Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Andrés Ingi og Rósa Björk útiloka stjórn D B og VG

21 posts in this topic

Virtur stjórnmálaprófessor (einn af okkar fjölmörgu ,,álitsgjöfum")

telur ekkert verða af þessari umræddu fyrirhuguðu stjórn ef Rósa Björk og Andrés Ingi skipta ekki um skoðun og styðja þetta fyrirbæri

ætli það sé bara ekki rétt? Það gangi ekki að fara klofinn í stjórnarsamstarf. Þau hafa þetta í hendi sér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við þetta má bæta að þessar stjórnarmyndunarviðræður eru tímaeyðsla.

Rósa Björk og Andrés Ingi munu ekki treysta D eftir nokkra daga frekar en nú, burtséð frá einhverjum stjórnarsáttmála.

Hættið þessari vitleysu!

Lifi 5 flokka stjórnin! (ófædda)

 

 

„Mín afstaða byggist ekki á neinu vantrausti í garð Katrínar eða okkar forystu eða annarra í Vinstri grænum,“ segir Rósa. Vantraustið sé í garð Sjálfstæðisflokksins vegna ýmissa mála sem hafi umleikið flokkinn. „Það skortir á þá sannfæringu mína að siðferðismálin hafi verið tekin þar traustum tökum,“ segir hún.

Hún tekur fram að með þessu sé hún ekki að lýsa því yfir að hún muni ekki styðja hugsanlega ríkisstjórn sem gæti komið út úr viðræðunum. Hún segir að það yrði sjálfstæð ákvörðun sem tæki mið af málefnasamningnum.ruv.is

Share this post


Link to post
Share on other sites
19 minutes ago, Herkúles said:

Við þetta má bæta að þessar stjórnarmyndunarviðræður eru tímaeyðsla.

Rósa Björk og Andrés Ingi munu ekki treysta D eftir nokkra daga frekar en nú, burtséð frá einhverjum stjórnarsáttmála.

Hættið þessari vitleysu!

Lifi 5 flokka stjórnin! (ófædda)

 

 

„Mín afstaða byggist ekki á neinu vantrausti í garð Katrínar eða okkar forystu eða annarra í Vinstri grænum,“ segir Rósa. Vantraustið sé í garð Sjálfstæðisflokksins vegna ýmissa mála sem hafi umleikið flokkinn. „Það skortir á þá sannfæringu mína að siðferðismálin hafi verið tekin þar traustum tökum,“ segir hún.

Hún tekur fram að með þessu sé hún ekki að lýsa því yfir að hún muni ekki styðja hugsanlega ríkisstjórn sem gæti komið út úr viðræðunum. Hún segir að það yrði sjálfstæð ákvörðun sem tæki mið af málefnasamningnum.ruv.is

Mér sýnist Rósa einmitt vera að segja, að hún muni hugsanlega styðja þessa ríkisstjórn, ef málefnasamningurinn verði henni að skapi...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er að verða eins og einhvers konar blæti hjá þér Herkúles að fá margra flokka stjórn :)

Merkilegt að þú haldir enn í vonina.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

jenar ef Rósa og Andrés treysta ekki D vegna siðferðismála undanfarinna mánaða og ára,

þá breytist það ekki á nokkrum dögum, hvernig er hægt að ávinna sér slíkt traust á nokkrum dögum?

Með því að skrifa fallegan stjórnarsáttmála? Give me a break!

Hallgeir já já köllum það bara blæti, en hvaða möguleikar eru eftir:

1. VG P SF FF og VG

2. D B M og FF

Hvaða heilvita manni dettur í hug að nr 2 hér  gangi upp??

3. Gæti reyndar verið endurtekið efni hafi B skipt um skoðun: VG SF P B

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, Herkúles said:

jenar ef Rósa og Andrés treysta ekki D vegna siðferðismála undanfarinna mánaða og ára,

þá breytist það ekki á nokkrum dögum, hvernig er hægt að ávinna sér slíkt traust á nokkrum dögum?

Með því að skrifa fallegan stjórnarsáttmála? Give me a break!

Seinni hlutinn í tilvitnun hennar: "Hún tekur fram að með þessu sé hún ekki að lýsa því yfir að hún muni ekki styðja hugsanlega ríkisstjórn sem gæti komið út úr viðræðunum. Hún segir að það yrði sjálfstæð ákvörðun sem tæki mið af málefnasamningnum.".

ruv.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Viðreisnarstjórnin.

Viðeyjarstjórnin.

Sjálfspyndingarstjórnin (2017)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tja í sjálfu sér gæti þetta stjórnar samstarf gengið upp þó 2 gangi úr skaptinu. en fyrir fram eru þetta 16+11+8=35  ef tveir ganga úr skapti þá standa eftir 33

Share this post


Link to post
Share on other sites

jenar ábendingin hér er sú að treysti Rósa og Andrés ekki D vegna siðferðismála og spillingarmála nú í dag

þá breytist það EKKI á nokkrum dögum við að skoða stjórnarsáttmála, 

sama hvað menn segja nú, þú ávinnur þér (D) ekki traust á nokkrum dögum

(jafnvel og þrátt fyrir einhverjar hundahreinsanir dýralæknisins:))

 

DoctorHver þetta byggist á því sem segir hér í upphafi með tilvitnun í Eirík prófessor sem segir að 

ekki gangi að klofinn flokkur gangi í stjórnarsamstarf

(má líka bæta því við, aftur, að 3% kjósenda VG fyrir kosningar vildi í samstarf með D  97% á móti því!)

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 minutes ago, Herkúles said:

jenar ábendingin hér er sú að treysti Rósa og Andrés ekki D vegna siðferðismála og spillingarmála nú í dag

þá breytist það EKKI á nokkrum dögum við að skoða stjórnarsáttmála, 

sama hvað menn segja nú, þú ávinnur þér (D) traust á nokkrum dögum

(jafnvel og þrátt fyrir einhverjar hundahreinsanir dýralæknisins:))

Hún er ekkert að segja að hún treysti Sjálfstæðisflokknum, heldur að stuðningur hennar við svona ríkisstjórn, yrði alveg sjálfstæð ákvörðun burtséð frá því, næðist viðunandi málefnasamningur. Það sem hún er að segja er, að hún muni væntanlega styðja ríkisstjórnina þrátt fyrir vantraust hennar á Sjálfstæðisflokknum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

...það er mikil mótsögn í þessu jenar um ,,sjálfstæða ákvörðun" burtséð frá þessu prinsipi að D sé ekki treystandi, að fara í samstarf með

með spillingaflokki og kvenhöturum sem hún treystir ekki! Þetta er ,,ómöguleikinn" sjálfur.

Einhver falleg loforð um heilbrigðismál eða uppbyggingu innviða breyta engu um vantraustið.

Er þetta ekki alveg augljóst? 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, DoctorHver said:

Tja í sjálfu sér gæti þetta stjórnar samstarf gengið upp þó 2 gangi úr skaptinu.

Eru það Skafti og Skapti?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er tilvitnunin i Eirík Bergmann:

,,Eiríkur sagðist í kvöldfréttum ekki sjá fyrir sér að stjórnin verði mynduð ef þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður fallast ekki á málefnasamninginn sem kemur út úr viðræðunum.

„Ég mundi halda að þá mundi flokkurinn einfaldlega hætta við. Það er ómögulegt fyrir Vinstri græn að ganga í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins klofin til leiks – það held ég að sé mjög erfitt fyrir flokkinn. Ætli þetta sé nú ekki samt komið svo langt að líkur séu til að þessir þingmenn muni samþykkja þetta, ég mundi halda það fyrir fram,“ segir Eiríkur. ruv.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér kemur reyndar þessi sama skoðun fram hjá Grétari öðrum prófessor, taki menn  ekki mark á Herkúlesi

 

Grét­ar seg­ir þó orð Rósu Bjark­ar, um að hún beri ekki traust til Sjálf­stæðis­flokks­ins, benda til þess að að það skipti ekki máli hvernig samið verði um mál­efni í þess­um viðræðum. Það sé ein­fald­lega prinsipp í henn­ar huga að fara ekki í viðræður við Sjálf­stæðis­flokk­inn. „Það er ekki lík­legt að ein­hver mál­efni til eða frá skipti máli.“ mbl.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rósa og co vilja ekki fara með Sjálfstæðisflokknum eða þau þora ekki. Eða bæði.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Eru það Skafti og Skapti?

Nei, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir

Share this post


Link to post
Share on other sites

3. prófessorinn Guðmundur kemur fram í RUV í kvöld og segir það kæmi sér MJÖG á óvart ef af þessari stjórn verður ekki!

Hann er þar með orðinn ósammála 1. prófessornum  Eiríki sem fyrr var hér nefndur, að því er virðist:)

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 13/11/2017 at 8:58 PM, Herkúles said:

jenar ef Rósa og Andrés treysta ekki D vegna siðferðismála undanfarinna mánaða og ára,

Og ég treysti Rósu Björk ekki baun í að hafa heila brú í rökfærslum sínum og hugsunum. Hún er greinilega illa sýkt af póstmódernisma. Þannig að í enda dags geri ég engar væntingar til að hún geri eða segi nokkuð gáfulegt. Hún er í rauninni að mínu mati stórvarasöm kvennremba.

Veit ekkert um Andrés.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Var Rósa Björk ekki aðstoðarkona hins eina sanna Ögmundar?

...þrátt fyrir allt bjartsýnishjal og bros framan í lensur myndavélanna dag eftir dag telur Herkúles enn að ekkert verði úr þessu flippi VG D og B

Auðvitað standa Rósa Björk og Andrés Ingi við sitt og bak við þau ungir VG og fleiri og fleiri, skoðun þeirra í 4 orðum:

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/14/2017 at 0:21, SSSól said:

Rósa og co vilja ekki fara með Sjálfstæðisflokknum eða þau þora ekki. Eða bæði.

Sem er jú skiljanlegt; a) Sjálfstæðisflokkur = úlfur í sauðagæru. b) Sigurður Ingi Jóhannsson = tækifærissinni aldarinnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.