Sign in to follow this  
Followers 0
Ingimundur Kjarval

Ástæða eiturlyfjanotkunar og óhóflegrar áfengisneyslu? Vitum við kannski ekki ástæðuna?

25 posts in this topic

https://www.huffingtonpost.com/johann-hari/the-real-cause-of-addicti_b_6506936.html?ncid=engmodushpmg00000003

Sá þessa grein fyrir slysni. Ekki þar fyrir, verið dáldið að hugsa á sama veg. Gæti  verið að þetta sé rétt hjá greinarhöfundi? 

Ekki veit ég, en verið að hugsa um þennan faraldur í sveitum Bandaríkjanna, er ástæðan kannski mest óhamaningja þessa fólks, ekki aumingjaskapur eins og við flest hugsum. Er það rökrétt niðurstaða, að ef að atvinnuástand og þjóðfélagslegt öryggi væri í lagi, að þessi faraldur hefði aldrei fæðst?

Mann eftir rónunum í Reykjavík þegar ég var barn, allt þem að kenna, höfðu bara ekki karakter til þess að standast áfengið. En hvað ef að ástæðan var óhamingja sem var í þeim áður en áfengið kom til. Eins og ég sagði, ekki veit ég.

Málverjar hafa orðið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Get ekki fallist á allt sem hann segir. Það er fullt af fólki sem hefur hellings tilgang í lífinu, en verður samt að alkóhólistum. Alkóhólismi verður til bæði hjá ríkum og fátækum og í nanast öllum starfsstéttum. Og auðvitað í flestum menningarsamfélögum. Þessi sjúkdómur er genetískur, um það er ekki deilt. Það er hægt að sjá m.a. á því, að þegar indjánar N-Ameríku komust fyrst í tengsl við áfengi, láu þeir nánast allir kylliflatir fyrir því. Alkóhólismi er hinsvegar mun sjaldgæfari hjá asískum þjóðum.

En það er rétt hjá honum, að fíkn, bæði áfengis- og önnur, er í sumum tilfellum áunnin...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/7/2017 at 0:59 PM, jenar said:

Get ekki fallist á allt sem hann segir. Það er fullt af fólki sem hefur hellings tilgang í lífinu, en verður samt að alkóhólistum. Alkóhólismi verður til bæði hjá ríkum og fátækum og í nanast öllum starfsstéttum. Og auðvitað í flestum menningarsamfélögum. Þessi sjúkdómur er genetískur, um það er ekki deilt. Það er hægt að sjá m.a. á því, að þegar indjánar N-Ameríku komust fyrst í tengsl við áfengi, láu þeir nánast allir kylliflatir fyrir því. Alkóhólismi er hinsvegar mun sjaldgæfari hjá asískum þjóðum.

En það er rétt hjá honum, að fíkn, bæði áfengis- og önnur, er í sumum tilfellum áunnin...

 

Má segja hið sama heróínfíkn, amfetamínfíkn, kókaínfíkn o.s.frv.?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er hægt að fara í DNA próf og fá svo niðurstöðu um hvort maður sé alki eða ekki?

Ég held nefnilega ekki.

Það hefur verið náð að sýna fram á að ákveðin gen eru algengari meðal alka og þau eru já talin auka líkurnar á að viðkomandi leiðist út í alkóholisma en þetta er ekki það klippt og skorið að það sé hægt að tala um það sem vísindalega staðreynd að alkóholismi sé genatískur sjúkdómur punktur.

Líklegast er um flókið samspil þar sem gen spila hlutverk en ekki svo einfalt að þú ert dæmdur til þess að verða alki vegna þess að þú ert með ákveðin gen. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Victor Laszlo said:

Má segja hið sama heróínfíkn, amfetamínfíkn, kókaínfíkn o.s.frv.?

Málin eru ekki svo einföld. Það væru fæstir sem byrjuðu neyslu fíkniefna á því að sprauta sig með heróíni. Þegar fólk er komið á þann stað, má segja að 100% heróínneytenda séu fíklar. Á meðan 10-12% neytenda áfengis eru fíklar. Svipaðar tölur gilda þá um kannabis. Þegar kemur út í neyslu harðari efna, verður stærra og stærra hlutfall neytendanna fíklar...

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Hallgeir said:

Er hægt að fara í DNA próf og fá svo niðurstöðu um hvort maður sé alki eða ekki?

Ég held nefnilega ekki.

Það hefur verið náð að sýna fram á að ákveðin gen eru algengari meðal alka og þau eru já talin auka líkurnar á að viðkomandi leiðist út í alkóholisma en þetta er ekki það klippt og skorið að það sé hægt að tala um það sem vísindalega staðreynd að alkóholismi sé genatískur sjúkdómur punktur.

Líklegast er um flókið samspil þar sem gen spila hlutverk en ekki svo einfalt að þú ert dæmdur til þess að verða alki vegna þess að þú ert með ákveðin gen. 

 

Það er reyndar búið að ná mynd af .þessari svokölluðu "gleðistöð" heilans, sem veldur fíkn. Þetta er sama stöðin, sem veldur allri fíkn, áfengis- og fíkniefna, matar- og spilafíkn. Það er því vitað, að þetta er arfgengt. Var reyndar vitað þegar á 18. öld, löngu áður en læknavísindin komust á nútíma stig. Menn sáu einfaldlega að drykkjusýkin eins og þetta var kallað þá, herjaði meira á sumar ættir en aðrar. Og að það var ekki bara hægt að kenna ömurlegum aðstæðum um, því þetta herjaði líka á sumar ættir í yfirstétt. 

Það sem þessi náungi í upphafsvideóinu hefur hinsvegar rétt fyrir sér í, er að það sé ákveðin óhamingja sem veldur fíkn. Við getum líka kallað það sterka tilfinningu tómleika og einmanakenndar. Þ.e. að þessi umrædda gleðistöð heilans virkar ekki hjá fíklum eins og hjá flestu öðru fólki. Það er frumorsökin. Hún er meðfædd. Þegar annaðhvort efna er neytt, eða spennuástand skapast, eins og spilakassar eða kynlíf, þá virkar þessi stöð eins og hjá öðrum. Síðan eru það aðrir þættir sem spila inn í með það, hvaða fíkn fólk tileinkar sér. En oft fara fleiri en ein fíkn saman. Og líka að þegar fikillinn er búinn að vinna bug á einni fíkn, yfirtekur hann einhver önnur. Algengt dæmi eru áfengis- og fíkniefnaneytendur sem fara að stunda ofát í kjölfar meðferða. Mjjög þekkt...

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, jenar said:

Málin eru ekki svo einföld. Það væru fæstir sem byrjuðu neyslu fíkniefna á því að sprauta sig með heróíni. Þegar fólk er komið á þann stað, má segja að 100% heróínneytenda séu fíklar. Á meðan 10-12% neytenda áfengis eru fíklar. Svipaðar tölur gilda þá um kannabis. Þegar kemur út í neyslu harðari efna, verður stærra og stærra hlutfall neytendanna fíklar...

Þeir sem eru ekki með áfengisgenið, getur það fólk ómögulega orðið áfengissjúkt?

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 minutes ago, Victor Laszlo said:

Þeir sem eru ekki með áfengisgenið, getur það fólk ómögulega orðið áfengissjúkt?

Jújú. Það er einmitt til að flækja málin - þetta getur líka í sumum tilfellum verið áunnið...

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 minutes ago, jenar said:

Jújú. Það er einmitt til að flækja málin - þetta getur líka í sumum tilfellum verið áunnið...

En hvernig veit áfengissjúk manneskja hvort fíkn hennar sé genatengd eða áunnin?

Share this post


Link to post
Share on other sites
34 minutes ago, Victor Laszlo said:

En hvernig veit áfengissjúk manneskja hvort fíkn hennar sé genatengd eða áunnin?

Það er kannski aldrei hægt að segja það með neinni vissu. En það er þó hægt að álykta út frá sögu hvers og eins. Nú var ég sjálfur alki og fíkniefnaneytandi til margra ára. Fjölskylda mín undirlögð af þessum sjúkdómi. Þegar ég fer yfir mína sögu, þá sé ég það bara svart á hvítu, að ég var alki frá fyrsta glasi, eins og það kallast. Átti aldrei séns eftir það. Á meðan maður heyrði suma sega frá því að  þeir hefðu drukkið árum saman, áður en að það varð að vandamáli. Og áttu sér þá enga fjölskyldusögu um alkóhólisma. 

Man t.d. eftir einum nafngreindum embættismanni, hvers andlit var þekkt úr fjölmiðlum, sem ég var með á Vogi fyrir mörgum árum. Og svo vorum við saman á Staðarfelli. Hans saga var saga manns, sem þurfti mjög oft að vera í veislum, þar sem áfengi var haft um hönd. Hann átti sér enga fjölskyldusögu og fyrstu kynni hans af áfengi voru bara eins og hjá flestum. Ekkert mál. Og framan af ævinni hafði hann ekki veirð mikið að drekka áfengi. Þangað til að hann tók við þessu embætti sínu. Um fimmtugt uppgötvaði hann, að hann gat ekki án þess verið að eiga áfengi heima hjá sér. Keyrði einhverntíma tugi kílómetra til að verða sér út um veigarnar. En hann átti líka mjög erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að hann væri alkóhólisti. En þarna var hann kominn, ásamt rónum bæjarins, hehe.. ágætis kall og góð sál....

Share this post


Link to post
Share on other sites
56 minutes ago, jenar said:

Það er kannski aldrei hægt að segja það með neinni vissu. En það er þó hægt að álykta út frá sögu hvers og eins. Nú var ég sjálfur alki og fíkniefnaneytandi til margra ára. Fjölskylda mín undirlögð af þessum sjúkdómi. Þegar ég fer yfir mína sögu, þá sé ég það bara svart á hvítu, að ég var alki frá fyrsta glasi, eins og það kallast. Átti aldrei séns eftir það. Á meðan maður heyrði suma sega frá því að  þeir hefðu drukkið árum saman, áður en að það varð að vandamáli. Og áttu sér þá enga fjölskyldusögu um alkóhólisma. 

Man t.d. eftir einum nafngreindum embættismanni, hvers andlit var þekkt úr fjölmiðlum, sem ég var með á Vogi fyrir mörgum árum. Og svo vorum við saman á Staðarfelli. Hans saga var saga manns, sem þurfti mjög oft að vera í veislum, þar sem áfengi var haft um hönd. Hann átti sér enga fjölskyldusögu og fyrstu kynni hans af áfengi voru bara eins og hjá flestum. Ekkert mál. Og framan af ævinni hafði hann ekki veirð mikið að drekka áfengi. Þangað til að hann tók við þessu embætti sínu. Um fimmtugt uppgötvaði hann, að hann gat ekki án þess verið að eiga áfengi heima hjá sér. Keyrði einhverntíma tugi kílómetra til að verða sér út um veigarnar. En hann átti líka mjög erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að hann væri alkóhólisti. En þarna var hann kominn, ásamt rónum bæjarins, hehe.. ágætis kall og góð sál....

En hverju breytir það um batahorfur hvort áfengisfíkn sé genatengd eða áunnin, þ.e.a.s. hvorri útskýringunni fólk trúir?

Ég hef nefnilega á tilfinningunni að áfengisfíklar sem benda á genin séu einhvern veginn að forðast að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Samt, Ef það virkar sálfræðilega að benda á genin, burtséð frá hinu rétta og þeim upplýsingum sem viðkomandi hefur undir höndum, þá er það bara gott mál í sjálfu sér.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, Victor Laszlo said:

En hverju breytir það um batahorfur hvort áfengisfíkn sé genatengd eða áunnin, þ.e.a.s. hvorri útskýringunni fólk trúir?

Ég hef nefnilega á tilfinningunni að áfengisfíklar sem benda á genin séu einhvern veginn að forðast að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Samt, Ef það virkar sálfræðilega að benda á genin, burtséð frá hinu rétta og þeim upplýsingum sem viðkomandi hefur undir höndum, þá er það bara gott mál í sjálfu sér.

Það skiptir auðvitað engu um batahorfur. Þarna er bara verið að reyna að komast að orsökum, hefur síðan ekkert með meðferðina sjálfa að gera. Ekkert frekar en með þunglyndi. Þugnlyndi getur verið áunnið, en líka meðfætt.Ólík orsök, en lýsir sér á nákvæmlega sama hátt og krefst sömu úrræða. Ég hef aldrei notað það sem afsökun fyrir fíkn minni, að hún sé genatengd. Né er það boðað af vísindunum á nokkurn hátt. Né í meðferð. Einkenni fíknisjúkdóma eru föll. Sama hvort það er genatengt eða áunnið...

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 hours ago, jenar said:

Það er kannski aldrei hægt að segja það með neinni vissu. En það er þó hægt að álykta út frá sögu hvers og eins. Nú var ég sjálfur alki og fíkniefnaneytandi til margra ára. Fjölskylda mín undirlögð af þessum sjúkdómi. Þegar ég fer yfir mína sögu, þá sé ég það bara svart á hvítu, að ég var alki frá fyrsta glasi, eins og það kallast. Átti aldrei séns eftir það. Á meðan maður heyrði suma sega frá því að  þeir hefðu drukkið árum saman, áður en að það varð að vandamáli. Og áttu sér þá enga fjölskyldusögu um alkóhólisma. 

Man t.d. eftir einum nafngreindum embættismanni, hvers andlit var þekkt úr fjölmiðlum, sem ég var með á Vogi fyrir mörgum árum. Og svo vorum við saman á Staðarfelli. Hans saga var saga manns, sem þurfti mjög oft að vera í veislum, þar sem áfengi var haft um hönd. Hann átti sér enga fjölskyldusögu og fyrstu kynni hans af áfengi voru bara eins og hjá flestum. Ekkert mál. Og framan af ævinni hafði hann ekki veirð mikið að drekka áfengi. Þangað til að hann tók við þessu embætti sínu. Um fimmtugt uppgötvaði hann, að hann gat ekki án þess verið að eiga áfengi heima hjá sér. Keyrði einhverntíma tugi kílómetra til að verða sér út um veigarnar. En hann átti líka mjög erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að hann væri alkóhólisti. En þarna var hann kominn, ásamt rónum bæjarins, hehe.. ágætis kall og góð sál....

Eg verð að gefa þer + Jenar fyrir að hafa sigrast a þessum djöfli sem þu hafðir að draga og koma sterkur til baka. Það er ekki allra að gera það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
24 minutes ago, siggiandri said:

Eg verð að gefa þer + Jenar fyrir að hafa sigrast a þessum djöfli sem þu hafðir að draga og koma sterkur til baka. Það er ekki allra að gera það.

Takk fyrir það... ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/7/2017 at 0:59 PM, jenar said:

Þessi sjúkdómur er genetískur, um það er ekki deilt.

Hann (Johann Hari) virðist einmitt vera að deila um það og segja að það eru aðrar ástæður en genetískar.

On 11/7/2017 at 0:59 PM, jenar said:

Það er hægt að sjá m.a. á því, að þegar indjánar N-Ameríku komust fyrst í tengsl við áfengi, láu þeir nánast allir kylliflatir fyrir því.

Þeir horfðu upp á samfélag sitt eyðilagt af hvíta manninum, svo það passar vel við útskýringar Johann Hari um samfélgaslega þætti.

On 11/11/2017 at 0:56 AM, jenar said:

Þegar fólk er komið á þann stað, má segja að 100% heróínneytenda séu fíklar.

Mundu reynsluna frá Víet Nam sem hann nefnir þar sem stór hópur hermanna bara hætti heróín-neyslu þegar þeir komu heim. Bendir aftur til að félagslegir þættir hafa mikið að segja.

On 11/11/2017 at 1:05 AM, jenar said:

Og að það var ekki bara hægt að kenna ömurlegum aðstæðum um, því þetta herjaði líka á sumar ættir í yfirstétt. 

Kanski er það ekki ríkidæmi sem skapar lífsfyllingu og hamingu Jenar ;)

On 11/11/2017 at 2:45 PM, Victor Laszlo said:

En hverju breytir það um batahorfur hvort áfengisfíkn sé genatengd eða áunnin, þ.e.a.s. hvorri útskýringunni fólk trúir?

Ef fíkn er genatengd þá getur þú ekki breytt því, Það eina sem þú getur er að láta áfengið vera. Ef fíkn er áunnin eða félagslega tengd þá eru það aðstæður og umhverfi og viðhorfi manns til umhverfis sem þarf að breyta.

Kanski er um blöndu af hvoru tveggja að ræða ...?

Það sem hefur verið slagorð SÁÁ er að alkóhólismi verður ekki sigraður, þú getur í besta falli verið þurr alkóhólisti, sem hvílir á þeirri hugmynd að fíkn er genetísk og þess vegna óumbreytanleg.

 

Ætla ekki að fullyrða hvað er réttast, en þessar nýju hugmyndir eru afar áhugaverðar séðar í ljósi reynslunnar á þeim stöðum þar sem þessar hugmyndir hafa verið reyndar.

Það er í öllu falli augljóst að þær hugmyndir og skilningur um fíkn sem við höfum í dag er ekki að ganga upp.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/12/2017 at 4:25 PM, Frater DOV said:

Hann (Johann Hari) virðist einmitt vera að deila um það og segja að það eru aðrar ástæður en genetískar.

Þeir horfðu upp á samfélag sitt eyðilagt af hvíta manninum, svo það passar vel við útskýringar Johann Hari um samfélgaslega þætti.

Mundu reynsluna frá Víet Nam sem hann nefnir þar sem stór hópur hermanna bara hætti heróín-neyslu þegar þeir komu heim. Bendir aftur til að félagslegir þættir hafa mikið að segja.

Kanski er það ekki ríkidæmi sem skapar lífsfyllingu og hamingu Jenar ;)

Ef fíkn er genatengd þá getur þú ekki breytt því, Það eina sem þú getur er að láta áfengið vera. Ef fíkn er áunnin eða félagslega tengd þá eru það aðstæður og umhverfi og viðhorfi manns til umhverfis sem þarf að breyta.

Kanski er um blöndu af hvoru tveggja að ræða ...?

Það sem hefur verið slagorð SÁÁ er að alkóhólismi verður ekki sigraður, þú getur í besta falli verið þurr alkóhólisti, sem hvílir á þeirri hugmynd að fíkn er genetísk og þess vegna óumbreytanleg.

 

Ætla ekki að fullyrða hvað er réttast, en þessar nýju hugmyndir eru afar áhugaverðar séðar í ljósi reynslunnar á þeim stöðum þar sem þessar hugmyndir hafa verið reyndar.

Það er í öllu falli augljóst að þær hugmyndir og skilningur um fíkn sem við höfum í dag er ekki að ganga upp.

 

Það er alveg augljóst mál, að umhverfisþættir spili að einhverju leyti inn í það, hvort og þá hvernig fíkn þróast hjá viðkomandi einstaklingi. Um það hefur aldrei verið deilt. Þegar ég talaði um yfirstétt, þá var það kannski ekki rétt orðað, nema að því leyti, að menn þarna á 18. öld sáu, að það var ekki bara eymdin ein sem væri orsökin - hann talar í videóinu um að hafa tilgang í lífinu. Bæði ríkir og fátækir geta auðvitað haft þann tilgang. En reynslan sýnir bara, að alkóhólismi herjar á allar stéttir, allskonar perónugerðir en líka á þá sem hafa tilgang. Það er innri líðan sem skiptir öllu í þessu samhengi. Erfiðast reynist mörgum að horfa upp á og skilja, hversvegna sterkir karakterar, sem virðast hafa allt með sér í lífinu og virðast hafa helling til að lifa fyrir (tilgang), geti staðið sterkir gegn öllu, nema fíkniefni sínu, hvert sem það síðan er. Þar er eins og þeir breytist í viljalaus verkfæri. 

Málið er, að menn eru búnir að finna þessa svokölluðu gleðistöð heilans. Þessi sem veitir venjulegu fólki fullnægju og verðlaunatilfinningu. Hjá mörgum er þessi stöð gölluð og sá galli er oft meðfæddur. Hjá öðrum laskast stöðin vegna gríðarlegra áfalla, langvarandi streitu og álags og svo auðvitað í sumum tilfellum með neyslu. Það getur verið ágætt að taka þunglyndi sem dæmi. Stundum stendur þunglyndi sem sjálfstæður sjúkdómur. Stundum er þunglyndi afleiðing utanaðkomandi orsaka, áfalla o.sv.frv. eða langvarandi streitu og álags. Nákvæmlega eins og fíknisjúkdómar. Langvarandi neysla (fíkn) veldur t.d. þunglyndi. 

Þannig stenst þessi fullyrðing ekki, að aukinn tilgangur einn og sér, komi í veg fyrir fíknisjúkdóma. Eins og ég sagði áðan, þá er það þessi gleðistöð sem skiptir öllu. Og þá sú staðreynd, að þeir sem eru með hana í lagi (sem er jú flest fólk), fá fullnægju og verðlaunatilfinningu við að upplifa tilgang lífsins. Fyrir þann sem er með þessa stöð laskaða, þá skipta ytri aðstæður litlu máli, viðkomandi verður að stimúlera gleðistöðina með einhverju. Alkóhóli, kannabis, amfetamíni, spilakössum, mat, eða hvaða nöfnum sem fíknirnar nefnast. 

Sá sem fæðist með gleðistöðina gallaða, veit auðvitað ekkert af því. Hann lifir sína barnæsku eins og aðrir. En eftirá sér hann, að hann var allan tímann aðeins öðruvísi en hinir. Átti alltaf erfiðara með að mynda eðlileg tengsl við fólk. Var alltaf pínku "einn á móti hinum," þ.e. einmana sál, án þess endilega að gera sér grein fyrir því. Þessvegna þessar þúsundir frásagna alkóhólista af því, hvernig fyrsta reynslan af brennivíni veitti þeim þessa þvílíku frelsisupplifun. Brennivínið varð lausn. Af því að í fyrsta sinn á ævinni fundu þeir þessa stimúleringu í gleðistöðinni....

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er þetta mikið til hræðsluáróður gagnvart fíkniefnum. Sjáið bara áfengið! Þekkið þið eitthvað til afleiðingar fíkniefnaneyslu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 mínútum síðan, SSSól said:

Er þetta mikið til hræðsluáróður gagnvart fíkniefnum. Sjáið bara áfengið! Þekkið þið eitthvað til afleiðingar fíkniefnaneyslu?

Í tilfelli ólöglegu efnanna þá er umræðan pínu villandi þar sem hún er alltaf út frá fíkn og glæpastarfsemi. Margir fá þá ranghugmynd að allir sem nota þessu efni séu háðir og "í ruglinu". Tölfræðilega eru þetta einhver nokkur prósent sem leiðast út í fíkn en stóri meirihlutinn er algjörlega falinn. Fólk játar nefnilega ólöglegu neysluna þegar allt er komið í fokk, það böstað við einhvern glæp eða þarf að fara í meðferð. Þeir sem hinsvegar ráða við neysluna og lenda ekki í neinum vandræðum sjá yfirleitt ekki ástæðu til að vera að segja eitthvað mikið frá því. Almenningur er því með frekar skakka mynd af þessu öllu saman.

Ef það yrði einhvers konar út úr skápnum dagur varðandi ólöglega vímuefnaneyslu og allir myndu taka þátt þá myndi það auðvitað sjokka marga og gjörbreyta myndinni. Þá allt í einu væri þetta ekki bara týpíski ungi maðurinn sem rændi sjoppu og fór í meðferð heldur líka ljúfi grunnskólakennarinn, sjarmerandi stjórnmálaleiðtoginn, hjálpsami nágranninn og litla frænka sem er að klára HÍ.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Umræðan um lögleiðingu er auðvitað alveg sér umræða og á að sjálfsögðu ekki að hafa neitt með alkóhólisma að gera. Ekkert frekar en að það sé minnst sérstaklega a matarfíkla þegar umræður um matvæli í sambandi við lýðheilsu og sykurskatt o.sv.frv. á sér stað. Ekki þá nema óbeint. En um leið og minnst er á lögleiðingu kannabis, fer allur fókusinn á fíkla...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fór kannski pínu út fyrir efnið en SSSól minntist á hræðsluáróður svo ég var að kommenta á það.

Fyrirsögnin á þessum þráð er í raun ágætis dæmi um fordómana. Eiturlyfjaneyslan er bara slæm punktur en í tilfelli áfengis þarf að bæta við orðinu óhóflegrar. Ekkert diss á Ingimund samt svona er þetta bara innprentað í flesta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.