Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Vilborg vs. Jón Snorri

22 posts in this topic

Vilborg kleif Everest

Jón Snorri stefnir á K 2, litlu lægri tindur, þangað komast færri

Hvor vinnur meira afrek?

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Herkúles said:

Vilborg kleif Everest

Jón Snorri stefnir á K 2, litlu lægri tindur, þangað komast færri

Hvor vinnur meira afrek?

Bæði.

En ég held að í þetta sinn verði afrek Johns Snorra meira. K2 er erfiðasta fjall í heimi en Everest er það hæsta. En það má ekki gleyma því að þau hafa nú þegar bæði unnið flott afrek, Vilborg þó meiri. Þvera Antartíku, fara upp á hæstu tinda hverrar heimsálfu etc. John Snorri hefur toppað Ama Dablam og svo um daginn Lohtze, fjórða hæsta fjall í heimi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er afreksfólk engin spurning. En þegar meta á hvað  er erfiðara en annað geta málin verið flókin.

Umfjöllun segir ekki allt, getur tengst lifibrauði viðkomandi og oft fyrirtækjum að baki..

Hvað á að taka með? Notkun súrefnis úr kútum? Hraðann? Fylgdarmenn?

Sagt er að á Everest hafi verið hálfdregnir upp karlar sem engan veginn eru í formi til að fara þangað óstuddir. Er það mikið afrek?

Svo gæjar eins og Ueli sem nýverið lést og setti mörg hraðamet í sólóklifrum sínum víða um heiminn

Kannski er til einhver kvarði yfir þetta? ekkert veit Herkúles

Segjum hæsti tindur Íslands. Er mikið afrek að fara þangað upp, í halarófu og bandi, væntanlega, miðað við mun lægri tinda eins segjum Hrauntinda?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef við ættum að setja einhvern alpínistakvarða á þetta þá er K2 erfiðara en Everest. Bæði fjöllin eru nálægt 9þ metrar, Everest er aðeins 200 metrum hærri en K2. Aftur á móti er það mun hættulegra og erfiðara að klífa K2. Það er miklu meira klifur á K2. Helsta klifrið á Everest, eftir að fara yfir skriðjökulinn, er Hillary step. Sem er bara 10 metra hindrun og eiginlega alltaf með álstiga uppreistan þar. S.s. pís of keik.

En ég er ekki hlutlaus. John Snorri er góður vinur minn síðan við vorum únglíngar. Það breytir því samt ekki að margir helstu sérfræðingar í fjallamennskunni telja K2 erfiðara en Everest. En K2 er ekki hættulegasta fjallið í heimi, Annapurna er það, og "aðeins" 8091 metrar að hæð (hærra fatality rate).

FYI, ég er sjálfur búinn að vera mikið í fjallgöngum undanfarin ár og hef lesið mig mikið um bæði þessi fjöll ásamt Annapurna. Geggjaðar frásagnir, sumar hverjar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

JS hefur þá unnið meira afrek í Himalaia en VA, ekki bendir umfjöllunin til þess. Vandinn er þá að Everest er hæsta fjall í heimi

og þar sem VA er kona getur hinn skelfilegi "feminismi" blandast í málið:) Hvað þá ef fyrri afrekum er blandað saman við það nýjasta...

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Herkúles said:

JS hefur þá unnið meira afrek í Himalaia en VA, ekki bendir umfjöllunin til þess.

Nei, ekki alveg, hann er ekki búinn að fara upp á K2 ennþá. :) Not there yet. Fram að þessu má segja að samanlögð afrek Vilborgar séu meiri, enda eins og þú réttilega bendir á, Everest er hæsta fjall heims Og John Snorri fór upp á 4. hæðsta fjallið, sem reyndar er samvaxið Everest.

Ef ég ætti að vera alveg hlutlaus þá er afrek Vilborgar fram að þessu mun meira, í heildina. En ef maður ber saman bara þessi tvö fjöll, Everest og K2, þá er K2 meira afrek. En eins og ég segi, Vilborg er núna búin að fara upp á hæstu fjöll allra heimsálfa. OG ganga suðurpólinn þverann. Summan á þeim afrekum er rosaleg. Og hefur ekkert með femínisma að gera :) 

En svo er nú líka annað: Þetta er ekki keppni. Þau eru að þessu fyrir sig sjálf, sína persónu, eins og allir alvöru alpínistar gera. Ekki keppni heldur bara persónuleg upplifun og innri hvatning.

Share this post


Link to post
Share on other sites

...ganga inn að Suðurpólnum ef rétt er munað, ekki þverað Suðurskautslandið

Hún á þá eftir Norðurpólinn til að ná Haraldi Erni

Keppnin er utan frá það er rétt,  en um daginn fór einn gaur tvisvar á einni viku upp á Everest án súrefniskúta, það er stórt afrek, höldum við,

,,alpínistakvarðinn" hlýtur að mæla það, að ganga einn og óstuddur hlýtur að vera  meiri þrekraun en í hópi jafnvel með burðarmenn...

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Herkúles said:

...ganga inn að Suðurpólnum ef rétt er munað, ekki þverað Suðurskautslandið

Hún á þá eftir Norðurpólinn til að ná Haraldi Erni

Keppnin er utan frá það er rétt,  en um daginn fór einn gaur tvisvar á einni viku upp á Everest án súrefniskúta, það er stórt afrek, höldum við,

,,alpínistakvarðinn" hlýtur að mæla það, að ganga einn og óstuddur hlýtur að vera  meiri þrekraun en í hópi jafnvel með burðarmenn...

Takk fyrir þetta, fór að pólnum en þveraði ekki. Einn vinur minn þveraði Antartíku á jeppa, var að rugla þessu saman. Sló saman í hausnum á mér þarna :) 

En já, þessi sem hér um ræðir, Kilian Joret, er svakalegur. Hreint út sagt svakalegur. Það eru nokkur svona ofurmenni í heiminum og hann er einn af þeim. Það er líka gaman að fletta upp á youtube viðtölum við Ed Viesturs, gaur sem hefur toppað alla toppa yfir 8000 metrum, alla án aukasúrefnis, suma nokkrum sinnum, og Everest 14 sinnum. Ávalt án aukasúrefnis.

Joret var að reyna að slá hraðamet (sem aðeins er slegið án aukasúrefnis og án þess að nota fastar línur) en fékk magakrampa í fyrri atrennu, náði ekki metinu og reyndi því aftur. Báðar tilraunir mistókust hvað hraðametin varðar en ansk... hafi það. Tvisvar upp, án aukasúrefnis, án notkunar á föstum línum, á einni viku. Þetta er bara geðveiki.

Það var reyndar einn félagi minn frá árunum í Frakklandi sem vakti athygli mína á þessu afreki á Facebook. Sá hinn sami hefur toppað (næstum því) Everest án aukasúrefnis, þurfti að hætta við vegna veðurs.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, fleebah said:

Takk fyrir þetta, fór að pólnum en þveraði ekki. Einn vinur minn þveraði Antartíku á jeppa, var að rugla þessu saman. Sló saman í hausnum á mér þarna :) 

En já, þessi sem hér um ræðir, Kilian Joret, er svakalegur. Hreint út sagt svakalegur. Það eru nokkur svona ofurmenni í heiminum og hann er einn af þeim. Það er líka gaman að fletta upp á youtube viðtölum við Ed Viesturs, gaur sem hefur toppað alla toppa yfir 8000 metrum, alla án aukasúrefnis, suma nokkrum sinnum, og Everest 14 sinnum. Ávalt án aukasúrefnis.

Joret var að reyna að slá hraðamet (sem aðeins er slegið án aukasúrefnis og án þess að nota fastar línur) en fékk magakrampa í fyrri atrennu, náði ekki metinu og reyndi því aftur. Báðar tilraunir mistókust hvað hraðametin varðar en ansk... hafi það. Tvisvar upp, án aukasúrefnis, án notkunar á föstum línum, á einni viku. Þetta er bara geðveiki.

Það var reyndar einn félagi minn frá árunum í Frakklandi sem vakti athygli mína á þessu afreki á Facebook. Sá hinn sami hefur toppað (næstum því) Everest án aukasúrefnis, þurfti að hætta við vegna veðurs.

Þeir ja og auðvitað þær sem fara a topp Everest,klifa þessir kappar allt fjallið eða byrjar bröltið sjalft mun ofar i hliðum þess. Sa þessa kvikmynd eftir Balta og minnir að folk hafi verið flutt vel uppa fjall aður en klifrið hofst. Bara spurning.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, siggiandri said:

Þeir ja og auðvitað þær sem fara a topp Everest,klifa þessir kappar allt fjallið eða byrjar bröltið sjalft mun ofar i hliðum þess. Sa þessa kvikmynd eftir Balta og minnir að folk hafi verið flutt vel uppa fjall aður en klifrið hofst. Bara spurning.

Grunnbúðir á Everest eru um 5300metrar en tindurinn sjálfur er í 8848, hækkun er því ekki ´´nema´´  3500 metrar.  Þetta er svona eins og að ganga á Hvannadalshnjúk tæplega tvisvar eða Esjuna fjórum sinnum röð.  Hraustir fjallagarpar gætu það nokkuð auðveldlega á einu degi en taka samt um 8 vikur í Everst leiðangur.  Segir okkur bara hversu svakleg áhrif þunna loftið hefur, þetta er alvöru fjall, alvöru kuldi og allt þetta í þriðjung af því súrefni sem er við sjávarmál.  Efsti leggurinn úr suður skarði upp á tind er rétt rúmlega 800m sama og Esjan.  Tekur mig undir klukkutíma að fara á hana á sumrin og held ég hafi aldrei farið yfir tvo tíma á veturna, á Evrest eru bestu fjallahetjur heims að fara svipaða vegaleng á 12tímum og margar hafa ekki átt endurkvæmt.

K2 er samt ennþá erfiðara fjall en Everst, tæknilegra klifur og hærra á fjallinu.  Segir kannski sitt að um 300manns hafa klifið K2 en tæplega 5000 Everest.  Vissulega mun fleiri sem sækja að Everest en að sama skapi harðari hópur sem reynir K2 samt ná mjög fáir tindinum þar.

Ágætist samantekt um K2 og efiðleikana hér http://www.alanarnette.com/blog/2014/06/02/k2-k2-dangerous-difficult/

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, Breyskur said:

Grunnbúðir á Everest eru um 5300metrar en tindurinn sjálfur er í 8848, hækkun er því ekki ´´nema´´  3500 metrar.  Þetta er svona eins og að ganga á Hvannadalshnjúk tæplega tvisvar eða Esjuna fjórum sinnum röð.  Hraustir fjallagarpar gætu það nokkuð auðveldlega á einu degi en taka samt um 8 vikur í Everst leiðangur.  Segir okkur bara hversu svakleg áhrif þunna loftið hefur, þetta er alvöru fjall, alvöru kuldi og allt þetta í þriðjung af því súrefni sem er við sjávarmál.  Efsti leggurinn úr suður skarði upp á tind er rétt rúmlega 800m sama og Esjan.  Tekur mig undir klukkutíma að fara á hana á sumrin og held ég hafi aldrei farið yfir tvo tíma á veturna, á Evrest eru bestu fjallahetjur heims að fara svipaða vegaleng á 12tímum og margar hafa ekki átt endurkvæmt.

K2 er samt ennþá erfiðara fjall en Everst, tæknilegra klifur og hærra á fjallinu.  Segir kannski sitt að um 300manns hafa klifið K2 en tæplega 5000 Everest.  Vissulega mun fleiri sem sækja að Everest en að sama skapi harðari hópur sem reynir K2 samt ná mjög fáir tindinum þar.

Ágætist samantekt um K2 og efiðleikana hér http://www.alanarnette.com/blog/2014/06/02/k2-k2-dangerous-difficult/

 

 

Takk fyrir þetta samlandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Capture.PNG

Share this post


Link to post
Share on other sites

Djöf,,,,,,, naglar sem þetta gera. Sveimer ef það kviknar ekki gamall neisti hja manni, NEI NEI eg hef aldrei klifið fjöll hef ekki einusinni gengið a fjall, en for viða um halendi Islands a jeppum og svo rotaði maður margar þufurnar a motorhjoli. Þetta með að kvekja neistann er bara þannig meint það væri gaman að fara upp a halendið aftur. Konunni langar stundum að fara til Isl. en seigir með rettu að hun gæti ekki dregið mig dauðann með ser þangað,svo mikill er nu minn ahugi.  Eins gott hun viti ekki um þennan neista sem kannski er að tendrast.:D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hann fer svo aftur í basecamp, ætlar að ráðast á toppinn um 20 7júlí

john K2.PNG

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig gengur hjá honum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stefnt á að toppa um mánaðarmótinn.  Mistu líklega búðir 3 í snjóflóði og alla súrefniskúta, tjöld og búnað sem voru kominn þangað.  Nú er í raun bara verið að bíða eftir veðri til að endurbyggja C3 og gera klárt til að toppa í þar næsta veðurglugga.  Vonum bara að þetta gangi allt vel.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.