Sign in to follow this  
Followers 0
Frater DOV

Hvað er siðferði?

19 posts in this topic

Hef verið að velta fyrir mér siðferði og hvernig fólk kemst að sínu siðferði. Eins og málverjar vita þá virðist siðferðið í pólitík geta legið á títiprjónshaus og samt haft nóg pláss.

Þegar miklir peningar og völd eru í spilinu, að þá virðist fólk missa allt sem heitir siðferði og selur sjálft sig eins og hórur fyrir peninga (með fullri virðingu fyrir hórum).

En hvað er siðferði og hvernig myndum við okkar siðferði og ekki síst, er allt siðferði jafnrétt og gilt eða ristir sumt siðferði dýpra en annað og þá hvers vegna? eða fer siðferðið eftir lýðræði og vinsældum svo að vinsælasta siðferðið er það, sem er hið réttasta?

Hafa allir kröfu á eigin siðferði og ef svo er, skiptir siðferði þá einhverju máli, er það þá ekki bara eins og skoðun ... sem gæti breyst á morgun?

.... hvað segja málverjar?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Siðferði er algjörlega teygjanlegt og er þess vegna ekki til nema í hugum okkar. 

Þess vegna til dæmis í alvörunni er hægt að rífast um "staðreyndir" í pólítik. 

Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn braut engin lög þegar Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. En skv. andstæðingum Sjálfstæðisflokksins braut Sjálfstæðisflokkurinn gegn siðferðinu. 

Það sama má segja um Áslaugu Sigurbjörnsdóttur þegar hún óskaði eftir ólöglegu niðurhaldi til að horfa á menn berja aðra menn í MMA. Áslaug er 25 ára og margir á hennar aldri telja niðurhal vera siðlegt þó það sé ólöglegt. 

Auðvitað fer svona ósamræmi í taugar á fólki, ekki mér. Ég er búinn að átta mig á því að siðferðið er teygjanlegt á sömu sekúndinni. Tala nú ekki um siðferði þrælahaldara í Bandaríkjunum þá og svo þegar við berum það saman við nú. 

Svo sá ég helvíti gott. 2002 var gerð áætlun þar sem Bandaríkin ætluðu að gera innrás í Hollandi til að frelsa Bandaríkjamenn sem átti að draga fyrir alþjóðglæpadómstólinn í Haag. Siferði og ekki siðferði. You tell me. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Trúarbrögð hafa gjarnan eignað sér siðferðisvitundina. Sagt siðferðið fasta sem kominn sé frá guði. Sem er auðvitað ekki rétt. Siðferðið er breytilegt frá einu samfélagi til annars, frá einum guði til annars og frá einni öld til annarrar. Og m.a.s. innan sama samfélags á sama tíma, virðist siðferðið stundum mismunandi. Þannig að siðferðið virðist fyrst og fremst vera háð þróun samfélaga og vera frá mönnunum sjálfum komið.

Sumt í siðferðinu er bundið í lög. Annað ekki. Það er bannað að drepa og nauðga. En það er ekki bannað að vera dónalegur, eða að móðga fólk. Enda mun loðnara og erfiðara að setja lög um slíkt. Samt myndi það teljast gott siðferði að vera kurteis, ekki satt? Eða að vera tillitssamur?

Siðferði er háð þróun. Ef við segjum, að það sé siðferðilega rétt, að konur séu jafnréttháar karlmönnum, eða að svertingjar séu jafnréttháir hvítum, þá eru samfélög á mismunandi stað. Sum hafa þá náð hærra siðferði en önnur. Þó þessi tvö atriði sem ég nefni, hafi sannarlega ekki náðst á Vesturlöndum án átaka og séu frekar ný af nálinni ef út í það er farið. Nú  síðast réttindabarátta samkynhneigðra. Siðferðið var komið á það stig á Vesturlöndum, að réttindi þerra síðastnefndu voru rökrétt framhald. Hugsunin um að allir eigi að njóta mannréttinda.

En við skulum hafa það í huga, að siðferðið getur þróast í báðar áttir. Það getur þróast í átt til betra siðferðis næstu kynslóðar, en getur líka farið tilbaka. Eins ég sagði í byrjun - siðferðið er breytilegt...

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, SSSól said:

Siðferði er algjörlega teygjanlegt og er þess vegna ekki til nema í hugum okkar. 

Þess vegna til dæmis í alvörunni er hægt að rífast um "staðreyndir" í pólítik. 

Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn braut engin lög þegar Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. En skv. andstæðingum Sjálfstæðisflokksins braut Sjálfstæðisflokkurinn gegn siðferðinu. 

Það sama má segja um Áslaugu Sigurbjörnsdóttur þegar hún óskaði eftir ólöglegu niðurhaldi til að horfa á menn berja aðra menn í MMA. Áslaug er 25 ára og margir á hennar aldri telja niðurhal vera siðlegt þó það sé ólöglegt. 

Auðvitað fer svona ósamræmi í taugar á fólki, ekki mér. Ég er búinn að átta mig á því að siðferðið er teygjanlegt á sömu sekúndinni. Tala nú ekki um siðferði þrælahaldara í Bandaríkjunum þá og svo þegar við berum það saman við nú. 

Svo sá ég helvíti gott. 2002 var gerð áætlun þar sem Bandaríkin ætluðu að gera innrás í Hollandi til að frelsa Bandaríkjamenn sem átti að draga fyrir alþjóðglæpadómstólinn í Haag. Siferði og ekki siðferði. You tell me. 

Þetta er nákvæmlega það sama og ég hef tekið eftir; að siðferðið er teygjanlegt. Eins og svo margt annað er það einungis til í hugum okkar, en getur samt haft eitthvað gildi og gert gagn í samfélagi manna.

Mér virðist líka að mitt siðferði stangast á við annarra siðferði (auðvitað er mitt siðferði það réttasta ... allavegana fyrir mig) og það fær mann til að spyrja sjálfann sig um gildi siðferðis og hvers vegna okkur þykir það nauðsynlegt.

Því ef siðferði er teygjanlegt er það þá einhvers virði? er þá sá maður sem er bundinn af siðferði ekki í veikari aðstöðu en sá sem ekkert siðferði hefur?

Það hefur verið rætt að fullt af CEO's eru siðblindir sem hjálpar þeim að horfa framhjá mannlegum þáttum sem myndu ef til vill stöðva annan með sterka siðferðiskennd.

Hérna er áhugaverð heimildarmynd um siðleysingja í leiðandi stöðum í heiminum ..:

 

2 hours ago, jenar said:

Trúarbrögð hafa gjarnan eignað sér siðferðisvitundina. Sagt siðferðið fasta sem kominn sé frá guði. Sem er auðvitað ekki rétt. Siðferðið er breytilegt frá einu samfélagi til annars, frá einum guði til annars og frá einni öld til annarrar. Og m.a.s. innan sama samfélags á sama tíma, virðist siðferðið stundum mismunandi. Þannig að siðferðið virðist fyrst og fremst vera háð þróun samfélaga og vera frá mönnunum sjálfum komið.

Sumt í siðferðinu er bundið í lög. Annað ekki. Það er bannað að drepa og nauðga. En það er ekki bannað að vera dónalegur, eða að móðga fólk. Enda mun loðnara og erfiðara að setja lög um slíkt. Samt myndi það teljast gott siðferði að vera kurteis, ekki satt? Eða að vera tillitssamur?

Siðferði er háð þróun. Ef við segjum, að það sé siðferðilega rétt, að konur séu jafnréttháar karlmönnum, eða að svertingjar séu jafnréttháir hvítum, þá eru samfélög á mismunandi stað. Sum hafa þá náð hærra siðferði en önnur. Þó þessi tvö atriði sem ég nefni, hafi sannarlega ekki náðst á Vesturlöndum án átaka og séu frekar ný af nálinni ef út í það er farið. Nú  síðast réttindabarátta samkynhneigðra. Siðferðið var komið á það stig á Vesturlöndum, að réttindi þerra síðastnefndu voru rökrétt framhald. Hugsunin um að allir eigi að njóta mannréttinda.

En við skulum hafa það í huga, að siðferðið getur þróast í báðar áttir. Það getur þróast í átt til betra siðferðis næstu kynslóðar, en getur líka farið tilbaka. Eins ég sagði í byrjun - siðferðið er breytilegt...

Að segja siðferðið komið frá Guði krefst skilgreiningar á hugtakinu "Guð" sem við höfum aldrei komist í gegnum. Segjum þess vegna til einföldunar að allt er frá mönnunum komið og að siðferðið er engin undantekning.

En ég hef einmitt verið að spekúlera í svipuðum hlutum og þú og SSSól nefnið; hvernig siðferði virðist vera fljótandi og breytilegt.

Spurningin hlýtur þá að vakna; ef siðferði er fljótandi og breytilegt, er þá eins siðferði betra eða verra en annars? og ef það er enginn munur, hvers vegna að binda sig þröngu siðferði á meðan maður getur hagað sér eins og Clinton, Bush, Trump, Kim jung un, eða Sigmundur Davíð og Bjarni Ben?

What is in it for me?

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 9/25/2017 at 0:13 PM, Frater DOV said:

Þetta er nákvæmlega það sama og ég hef tekið eftir; að siðferðið er teygjanlegt. Eins og svo margt annað er það einungis til í hugum okkar, en getur samt haft eitthvað gildi og gert gagn í samfélagi manna.

Mér virðist líka að mitt siðferði stangast á við annarra siðferði (auðvitað er mitt siðferði það réttasta ... allavegana fyrir mig) og það fær mann til að spyrja sjálfann sig um gildi siðferðis og hvers vegna okkur þykir það nauðsynlegt.

Því ef siðferði er teygjanlegt er það þá einhvers virði? er þá sá maður sem er bundinn af siðferði ekki í veikari aðstöðu en sá sem ekkert siðferði hefur?

Það hefur verið rætt að fullt af CEO's eru siðblindir sem hjálpar þeim að horfa framhjá mannlegum þáttum sem myndu ef til vill stöðva annan með sterka siðferðiskennd.

Hérna er áhugaverð heimildarmynd um siðleysingja í leiðandi stöðum í heiminum ..:

 

Að segja siðferðið komið frá Guði krefst skilgreiningar á hugtakinu "Guð" sem við höfum aldrei komist í gegnum. Segjum þess vegna til einföldunar að allt er frá mönnunum komið og að siðferðið er engin undantekning.

En ég hef einmitt verið að spekúlera í svipuðum hlutum og þú og SSSól nefnið; hvernig siðferði virðist vera fljótandi og breytilegt.

Spurningin hlýtur þá að vakna; ef siðferði er fljótandi og breytilegt, er þá eins siðferði betra eða verra en annars? og ef það er enginn munur, hvers vegna að binda sig þröngu siðferði á meðan maður getur hagað sér eins og Clinton, Bush, Trump, Kim jung un, eða Sigmundur Davíð og Bjarni Ben?

What is in it for me?

Kristnir segja siðferðið komið frá Jahve, múslimar segja það komið frá Allah o.sv.frv.

Tjah - er siðferði eins betra en annars? Er hugarheimur barnsins verri en hins fullorðna? Flest börn vilja helst borða nammi alla daga og skilja ekki áhuga fullorðinna á ýsusoðningu. Finnst ýsusoðningin ógeðsleg. Barnið skilur heldur enganveginn, af hverju fullorðnir vilji frekar horfa á fréttir en á teiknimyndir. Fullorðnir hafa gengið í gegnum meiri þroska, ekki satt? Sum samfélög eru einfaldlega á eftir okkar samfélagi í siðferðisþroska. Við getum ekki leyft sumum þáttum þeirra siðferðis að grasséra í okkar samfélagi. Frekar en að við leyfðum barninu að borða nammi alla daga. Það væri afturför. Kannski eins og að ganga í barndóm aftur. 

Siðferði límir samfélagið saman. Hefur þessvegna tilgang. Ef allir höguðu sér eins og þessir sem þú nefnir, þá yrði meiri upplausn í samfélaginu, ekki satt? Flest fólk vil ekki svoleiðis samfélag. Þessvegna lifir siðferðið góðu lífi.

Annars er siðferði mjög víðtækt hugtak og nær yfir marga hluti. Eins og á Viktoríutímanum í Bretlandi, þótti gott siðferði að klæði hyldu sem mest af líkamanum. Eins og hjá ákveðnum hópum enn í dag. Siðferði nær yfir nánast alla þætti samfélagsins...

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, jenar said:

Kristnir segja siðferðið komið frá Jahve, múslimar segja það komið frá Allah o.sv.frv.

Tjah - er siðferði eins betra en annars? Er hugarheimur barnsins verri en hins fullorðna? Flest börn vilja helst borða nammi alla daga og skilja ekki áhuga fullorðinna á ýsusoðningu. Finnst ýsusoðningin ógeðsleg. Barnið skilur heldur enganveginn, af hverju fullorðnir vilji frekar horfa á fréttir en á teiknimyndir. Fullorðnir hafa gengið í gegnum meiri þroska, ekki satt? Sum samfélög eru einfaldlega á eftir okkar samfélagi í siðferðisþroska. Við getum ekki leyft sumum þáttum þeirra siðferðis að grasséra í okkar samfélagi. Frekar en að við leyfðum barninu að borða nammi alla daga. Það væri afturför. Kannski eins og að ganga í barndóm aftur. 

Siðferði límir samfélagið saman. Hefur þessvegna tilgang. Ef allir höguðu sér eins og þessir sem þú nefnir, þá yrði meiri upplausn í samfélaginu, ekki satt? Flest fólk vil ekki svoleiðis samfélag. Þessvegna lifir siðferðið góðu lífi.

Annars er siðferði mjög víðtækt hugtak og nær yfir marga hluti. Eins og á Viktoríutímanum í Bretlandi, þótti gott siðferði að klæði hyldu sem mest af líkamanum. Eins og hjá ákveðnum hópum enn í dag. Siðferði nær yfir nánast alla þætti samfélagsins...

Flestir eru sammála um að hugarheimur barns er óþroskaðri en hugarheimur fullorðinna, það sama er ekki hægt að segja um jafningja.

Þú segir sum samfélög á eftir okkar í siðferðisþroska, ég efast um að þessi samfélög deili þeirri skoðun þinni. Þeim finnst þeirra siðferði vafalaust betra en þitt ....  og hver á að dæma?

Flestir hafa siðferði svo þeir eru þarmeð hlutdrægir, og þeir sem ekki hafa siðferði eru siðlausir og þar með ómarktækir; hver getur þá dæmt um hvers siðferði er það besta?

Það er einmitt pælingin; ef allra siðferði er jafngott, er siðferði þá nokkurs virði, þar sem það er persónubundið.

Siðferði stjórnar hegðun okkar að miklu leiti og þar sem siðferði okkar nær ekki til, þar taka lögin við.

Þannig efast ég um að þú myndir fremja morð þó það væri löglegt, siðferði þitt væri nót til að halda þér frá slíku. En fyrir þá hvers siðferði er ekki nóg til að halda þeim frá því að myrða, höfum við lög svo að óttinn við refsingu geti haldið þeim frá því að fremja morð.

En ef siðferði er persónubundið, er það þá eitthvað sem við sjálf búum til allt eftir eigin hentisemi?

Og ef svo er, er  siðferði þá einhvers virði, því allir geta breytt sínu siðferði eftir því hvernig vindurinn blæs?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Segir það sig ekki sjálft að maður telur alltaf sitt eigið siðferði vera betra en annarra? Þó það vilji kannski ekki allir orða það nákvæmlega á þann veg (kannski hluti af siðferðinu að vilja ekki móðga eða særa aðra að óþörfu). Ég meina ef ég teldi annars konar siðferði vera betra en mitt eigið, væri ég ekki með þeirri hugsun og játningu þá í raun bara búinn að taka upp það siðferði? Hitt er svo annað að við eigum kannski miserfitt með að fara alltaf eftir eigin siðferðiskennd af ýmsum ástæðum en það breytir hinsvegar ekki hver hún er í grunninn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áhugaverður þráður. 

Mig langar að koma með pælingu. 

Af hverju þarf aðgangsorð og læsingar?

Ég læsi bílnum mínum. Af hverju þarf ég þess? Er eitthvað að siðferðinu? Í Vestmanneyjum þarf ekki að læsa húsum eða bílum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Hallgeir said:

Segir það sig ekki sjálft að maður telur alltaf sitt eigið siðferði vera betra en annarra? Þó það vilji kannski ekki allir orða það nákvæmlega á þann veg (kannski hluti af siðferðinu að vilja ekki móðga eða særa aðra að óþörfu). Ég meina ef ég teldi annars konar siðferði vera betra en mitt eigið, væri ég ekki með þeirri hugsun og játningu þá í raun bara búinn að taka upp það siðferði? Hitt er svo annað að við eigum kannski miserfitt með að fara alltaf eftir eigin siðferðiskennd af ýmsum ástæðum en það breytir hinsvegar ekki hver hún er í grunninn.

Einmitt, að mínu mati segir það sig sjálft að hver og einn okkar telur sitt siðferði það besta (alveg eins og við teljum skoðanir okkar þær einu sönnu :lol:).

Og mér finst líka auglóst að ekki allir fara eftir eigin siðferði; að gjörðir okkar spegla ekki alltaf siðferðiskennd okkar.

 

35 minutes ago, SSSól said:

Áhugaverður þráður. 

Mig langar að koma með pælingu. 

Af hverju þarf aðgangsorð og læsingar?

Ég læsi bílnum mínum. Af hverju þarf ég þess? Er eitthvað að siðferðinu? Í Vestmanneyjum þarf ekki að læsa húsum eða bílum. 

Flestir læsa til að komast hjá þjófnaði ...

Ég efast um að siðferði nokkurs leyfi honum að stela þó við séum flínk við að finna tylliástæður og mildandi aðstæður til að brjótast framhjá eign siðferðishindrunum.

Þó að siðferði okkar segi okkur að það er rangt að stela, þá gerum við það samt og finnum svo útskýringar og afsakanir til að réttlæta gjörninginn. Ef við gerum það oft verðum við voða flínk að afsaka siðlausa hegðun okkar.

 

... en getur það verið orsök þessa mismunandi grunnsiðferðis? að við höfum í raun öll siðferði sem er nokkuð eins, en að við megnum ekki að fara eftir því ..?

Mér virðist sem flestra siðferði inniheldur t.d. bann við morðum og þjófnaði, þó að við förum ekki alltaf eftir þeirri siðferðiskennd okkar.

... hvað segið þið? yfirsést mér eitthvað hérna? :hmmm:

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 minutes ago, Frater DOV said:

 

... hvað segið þið? yfirsést mér eitthvað hérna? :hmmm:

 

Kannski erum við að snúa þessu á haus. Kannski ætti fólk að hætta að nota lása í Reykjavík eins og þeir gera úti á landi (Vestmanneyjar). Í dag er segjum brotist inn í 0,01% húsa í Reykjavík en með því að hætta að læsa verður bara brotist inn í 0,005% húsa. 

Ekki ósvipuð pæling eins og með lögleiðingu fíkniefna. Skaðinn af því að banna fíkniefni er meiri en heldur af því að leyfa fíkniefni. Tek það fram að ég er á móti því að aflæsa húsum. og leyfa fíkniefni. Set þetta fram sem hugaræfingar í siðferði. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, SSSól said:

Kannski erum við að snúa þessu á haus. Kannski ætti fólk að hætta að nota lása í Reykjavík eins og þeir gera úti á landi (Vestmanneyjar). Í dag er segjum brotist inn í 0,01% húsa í Reykjavík en með því að hætta að læsa verður bara brotist inn í 0,005% húsa. 

Ekki ósvipuð pæling eins og með lögleiðingu fíkniefna. Skaðinn af því að banna fíkniefni er meiri en heldur af því að leyfa fíkniefni. Tek það fram að ég er á móti því að aflæsa húsum. og leyfa fíkniefni. Set þetta fram sem hugaræfingar í siðferði. 

Þessar tölur verða að byggja á einhverju til að vera marktækar, tölur um fíkniefnaneyslu byggja á reynslu landa og borga þar sem fíkniefni hafa verið leyfð.

Neysla fíkniefna bitnar á einstaklingnum sjálfum en þjófnaður úr húsum og bílum bitnar á öðrum en þjófinum ... þessi munur er nægilegur til að þessu er ekki saman að líkja að mínu mati. Tek það fram að ég hvorki brýst inn í hús né neyti fíkniefna, (nema kaffi öðru hvoru .....  og sykur borða ég líka .... sorrí). :lol:

 

Þegar ég ólst upp í vesturbæ reykjavíkur læstum við ekki bílum eða húsum. En í dag læsi ég öllu sem ég get, að fenginni reynslu. Ég hef fengið óboðinn gest sem ekki lét læstar dyr stöva sig og eyðilagði og stal. Það er reynsla sem var verulega óþægileg. Efast um að hann hefði snúið við ef ég hefði haft ólæst ...En ég er viss um að siðferði þjófsinns segi honum að innbrot er rangt en að hann hafi fínar afsakanir og útskýringar fyrir sínum gjörðum ....

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 9/28/2017 at 1:33 AM, Frater DOV said:

Flestir eru sammála um að hugarheimur barns er óþroskaðri en hugarheimur fullorðinna, það sama er ekki hægt að segja um jafningja.

Þú segir sum samfélög á eftir okkar í siðferðisþroska, ég efast um að þessi samfélög deili þeirri skoðun þinni. Þeim finnst þeirra siðferði vafalaust betra en þitt ....  og hver á að dæma?

Flestir hafa siðferði svo þeir eru þarmeð hlutdrægir, og þeir sem ekki hafa siðferði eru siðlausir og þar með ómarktækir; hver getur þá dæmt um hvers siðferði er það besta?

Það er einmitt pælingin; ef allra siðferði er jafngott, er siðferði þá nokkurs virði, þar sem það er persónubundið.

Siðferði stjórnar hegðun okkar að miklu leiti og þar sem siðferði okkar nær ekki til, þar taka lögin við.

Þannig efast ég um að þú myndir fremja morð þó það væri löglegt, siðferði þitt væri nót til að halda þér frá slíku. En fyrir þá hvers siðferði er ekki nóg til að halda þeim frá því að myrða, höfum við lög svo að óttinn við refsingu geti haldið þeim frá því að fremja morð.

En ef siðferði er persónubundið, er það þá eitthvað sem við sjálf búum til allt eftir eigin hentisemi?

Og ef svo er, er  siðferði þá einhvers virði, því allir geta breytt sínu siðferði eftir því hvernig vindurinn blæs?

Að rífast um hvaða siðferði sé best, eru rökræður sem fara bara í hringi. Svona "pabbi minn er miklu betri en pabbi þinn" umræða. 

Við getum hinsvegar spurt sjálfa okkur, hvað það sé, sem sé eftirsóknarvert í samfélagi. Er jafnrétti kynjanna eftirsóknarvert? Eða jafnrétti kynþátta? Er trúfrelsi betra en ekkert trúfrelsi? Er tjáningarfrelsi gott eða vont? 

Ef svarið er, að allt þetta sem ég nefni, séu góðir og eftirsóknarverðir hlutir og lýsi góðu siðferði í lagasetningu, þá er okkar samfélag klárlega komið lengra en lagalegt siðferði sumra annarra samfélaga. Þar sem jafnrétti kynjanna er ekki fyrir hendi, þar sem ekki ríkir trúfrelsi og fólk jafnvel drepið fyrir að ganga af trúnni. Og þ.a.l. að þar ríki ekki heldur tjáningafrelsi.

Og þá skiptir kannski litlu máli fyrir okkur sem búum í frjálsum samfélögum, hvað hinum finnst um sitt siðferði. Við vitum að við erum komin lengra. Alveg eins og hinn fullorðni veit, að það er ekki gott að borða bara nammi alla daga, sama hvað barninu finnst um það. Og við vitum líka, að með tímanum munu þessi þjóðfélög þróast í sömu átt og okkar samfélag gerði. Alveg eins og barnið mun vaxa og þroskast. Og hætta að vilja bara nammi í gogginn.

Spurningin er þá, hvort við eigum að leyfa þessum samfélögum að þroskast á sinum forsendum, eða troða okkar siðferði upp á þau. Ég er ekkert viss um að það sé gott að troða okkar siðferði upp á aðra. Nema að fólk úr þessum samfélögum vilji búa á meðal okkar. Þá er það sjálfsögð krafa, að það viðurkenni okkar siðferðiskóda og lifi samkvæmt honum...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tilraunir til þess að þröngva því upp á fjarlæga menningarheima eru líka líklegar til þess að hafa þveröfug áhrif svo ég held það sé bara best að sleppa öllu slíku og leyfa þessum samfélögum að finna út úr þessu sjálf. Kannski munu þau með tímanum enda á svipuðum stað og við, kannski ekki. Óháð því þá er það í höndum þeirra sem þar búa að berjast fyrir samfélagsbreytingum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, jenar said:

Að rífast um hvaða siðferði sé best, eru rökræður sem fara bara í hringi. Svona "pabbi minn er miklu betri en pabbi þinn" umræða. 

Við getum hinsvegar spurt sjálfa okkur, hvað það sé, sem sé eftirsóknarvert í samfélagi. Er jafnrétti kynjanna eftirsóknarvert? Eða jafnrétti kynþátta? Er trúfrelsi betra en ekkert trúfrelsi? Er tjáningarfrelsi gott eða vont? 

Ef svarið er, að allt þetta sem ég nefni, séu góðir og eftirsóknarverðir hlutir og lýsi góðu siðferði í lagasetningu, þá er okkar samfélag klárlega komið lengra en lagalegt siðferði sumra annarra samfélaga. Þar sem jafnrétti kynjanna er ekki fyrir hendi, þar sem ekki ríkir trúfrelsi og fólk jafnvel drepið fyrir að ganga af trúnni. Og þ.a.l. að þar ríki ekki heldur tjáningafrelsi.

Og þá skiptir kannski litlu máli fyrir okkur sem búum í frjálsum samfélögum, hvað hinum finnst um sitt siðferði. Við vitum að við erum komin lengra. Alveg eins og hinn fullorðni veit, að það er ekki gott að borða bara nammi alla daga, sama hvað barninu finnst um það. Og við vitum líka, að með tímanum munu þessi þjóðfélög þróast í sömu átt og okkar samfélag gerði. Alveg eins og barnið mun vaxa og þroskast. Og hætta að vilja bara nammi í gogginn.

Spurningin er þá, hvort við eigum að leyfa þessum samfélögum að þroskast á sinum forsendum, eða troða okkar siðferði upp á þau. Ég er ekkert viss um að það sé gott að troða okkar siðferði upp á aðra. Nema að fólk úr þessum samfélögum vilji búa á meðal okkar. Þá er það sjálfsögð krafa, að það viðurkenni okkar siðferðiskóda og lifi samkvæmt honum...

 

Sumir myndu kalla upptalningu þína yfirlæti og hroka

Flest samfélög ættu ekki í erfiðleikum með að telja upp, hvers vegna þeirra samfélag er miklu betra en önnur. Þú getur ekki talið upp svona hluti og haldið þá sjálfssagða fyrir alla; þeir eru einungis sjálfssagðir fyrir vesturlandabúa sem eru sammála þér. Og að troða siðferði, menningu eða skoðunum upp á aðra, sem það ekki vilja, er ofbeldi og nauðung.

Það er ekki heldur pointið í þessum samræðum, að finna besta siðferðið, heldur hvernig verðum við okkur úti um siðferðið og hvað það er. Ég hef setið dáltið á þeirri skoðun minni að mér finnst siðferði á hinum ýmsu stöðum heimsinns vera með ólíkindum mikið eins. Ég sé glóbal tendens þegar kemur að grunnsiðferði.

Við verðum að skoða stóru myndina til að sjá þetta, því það eru til fullt af lókal siðferðiskreddum, en ef við athugum stórt yfir, þá er t.d. morð allstaðar slæmt, ásamt lygi óheilindum og illsku, á meðan göfuglyndi, miskun, kærleikur og sannleikur er allstaðar litið blíðari augum.

Þannig getur t.d. vesturlendingur, afríkubúi, og asíubúi orðið sammála um ýmis gildi, þó að þeir túlki hlutina í mismunandi samhengi.

Á vesturlöndum og víðar monta menn sig óspart af þessum gildum, en snúa svo út úr þeim allt eftir því hvað passar þeirra hagsmunum besti. Þannig er miskun einungis fyrir þá sem hafa unnið til þess, og það er allt í lagi að ljúga og svíkja ef þú græðir á því og morð er afsakanlegt er hinn myrti gerði eitthvað fyrst (sjálfsvörn) eða þú heldur að hann hafi ætlað að gera eitthvað (preemptive strike).

En undir niðri er ennþá siðferðið sem segir að það er rangt að drepa, sama hvað, það er rangt að ljúga, sama hvað osfrv. að það er ALLTAF rangt að drepa, alveg eins og það er ALLTAF rangt að níðast á barni. Það er ENGIN undantekning, þó að við séum iðin við að finna slíkar upp.

Það er grunnsiðferðið sem ég er að reyna að draga fram ... sem ég tel sameiginlegt öllu mannkyni, hluti af því sem Jung kallaði "collective unconscious". Hluti af undirmeðvitund sem er sameiginlegt öllum af okkar tegund.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Grunngildi allra manna, það sem við gætum kallað sameiginlegt siðferði, er að hlúa að okkar eigin fjölskyldu. Síðan eigin hópi, sem með tímanum hefur í sumum tilfellum orðið að þjóð. Lagasetning flestra landa bannar morð, það er rétt. En alls ekki algilt. Það er í sumum samfélögum viðurkennt, að það megi drepa dætur fyrir óhlýðni við feður sína. Við þekkjum það sennilega best sem heiðursmorð. Það er eiginlega alveg sama hvort þeir sem lifa við það siðferði segja að það sé gott siðferði, við vitum betur. Það er ekki meint sem neinn hroki. Enda kalla ég það ekki slæmt siðferði, heldur einungis að það sé á eftir okkar siðferði í samfélagsþroska. 

Ef lagasetning endurspeglar á einhvern hátt siðferði samfélags, þá hlýtur summan af því að endurspeglast í því, að sem flestir njóti mannréttinda og mannvirðingar. Og þar eru vestræn samfélög langlengst komin. Það er bara staðreynd...

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 hours ago, jenar said:

Grunngildi allra manna, það sem við gætum kallað sameiginlegt siðferði, er að hlúa að okkar eigin fjölskyldu. Síðan eigin hópi, sem með tímanum hefur í sumum tilfellum orðið að þjóð. Lagasetning flestra landa bannar morð, það er rétt. En alls ekki algilt. Það er í sumum samfélögum viðurkennt, að það megi drepa dætur fyrir óhlýðni við feður sína. Við þekkjum það sennilega best sem heiðursmorð. Það er eiginlega alveg sama hvort þeir sem lifa við það siðferði segja að það sé gott siðferði, við vitum betur. Það er ekki meint sem neinn hroki. Enda kalla ég það ekki slæmt siðferði, heldur einungis að það sé á eftir okkar siðferði í samfélagsþroska. 

Ef lagasetning endurspeglar á einhvern hátt siðferði samfélags, þá hlýtur summan af því að endurspeglast í því, að sem flestir njóti mannréttinda og mannvirðingar. Og þar eru vestræn samfélög langlengst komin. Það er bara staðreynd...

Hroki var nefndur af því að þú ert svo ofurviss um ágæti eigin siðferðis að það kemur aldrei til mála að aðrir gætu haft nákvæmlega sömu afstöðu og þú til síns siðferðis, en ef þeir hefðu það þá væru slík viðhorf augsjáanlega byggð á ranghugmyndum.

Það er svona alger og óbilgjörn sannfæring um yfirburði eigin lífsafstöðu, trúar, gildismats og siðferðis sem fær fólk til að framkvæma voðaverk í nafni, þeirrar heimsmyndar sem það aðhyllist.

Við erum jú í rétti, sökum þess að; Guð er á okkar hlið, við erum siðferðislega sterkari, við höfum öflugasta herinn, við erum lengst kominn í þroska, við erum gáfuðust, okkar guð er hinn eini rétti eða að við erum komin lengst tæknilega eða við pissuðum lengst í pissukeppninni.

En það kemur ekkert út úr slíkum vangaveltum annað en ofvaxið sjálfsálit og ranghugmyndir. Þú þarft ekki missa álit á eigin siðferði, en taktu með í reikninginn að aðrir hafi sömu tiltrú til síns siðferðis og að báðir aðilar gætu haft rétt fyrir sér á sama tíma.

 

Ég er ekki að reyna að dæma um hvaða siðferði er hið besta, mér finnst ég óhæfur til slíks dóms. Ég er að reyna að skilja hvaðan siðferði kemur og hvernig það virkar. Ekki minnst vekur það áhuga minn að sjá hversu líkt grunnsiðferðið er milli mismunandi menningarheima.

Meiginreglan er allstaðar að ekki er leyfilegt að drepa, hvorki dætur né aðra.

En flest samfélög horfa framhjá þessari meiginreglu í sumum tilfellum og leyfir morð ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Til dæmis myrðir hið opinbera sumstaðar eigin þegna sem hafa framið glæp, t.d. myrt. Okkur finnst svo rangt að drepa að við drepum þá sem drepa, eins heimskulegt og það nú kann að hljóma. Og sumstaðar eru t.d. fjölskyldumeðlimir (ekki bara stúlkur) drepnir ef þeir rýra heiður fjölskyldunnar.

Þetta eru samt undantekningar frá meginreglunni, sem er allstaðar að það er rangt að drepa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú talar um sammannlegt siðferði, eins og að það megi ekki myrða. Gott og vel, ég er sammála því, það er svona í flestum tilfellum rétt. Þessvegna hljóta góðmennska og umburðarlyndi þá að teljast til góðs siðferðis, ekki satt? Og þá inniber það augljóslega, að það að virða ákvörðun dóttur sinnar um hverjum hún vil giftast, telst til umburðarlyndis og virðingar fyrir ákvörðunum annarrar manneskju. Þ.a.l. hlýtur það þá að vera óþroskaðra siðferði, að drepa dóttur sína af því að hún fer ekki eftir þinni fyrirskipun. Fullvissan um að mitt siðferði sé betra, byggist þá ekki á hroka, heldur á þeirri einföldu staðreynd, að gæði siðferðis felist í því, að sem flestir innan hvers samfélags njóti mannvirðingar. Litla barnið er lika alveg sannfært um það, að nammi sé betra en soðin fiskur í hvert mál. Sannleikurinn hefur samt ekkert með skoðun barnsins á eigin sannfæringu að gera. Hinn fullorðni veit betur. 

Við getum síðan alveg rætt tvöfalt siðgæði. Sem tíðkast á Vesturlöndum eins og allsstaðar annarsstaðar. Það er bara önnur Garún í umræðunni. Eins og ég sagði í byrun, þá er þetta svo gríðarlega umfangsmikil umræða og margir fletir á henni... 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, jenar said:

Þú talar um sammannlegt siðferði, eins og að það megi ekki myrða. Gott og vel, ég er sammála því, það er svona í flestum tilfellum rétt. Þessvegna hljóta góðmennska og umburðarlyndi þá að teljast til góðs siðferðis, ekki satt? Og þá inniber það augljóslega, að það að virða ákvörðun dóttur sinnar um hverjum hún vil giftast, telst til umburðarlyndis og virðingar fyrir ákvörðunum annarrar manneskju. Þ.a.l. hlýtur það þá að vera óþroskaðra siðferði, að drepa dóttur sína af því að hún fer ekki eftir þinni fyrirskipun. Fullvissan um að mitt siðferði sé betra, byggist þá ekki á hroka, heldur á þeirri einföldu staðreynd, að gæði siðferðis felist í því, að sem flestir innan hvers samfélags njóti mannvirðingar. Litla barnið er lika alveg sannfært um það, að nammi sé betra en soðin fiskur í hvert mál. Sannleikurinn hefur samt ekkert með skoðun barnsins á eigin sannfæringu að gera. Hinn fullorðni veit betur. 

Við getum síðan alveg rætt tvöfalt siðgæði. Sem tíðkast á Vesturlöndum eins og allsstaðar annarsstaðar. Það er bara önnur Garún í umræðunni. Eins og ég sagði í byrun, þá er þetta svo gríðarlega umfangsmikil umræða og margir fletir á henni... 

Þú ert ekki að skilja að þú getur ekki dæmt siðferði annarra af því að þú ert hlutdrægur; vegna þess að þú hefur ákveðið siðferði. Enginn er hlutlaus.

 

5 hours ago, Frater DOV said:

En það kemur ekkert út úr slíkum vangaveltum annað en ofvaxið sjálfsálit og ranghugmyndir. Þú þarft ekki missa álit á eigin siðferði, en taktu með í reikninginn að aðrir hafi sömu tiltrú til síns siðferðis og að báðir aðilar gætu haft rétt fyrir sér á sama tíma.

 

5 hours ago, Frater DOV said:

Ég er ekki að reyna að dæma um hvaða siðferði er hið besta, mér finnst ég óhæfur til slíks dóms. Ég er að reyna að skilja hvaðan siðferði kemur og hvernig það virkar. Ekki minnst vekur það áhuga minn að sjá hversu líkt grunnsiðferðið er milli mismunandi menningarheima.

Meiginreglan er allstaðar að ekki er leyfilegt að drepa, hvorki dætur né aðra.

En flest samfélög horfa framhjá þessari meiginreglu í sumum tilfellum og leyfir morð ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Til dæmis myrðir hið opinbera sumstaðar eigin þegna sem hafa framið glæp, t.d. myrt. Okkur finnst svo rangt að drepa að við drepum þá sem drepa, eins heimskulegt og það nú kann að hljóma. Og sumstaðar eru t.d. fjölskyldumeðlimir (ekki bara stúlkur) drepnir ef þeir rýra heiður fjölskyldunnar.

Þetta eru samt undantekningar frá meginreglunni, sem er allstaðar að það er rangt að drepa.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

ég hef verið að reyna að fá fram að megin siðferði okkar er hið sama, þó að smáatriðin eru mismunandi. þetta verður augljóst þegar maður fer að tína til þær siðferðisafstöður sem flestum eru sameiginlegar.

En við erum ekki fyrstir til að hugsa þessa hugsun, margir hafa verið hérna á undan okkur

Hérna er ágætar samræður um málefnið.

Ég tel að "The Universal Code exists just as Mathematics exists!"

Lestu þetta upphafsinnlegg og þar finnur þú afstöðu mína nokkuð vel framsetta ...

http://www.debate.org/opinions/is-there-a-universal-moral-code

 

Hérna er svo stuttur listi yfir "universal values" sem ég tel að allir búa yfir

Universal values.JPG

héðan http://personal.tcu.edu/pwitt/Universal Values.pdf

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.