Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Styrni utanfrá að fara í gegnum sólkerfi okkar

34 posts in this topic

58 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Við vitum að það eru ótrúlegir hæfileikar í dýraríkinu, bara krían flýgur frá Íslandi til Suðupólsins. Ótrúlegt afrek og við höfum ekki hugmynd hvernig hún fer að því. En samt, við erum eina vitsmunalífið á jörðinni og lífið hafði skrllljónir tækifæra til þess að þróa það.

Rétt þetta með kríuna. Og að líf sé ótrulega lífsseigt. En það þróaðist í raun ekki bara ein tegund vitsmunalífs á jörðinni. Þessar tegundir sem þróuðust voru reyndar allar mjög líkar, þ.e.a.s. voru allar homo-tegundir. Homo sapiens, homo erectus, Neanderdalsmaður o.fl. Samt ekki alveg sama tegund. Við erum sú eina sem ekki dó út. 

Við vitum auðvitað ekkert hvað á eftir að gerast varðandi þróun á jörðinni. Kannski verður einhver genastökkbreyting sem gerir það að verkum, að chimphansar fari að tala upphátt. Þeir eru með ákveðið vitsmunastig. Hafa t.d. ályktunarhæfni. Við erum ekkert endilega komin á lokastig þróunar lífs. Við lifum bara á okkar tíma þróunarsögunnar. 

Vitsmunalíf geimvera frá öðrum sólkerfum, sem jafnvel væru tæknivædd, gæti byggst á allt öðru samskiptamynstri en okkar. Kannski færu samskipti þeirra fram með stanslausri litaskiptingu á enninu. Ef þær væru með enni, hehe. Eða á bringunni. Okkur hættir til að ímynda okkur að allar vitsmunaverur frá öðrum plánetum séu líkar okkur.

Kannski eru til fleiri en ein tegund vitsmunavera a sömu plánetu einhversstaðar annarsstaðar. Við vitum auðvitað ekkert um það. Og kannski er það rétt sem þú segir, að við séum eina vitsmunalifið í öllum alheiminum. En þá komum við alltaf aftur og aftur að líkindum. Ef við horfum á hinn þekkta alheim og stillum upp þessum tveimur möguleikum, að a) við hljótum að vera eina vitsmunalífið í alheiminum, eða b) það hljóta að finnast fleiri plánetur með vitsmunalífi, þá styðja öll líkindi b. 

Kannski komumst við einhverntíma að því að a sé rétt. Nú eða b. Kannski fáum við aldrei svar við þessari áleitnu spurningu....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú hefur auðvitað heyrt um gáfur kolkrabba, fiskar margir með engu minni heila en beljan, hvað eru margar fiskitegundir í heiminum? Mér skilst að einhverjir séu að rækta hunda útfrá gáfum, border collies.

Breytir ekki því að þrátt fyrir allan þennan tíma og alla þessa möguleika erum við samt ein á jörðinni, þaðan sem þessi kenning mín er komin. Aftur, ég hef auðvitað ekki hugmynd. 

Með þróun okkar, heilinn í okkur víst margir heilar sem hafa þróast hver ofan á hvern annan. hægt að rekja þá þróun aftur í tímann. Hvers vegna lagði maðurinn allt í einu í þessa þróun sem varð við, algjör tilviljun eða endapunktur alls lífs? Á því að við séjum einhver algjör undantekning, jafnvel þróunarslys sem sanna ef að við útrýmum okkur sjálfum kjarnorku heimsendir, alveg möguleiki á því. 

Ég held að við séjum öll sammála að þó að aparnir séu mjög nálægt okkur og nær en við í rauninni skiljum, þá munum við aldrei geta rætt loftslagbreytingar við þá.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Þú hefur auðvitað heyrt um gáfur kolkrabba, fiskar margir með engu minni heila en beljan, hvað eru margar fiskitegundir í heiminum? Mér skilst að einhverjir séu að rækta hunda útfrá gáfum, border collies.

Breytir ekki því að þrátt fyrir allan þennan tíma og alla þessa möguleika erum við samt ein á jörðinni, þaðan sem þessi kenning mín er komin. Aftur, ég hef auðvitað ekki hugmynd. 

Með þróun okkar, heilinn í okkur víst margir heilar sem hafa þróast hver ofan á hvern annan. hægt að rekja þá þróun aftur í tímann. Hvers vegna lagði maðurinn allt í einu í þessa þróun sem varð við, algjör tilviljun eða endapunktur alls lífs? Á því að við séjum einhver algjör undantekning, jafnvel þróunarslys sem sanna ef að við útrýmum okkur sjálfum kjarnorku heimsendir, alveg möguleiki á því. 

Ég held að við séjum öll sammála að þó að aparnir séu mjög nálægt okkur og nær en við í rauninni skiljum, þá munum við aldrei geta rætt loftslagbreytingar við þá.

Neil deGrasse Tyson, eðlisfræðingur frá New York orðaði þetta skemmtilega, þegar hann var að tala um mögulegar geimverur sem gætu verið byggðar upp á svipaðan hátt og við. Hann sagði, að sjimpansapinn væri með 98.5% sama DNA og við. En þetta 1.5% sem aðskildi okkur, gæfi okkur Beethoven, bíla og hæfileikann til að fara út í geim. Ef við myndum hitta geimverur sem væru eins og við. Við værum með 98.5% sama DNA og þær. Værum semsagt í stöðu sjimpansa. Hvað gætu þær þá gert, sem við gætum ekki? Það er pæling sko.

Ég er alveg sammála þér í því og nefndi það hér í innleggi áður, að kannski værum við þróunarlegt slys. Eða þróunarleg heppni. Og þó við séum eina dýrategundin sem eftir lifir, sem er það sem við getum kallað vitsmunalíf, þá er þróunin á jörðinni kannski ekki neinn mælikvarði á það sem gæti hafa gerst annarsstaðar...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vitsmunalíf er eflaust sjaldgæft en alheimurinn er bara svo fáránlega stór að mér finnst það eiginlega vera hálf galin hugmynd að við séum ein.

En jafnvel þó það séu þúsund eða milljón mismunandi vitsmunaverur þá má vel vera að fjarlægðin sé alltaf bara það mikil að það verða aldrei nein samskipti á milli. Svo við erum að minnsta kosti einstök í okkar hluta heimsins eins langt og við náum í allar áttir. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, Hallgeir said:

Vitsmunalíf er eflaust sjaldgæft en alheimurinn er bara svo fáránlega stór að mér finnst það eiginlega vera hálf galin hugmynd að við séum ein.

En jafnvel þó það séu þúsund eða milljón mismunandi vitsmunaverur þá má vel vera að fjarlægðin sé alltaf bara það mikil að það verða aldrei nein samskipti á milli. Svo við erum að minnsta kosti einstök í okkar hluta heimsins eins langt og við náum í allar áttir. 

Þetta er jú sannleikur sem passar ekki við þá trú sem við vorum flest alin upp í, nema þá með meiriháttar teigingum og togunum.

En ég trúi því að til þess að halda friði í heiminum í dag og nánustu framtíð verðum við að hugsa lengra fram í tímann og leggja alla okkar aukakrafta í að koma okkur fyrir geimnum og gera það öll saman eins og hægt er. Geimstöðin var jú slík hugmynd. 

Too bad Kínverjum var ekki leift að leika með í sandkassanum, gæti verið að Norður Kóreu ástandið sé afleiðing þess, að ef að Kínverjum hefði verið leift að vera með, hefðu þeir aldrei stutt Norður Kóreu til þess að stríða Bandaríkjunum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
23 hours ago, Hallgeir said:

Vitsmunalíf er eflaust sjaldgæft en alheimurinn er bara svo fáránlega stór að mér finnst það eiginlega vera hálf galin hugmynd að við séum ein.

En jafnvel þó það séu þúsund eða milljón mismunandi vitsmunaverur þá má vel vera að fjarlægðin sé alltaf bara það mikil að það verða aldrei nein samskipti á milli. Svo við erum að minnsta kosti einstök í okkar hluta heimsins eins langt og við náum í allar áttir. 

Hugsaðu þer Hallgeir ef að við myndum fynna vitsmunalif annarstaðar, eða þeir okkur sem er reyndar mun liklegra,herna,,,, myndi það þa loksins þagga niður i þjoðkirkjunni,þu veist,,,,svo elskaði guð heiminn að hann sendi einka son sinn bla bla. Og þetta herna, þu skalt ekki aðra guði hafa.  Ef einka sonurinn var upptekinn að heimsækja jörðina og það kostaði hann vist lifið hvernig geta þa aðrar vitsmuna verur þekkt powerið sem guð gefur af ser,varla atti EINKA sonurinn systkyni sem voru i truboðskap annarstaðar. Ættli það þurfi eitthvað svona til til að stinga upp i rikisrekið truar batteryið,,,,,,:D:D:D:D:D:lol::lol::lol:

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst þessi mynd gefa bestu hugmynd um hvernig alheimurinn er uppbyggður:

web-universe.jpg

 

Þetta er í raun vefur, þrívíddarvefur. Mér finnst þetta vera keimlíkt taugakerfi:

740xX_scale

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/10/2017 at 1:29 AM, siggiandri said:

Hugsaðu þer Hallgeir ef að við myndum fynna vitsmunalif annarstaðar, eða þeir okkur sem er reyndar mun liklegra,herna,,,, myndi það þa loksins þagga niður i þjoðkirkjunni,þu veist,,,,svo elskaði guð heiminn að hann sendi einka son sinn bla bla. Og þetta herna, þu skalt ekki aðra guði hafa.  Ef einka sonurinn var upptekinn að heimsækja jörðina og það kostaði hann vist lifið hvernig geta þa aðrar vitsmuna verur þekkt powerið sem guð gefur af ser,varla atti EINKA sonurinn systkyni sem voru i truboðskap annarstaðar. Ættli það þurfi eitthvað svona til til að stinga upp i rikisrekið truar batteryið,,,,,,:D:D:D:D:D:lol::lol::lol:

Ég sagði einhverntíma í djóki, að eini sénsinn til að ég tryði því að guð væri pabbi hans Jesú og að þetta væri alltsaman satt, væri ef ég kæmi á aðra plánetu, þar sem ég sæi kirkjur með krossum og þar sem allir væru að lesa Biblíuna og tryðu á Jesú. Þá væri allavega kominn smá möguleiki að þetta gæti verið eitthvað meira... :)

2 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Trúarbatteríið á það til að komast yfir vísindalegar hindranir. Uppgötvunin um að jörðin væri ekki miðpunktur alheimsins hefði auðvitað átt að þagga niður í þessu liði en hérna erum við enn með trúardellu út um allt eftir öll þessi ár. Sem betur fer er þetta lið samt ekki með sömu tök á samfélaginu eins og hér áður fyrr en saumaklúbbarnir lifa samt áfram.

50 mínútum síðan, jenar said:

Ég sagði einhverntíma í djóki, að eini sénsinn til að ég tryði því að guð væri pabbi hans Jesú og að þetta væri alltsaman satt, væri ef ég kæmi á aðra plánetu, þar sem ég sæi kirkjur með krossum og þar sem allir væru að lesa Biblíuna og tryðu á Jesú. Þá væri allavega kominn smá möguleiki að þetta gæti verið eitthvað meira... :)

Heh góður :) 

Ég myndi hugsa vá samsærisliðið úr Ancient Aliens þáttunum hafði rétt fyrir sér.

Geimverur lentu í miðausturlöndum fyrir þúsundum ára og sögðu okkur alls kyns sögur, þ.m.t. söguna um Jesú.

Í ritunum okkar eru geimverurnar svo kallaðar englar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, Hallgeir said:

Trúarbatteríið á það til að komast yfir vísindalegar hindranir. Uppgötvunin um að jörðin væri ekki miðpunktur alheimsins hefði auðvitað átt að þagga niður í þessu liði en hérna erum við enn með trúardellu út um allt eftir öll þessi ár. Sem betur fer er þetta lið samt ekki með sömu tök á samfélaginu eins og hér áður fyrr en saumaklúbbarnir lifa samt áfram.

Heh góður :) 

Ég myndi hugsa vá samsærisliðið úr Ancient Aliens þáttunum hafði rétt fyrir sér.

Geimverur lentu í miðausturlöndum fyrir þúsundum ára og sögðu okkur alls kyns sögur, þ.m.t. söguna um Jesú.

Í ritunum okkar eru geimverurnar svo kallaðar englar.

Já alveg rétt - var búinn að gleyma þeim þáttum... hehe...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eins og frægur efasemdarmaður í trúmálum, man auðvitað ekki hver hann var, var spurður um hvað hann myndi segja ef að hann vaknaði í Himnaríki þegar hann dræpist. "Sorry" svaraði hann að bragði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Eins og frægur efasemdarmaður í trúmálum, man auðvitað ekki hver hann var, var spurður um hvað hann myndi segja ef að hann vaknaði í Himnaríki þegar hann dræpist. "Sorry" svaraði hann að bragði.

Já og svo hinn sem sagði "tjah - ég er nú sem betur fer algjör guðleysingi, guði sé lof..." 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.