Sign in to follow this  
Followers 0
SSSól

Getur einhver maður svarað þessu?

5 posts in this topic

Núna eru Spánverjar í vondum  eða góðum málum vegna þess að katalónar vilja skera sig frá Spáni. 

Íbúar Barselóna eru hluti af Katalóníu sem er hluti af Spáni og Spánn er hluti af Evrópusambandinu. 

Ef Katalónar skera sig úr Spáni þá eru þeir að ganga úr Evrópusambandinu. Þeir vilja semja við eða ganga í Evrópusambandið þegar þeir verða sjálfstæðir. 

Hvaða máli skiptir þetta fyrir íbúa í Barselóna hvort þeir séu sjálfstæðir eða ekki? 

Íbúi í Barselóna er hluti af fjölskyldu sem þarf að fæðu, húsnæði, vinnu, aðstoð borgar og aðstoð ríkis. Hvað varðar hann um sjálfstæði Katlóníu eða ekki?

Hvað með íbúa í Madríd? Hvaða áhrif hefur Sjálfstæðisbarátta á Madríd?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Önnur menning þarna. T.d. þegar þeir bönnuðu nautaat þá var það svo seinna ógilt af Spánverjunum.

Efnahagurinn á svo að hafa verið betri þarna í gegnum árin en í Madrid og suður-Spáni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 06/10/2017 at 1:21 AM, Hallgeir said:

Önnur menning þarna. T.d. þegar þeir bönnuðu nautaat þá var það svo seinna ógilt af Spánverjunum.

Efnahagurinn á svo að hafa verið betri þarna í gegnum árin en í Madrid og suður-Spáni.

Ekki bara önnur menning, það er annað tungumál. Efnahagur Catalunya er líka sterkari en Spánar hvað hlutföll varðar.

En það er líka þetta með Baskana. Hvað gera þau ef Catalunya klýfur sig frá? S.s. liðast Spánn í sundur?

Þannig að ég myndi segja að Spánn myndi vera í vondum málum en Catalanar yrðu í betri málum, efnahagslega séð. Á sama tíma er fjöldinn allur af fólki í Catalunya sem vill vera áfram hluti af Spáni þannig að sjálfstæðisyfirlýsing gæti farið illa í þau og þetta valdið mikilli ókyrrð innan Catalunya sjálfs, meðal borgara þessa nýja ríkis, ef af verður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það væri líka alveg ljóst að þessu "nýja land" yrði ekki hleypt inn í ESB, og stóru evrópulöndin myndu ekki viðurkenna það.

Svo myndu þeir missa evruna.

Túristar kæmust svo ekki jafn auðveldlega til þessa svæðis þegar stóru flugfélögin lenda ekki lengur þarna útaf pressu fá evrópskum yfirvöldum.

Spænska bankakerfið myndi draga sig alfarið í burtu frá Katalóníu. Það yrði ekkert bankakerfi þarna eftir.

Þannig að þessi "góði efnahagur" katalóníu færi til fjandans frekar fljótt þegar gjaldeyrir frá túrismanum gufar upp, bankakerfið gufar upp, gjaldmiðillinn gufar upp, ferðafrelsið gufar upp, o.s.frv.

Ég held að þetta sé feigðarför hjá sjálfstæðissinnum katalóníumanna. Þeir fatta ekki hvað það tekur að reka land.

Ef þeir lýsa yfir sjálfstæði þá mun umheimurinn ekkert viðurkenna þá. Þeir verða bara í limbó, og flestir munu telja þetta sem "rebel" ríki innan Spánar og ekkert annað. Tíminn svo líður, þessir sjálfstæðissinnar "feida" í burtu og Spánn tekur yfir þetta drasl. Þ.e. ef þeir gera það ekki strax á næstu dögum, senda herinn inn, handtaka alla forsprakkana og setja á herlög í Barcelona og svipt Katalóníu sjálfstjórn. Þeir gætu gert þetta frekar auðveldlega og frekar hratt, og ESB myndi bara yppa öxlum.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held @apple greini þetta rétt.  Smákóngaleikur þarna sem myndi skaða bæði héraðið og Spán sem heild.

Fyrir utanaðkomandi virðist hafa verið ákaflega illa staðið að þessu frá öllum hliðum, vanhugsuð atkvæðagreiðsla sem er mætt með ofsafengnum hætti frá Landsstjórninni sem svo aftur herðir smákóngaliðið.   Hlyti að hafa verið hægt að semja um einhverskonar sjálfræði þótt héraðið yrði enn undir hluti af Spáni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.