Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Fótboltinn er allt að "drepa" í fjölmiðlunum öllum!

6 posts in this topic

       Það er ekki bara eitt, það er allt sem verður til þess, að fölmiðlarnir hér eru komnir svona neðarlega út af fótboltanum. Fótboltinn rúllar í "fréttunum" bæði fyrir og eftir sjónvarpsfréttir og svo eru heilu þættirnir teknir af dagskrá vegna fótboltans - fréttunum seinkað og hvaðeina!! Er fólkið virkilega orðið svona ga-ga, að það ljómar yfir því að menn hamist við að sparka í uppblásna tuðru, fram og til baka, þar til henni er komið í svokallað "mark"? - Þetta er orðið óþolandi og beinlínis brjálæðiskennt, hvernig fjölmiðlar leggja sig í líma við að þóknast svona heilalitlum hópi svokallaðra aðdáenda fótboltans. Nú er nóg komið af slíku og allur sá skari fólks sem er samdóma um að nú sé nóg komið ætti að safna undirskriftum sem fordæma ofurgildi fótboltans - bæði á skjánum og í prentmiðlunum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fótbolti er bæði skemmtilegri og heilbrigðari en tuðið í stjórnmálamönnum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já ekki beint spennandi að stara á grænan flöt í hálftíma eða klukkutíma og sjá kannski eitt mark.

Ég var samt aldrei alinn upp við þetta svo kannski vantar bara einhverjar tengingar í heilann á mér :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

       Nei, það vantar engar taugar í heilann á þér, það vantar einhverjar taugar í þá sem horfa og horfa á sömu senurnar aftur og aftur í fótboltanum hjá RÚV og fleiri stöðvum þar til hei linn er orðinn skraufþurr og úr sér genginn. Þetta dekur við fótboltann er orðið hættulegt þjóðarsálinni hér á landi. Og nú er svo komið, að hver  sjónvarpsstöðin af annarri hér - meira að segja Hringbraut hættir við vinsæla þætti sína vegna "sumarleyfa" - þetta stafar af því að letin hefur náð yfirhöndinni - hefur smitast af RÚV-sjónvarpi, þar sem letin er allsráðandi faktor í öllum deildum. - Burt með heilaruglið fótbolta. - Lokum RÚV-sjónvarpi!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Getur samt ekki verið að fólk horfi bara minna á sjónvarp á sumrin? Ég hef tekið eftir því að traffíkin á málefnunum dettur alltaf niður yfir hásumar. Fólk er kannski meira utandyra.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 6/14/2017 at 4:55 PM, Hallgeir said:

Getur samt ekki verið að fólk horfi bara minna á sjónvarp á sumrin? Ég hef tekið eftir því að traffíkin á málefnunum dettur alltaf niður yfir hásumar. Fólk er kannski meira utandyra.

Hringdi einhvern tímann út áhorfskannanir fyrir sjónvarpið þegar á stóru fótboltamóti stóð.  Sjónvarpið sló um sig með því að 75% landsmanna hefðu fylgst með keppninni. 

Hafandi spurt spurningana sjálfur vissi ég að þegar einhvar svaraði spurður um hvort þeir hefðu horft á keppnina og svarað Já þetta andskotans, djöfluls boltasprikl hafði af mér fréttirnar í viku, í hvert sinn sem ég kveikti á imbanum voru þessi eilífðarleiðindi enn í gangi merkti ég samviskusamlega við reitinn horfði á keppnina daglega!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.