Sign in to follow this  
Followers 0
Frater DOV

Samadhi Movie - fyrir hugsandi fólk

8 posts in this topic

Er einhver hérna á málefnum sem megnar að ræða innihald þessarar myndar á vitiborinn hátt?

Heimspeki-, trúarbraga- og tilveru spurningar og svör.

Finnst þér Allan Watts eða Echart Tolle áhugaverður?

Þetta er það sem þeir eru að tala um.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er vel kunnugur Tolle. Er alltof óskipulagður (lesist: latur) til að kynna mér flest annað. Ég skoða þetta samt fljótlega ef almættið lofar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Reyni öðru hvoru að fá málverja til að dansa við mig þennan dans, með littlum árangri.

En ég held samt áfram að reyna.

... datt yfir texta sem ég las fyrir allmörgum árum og heillaði mig þá.

Quote

 

Let us consider a piece of cheese. We say that this has certain qualities, shape, structure,˚ colour, solidity, weight, taste, smell, consistency and the rest; but investigation has shown that this is all illusory. Where are these qualities?

Not in the cheese, for different observers give quite different accounts of it. Not in ourselves, for we do not perceive them in the absence of the cheese. All 'material things,' all impressions, are phantoms. In reality the cheese is nothing but a series of electric charges. Even the most fundamental quality of all, mass, has been found not to exist. The same is true of the matter in our brains which is partly responsible for these perceptions.

What then are these qualities of which we are all so sure? They would not exist without our brains; they would not exist without the cheese.

They are the results of the union of the seer and the seen, of subject and object in consciousness as the philosophical phrase goes. They have no material existence; they are only names given to the ecstatic results of this particular experience.

 

Hefur einhver málverji skoðun á þessu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

ég horfði á þetta myndband og veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég hef aldrei pælt í þessu með ostinn og finnst þetta svolítið skrýtin hugmynd.

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 minutes ago, Abby said:

ég horfði á þetta myndband og veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég hef aldrei pælt í þessu með ostinn og finnst þetta svolítið skrýtin hugmynd.

Hvernig fannst þér myndin? :)

 

Þetta með ostin er máti að tjá hvernig raunveruleiki okkar er skapaður.

Það er til gamall zen koan sem hljómar svona:

"Ef tré fellur í skóginum, en enginn er þar til að heyra það, gefur það samt frá sér hljóð?"

Flestir myndu segja að auðvitað gefur tréð frá sér hljóð, en þegar betur er að gætt þá er hægt að sjá að hljóð er eitthvað sem myndast þegar hljóðbylgjur komast í snertingu við hljóðhimnu í eyra sem umsetur þau í taugaboð og sendir þau boð til heilanns sem svo myndar þá skynjun sem við köllum "hljóð".

Hljóð (og aðrar skynjanir okkar) eru þess vegna ekki til utan við okkur heldur einungis í okkar eigin meðvitund.

Í eyrnalausum alheimi eru engin hljóð og ekki heldur ljós í augnalausum heimi.

Við gætum ímyndað okkur veru frá annarri vídd sem "sér" hljóð en heyrir þau ekki, þá er hljóðbylgjan "ljós" fyrir þeirri veru en ekki "hljóð".

 

Með þessu er m.a. verið að benda á að heimurinn er ekki eins "efniskenndur" og einhliða og við venjulega höldum, .... heldur er það sem við skynjum samspil skynfæra okkar og ytri boða frá umhverfi okkar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér fannst myndin áhugaverð og er að melta ýmislegt úr henni og á örugglega eftir að renna yfir hana aftur. Ef ég skildi rétt í þessari mynd þá er talað um að áangur næst með íhugun en það er erfitt að hafa stjórn á hugsunum en það er hægt. Eitt atriðið í myndinni þar sem talað er um barnið og fuglinn, þá sá ég að það er víst rétt, við sjáum ekki hlutina því þeir eru í minninu, svolítið merkilegt hvernig hugurinn virkar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Abby said:

Mér fannst myndin áhugaverð og er að melta ýmislegt úr henni og á örugglega eftir að renna yfir hana aftur. Ef ég skildi rétt í þessari mynd þá er talað um að áangur næst með íhugun en það er erfitt að hafa stjórn á hugsunum en það er hægt. Eitt atriðið í myndinni þar sem talað er um barnið og fuglinn, þá sá ég að það er víst rétt, við sjáum ekki hlutina því þeir eru í minninu, svolítið merkilegt hvernig hugurinn virkar. 

Frábært!

Þú skilur þetta á sama hátt og ég. Þegar barnið hefur gert hugræna mynd af fugli, þá sér það bara sína eigin hugrænu mynd en ekki fuglinn.

... það er áhugavert hvernig hugur okkar virkar; hvernig við höfum tilhneigingu til að sjá ekki raunveruleikann heldur bregðast við á sama hátt og við gerðum við fyrri reynslu af sömu tegund. (þetta er sérstaklega algengt hérna á málefnum :lol:)

Þetta köllum við að vera ekki í "núinu", því þegar við erum "hér og nú" þá "sjáum" við - annars (sem er lang oftast) notumst við við hugræna mynd úr hugræna skjalasafni okkar.

Þetta orsakast af einskonar hugrænni leti; við nennum ekki að vera stöðugt "hér og nú"; þegar við ólumst upp var okkur var kennt að láta hugann reika og svo er það líka miklu auðveldara að vera "ekki heima" í eigin höfði.

Hugleiðsla hjálpar manni að ná tökum á eigin huga aftur; að geta beitt huganum á þann hátt sem við viljum í stað þess að láta sífellt undan leti og einbeitingarskorti huganns.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 08/03/2018 at 1:54 AM, Frater DOV said:

Frábært!

Þú skilur þetta á sama hátt og ég. Þegar barnið hefur gert hugræna mynd af fugli, þá sér það bara sína eigin hugrænu mynd en ekki fuglinn.

... það er áhugavert hvernig hugur okkar virkar; hvernig við höfum tilhneigingu til að sjá ekki raunveruleikann heldur bregðast við á sama hátt og við gerðum við fyrri reynslu af sömu tegund. (þetta er sérstaklega algengt hérna á málefnum :lol:)

Þetta köllum við að vera ekki í "núinu", því þegar við erum "hér og nú" þá "sjáum" við - annars (sem er lang oftast) notumst við við hugræna mynd úr hugræna skjalasafni okkar.

Þetta orsakast af einskonar hugrænni leti; við nennum ekki að vera stöðugt "hér og nú"; þegar við ólumst upp var okkur var kennt að láta hugann reika og svo er það líka miklu auðveldara að vera "ekki heima" í eigin höfði.

Hugleiðsla hjálpar manni að ná tökum á eigin huga aftur; að geta beitt huganum á þann hátt sem við viljum í stað þess að láta sífellt undan leti og einbeitingarskorti huganns.

Já okkur var kennt að láta hugan reika og nota ímyndunaraflið og í dag er komin námskeið til að læra að vera í núinu :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.