Herkúles

Beðið eftir Vinstri grænum

41 posts in this topic

D og B vilja fara í formlegar viðræður við VG um myndun nýrrar stjórnar.

VG frestar löngum þingflokksfundi þar til á morgun

Sem sagt ágreiningur, það kemur svo sem ekki á óvart.

Spái að ekkert verði af þessu því Vinstri stjórn, taka 2 bíði.

Vilji Katrín og flokkseigendafélagið fara þessa leið þá klofnar VG.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála, bendir ekki til að Vg fari í þessar viðræður með þennan klofning í afstöðu til þessa samstarfs. Enda - hvernig ætti það veganesti að vera gott, ef þetta á að verða þessi "stöðugleikastjórn" sem talað er um?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef Vg fer ekki þá leið að mynda stjórn með D og B þá er einfaldlega komin upp stjórnarkreppa sem mun varla leysast fyrr en í Desember i fyrsta lagi. 

B er ekki að fara i vinstri stjórn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held einmitt að vandamálið með fyrri stjórn hafi verið að Björt Framtíð gekk í samstarfið klofin. Það var fólk þar innanborðs sem var hreinlega að bíða eftir afsökun til að slíta samstarfinu og þess vegna féll stjórnin á smámáli sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum ekki fella heila ríkisstjórn lands. 

Svo já kannski betra að sleppa þessu en að fara klofin í stjórnarsamstarf. 

2 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Hallgeir said:

Ég held einmitt að vandamálið með fyrri stjórn hafi verið að Björt Framtíð gekk í samstarfið klofin. Það var fólk þar innanborðs sem var hreinlega að bíða eftir afsökun til að slíta samstarfinu og þess vegna féll stjórnin á smámáli sem myndi undir eðlilegum kringumstæðum ekki fella heila ríkisstjórn lands. 

Svo já kannski betra að sleppa þessu en að fara klofin í stjórnarsamstarf. 

Það er eins og hlutirnir séu brothættari nú en áður og fólk ekki eins tilbúið til að taka áhættu. Fordæmið um Bjarta framtíð mun ekki gleymast svo fljótt. Annars er ég hissa á því hversu lítið hefur verið talað um þátt Kára í Erfðagreiningu í endalokum flokksins. Það var ekkert smávegis sem hann baunaði á ÓP.

Share this post


Link to post
Share on other sites

nú er því slegið upp (Stundin) að aðeins 3% kjósenda VG vilji í stjórn með D þe samkv. könnun fyrir kosningar...

Katrín má nú fara að hætta þessari vitleysu og snúa sér að 5 flokka stjórninni margumræddu..

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, Herkúles said:

Katrín má nú fara að hætta þessari vitleysu og snúa sér að 5 flokka stjórninni margumræddu..

Heldur þú virkilega að ef að Katrín hlustar á villikettina í VG að þá fái hún áfram umboðið til að reyna enn fjarlægari samsetningu? Ef Katrín lætur undan póstmódernískum marxista villiköttunum þá er hún ekki lengur neinn formaður flokksins heldur enn eitt dæmið um knee jerk reactionary leiðtoga eins og var í forystu BF sem ákvað að slíta stjórninni. Sem sagt, uppskrift að því að sama hvaða meirihluti verður settur á fót með VG, þetta endar eins og síðasta stjórn sem VG var í, sem brauðfóta minnihlutastjórn sem nær engu í gegn. Ekki á vetur setjandi.

Mér finnst reyndar alveg magnað að horfa á þetta enn eina ferðina hvernig VG baklandið lætur. Með einhvern þann versta "við erum betri en þið" hroka sem til er. Liggur við verri en hjá Pírötum. Að mínu mati er pólitískur ágreiningur eitt. Það er hægt að ræða slíkt með viriðingu og umburðarlyndi. En ef það er eitthvað sem ég hata af ástríðu þá er það þessi grandstanding hroki sem lekur af VG daginn út og inn. Ekki bara ágreiningur um pólitík heldur fyrirlitningin á "hinum", byggt á eigin ranghugmynd um móralska yfirburði. Það þarf ekki að hlusta á Illuga Jökulsson, Jónas Kristjánsson eða Hallgrím Helgason lengi,og þeirra raðlækara, til að sjá að þeir telja sitt siðferðismat vera yfir aðra komið. Þeir eru "betri". Á þessu byggja þeir, og þeirra raðlækarar, fyrirlitningu sína á (aðallega) Sjálfstæðismönnum og Framsókn.

Raunveruleikinn er í dag sá að atkvæðum hefur verið dreift á þann máta að ekki er lengur hægt að mynda sterkan meirihluta þar sem 1-2 flokkar ná öllu sínu í gegn. Það verða því allir að gera málamiðlanir!  VG líka. Einstrengisleg frekja er ekki lengur í spilunum. Ef þau geta ekki áttað sig á því, og fylgt því, þá mega þau bara halda áfram að tuða í minnihluta í fjögur ár í viðbót. Þeirra er valið. 

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

...einhverjir spekingar segja að Katrín verði veik sem formaður ef þingflokkurinn fylgir ekki hennar vilja til að mynda þessa stjórn.

Það er aukaatriði, að sjálfsögðu fer Katrín að vilja meirihluta þingflokksins, punktur basta. 

 

En úr því menn stilla þessu svona upp og ef þeir vilja halda áfram þessu skúespili má vel vera að millileikur VG í dag sé að gefa grænt ljós á ,,formlegar" viðræður

en hafna þessu svo eftir nokkra daga, til að friða einn og annan, í þessum klofna flokki, hver veit?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér logandi reiður stjörnublaðamaður á Stundinni, fleebah og fleiri til hugleiðinga!

 

Trompa „málefni“ spillingu og
siðferði í stjórnmálum hjá VG?

Vinstri græn tala bara um „málefni“ og „málefnasamninga“ í mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkin. Það er eins og spilling sé ekki málefni í hugum flokksins og flokkurinn velur þá leið að loka augunum fyrir fortíð Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar til að komast til valda. Veit flokkurinn ekki að það var „málefnið“ spilling sem leiddi til þess að síðustu tvær ríkisstjórnir hrökkluðust frá völdum?

„Vandamál í öllum flokkum“ Katrín Jakobsdóttir er nú þegar byrjuð að réttlæta spillingar- og hneykslismál sem hafa komið upp í Sjálfstæðisflokknum út af Bjarna Benediktssyni og fjölskyldu með því að tala um að einhver „vandamál“ sé að finna í öllum flokkum. Mynd: Pressphotos

Nýtt á Stundinni

 

 

13. nóvember 2017, kl. 11:40

Ingi Freyr Vilhjálmsson

skrifar

 Eins og svo margir aðrir hef ég klórað mér í höfðinu síðustu daga yfir því hvernig Vinstri græn geta hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í vissum skilningi, út frá siðferðislegri sögu þessara stjórnmálaflokka síðastliðin 20 ár, eru þessir flokkar hinar miklu andstæður í íslenskum stjórnmálum. 

Sjálfstæðisflokkurinn er laskaður af spillingarmálum. Tveir ráðherrar flokksins hafa þurft að hætta í stjórnmálum vegna þeirra á síðustu árum – Illugi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson fékk samþykkta ályktun gegn sér á landsfundi að hann ætti að hætta í stjórnmálum út af spillingu í góðærinu fyrir hrun og formaðurinn Bjarni Benediktsson er forugur upp fyrir haus út af viðskiptasögu sinni í N1, Vafningi, Sjóði 9, Borgun og þeim eitruðu tengslum sem felast í því að vera bæði stjórnmálamaður og fjárfestir á sama tíma. 

Svartur flokkur - hvítur flokkur

Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem af öðrum íslenskum flokkum bar langmesta ábyrgð á íslenska efnahagshruninu; í hruninu hrundi stefna flokksins til margra ára og afleiðingar nýfrjálshyggjuvæðingar flokksins á íslensku samfélagi snertu alla borgara landsins. Vinstri grænir bera sáralitla, ef þá einhverja, ábyrgð á íslenska efnahagshruninu. Stefna þeirra á þessum árum fyrir hrunið var andstæð stefnu Sjálfstæðisflokksins og þeir héldu uppi hörðustu stjórnarandstöðunni í góðærinu 2002 til 2008.

Enginn þingmaður VG hefur lent í erfiðleikum vegna spillingar- og hneykslismála út af hruninu og eftir það. 

Steingrímur J. Sigfússon átti ekki fyrirtæki sem kom fyrir í Panamaskjölunum; Svandís Svavarsdóttir innleysti ekki tugmilljóna króna eignir út úr Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins; Katrín Jakobsdóttir tók ekki þátt í neinum viðskiptagjörningi eins og Vafningi sem fól í sér að rúmlega 10 milljarða króna áhættu af hlutabréfum í íslenskum banka var velt yfir á bankann sjálfan í gjörningi sem síðar leiddi til ákæru gegn tveimur starfsmönnum Glitnis; aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur reyndi heldur ekki að grafa undan hælisleitanda með því að senda að hluta til upplognar trúnaðarupplýsingar um hann til fjölmiðla og hann var ekki ákærður og dæmdur fyrir þetta; Lilja Rafney Magnúsdóttir þáði heldur ekki vinnu frá orkufyrirtæki, seldi stjórnarformanni fyrirtækisins íbúðina sína þegar hún lenti í fjárhagserfiðleikum og agiteraði svo fyrir því í krafti stöðu sinnar á þingi að viðkomandi orkufyrirtæki fengi að teika íslenska ríkisstofnun og gera samning við stærsta orkufyrirtæki Kína um samvinnu í jarðvarmamálum í kommúnísku alræðisríki; flokksfundur Vinstri grænna samþykkti heldur ekki ályktun þess efnis að Ari Trausti Guðmundsson ætti að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir að hafa safnað tugmilljóna króna styrkjum frá einkafyrirtækjum til að fjármagna starfsemi flokksins og það var ekki þannig að Rósa Björk Brynjólfsdóttir segði Kolbeini Proppé samflokksmanni sínum frá þeim trúnaðarupplýsingum á undan umheiminum að ættingi hans hefði veitt dæmdum barnaníðingi uppreist æru bréflega. 

Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn eru eins og svart og hvítt hvað varðar spillingu, brask og hagsmunaárekstra. Hvað stendur eftir misjafnt um VG síðastliðin ár? Vaðlaheiðargöng voru klassískt kjördæmapot í héraði formannsins Steingríms J. jú og samningurinn sem Svavar Gestsson náði að undirlagi Steingríms í Icesave-málinu hefði sannarlega mátt vera miklu betri. En hversu svínsleg eru þessi mál í samanburði við spillingarslóð Sjálfstæðisflokksins?

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hafa verið álíka lengi á þingi en Katrín er ekki með eitt einasta spillingarmál á bakinu en Bjarni er með svo mörg mál á sínum öxlum að það er nánast kjánalegt að telja þau öll upp. Þau eru andstæður í siðferðismálum; hún er tandurhrein en hann er grútskítugur. 

„Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi“

 Málefni, málefni, málefni

Í ljósi þessarar sögu og þessarar fortíðar Sjálfstæðisflokksins er eiginlega ótrúlegt að lesa hvernig Katrín Jakobsdóttir rökstyður mögulega þátttöku flokksins í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum árið 2017.  „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ segir Katrín. 

En hvernig er það: Hvar liggja mörkin? Ef maður getur náð „góðum málefnasamningi“ við djöfulinn á maður þá að díla við djöfsa án þess að velta því fyrir sér hver hann er og hvað hann stendur fyrir? Í Svíþjóð til dæmis reyna allir stjórnmálaflokkar landsins að forðast allt samneyti og alla „málefnasamninga“ við rasistaflokkinn Svíþjóðardemókrata. Þetta er af því flokkurinn er eitraður og aðrir stjórnmálaflokkar vilja ekki bera ábyrgð á þeim ógeðfellda skít sem þessi gamli nasistaflokkur stendur fyrir. Í þessu felst siðferðileg afstaða en ekki mat á „góðum málefnasamningi“. Vinstri græn taka enga siðferðislega afstöðu gegn spillingu og fortíð Sjálfstæðisflokksins. 

Vinstri grænir tönnlast á því að mögulegt samstarf snúist um „málefni“ og bara málefni. Ég myndi skilja þetta sjónarmið VG ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG hefðu verið stofnaðir í gær og ættu sér enga fortíð. Það er sannarlega margt í stefnu flokkanna sem er sameiginlegt, takmarkaður vilji til að breyta landbúnaðarkerfinu, sjávarútvegskerfinu, lítill áhugi á að ganga í Evrópusambandið, takmarkaður áhugi á að taka upp nýja mynt og svo framvegis. Stærsti munur flokkanna felst í afstöðu til skattamála og jafnræðis í samfélaginu, innleiðingu á auðlegðarskatti á hina ríku og svo framvegis: Sjálfstæðisflokkurinn er ójafnaðarflokkur en Vinstri græn eru jafnaðarmannaflokkur. 

En hvernig getur flokkur hingað til hefur gefið sig út fyrir það að vera stjórmálaflokkur sem er með siðferðið á hreinu ákveðið að horfa bara framhjá fortíð Sjálfstæðisflokksins í mögulegu stjórnarsamstarfi á grundvelli „málefna“?

Eru „málefni“ ekki öll „málefni“ sem snerta stjórnmálaflokk? Vinstri græn taka lélega og umdeilanlega siðferðilega afstöðu með mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir tala um að það sé „ómálefnalegt“ að útiloka Sjálfstæðisflokkinn sem samstarfsflokk. En hversu mikið þarf flokkur að hafa samviskunni til að Vinstri græn telji málefnalegt að útiloka samstarf við hann?   

Blinda VG

Það er eins og VG sé slegið blindu á söguna, á fortíðina, á allan þann foruga farangur sem Sjálfstæðisflokkurinn dregur með sér inn í stjórnarmyndunina.

Síðustu tvær ríkisstjórnir í landinu hafa fallið út af spillingarmálum hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum annars vegar 2016 og svo Sjálfstæðisflokknum árið 2017 og í báðum tilfellum er  það Bjarni Benediktsson sem er ástæðan fyrir því að flokkurinn lendir í þessari stöðu. Hann situr samt áfram.

Í löndunum í kringum okkur sem Ísland ber sig saman við, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, hefði Bjarni þurft að hætta í stjórnmálum fyrir mörgum árum síðan út af öllum þeim spillingar- og hneykslismálum sem honum tengjast. En ekki á Íslandi. 

Samt vill VG vinna með Bjarna og þessum eitraða flokki sem hann fer fyrir. Skoðanir um þetta samstarf eru mjög skiptar innan VG og þær eru skiptar að mörgu öðru leyti innan flokksins og hjá kjósendum hans, til dæmis hvað varðar viðhorfið til Evrópusambandsins. Ég held að svona helmingur kjósenda VG muni yfirgefa flokkinn út af þessu mögulega samstarfi við flokkinn og VG festir sig í sessi sem afturhaldssamur, ófrjálslyndur, anti-ESB flokkur til framtíðar, einhvers konar light-vinstri útgáfa af Framsóknarflokknum. Ég hélt einmitt að Katrín ætlaði að fara með flokkinn í þveröfuga út nú þegar síðustu leifarnar af Alþýðubandalaginu eru að hætta í stjórnmálum.  

Ég þekki ekki alveg þennan VG sem er að agitera fyrir þessu samstarfi, þetta er einhver allt annar flokkur en ég hélt að hann væri. Að mínu mati ætti hugsanlegt samstarf VG við flokkinn ekki að neinu leyti að snúast um „málefni“ og „málefnasamning“ af því einfaldlega að málefnin sem um ræðir skipta bara engu máli í þessari stöðu í ljósi fortíðar Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum.

Að Vinstri græn hugsi þessa hugsun um samstarf við Sjálfstæðisflokknum út frá „málefnum“ sýnir að mínu mati að flokkurinn hefur „hugsað einni hugsun of mikið“ í raun. Flokkurinn ætti kannski að hugsa um þetta í svona fimm sekúndur en svo bara að hafna þessari hugmynd samstundsins í ljósi þess hvað Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans margir hverjir hafa gert á síðustu árum.  

Bjarni Ben: Fyrsta einkunn

En ef Bjarni Benediktsson nær að fá Vinstri græn inn í þetta samstarf þá verður það eitthvert klókasta pólitíska bragð sem ég man eftir. Bjarni mun fá fyrstu einkunn fyrir kænsku og refskap í sögubókunum. Engu máli skiptir þó Katrín verði forsætisráðherra, eiginlega er það bara betra fyrir Bjarna því þá verður þetta ríkisstjórnin hennar og hún verður táknmynd hennar.

Bjarni verður að komast í ríkisstjórn og hann verður helst að komast í þessa ríkisstjórn með Vinstri grænum. Ef Katrín og VG skrifa upp á það að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórntækur flokkur og að það sé alveg hægt að vinna með Bjarna þrátt fyrir allt þá felst risastór pólitísk yfirlýsing í því. Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn fá ákveðna syndaaflausn fyrir fortíð sína og geta byrjað upp á nýtt. 

Bjarni sýnir þá enn og aftur að hann er langsterkasti maðurinn í íslenskri pólitík af því Vinstri græn leika þessa leiki upp í hendurnar á honum og bjarga honum frá því að þurfa að hætta í stjórnmálum. Á sama tíma og Bjarni styrkir sig mjög og flokk sinn veikir hann næst stærsta flokkinn á þingi með því að láta flokkinn skrifa upp á pólitískt heilbrigðisvottorð sitt og þar með gera Vinstri græn að hluta til samábyrg fyrir fortíð sinni. Þannig verður staða vinsælasta stjórnmálamanns landsins, Katrínar Jakobsdóttur, veikari og Bjarni getur hlegið alla leiðina í forsætisráðuneytið og plantað sér þar til framtíðar. 

Að Vinstri græn skeri Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson úr sinni eigin spillingarsnöru var eitthvað sem ég hefði aldrei þorað að láta mér detta í hug. 

„Ég held að það séu vandamál í öllum flokkum.“

Réttlæting fortíðarinnar

Vinstri græn er nú þegar byrjaðir að réttlæta fortíð og vandamál Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni verið mynduð.

Í viðtali í Harmageddon fyrir skömmu sagði Katrín, aðspurð um frændhygli í Sjálfstæðisflokknum: „Ég held að það séu vandamál í öllum flokkum.“ Það er eins og Katrín og Vinstri græn líti ekki á spillingu sem „málefni“ heldur sem eitthvað „ómálefni“. Hjá VG snýst allt núna um „málefni“ og  „góðan málefnasamning“ og spilling virðist ekki vera „málefni“ í huga flokksforystunnar. Er ómálefnalegt að tala um spillingu Sjálfstæðisflokksins og eftir atvikum láta hana aftra sér frá því að vinna með flokknum? Var þá ómálefnalegt að segja frá því að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ættu félög í skattaskjólum og er slíkt ekki „málefni“ sem getur komið í veg fyrir að VG vinni með stjórnmálamönnum sem nota félög í skattaskjólum í viðskiptum sínum? Ríkisstjórn ætti þá varla að fara frá völdum út af slíkum skattaskjólsmálum þar sem slík spillingarmál snúast ekki um góðan „málefnasamning“. 

Það er voða fínt að vera málefnalegur og „næs“ í pólitík en það er engin dygð í stjórnmálum að vera naív og meðvirkur með spillingu og svartri fortíð stærsta stjórnmálaflokks landsins. Bjarni Benediktsson er örugglega fínn náungi og góður gaur og það á ekki að líta á hann eins og sé „persona non grata“ þrátt fyrir fortíð hans en það er algjör óþarfi að samþykkja þessa fortíð með því að vinna með honum og flokknum hans.  Vinstri grænir geta alveg drukkið kaffi og spjallað við Bjarna í þinginu án þess að stefna pólitískri framtíð flokksins í hættu með formlegu samstarfi við hann. 

Ég velti því fyrir mér hvort Katrín Jakobsdóttir og VG telji kannski að það hafi verið óþarft að kjósa í fyrra og í ár út af þessum „málum“ hjá Sjálfstæðisflokknum sem flokkurinn er þegar byrjaður að réttlæta. Eða kannski er helsta „málefni“ VG núna bara að komast til valda sama hvað og láta þann vilja trompa allt annað, líka sögu Sjálfstæðisflokksins og í raun siðferðið sjálft sem flokkurinn hefur hingað alltaf reynt að hafa í hávegum ofar „málefnum“ og eiginhagsmunum.

Ég er að minnsta kosti feginn að hafa ekki kosið Vinstri græn ef flokkurinn ætlar að hafa hvítþvott Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar á samviskunni. Mér er fyrirmunað að skilja þessa afstöðu flokksins af því hún tekur ekkert tillit til siðferðishliðar samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 mínútum síðan, Herkúles said:

Hér logandi reiður stjörnublaðamaður á Stundinni, fleebah og fleiri til hugleiðinga!

Hvaða heilvita maður les stundina ?

Nei,  Katrín Jakobsdóttir mun fyrst verða alvöru stjórnmálamaður þegar hún hættir að hlusta á svona innihaldslaust tuð í fólki eins og á Stundinni.  Ef henni tekst þetta mun Vg gnæfa yfir Samfylkinguna sem mun í reynd enda sem smáflokkur.

Sennilega er það sem þau óttast mest þ.e. að hún verði of sterkur leiðtogi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Með fullri virðingu, @Herkúles , en Ingi Freyr og aðrir marxískir rauðliðapennar á Stundinni geta tekið sína hrokafullu "ég er betri en þú" skoðun og troðið henni þar sem sólin ekki skín. En takk fyrir að afrita þetta hingað, ég slapp við að þurfa að opna síðu Stundarinnar :) og vera statistík í auglýsingatekjum þeirra.

Það er eitt sem Ingi Freyr, eins og svo margir hugsjónamiðaðir og ólausnamiðaðir sósíalistar, lendir í í þessari grein er að hann virðist ekki átta sig á því að lýðræðisleg niðurstaða kosninganna var sú að Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur. Og næst á eftir honum er VG. En nei, Ingi Freyr sko veit betur. Hann þykist vera í stöðu til að segja hvað sé hvað. Annað en fólkið sem til þess var kosið!!! Magnað hvað þetta gerist aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur: Afstaða Marxista er "skítt með lýðræðið ef það endar ekki eins og ég vill hafa það".

Og það er annað í stöðunni varðandi lýðræðislegu hliðina: Atkvæðin eru mjög dreift. Það er kannski hægt að moða saman 5 flokka stjórn en er hún á vetur setjandi? Eða er betra t.d. að setja saman stjórn Sjalla og VG með Framsókn þar sem nokkuð auðséð er að landbúnaðar- og sjávarútvegssinnuð íhaldsöfl eru nokkuð lík?

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ingi Freyr eða bara að benda á þennan siðferðislega vinkil, sem er hárrétt

Auðvitað eru vinklarnir margir þegar kemur að stjórnarmyndunum og sínum augum lítur hver á það

Stærsti flokkurinn, stærsti sigurvegarinn og þess vegna mesti taparinn, skilaboð um vinstri eða hægri eða miðju,

samstöðu, traust, sköpun og td þá heildarsýn sem Herkúles hefur áður bent á:  Eftir langvarandi td. hægri eða vinstri tímabil hleðst ákveðin og spilling og della upp,

rotnun þjóðfélagsins:

þá er mál á skipta og kalla nýja að.

Share this post


Link to post
Share on other sites
32 mínútum síðan, Herkúles said:

Ingi Freyr eða bara að benda á þennan siðferðislega vinkil, sem er hárrétt

Auðvitað eru vinklarnir margir þegar kemur að stjórnarmyndunum og sínum augum lítur hver á það

Stærsti flokkurinn, stærsti sigurvegarinn og þess vegna mesti taparinn, skilaboð um vinstri eða hægri eða miðju,

samstöðu, traust, sköpun og td þá heildarsýn sem Herkúles hefur áður bent á:  Eftir langvarandi td. hægri eða vinstri tímabil hleðst ákveðin og spilling og della upp,

rotnun þjóðfélagsins:

þá er mál á skipta og kalla nýja að.

Þetta er einfaldlega innihaldslaust bull hjá ykkur tveimur.

Og hverjir eru það sem eru nýjir ?

Eru það Píratar sem eru búnir að sýna EKKERT !

Eru það Viðreisn sem voru ekki nægjanlega góðir fyrir fyrstu lotuna en síðan teknir inn !

Er það flokkur fólksins sem hvorki S né P vildu hafa nokkuð með ?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, VG búin að ákveða að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við Sjalla og Framsókn. Tveir VG liðar strax búin að skila rauðu, 

http://www.visir.is/g/2017171119564/meirihluti-thingflokks-vg-stydur-ad-fara-i-formlegar-vidraedur-vid-framsokn-og-sjalfstaedisflokk

" Tveir þingmenn flokksins lögðust gegn þessu, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson."

Eru þessi tvö þá að segja það sama og Píratinn hann Björn Leví sagði? Þau ætla að vera í stjórnarandstöðu? Eða skila auðu í besta falli? Rósa Björk er reyndar á svarta listanum hjá mér eftir að hún notaði rökleysur og rökvillur til að leggjast gegn tálmunarfrumvarpinu. En hei, vonandi að þessir villikettir spili með á síðari stigum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sóley Tómasdóttir um niðurstöðu VG: „Fullt tilefni til að gráta yfir þessari frétt“

Share this post


Link to post
Share on other sites

Getur Andrés Ingi ekki bara fært sig yfir í nýja flokkinn hennar Sóleyjar? :lol:

2 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

..það eru klárlega margir vasaklútar á lofti í dag, en við  spyrjum að leikslokum...

varðandi skrúðmælgi Katrínar um breytta tíma og bla bla bla: Breyttir tímar eru að halda þeim panamaprinsum og framsóknarafturhaldinu

frá stjórn landsins og setja siðferðið í öndvegi, já vissulega væru það breyttir tímar.

Spámaðurinn Herkúles mun því halda sig við hina fyrri spá:  Vinstri stjórn, töku 2

(Taki menn eftir að Logi og Inga hafi nú svo gott sem fallist í faðma, sem dæmi, auðvitað veit það á gott)

Share this post


Link to post
Share on other sites

hræddur um að einn Proppéinn sé í vondum málum:

 

13. nóvember 2017, kl. 14:30

Ritstjórn

ritstjorn@stundin.is

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem skoraði á kjósendur að gera „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ vegna valdasetu flokksins fyrir kosningar, hefur nú tekið þá afstöðu að Vinstri grænir eigi að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.

Kolbeinn greindi frá því í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann vildi að Vinstri hreyfingin - grænt framboð, myndi hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Hann var síðan einn þeirra níu af ellefu þingmönnum flokksins sem samþykktu á nýafstöðnum þingflokksfundi flokksins að hefja formlegar viðræður.

Grein KolbeinFyrir kosningarnar eggjaði Kolbeinn Óttarsson Proppé kjósendur að gera upp við Sjálfstæðisflokk.

Mynd: Fréttablaðið

Fyrir kosningar skrifaði Kolbeinn hins vegar grein í Fréttablaðið þar sem hann skoraði á kjósendur að gera „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ vegna „stjórnarhátta“ og „leyndarhyggju“ flokksins og vegna þess að flokkurinn hafi verið of lengi við völd.

„Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum,“ skrifaði Kolbeinn.

„... síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum“

Í greininni leggur Kolbeinn fram aðrar áherslur, svo sem að sýna í verki viljann til að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka,“ skrifaði hann.

Sjá einnig

Hneykslismál Sjálfstæðisflokksins ekki fyrirstaða, enda séu „vandamál í öllum flokkum“

Kolbeinn sagði í morgun að það væri í reynd óheiðarlegt að reyna ekki myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.

„Fyr­ir kosn­ing­ar sögðum við að við úti­lokuðum ekki neinn. Það væri óheiðarlegt að koma eft­ir kosn­ing­ar og úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Kolbeinn í samtali við mbl.is í morgun.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.