Sign in to follow this  
Followers 0
bumbklaatt

Bílverð á Íslandi

6 posts in this topic

Í ljósi umræðunnar með komu Costco til landsins þá er maður að velta ýmsum hlutum fyrir sér sem snúa að okrinu á landanum.  Bílverð er eitt dæmið.  Á meðfylgjandi myndum eru verð á Toyota dollum, annarsvegar frá Íslandi og svo hinsvegar frá Þýskalandi.  Báðar myndirnar eru frá official dílerum.  Af hverju munar alltaf tæplega helming á verði þrátt fyrir að bílarnir falli í svokallaða græna flokka?  Og afhverju lækkar bílverð ekki í samræmi við styrkingu krónunar.  Síðasta lækkunin á Toyota dollunum var gerð á genginu 120 ca per dollar.

 

IMG_0009.PNG

IMG_0010.PNG

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þýsku verðin eru í evrum en ekki í dollurum.  Gengi evrunnar er nálægt 112 kr. íslenskum. Það kann að vera  ein skýringin.

Önnur.  Meiri staðalbúnaður er hérlendis en víðast erlendis þar sem þeir eru gjarna seldir verulega hráir.

Flutningur til landsins, hann kostar jú sitt.

Opinber gjöld, talsvert meiri hér en í Þýskalandi, minnir að innfluttir bílar beri þar 10% gjöld + 19%vsk.  Sést líka á að Priusinn er lítið dýrari hér en þar.

Guess what. Ísland er örmarkaður sem nýtur ekki bestu kjara. 340þús á móti 82 milljónum í Þýskalandi

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hversu miklir tollar eru á bílum á Íslandi miðað við þýskalandi?

Er orsök verðmunarinns ekki að stóru leiti að finna í þeim hluta sem ríkið tekur til sína í tolla og skatta af bílinnflutningi og sölu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er því miður oftast bara álagning.  http://www.vb.is/frettir/storaukinn-hagnadur-heklu/130818/  Skiljanlegt árin eftir hrun þegar bílasölurnar voru að selja nokkra bíla á ári en núna þegar þeir eru að selja þá í þúsunda vís er klárlega pláss fyrir lækkun.  Það sést best á gráubílasölunum.  T.d. er verið að bjóða Volvo hybrid bíla milljónum undir brimborgarverði.  

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/31/2017 at 10:40 PM, Hashir said:

Þýsku verðin eru í evrum en ekki í dollurum.  Gengi evrunnar er nálægt 112 kr. íslenskum. Það kann að vera  ein skýringin.

Önnur.  Meiri staðalbúnaður er hérlendis en víðast erlendis þar sem þeir eru gjarna seldir verulega hráir.

Flutningur til landsins, hann kostar jú sitt.

Opinber gjöld, talsvert meiri hér en í Þýskalandi, minnir að innfluttir bílar beri þar 10% gjöld + 19%vsk.  Sést líka á að Priusinn er lítið dýrari hér en þar.

Guess what. Ísland er örmarkaður sem nýtur ekki bestu kjara. 340þús á móti 82 milljónum í Þýskalandi

Þvert á móti er mín reynsla sú að bílar keyptir nýir af umboðum hérlendis eru hráir á meðan bílar erlendis þegar allt er komið saman af valkostum sem að kalla má "staðalbúnað" eru þá komnir á sama verð og hérlendis.

Hef keypt bíla í Þýskalandi og það er ekki nálægt því sama reynsla og hérlendis. Fleiri valkostir þar og mun ódýrari, þú getur samt alveg farið út í öfga ef að þú vilt og það eru allir litir í boði.

Hérlendis eru þetta 2-3 týpur af pökkum af búnaði og nokkrir litir. Og kostar meira.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Maður hefur farið í gegnum nokkrar svona uppsveiflurnar á ævinni sem maður man glöggt eftir og það er alveg pottþétt að við erum í uppsveiflu núna, þarft engan seðlabankastjóra til að segja þér frá því, en vandinn við uppsveiflur er að það koma alltaf niðursveiflur á eftir... það er bara náttúrulögmál, og þær gerast allt um innan við 1-2 árum eftir að þér finnst allt vera í hátoppsvímu.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.