stöður er í lágmarki. Og bara tiltrúin á sjálft lýðræðið. Og Ísland er bara eitt landa þar sem þessi þróun á sér stað. Og þessi launahækkun, eða sjálftaka, er bara lítill hluti af þessu. En nóg til að pirra fólk. Nóg til að bæta í svekkelsissarpinn. Og af nógu er að taka í þeim sarpi. 

Einn daginn fær fólk nóg. Hvenær það verður, er ómögulegt að segja. Því fyrr sem það verður, því betur munu spilltu stjórnmálamennirnir þó sleppa. Því ef lýðurinn verður orðinn of svangur þegar hann mætir með heykvíslarnar, þá mundi ég ekki vilja tilheyra elítunni. Og þetta er ekki eitthvað bull í mér. Það er ekkert í spilunum sem bendir til annars en að misskiptingin haldi áfram að aukast. Kerfið sjálft er einfaldlega orðið það spillt, að einn daginn verður orðið of mikið mál að breyta því innanfrá. Of seint. Milljarðamæringar eru m.a.s. farnir að tala fyrir því, að það sé orðinn síðasti séns að snúa við þessari þróun...

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/20/2017 at 3:29 PM, jenar said:

Af hverju er það öfund að gagnrýna svona sjálftöku?

Þetta er ekki sjálftaka. Þetta var niðurstaða Gerðardóms. Og Gerðardómur rökstuddi niðurstöðuna. Það má vera mótfallinn niðurstöðunni en "sjálftaka" var þetta ekki.

Og ef fólki misbíður misskiptingin þá getur það bara sjálft spítt í lófana og farið að vinna í að gera betur. Hver er sinnar gæfu smiður, sveltur sitjandi kráka en flúgandi fær. Þannig er nú það. Það þýðir lítið að sitja úti í horni í fýlu yfir velgengni annarra og tuða út í loftð "af hverju ekki ég" en bera sig ekki eftir björgunum. Bara drulla sér af stað og gera það sem gera þarf til að geta sagt "ég líka". Frjálshyggja 101.

Share this post


Link to post
Share on other sites
55 minutes ago, fleebah said:

Þetta er ekki sjálftaka. Þetta var niðurstaða Gerðardóms. Og Gerðardómur rökstuddi niðurstöðuna. Það má vera mótfallinn niðurstöðunni en "sjálftaka" var þetta ekki.

Og ef fólki misbíður misskiptingin þá getur það bara sjálft spítt í lófana og farið að vinna í að gera betur. Hver er sinnar gæfu smiður, sveltur sitjandi kráka en flúgandi fær. Þannig er nú það. Það þýðir lítið að sitja úti í horni í fýlu yfir velgengni annarra og tuða út í loftð "af hverju ekki ég" en bera sig ekki eftir björgunum. Bara drulla sér af stað og gera það sem gera þarf til að geta sagt "ég líka". Frjálshyggja 101.

Einmitt. Segðu fatlaða manninum það. Að hver sé sinnar gæfu smiður. Og ó - ef það nú bara væri dugnaður sem dygði til að koma sér áfram.... ertu kominn í eitthvað starf í fílabeinsturni fleebah minn..? :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, jenar said:

Einmitt. Segðu fatlaða manninum það. Að hver sé sinnar gæfu smiður. Og ó - ef það nú bara væri dugnaður sem dygði til að koma sér áfram.... ertu kominn í eitthvað starf í fílabeinsturni fleebah minn..? :)

Sko, reyndar á ég sjálfur við ákveðna en ekki stórvæga taugafræðilega fötlun að stríða sem truflar mig alla daga. Ákaflega sjaldgæft og eiginlega enginn tekur eftir þessu fyrr en ég nefni það að fyrra bragði. Þetta heytir Bimanual Synkinesis og hefur áhrif á hreyfingu handa, sérstaklega fingra. Samt spila ég á píanó og er í hljómsveit. Pæld'í því. Ég skreið ekki út í horn að bíða eftir vælubílnum :) 

En allavega, auðvitað er ég ekki að tala um fatlaða almennt séð. Þó að sumt fatlað fólk rísi upp, leggi meira á sig og nái frama (td. Freyja Haraldsdóttir), þá er það ekki algengt. Auðvitað er ég ekki að vísa þau þegar ég tala um að vera sinnar gæfu smiður. Ég er að tala um fólk eins og mig og þig. Sæmilega greint fólk og sæmilega vel á sig komið líkamlega. Sem eru langflestir Íslendingar og eiginlega langmestur hluti mannkyns.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, fleebah said:

Sko, reyndar á ég sjálfur við ákveðna en ekki stórvæga taugafræðilega fötlun að stríða sem truflar mig alla daga. Ákaflega sjaldgæft og eiginlega enginn tekur eftir þessu fyrr en ég nefni það að fyrra bragði. Þetta heytir Bimanual Synkinesis og hefur áhrif á hreyfingu handa, sérstaklega fingra. Samt spila ég á píanó og er í hljómsveit. Pæld'í því. Ég skreið ekki út í horn að bíða eftir vælubílnum :) 

En allavega, auðvitað er ég ekki að tala um fatlaða almennt séð. Þó að sumt fatlað fólk rísi upp, leggi meira á sig og nái frama (td. Freyja Haraldsdóttir), þá er það ekki algengt. Auðvitað er ég ekki að vísa þau þegar ég tala um að vera sinnar gæfu smiður. Ég er að tala um fólk eins og mig og þig. Sæmilega greint fólk og sæmilega vel á sig komið líkamlega. Sem eru langflestir Íslendingar og eiginlega langmestur hluti mannkyns.

Ég er blessurnarlega laus við allar fatlanir. Nema að ég var örugglega með adhd þegar ég var lítill. Það var bara ekki búið að uppgötva greininguna þá. Sálfræðingur sem ég var í miklum samskiptum við (vegna allt annarra mála reyndar) sagði mér, að þó ég hefði aldrei fengið greiningu, skini það af mér, að  ég væri með athyglisbrest. Ofvirknin eldist nefnilega af fólki, ekki athyglisbresturinn. En það er önnur saga. Svo þegar ég var 35 ára, þá var ég heimilislaus sprautufíkill. Fór það sumar í enn eina meðferðina, sem enginn, allra síst ég, trúði að myndi hafa eitthvað að segja. En þar klikkaði þetta inn. Ég varð edrú, gifti mig og eignaðist þrjú börn. Er ekki menntaður, en er í vinnu sem ég er ánægður í. Með ágætis laun miðað við allt. Og það þarf dugnað til að koma sér á réttan kjöl. Kannski fyrst og fremst þolgæði. Konan mín fyrrverandi var ekki eins heppin. Hún fór aftur í neyslu og ég ól einn upp krakkana. Það er mitt framlag, hehe. En sannar kannski líka, að það borgar sig alltaf að gefa fólki nánast endalausa sénsa til að koma sér út úr ruglinu. En höfum það í huga, að mér hefði aldrei tekist þetta, nema fyrir það, að samfélagið lagði til fé í þennan málaflokk. Ég hefði aldrei getað borgað fyrir þetta sjálfur. Þá væri ég löngu dauður. Þessvegna er ég algjörlega tilbúinn að borga aðeins hærri skatta svo hægt sé að halda úti góðu heilbrigðiskerfi. 

En svo við snúum okkur aftur að umræðunni. Varðandi launahækkun þingmanna, þá er þetta sjálftaka að minum dómi. Þingmenn velja fólk í Kjararáð, sem síðan ákveður laun þeirra. Go figure. Þó það hafi kannski ekki mikið að segja fyrir efnahaginn, að hækka laun 63 einstaklinga, þá er þetta spurningin um prinsippið. Siðferðið. Það er ekki lýðskrum að vilja ekki hækka launin sín í þannig aðstæðum. Það er sterk siðferðiskennd. En jújú, það eru samt lýðskrumarar í þeirri umræðu líka. 

Ég gæti skrifað langt innlegg um þennan dugnað sem þú talar um. En við vitum báðir, að dugnaður einn og sér kemur manni ekkert endilega áfram. Allra síst hér á Íslandi. Veit um nokkra aðila sem eru jafnvel í tveimur vinnum, en hjakka í sama farinu. Og það er EKKI einhver aumingjaskapur skal eg segja þér. Sjálfur er ég í þannig aðstæðum, að af því að ég fæ barnabætur, þá borgar sig ekkert fyrir mig að leggja meiri vinnu á mig, því heildarinnkoma heimilisins hækkar ekkert. Ef ég vinn meira, lækka barnabæturnar á móti. Þetta tekjutengingarugl er alveg sér umræða. Svona kannski sérstaklega í sambandi við umræðuna um dugnað. 

Svo er það auðvitað bara þannig, að samfélagið gæti aldrei fúnkerað, ef allir væru orðnir forstjórar. Ekkert frekar en að her myndi ekki fúnkera, ef allir væru orðnir ofurstar. Og það er kannski fyrst og fremst þessvegna sem ég er krati. Af því að það er ekki þannig að allir hafi getu eða tækifæri til að komast a toppinn. Né er það skynsamlegt. En þrátt fyrir það, verðum við að hafa hreyfanlegt samfélag upp á við. Þessvegna eiga allir að fá að lifa með reisn, geta lifað af vinnu sinni og haft tækifæri til að mennta sig, til að eiga von til þess að vinna sig upp. Fólk á þó ekki að fá neitt upp í hendurnar þannig - það verður sjálft að lesa undir prófin og hafa fyrir því að mennta sig. Það er einhver villa í hugsuninni hjá Íslendingum líka, þegar kemur að menntun. Það er litið á framlög til menntunar eins og einhverskonar bögg á fjárlögum. Í staðinn fyrir að líta á það sem fjárfestingu. Langtímafjárfestingu reyndar, en fjárfestingu engu að síður, sem á endanum kemur öllu samfélaginu til góða...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.