Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Styrni utanfrá að fara í gegnum sólkerfi okkar

34 posts in this topic

https://www.nytimes.com/2017/10/27/science/interstellar-object-solar-system.html?rref=collection%2Fsectioncollection%2Fscience&action=click&contentCollection=science&region=rank&module=package&version=highlights&contentPlacement=1&pgtype=sectionfront&_r=0

Svo er sagt að engin hætta sé á að svona smástyrni hitti jörðina, bara að þeir vita það ekki, þetta kom alveg að óvörum og án þess að tekið væri eftir því fyrir enn það var komið inní sólkerfið, gæti alveg eins verið fjöldi þeirra.

Þetta er ein ástæðan að við eigum að leggja allt í að koma okkur fyrir í geimnum ef að við teljum að við eigum að vera til til langframa, jörðin bara of óáreiðanleg fyrir svo margar sakir. Ef ekki svona smástyrni, þá stærra eða mörg, ísöld, meiriháttar eldgos, etc. etc.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skil ekkert í þér að taka mark á svona bulli Ingimundur. Þetta eru einhverjir keyptir vísindamenn í gagnafölsunum til að reyna að halda djobbinu. Trúlega vinstra samsæri um að nú sé búið að eyðileggja sólkerfið.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/29/2017 at 1:48 PM, Landnámshænan said:

Skil ekkert í þér að taka mark á svona bulli Ingimundur. Þetta eru einhverjir keyptir vísindamenn í gagnafölsunum til að reyna að halda djobbinu. Trúlega vinstra samsæri um að nú sé búið að eyðileggja sólkerfið.

Áts, hehe...

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 10/28/2017 at 5:54 PM, Ingimundur Kjarval said:

https://www.nytimes.com/2017/10/27/science/interstellar-object-solar-system.html?rref=collection%2Fsectioncollection%2Fscience&action=click&contentCollection=science&region=rank&module=package&version=highlights&contentPlacement=1&pgtype=sectionfront&_r=0

Svo er sagt að engin hætta sé á að svona smástyrni hitti jörðina, bara að þeir vita það ekki, þetta kom alveg að óvörum og án þess að tekið væri eftir því fyrir enn það var komið inní sólkerfið, gæti alveg eins verið fjöldi þeirra.

Þetta er ein ástæðan að við eigum að leggja allt í að koma okkur fyrir í geimnum ef að við teljum að við eigum að vera til til langframa, jörðin bara of óáreiðanleg fyrir svo margar sakir. Ef ekki svona smástyrni, þá stærra eða mörg, ísöld, meiriháttar eldgos, etc. etc.

Ég er sammála þessu, þó að það sé enn mjög fjarlægur draumur að homo sapiens verði fjölhnatta. Málið er þó, að aðdráttarafl Júpíters er slíkt, að hann dregur til sín flest svona stirni sem koma inn í sólkerfið. Auðvitað er samt ekki spurning hvort, heldur hvenær við munum verða fyrir árekstri...

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Ég er sammála þessu, þó að það sé enn mjög fjarlægur draumur að homo sapiens verði fjölhnatta. Málið er þó, að aðdráttarafl Júpíters er slíkt, að hann dregur til sín flest svona stirni sem koma inn í sólkerfið. Auðvitað er samt ekki spurning hvort, heldur hvenær við munum verða fyrir árekstri...

Þess vegna að ég segi að við eigum að eyða öllum okkar aukakröftum í að koma okkur fyrir í geimnum. Ekki að fara til Mars eða lengra, koma okkur fyrir í geimnum í kringum jörðina og svo jafnvel í kringum sólina, óendanlegt pláss.

Út frá því að við getum svo farið lengra, mun koma af sjálfu sér. Ákvörðunin verður að vera hvort að við sem lífvera eigum að leggja í þessa ferð. Ég er á því að sú ákvörðun sé það eina sem geti bjargað okkur frá tortímingu, muni slá á "svæðis eðlisávísunina" í okkur the terratorial instict.

Ég er á því að í heimi sem leggði alla sína aukaorku í þetta takmark myndi þjóð eins og Norður Kórea vilja vera með, takmarkið svo göfugt í augum alls mannkyns. Ég virkilega trúi þessu og mun reyna að reka áróður fyrir því hér á Málefnunum við öll tækifæri..

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Þess vegna að ég segi að við eigum að eyða öllum okkar aukakröftum í að koma okkur fyrir í geimnum. Ekki að fara til Mars eða lengra, koma okkur fyrir í geimnum í kringum jörðina og svo jafnvel í kringum sólina, óendanlegt pláss.

Út frá því að við getum svo farið lengra, mun koma af sjálfu sér. Ákvörðunin verður að vera hvort að við sem lífvera eigum að leggja í þessa ferð. Ég er á því að sú ákvörðun sé það eina sem geti bjargað okkur frá tortímingu, muni slá á "svæðis eðlisávísunina" í okkur the terratorial instict.

Ég er á því að í heimi sem leggði alla sína aukaorku í þetta takmark myndi þjóð eins og Norður Kórea vilja vera með, takmarkið svo göfugt í augum alls mannkyns. Ég virkilega trúi þessu og mun reyna að reka áróður fyrir því hér á Málefnunum við öll tækifæri..

Það er alveg valid að búa til svona nýlendu eða nýlendur í kringum jörðina. En í mínum huga væru þær aldrei annað en tímabundnar lausnir. Það er bara hættulegt lífi að vera of lengi í geimnum. Við erum ekki komin á það tæknistig að finna endanlega lausn á geimgeislun o.fl. Þeir hafa talað um að gull verji okkur. Ég veit ekki hvað það væri hægt að búa til stóra nýlendu úr gullforða jarðar, þó nóg sé víst af því úti í hinum stóra alheimi. Og það er í sjálfu sér alveg sama á hvaða tæknistig við komumst. Ef víð getum ekki fundið efni sem ver okkur frá geimgeisluninni, þá verður öll vera í geimnum til lengri tíma og öll ferðalög hættuleg. Jafnvel óframkvæmanleg. Ef þetta væri bara spurning um að bjarga einhverjum hluta mannkyns frá tortímingu loftsteina, væri spurning hvort ekki væri viturlegast að hafa þessar nýlendur innan lofthjúpsins.

Mín lausn væri þá að nota gullforða jarðar í að búa til kynslóðaskip, til að nema land á öðrum plánetum. Pláneta með segulsvið og lofthjúp væri okkar eina vörn í raun. Við erum bara rétt að byrja að kortleggja okkar næsta nágrenni í geimnum. Það væru því áratugir eða jafnvel nokkur hundruð ár í að við gætum lagt af stað í ferð til plánetu, sem við vissum að myndi halda í okkur lífi. Jörð 2. En m.a.s. þá, gætum við aldrei verið viss um, hvað mætti okkur þegar á áfangastað væri komið. Ef þar væri vitsmunalíf, væri ekkert víst að þeir myndu vera tilbúnir til að leyfa okkur að setjast að. Svo er það auðvitað spurningin um sýkla, veirur og svoleiðis hluti. Bæði sem mættu okkur og ekki síst sem við bærum með okkur, sem myndi hugsanlega drepa meirihluta vistkerfisins á nýju plánetunni. 

Vegalengdir eru stærsti faktorinn í þessu öllu. Vegalengdir og þá tími, miðað við mannsævina. Þeir tala núna um að byggja agnarsmá nanógeimför til að senda í könnunarleiðangra til sólkerfa í okkar nágrenni. Sem gætu náð 20% ljóshraða. Hugsanlega meira. En ef við höldum okkur við 20%, þá tæki það slíkt geimfar samt 20 ár, að fara bara til okkar allra næsta nágranna, Alpha Centauri. Það tæki því frá 20-100 ár, fyrir svona geimför, bara að ferðast á staðinn, til að kanna okkar allra allra næsta bakgarð í geimnum. Og eina vitið væri að senda þessa litlu þjóna til að sikta út plánetur. Því það væri óðs manns æði að senda kynslóðageimför í svona langar ferðir, án fullvissu um, hvað biði okkar.

Kannski tekst okkur með samheldni að yfirvinna öll þessi vandamál. Þetta þarf ekkert að vera óyfirstíganlegt. Sérstaklega ekki ef framtíð tegundarinnar er í húfi. En það er laaangt í að nokkuð af þessu verði að veruleika...

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég taldi mig hafa leyst þessi vandamál sem þú minnist á Jenar. Ætla að fara yfir hönnunartillögu mína í eins fáum orðum og ég get, aldrei of oft kveðin. Hugsaðu þér segldúk úr því sterkasta efni sem við þekkjum, "kevlar" koltrefjum eða þannig. Hugsaðu þér ofin segldúk (þarf ekki að vera loftþéttur) saumaðan í pulsu, jafnvel hundruðir kílómetra langa, þvermálið jafnvel nokkrir kílómetrar.

Tek fram hér að ég er hvorki eðlisfræðingur né verkfræðingur, aðrir þyrftu að útfæra þessar hugmyndir mínar, eðlisfræðilega og verkfræðilega séð, en ef að það er hægt að byggja brýr og geimstöðvar í dag, ekki svo fjarstæðukennt.

Þessi pulsa er svo blásin upp í geimnum, mörg lög af plasti sett inní hana, jafnvel net eða kaplar utaná, hugsaðu þér rúllupylsu í neti. Síðan er pulsunni komið í snúning um sjálfa sig þangað til aðdráttaraflið er nákvæmlega það sama og á jörðinni (þetta atriði gerir það rugl að ætla sér að landnema aðrar plánetur eða tungl, maðurinn þarf að vera í sama aðdráttarafli og á jörðinni)

Síðan er settur jarðvegur innan í pulsuna, allir sem þekkja gróður vita að, jafnvel stærstu tré, ræturnar ótrúlega grunnar. Þarna er svo hægt að hafa hjarðir af nytjadýrum, fílum, öllum dýrum jarðarinnar. Hver svona bústaður gæti sérhæft sig í sumum dýrategundum. Við erum að tala um þúsundir á þúsundir ofan svona bústaða, þetta framtíð mannkyns í mínum huga. Hægt að smíða fjöll og vötn, fjöllin hol að innan að sjálfsögðu.

Síðan væri önnur pulsa gerð utan um þessa pulsu og rými á milli og önnur utan um þá og þá og þá. Eins mörg lög og þarf og er hagkvæmt, hægt að jafna loftþrýsting á milli laga svo að hvert lag þarf aðeins að sjá um hluta loftþrýstingsins.

Á milli þessara laga má svo hafa þær loftegundir sem gleypa geisla (ekki eðlisfræðingur munið), vatn, ísblokkir, jafnvel gull í svo þunnu lagi að það þyrfti ekki svo mikið af því. Utan á þessari pulsu yrðu svo kaplar út í geiminn haldið úti af þyngdaraflinu, á þessum köplum, skyldir sem tækju við loftsteinum, gætu verið sólarcellur á þessum skjöldum.

Innan í þessum lögum pulsunar væri svo hægt að hafa bolta eins og í herflugvélum í eldsneytisgeimunum. Skotið í gegnum vænginn fullan af eldneyti og einn boltanna fer í gatið.

Veit ég að margar þessara hugmynda eru stolnar en ekki allar held ég.Tildæmis, nýlega skotið upp einingu til þess að setja á geimstöðina, blásin upp, hafði aldrei séð þá hugmynd. 

Má vel vera að ég sé úti að aka, en sýn mín á mannkynið að við höfum ekkert val, að við verðum að gera þetta. Að horfa á heimildamynd um Seinni heimstyrjöldina og þann tortímingarkraft sem við notuðum á okkur sjálf. Norður Kórea á suðu punkti, stríð í austur Evrópu, skilst að Íran og Saudi Arabía séu þegar í stríði. Ég trúi því svo að meiriháttar átak í að koma okkur fyrir í geimnum gæti slegið á þessar tilhneigingar í okkur, myndi fókusera okkur á að við erum öll saman í þessari tilveru, gæfi okkur öllum tilgang, nóg pláss fyrir alla og meira um ókomna framtíð og lengur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Ég taldi mig hafa leyst þessi vandamál sem þú minnist á Jenar. Ætla að fara yfir hönnunartillögu mína í eins fáum orðum og ég get, aldrei of oft kveðin. Hugsaðu þér segldúk úr því sterkasta efni sem við þekkjum, "kevlar" koltrefjum eða þannig. Hugsaðu þér ofin segldúk (þarf ekki að vera loftþéttur) saumaðan í pulsu, jafnvel hundruðir kílómetra langa, þvermálið jafnvel nokkrir kílómetrar.

Tek fram hér að ég er hvorki eðlisfræðingur né verkfræðingur, aðrir þyrftu að útfæra þessar hugmyndir mínar, eðlisfræðilega og verkfræðilega séð, en ef að það er hægt að byggja brýr og geimstöðvar í dag, ekki svo fjarstæðukennt.

Þessi pulsa er svo blásin upp í geimnum, mörg lög af plasti sett inní hana, jafnvel net eða kaplar utaná, hugsaðu þér rúllupylsu í neti. Síðan er pulsunni komið í snúning um sjálfa sig þangað til aðdráttaraflið er nákvæmlega það sama og á jörðinni (þetta atriði gerir það rugl að ætla sér að landnema aðrar plánetur eða tungl, maðurinn þarf að vera í sama aðdráttarafli og á jörðinni)

Síðan er settur jarðvegur innan í pulsuna, allir sem þekkja gróður, vita að jafnvel stærstu tré, að ræturnar á öllum gróðri eru ótrúlega grunnar. Þarna er svo hægt að hafa hjarðir af nytjadýrum, fílum, öllum dýrum jarðarinnar. Hver svona bústaður gæti sérhæft sig í sumum dýrategundum. Við erum að tala um þúsundir á þúsundir ofan svona bústað, þetta framtíð mannkynsins í mínum huga. Hægt að smíða fjöll og vötn, fjöllin hol að innan að sjálfsögðu.

Síðan væri önnur pulsa gerð utan um þessa pulsu og rými á milli og önnur utan um þá og þá og þá. Eins mörg lög og þarf og er hagkvæmt, hægt að jafna loftþrýsting á milli laga svo að hvert lag þarf aðeins að sjá um hluta loftþrýstingsins.

Á milli þessara laga má svo hafa þær loftegundir sem gleypa geisla (ekki eðlisfræðingur munið), vatn, ísblokkir, jafnvel gull í svo þunnu lagi að það þyrfti ekki svo mikið af því. Utan á þessari pulsu yrðu svo kaplar út í geiminn haldið úti af þyngdaraflinu, á þessum köplum, skyldir sem tækju við loftsteinum, gætu verið sólarcellur á þessum skjöldum.

Innan í þessum lögum pulsunar væri svo hægt að hafa bolta eins og í herflugvélum í eldsneytisgeimunum. Skotið í gegnum vænginn fullan af eldneyti og einn boltanna fer í gatið.

Veit ég að margar þessara hugmynda eru stolnar en ekki allar held ég.Tildæmis, nýlega skotið upp einingu til þess að setja á geimstöðina, blásin upp, hafði aldrei séð þá hugmynd. 

Má vel vera að ég sé úti að aka, en sýn mín á mannkynið að við höfum ekkert val, að við verðum að gera þetta. Að horfa á heimildamynd um Seinni heimstyrjöldina og þeim tortímingarkrafti sem við notuðum á okkur sjálf. Norður Kórea á suðu punkt, stríð í austur Evrópu, skilst að Íran og Saudi Arabía séu þegar í stríði. Ég trúi því svo að meiriháttar átak í að koma okkur fyrir í geimnum gæti slegið á þessar tilhneigingar í okkur, myndi fókusera okkur á að við erum öll saman í þessari tilveru.

Hugmyndin þín er langt frá því að vera eitthvað fjarstæðukennd. Ef okkur tekst að yfirvinna geimgeislun, þá er ekkert í raun, sem kemur í veg fyrir að við getum dvalið langdvölum í geimnum. Eins og ég segi, aðdráttaraflið er ekki mjög flókið úrlausnarefni. Vistkerfið gæti orðið aðeins flóknara, en ekkert óyfirstíganlegt. Við yrðum auðvitað að geta brugðist við öllum bilunum, geta sjálf framleitt alla varahluti og allt sem hugsast getur, sem gæti komið upp á. Það er ekkert Texaco á leiðinni. Né Bifreiðar og Landbúnaðarvélar. Sennilega sniðugast að útfæra einhverskonar lofthjúp í kringum geimfarið og rafsegulsvið...

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 minutes ago, jenar said:

Hugmyndin þín er langt frá því að vera eitthvað fjarstæðukennd. Ef okkur tekst að yfirvinna geimgeislun, þá er ekkert í raun, sem kemur í veg fyrir að við getum dvalið langdvölum í geimnum. Eins og ég segi, aðdráttaraflið er ekki mjög flókið úrlausnarefni. Vistkerfið gæti orðið aðeins flóknara, en ekkert óyfirstíganlegt. Við yrðum auðvitað að geta brugðist við öllum bilunum, geta sjálf framleitt alla varahluti og allt sem hugsast getur, sem gæti komið upp á. Það er ekkert Texaco á leiðinni. Né Bifreiðar og Landbúnaðarvélar. Sennilega sniðugast að útfæra einhverskonar lofthjúp í kringum geimfarið og rafsegulsvið...

Lífkerfið er jú allt innaní, við labbandi innan á pulsunni! Þetta með að gera póla á endunum og rafsvið utan um pulsuna, ekki fjarstæðukennt, ef að ég man rétt útfærði ég eitthvað þannig í hönnunartilögunni, en ég hvorki verkfræðingur né eðlisfræðingur. Farið væri svo inn og út um endanna, lendingar pallar og þannig. Jú ekkert aðdráttarafl í miðri pulsunni. Fólk gæti flogið eftir henni endilangri með eigin vængjum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Lífkerfið er jú allt innaní, við labbandi innan á pulsunni! Þetta með að gera póla á endunum og rafsvið utan um pulsuna, ekki fjarstæðukennt, ef að ég man rétt útfærði ég eitthvað þannig í hönnunartilögunni, en ég hvorki verkfræðingur né eðlisfræðingur. Farið væri svo inn og út um endanna, lendingar pallar og þannig. Jú ekkert aðdráttarafl í miðri pulsunni. Fólk gæti flogið eftir henni endilangri með eigin vængjum.

Já ég þóttist nú skilja að allt væri innan í pylsunni. Hún yrði samt að vera það stór, að fólk hefði einhverja tilfinningu fyrir því að vera ekki innan í pylsu. Hvort sem við værum að tala um nokkur þúsund ára ferðalag um geiminn, eða margra ára dvöl við jörðina, þá værum við samt að tala um, að við gætum ekki búið við lýðræði eins og við þekkjum það. Það yrði að hafa algjöra stjórn á fólksfjölda, bara svo eitt dæmi sé tekið. Við yrðum sennilega líka að breyta viðhorfum okkar á fötluðu fólki. Ég ímynda mer að allir í svona samfélagi yrðu að leggja sitt af mörkum, þannig að það yrði lítið rúm fyrir fólk með downs heilkenni, einhverfu og bara fatlað fólk almennt. Það yrði líka að halda úti ströngum jöfnuði, þannig að það myndaðist ekki ástand sem kallaði á byltingar á nokkur hundruð ára fresti. Svona pulsa myndi ekki lifa af stríðsástand um borð til lengri tíma...

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 minutes ago, jenar said:

Já ég þóttist nú skilja að allt væri innan í pylsunni. Hún yrði samt að vera það stór, að fólk hefði einhverja tilfinningu fyrir því að vera ekki innan í pylsu. Hvort sem við værum að tala um nokkur þúsund ára ferðalag um geiminn, eða margra ára dvöl við jörðina, þá værum við samt að tala um, að við gætum ekki búið við lýðræði eins og við þekkjum það. Það yrði að hafa algjöra stjórn á fólksfjölda, bara svo eitt dæmi sé tekið. Við yrðum sennilega líka að breyta viðhorfum okkar á fötluðu fólki. Ég ímynda mer að allir í svona samfélagi yrðu að leggja sitt af mörkum, þannig að það yrði lítið rúm fyrir fólk með downs heilkenni, einhverfu og bara fatlað fólk almennt. Það yrði líka að halda úti ströngum jöfnuði, þannig að það myndaðist ekki ástand sem kallaði á byltingar á nokkur hundruð ára fresti. Svona pulsa myndi ekki lifa af stríðsástand um borð til lengri tíma...

Og hvers vegna ekki nóg pláss??? Bara að búa til aðra pulsu og aðra pulsu og aðra pulsu í það óendanlega, nóg pláss og meira til. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, Ingimundur Kjarval said:

Og hvers vegna ekki nóg pláss??? Bara að búa til aðra pulsu og aðra pulsu og aðra pulsu í það óendanlega, nóg pláss og meira til. 

Þú ert þá að tala um nýlendur i kringum jörðina. Ég hugsaði þetta sem ferðalag á milli sólkerfa. En líka nýlendur þar sem fólk byggi,af því að jörðin sjálf væri óbygileg. Annaðhvort vegna ísaldar, kjarnorkustríðs, eða einhvers annars, sem hefði afleiðingar í nokkrar kynslóðir...

Share this post


Link to post
Share on other sites
24 minutes ago, jenar said:

Þú ert þá að tala um nýlendur i kringum jörðina. Ég hugsaði þetta sem ferðalag á milli sólkerfa. En líka nýlendur þar sem fólk byggi,af því að jörðin sjálf væri óbygileg. Annaðhvort vegna ísaldar, kjarnorkustríðs, eða einhvers annars, sem hefði afleiðingar í nokkrar kynslóðir...

Ég hugsa mér þetta sem að þessar nýlendur yrðu um jörðina og jafnvel sólina, með sambandi við jörðina sem slyppi þá vonandi við meiriháttar hamfarir.

Við vitum jú ekki hvenær ísöldin kemur aftur, bara að hún mun koma samkvæmt fortíðinni. Hægt að hugsa sér að jörðin gæti fengið hjálp við að komast í gegnum hamfarir frá svona nýlendum, stöðugt að verða ódýrara að fara út í geiminn og öfugt.

Tildæmis ef að Katla hefði hamfaragos sem á að hafa gerst, man ekki alveg hvenær, þá gæti stór hluti Evrópu verið í hættu skilst mér. Skilst að hamfaragos hafi verið einhverstaðar nálægt þar sem Krakatá var, fyrir um 70.000 árum og mannkynið nærri dáið út.

Svo sprakk Krít, annar þráður hér minnst á það hamfaragos. Hvað ef að þetta fjall á Kannarí eyjum dettur í sjóinn og flóðbylgja fer yfir Atlantshafið og langt inn í land í Ameríku, gæti vestræn menning þolað þannig hamfarir. Sleppum lofsteini, vitum við í rauninni líkurnar á lofsteini sem gæti gert meiri háttar usla, ekki vissum þeir af þessum sem kom óforvarendis.

http://rense.com/general13/tidal.htm

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Ingimundur Kjarval said:

Ég hugsa mér þetta sem að þessar nýlendur yrðu um jörðina og jafnvel sólina, með sambandi við jörðina sem slyppi þá vonandi við meiriháttar hamfarir.

Við vitum jú ekki hvenær ísöldin kemur aftur, bara að hún mun koma samkvæmt fortíðinni. Hægt að hugsa sér að jörðin gæti fengið hjálp við að komast í gegnum hamfarir frá svona nýlendum, stöðugt að verða ódýrara að fara út í geiminn og öfugt.

Tildæmis ef að Katla hefði hamfaragos sem á að hafa gerst, man ekki alveg hvenær, þá gæti stór hluti Evrópu verið í hættu skilst mér. Skilst að hamfaragos hafi verið einhverstaðar nálægt þar sem Krakatá var, fyrir um 70.000 árum og mannkynið nærri dáið út.

Svo sprakk Krít, annar þráður hér minnst á það hamfaragos. Hvað ef að þetta fjall á Kannarí eyjum dettur í sjóinn og flóðbylgja fer yfir Atlantshafið og langt inn í land í Ameríku, gæti vestræn menning þolað þannig hamfarir. Sleppum lofsteini, vitum við í rauninni líkurnar á lofsteini sem gæti gert meiri háttar usla, ekki vissum þeir af þessum sem kom óforvarendis.

http://rense.com/general13/tidal.htm

Yellowstone er líka kominn framyfir á tíma, segja þeir...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mannskepnan er mjög aðlögunarfær og við munum mjög líklega sem tegund lifa áfram eftir svona ofurhamfarir eins og Yellowstone sprengingu eða árekstur loftsteins af þeirri stærð sem útrýmdi risaeðlunum.

Atburðurinn sem drepur okkur öll, hverja einustu manneskju á jörðinni, þarf að vera miklu miklu verri en sá sem drepur okkur flest.

En auðvitað er til lengdar best að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni það segir sig sjálft. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er orðið svona langt síðan hann hætti sem ritstjóri Mbl?

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, Hallgeir said:

Mannskepnan er mjög aðlögunarfær og við munum mjög líklega sem tegund lifa áfram eftir svona ofurhamfarir eins og Yellowstone sprengingu eða árekstur loftsteins af þeirri stærð sem útrýmdi risaeðlunum.

Atburðurinn sem drepur okkur öll, hverja einustu manneskju á jörðinni, þarf að vera miklu miklu verri en sá sem drepur okkur flest.

En auðvitað er til lengdar best að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni það segir sig sjálft. 

Ef við förum að láta hugann reika, þá gæti nú alveg verið, að homo sapiens sé ekkert endilega síðasta vitsmunaveran sem þróast á jörðinni. Þegar maður fer að hugsa um bara einn milljarð ára fram í tímann og skiptir því niður í 10 tímabil, 100 milljónir ára, og því niður í 10 tímabil, 10 milljónir ára o.sv.frv. þá verður ein mannsævi algjör dropi í hafið.

Svo getur vel verið að ef við deyjum út, verði aldrei vitsmunalíf hér aftur. Þrátt fyrir allt, þá komum við ekki fram á sjónarsviðið, fyrr en sólin í okkar sólkerfi er hálfnuð með líftíma sinn. Við verðum þá að gera okkur grein fyrir því, hve okkar tegund gæti verið dýrmæt. Sérstaklega ef vitsmunalíf, eins og við skilgreinum það, er sjaldgæft í alheiminum. Í því ljósi finnst manni sú ábyrgð brenna enn meira á okkur, að gerast fjölhnatta tegund. Ef það er hægt...

Share this post


Link to post
Share on other sites
52 minutes ago, jenar said:

Ef við förum að láta hugann reika, þá gæti nú alveg verið, að homo sapiens sé ekkert endilega síðasta vitsmunaveran sem þróast á jörðinni. Þegar maður fer að hugsa um bara einn milljarð ára fram í tímann og skiptir því niður í 10 tímabil, 100 milljónir ára, og því niður í 10 tímabil, 10 milljónir ára o.sv.frv. þá verður ein mannsævi algjör dropi í hafið.

Svo getur vel verið að ef við deyjum út, verði aldrei vitsmunalíf hér aftur. Þrátt fyrir allt, þá komum við ekki fram á sjónarsviðið, fyrr en sólin í okkar sólkerfi er hálfnuð með líftíma sinn. Við verðum þá að gera okkur grein fyrir því, hve okkar tegund gæti verið dýrmæt. Sérstaklega ef vitsmunalíf, eins og við skilgreinum það, er sjaldgæft í alheiminum. Í því ljósi finnst manni sú ábyrgð brenna enn meira á okkur, að gerast fjölhnatta tegund. Ef það er hægt...

´Mín kenning þó að ég sé ekki eins góður í reikningi og Landnámshæna, að við séjum eina vitsmunalífið í öllu heila úniversinu. Ekki þar fyrir, gætu verið og líklega einshverkonar maurar eða mýflugur vitsmunalega, páfagaukar, apar, hvalir, en ekki vitsmunalíf eins og við.

Þessi kenning byggir svo á því að við erum ein á jörðinni, lífið haft langan tíma til þess að þróa alls konar tilbrigði af vitsmunalífi en gerði það ekki, bara við.

Veit ég að þetta er veik kenning en það besta sem ég hef, ekki séð betri. Þessi með að það séu óendalega mörg sólkerfi og þess vegna staðir fyrir líf og þess vegna vitsmunalif, gengur ekki upp í mínum huga. Tel að lífið hafi haft óendanlega marga möguleika á jörðinni til þess að þróa mörg vitsmunalíf.  

Þess vegna segi ég: VIÐ ERUM EIN. Að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd, bara pæling.

Við getum sagt að búskapurinn hjá mér sé einskonar heimspekisetur til þess að pæla í þessu. Hvern einasta morgun við stússið að hugsa um þessi dýr, kalkúna og hunda, hænur og endur, kindur og svín, hugsa ég þó nokkuð um hvað þessi dýr vita og hvað ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
46 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

´Mín kenning þó að ég sé ekki eins góður í reikningi og Landnámshæna, að við séjum eina vitsmunalífið í öllu heila úniversinu. Ekki þar fyrir, gætu verið og líklega einshverkonar maurar eða mýflugur vitsmunalega, páfagaukar, apar, hvalir, en ekki vitsmunalíf eins og við.

Þessi kenning byggir svo á því að við erum ein á jörðinni, lífið haft langan tíma til þess að þróa alls konar tilbrigði af vitsmunalífi en gerði það ekki, bara við.

Veit ég að þetta er veik kenning en það besta sem ég hef, ekki séð betri. Þessi með að það séu óendalega mörg sólkerfi og þess vegna staðir fyrir líf og þess vegna vitsmunalif, gengur ekki upp í mínum huga. Tel að lífið hafi haft óendanlega marga möguleika á jörðinni til þess að þróa mörg vitsmunalíf.  

Þess vegna segi ég: VIÐ ERUM EIN. Að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd, bara pæling.

Við getum sagt að búskapurinn hjá mér sé einskonar heimspekisetur til þess að pæla í þessu. Hvern einasta morgun við stússið að hugsa um þessi dýr, kalkúna og hunda, hænur og endur, kindur og svín, hugsa ég þó nokkuð um hvað þessi dýr vita og hvað ekki.

Það getur alveg verið að við séum eina vitsmunalífið. Allavega eins og við skilgreinum það. Án efa eru örverur algengar í alheiminum. Jafnvel jurtalíf eins og eitthvað í líkingu við mosa og slíkt, jafnvel einhverskonar trjágróður. Og dýrategundir. Getur verið að hjá okkur hafi homo sapiens bara verið þróunarlegt "slys." 

Af því að við vorum að tala um loftsteina, þá falla þeir á jörðina með nokkuð reglulegu millibili. Er þá að tala um þessa sem eyða stórum hluta vistkerfisins. Það er sennilega ekkert öðruvísi annarsstaðar. Það sem hinsvegar hjálpar okkur mikið, er Júpíter, sem, vegna stærðar sinnar og aðdráttarafls, dregur til sín stærstann hluta þess sem ratar inn í sólkerfið. Og það hefur síðan gert lífi á jörðinni kleift að þróast án mikilla truflanna gegnum ármilljarðana. Svo má ekki gleyma tunglinu okkar, sem hefur stabíliserað snúning jarðar, þannig að við erum ekki með einhverjar gríða sveiflur í veðráttu og tugi metra flóðbylgna, sem skella á landi.

En - á móti kemur óendanlega stór og víðáttumikill geimur, sem við mennirnir eigum kannski erfitt með að ímynda okkur. Bara í okkar "litlu" vetrarbraut, skiptir fjöldi jarðplánetna skrilljónum. Með líkindareikninginn að vopni, þá er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að einhversstaðar sé vitsmunalíf. Af þeim tugum myndbanda sem ég hef skoðað á youtube um þetta efni, þá man ég að í einu þeirra reiknuðu þeir líkurnar á vitsmunalifi, bara í okkar vetrarbraut. Með allri þeirri vitneskju sem við höfum í dag, og sem ég taldi hér upp að hluta til að ofan, þá reiknuðu þeir líkurnar með hinni frægu Drake jöfnu. Fjöldi vitsmunalegra samfélaga á öðrum plánetum átti þá að vera um 10 þúsund. Sem er auðvitað mjög lítið, miðað við fjölda plánetna. Og litlar líkur á að þessi samfélög gætu haft samskipti sín á milli.

Auðvitað er í svona útreikningi sú óvissa, að gefa sér fyrirframgefnar forsendur. En það er samt auðveldara að gefa sér þær, eftir því sem þekkingin eykst. En þetta er svolítið eins og þegar maður fer yfir ferlið í getnaði. Maður fer í gegnum það lið fyrir lið og kemst þá að því, að líkurnar á því að maður hefði átt að fæðast, væru nánast engar. En hér erum við samt... :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við vitum að það eru ótrúlegir hæfileikar í dýraríkinu, bara krían flýgur frá Íslandi til Suðupólsins. Ótrúlegt afrek og við höfum ekki hugmynd hvernig hún fer að því. En samt, við erum eina vitsmunalífið á jörðinni og lífið hafði skrllljónir tækifæra til þess að þróa það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.