Sign in to follow this  
Followers 0
siggiandri

Airbus A 380

60 posts in this topic

Er einhver her sem hefur tekið ser far i svona grip? Alltaf langað að upplifa það sjalfur enda með olæknandi tækja dellu. Man eftir þvi einusinni þegar eg var að fara a Formula 1 keppni i Englandi að eg var eiginlega jafn spenntur fyrir að fljuga loksins i 747 eins og fyrir keppninni sjalfri. En Adam var vist lengur i Paradis en Siggiandri i flugvelinni þann daginn, þvi strax eftir flugtak tilkynnti flugstjorinn að við hefðum fengið fugl i einn hreyfilinn og þyrftu að lenda strax aftur sem og þeir gerðu. Það var ekki fyrr en nokkrum arum seinna sem þvi skaut upp i kollinn a mer að við hringsoluðum ekki neitt, það var bara lent strax. Og ja var að fljuga fra Keflavik þennan dag, kannski þið þekkið einhvern sem var i þessu flugi (flugtaki) þennan dag.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef aldrei flogið í a380 en alltaf þótt hún nokkuð spennandi.  Þetta átti að verða tímamótavél en illu heilli mislas Airbus markaðinn með þessari vél.  Reiknuðu með því að flugfélög myndu vilja risastórar flugvélar til að geta flogið sem flestum á milli all vinsælustu áfangastaða, hub and spoke módelið, og svo tengiflug til og frá með minni vélum.  https://science.howstuffworks.com/transport/flight/modern/airline3.htm

Boeing veðjaði á að markaðurinn myndi færast meira í beint flug milli fleiri áfangastaða til að sleppa tenginunum í staðinn og veðjaði stórt á 787 mun minni vél en að samaskapi sparneytnari.  Eftir byrjunarörðugleika rokselst 787 meðan a380 hreyfist ekki,

Það er bara eitt flugfélag sem hefur áhuga á a380 þessa dagana, Emirates, en þeir neita að panta fleiri nema Airbus tryggi að hún verði í framleiðslu allavegana 10 ár í viðbót sem Airbus getur ekki gert nema Emirates panti fleiri, kjúklingur og egg, cath 22 dæmi.   Staðan er svo döpur að 10ára vélar sem eru að koma úr leigu fara beint í geymslu og enda jafnvel í niðurrifi því það er enginn sem vill taka við henni notaðri.   http://www.telegraph.co.uk/business/2017/11/14/vital-emirates-order-a380s-hangs-airbus-selling-superjumbos/  a380 bíður upp á stækkanir og hægt væri að setja nýja og sparneytnar hreifla á, en vandinn er sem fyrr að það borgar sig ekki nema þeir fái fleiri pantnir en pantnirnar koma ekki á óbreytta vél.

Reyndar er tími 4 hreyfla farþegaþotna að verða liðinn.  Stærstu tveggja hreyfla vélarnar eru orðnar nálega jafnstórar, en eyða mun minna eldsneyti svo fjarkarnir eru á útleið.  747 er sennilega líklegri til að lifa af lengur, þótt hún sé mikið til búin sem farþegavél selst hún þokkalega sem fraktari og mun væntanlega verða nokkuð lengi í framleiðslu sem slík.   A380 er ekki til sem fraktari og hentar ekki mjög vel til þess vegna þess að stjórnklefinn kemur í veg fyrir stóra nefhurð og hún hefur ekki burð í að fylla allt innanrýmið með frakt.

Hef flogið all mikið í 747 og það er fínt jafnvel í venjulegu farrými.   Man sérstaklega eftir einu flugi frá Bankok í algjörlega kjaftfullri vél.   Það var einhvað ólag á loftræstingunni þannig að hún blés kaldri þoku inn í flugtaki og allt hrisstist og skalf, flugtaksbrunið var svo brautina gjörsamlega á enda þannig að manni fannst hún rétt merja þetta í loftið og svo var klifrið eins og að fara á gamalli rútu upp Kambana langt og hægt með allt í botni!   Eftir að komið var í loftið var þetta fínt, vel hugsað um mann gott rými og stöðugt flug í 14tíma.

Hverjum þykir sinn fugl fagur en mér finnst 747 mun rennilegri en hín ýturvaxna a380.

38091307.jpg 

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, Breyskur said:

Hef aldrei flogið í a380 en alltaf þótt hún nokkuð spennandi.  Þetta átti að verða tímamótavél en illu heilli mislas Airbus markaðinn með þessari vél.  Reiknuðu með því að flugfélög myndu vilja risastórar flugvélar til að geta flogið sem flestum á milli all vinsælustu áfangastaða, hub and spoke módelið, og svo tengiflug til og frá með minni vélum.  https://science.howstuffworks.com/transport/flight/modern/airline3.htm

Boeing veðjaði á að markaðurinn myndi færast meira í beint flug milli fleiri áfangastaða til að sleppa tenginunum í staðinn og veðjaði stórt á 787 mun minni vél en að samaskapi sparneytnari.  Eftir byrjunarörðugleika rokselst 787 meðan a380 hreyfist ekki,

Það er bara eitt flugfélag sem hefur áhuga á a380 þessa dagana, Emirates, en þeir neita að panta fleiri nema Airbus tryggi að hún verði í framleiðslu allavegana 10 ár í viðbót sem Airbus getur ekki gert nema Emirates panti fleiri, kjúklingur og egg, cath 22 dæmi.   Staðan er svo döpur að 10ára vélar sem eru að koma úr leigu fara beint í geymslu og enda jafnvel í niðurrifi því það er enginn sem vill taka við henni notaðri.   http://www.telegraph.co.uk/business/2017/11/14/vital-emirates-order-a380s-hangs-airbus-selling-superjumbos/  a380 bíður upp á stækkanir og hægt væri að setja nýja og sparneytnar hreifla á, en vandinn er sem fyrr að það borgar sig ekki nema þeir fái fleiri pantnir en pantnirnar koma ekki á óbreytta vél.

Reyndar er tími 4 hreyfla farþegaþotna að verða liðinn.  Stærstu tveggja hreyfla vélarnar eru orðnar nálega jafnstórar, en eyða mun minna eldsneyti svo fjarkarnir eru á útleið.  747 er sennilega líklegri til að lifa af lengur, þótt hún sé mikið til búin sem farþegavél selst hún þokkalega sem fraktari og mun væntanlega verða nokkuð lengi í framleiðslu sem slík.   A380 er ekki til sem fraktari og hentar ekki mjög vel til þess vegna þess að stjórnklefinn kemur í veg fyrir stóra nefhurð og hún hefur ekki burð í að fylla allt innanrýmið með frakt.

Hef flogið all mikið í 747 og það er fínt jafnvel í venjulegu farrými.   Man sérstaklega eftir einu flugi frá Bankok í algjörlega kjaftfullri vél.   Það var einhvað ólag á loftræstingunni þannig að hún blés kaldri þoku inn í flugtaki og allt hrisstist og skalf, flugtaksbrunið var svo brautina gjörsamlega á enda þannig að manni fannst hún rétt merja þetta í loftið og svo var klifrið eins og að fara á gamalli rútu upp Kambana langt og hægt með allt í botni!   Eftir að komið var í loftið var þetta fínt, vel hugsað um mann gott rými og stöðugt flug í 14tíma.

Hverjum þykir sinn fugl fagur en mér finnst 747 mun rennilegri en hín ýturvaxna a380.

38091307.jpg 

Sa um daginn þatt i Air crash investigation seriuni sem hafði titilinn Titanic in the sky,þar var tekið fyrir atvik sem atti ser stað með svona risavel, sprakk vist motor með tilheyrandi skemmdum a vængnum sem varð til þess að þessi skepna varð half lömuð i haloftunum,en reyndir og rolegir flugmenn komu henni þo klakklaust til jarðar aftur. Þar tok hinsvegar ekkert betra við reyndar þvi þeir höfðu enga stjorn a þessum laskaða hreyfli sem gekk bara og gekk og hitnaði og hitnaði (stefndi i algert storslys) enda engin stjorntæki sem virkuðu fyrir hreyfilinn þannig það varð mönnum ljost að það þyrfti að (drekkja) hreyflinum einhverveginn. Fyrst var reynt að fylla helvitið af vatni með þvi að sprauta þvi beint inn i hann en það gekk ekki (mikið held eg að það hafi verið farið að fara um menn þarna bæði farþega og björgunar folk). Þetta hafðist svo a endanum þegar froðu var sprautað i hann og hann kafnaði að lokum. Eg held aö þetta se alvarlegasta (atvik) sem hefur komið upp með þessar velar, en þu þekkir það eflaust betur en eg.  Storskemmtilegir þættir sem eg visaði i her a undan þott þeir fjalli um hreint ömurlega atburði,veit þetta kemur ekki vel ut, ekkert skemmtilegt við svona.

Share this post


Link to post
Share on other sites

a380 reddað fyrir horn í bili.   Emerites flugfélagið og Airbus loksins búnir að semja um framleiðslu á fleiri vélum, samningur núna um 20 viðbót og hugsanlega fleiri seinna.  

http://www.alltumflug.is/flugfrettir/11829/Emirates_gerir_samkomulag_um_fleiri_risaþotur_frá_Airbus

Framtíðin er hins vegar enn ekkert of björt.  Emirates er eina félagið sem er að nota þessar af einhverju viti sem þýðir að enn sem komið er enginn endursölumarkaður og jafnvel verið að rífa vélar þegar þeim er skilað af leigu https://www.bloomberg.com/news/articles/2017-11-08/parked-in-the-pyrenees-an-a380-awaits-new-owner-or-scrapyard  Núna er airbus á hnjánum að vona að Kína taki kannski við einhverjum fleiri vélum þá á móti hluta af framleiðsluferlinu, en það væri frekar pólítísk hrossakaupi og greiði en að það sé endilega eftirspurn eftir þeim í Kína.  https://www.bloomberg.com/gadfly/articles/2018-01-10/you-can-lead-a-horse-to-china-but-not-an-airbus-a380  Nýjasta útfærsla af vélinni er heldur sparneytnari en áður, https://www.airinsight.com/a380plus-nearly-neo/ en í grunnin var alltaf planið  að stækka vélina, hún er óþarflega sterkbyggð fyrir þá stærð sem hún er í og myndi þá nýtast betur í lengri útgáfu. https://en.wikipedia.org/wiki/Airbus_A380#A380-900

Airbus er að vona að þeir nái að halda framleiðslulínunni gangandi nógu lengi til að það verði komin eftirspurn eftir þeim.   Mesti ávinnigurinn af þessum vélum væri auðvitað að ef það væri smalað inn í þær eins þétt og hægt er og þær notaðar til að flytja hámarksfjölda milli umsetinna borga.   Það er hins vegar ekki þannig sem þær hafa verið nýttar frekar setið strjált í þeim og plássið notað fyrir það sem okkur almúganum í 37f þykir óþarfa bruðl.

CLTqk4ZUYAEzRAS.jpg

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Breyskur said:

a380 reddað fyrir horn í bili.   Emerites flugfélagið og Airbus loksins búnir að semja um framleiðslu á fleiri vélum, samningur núna um 20 viðbót og hugsanlega fleiri seinna.  

http://www.alltumflug.is/flugfrettir/11829/Emirates_gerir_samkomulag_um_fleiri_risaþotur_frá_Airbus

Framtíðin er hins vegar enn ekkert of björt.  Emirates er eina félagið sem er að nota þessar af einhverju viti sem þýðir að enn sem komið er enginn endursölumarkaður og jafnvel verið að rífa vélar þegar þeim er skilað af leigu https://www.bloomberg.com/news/articles/2017-11-08/parked-in-the-pyrenees-an-a380-awaits-new-owner-or-scrapyard  Núna er airbus á hnjánum að vona að Kína taki kannski við einhverjum fleiri vélum þá á móti hluta af framleiðsluferlinu, en það væri frekar pólítísk hrossakaupi og greiði en að það sé endilega eftirspurn eftir þeim í Kína.  https://www.bloomberg.com/gadfly/articles/2018-01-10/you-can-lead-a-horse-to-china-but-not-an-airbus-a380  Nýjasta útfærsla af vélinni er heldur sparneytnari en áður, https://www.airinsight.com/a380plus-nearly-neo/ en í grunnin var alltaf planið  að stækka vélina, hún er óþarflega sterkbyggð fyrir þá stærð sem hún er í og myndi þá nýtast betur í lengri útgáfu. https://en.wikipedia.org/wiki/Airbus_A380#A380-900

Airbus er að vona að þeir nái að halda framleiðslulínunni gangandi nógu lengi til að það verði komin eftirspurn eftir þeim.   Mesti ávinnigurinn af þessum vélum væri auðvitað að ef það væri smalað inn í þær eins þétt og hægt er og þær notaðar til að flytja hámarksfjölda milli umsetinna borga.   Það er hins vegar ekki þannig sem þær hafa verið nýttar frekar setið strjált í þeim og plássið notað fyrir það sem okkur almúganum í 37f þykir óþarfa bruðl.

CLTqk4ZUYAEzRAS.jpg

 

 

Hvernig er það með varaflugvelli fyrir svona skepnu, fengi svona flugvel að fljuga til og fra Kef. full af farþegum. Þarf það land sem veitir lendinga leyfi ekki að hafa varaflugvöll til taks ef eitthvað kemur upp a spyr sa sem ekki veit, se ekki RVK  eða AK. sem heppilegan lendingastað fyrir svona storar velar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, siggiandri said:

Hvernig er það með varaflugvelli fyrir svona skepnu, fengi svona flugvel að fljuga til og fra Kef. full af farþegum. Þarf það land sem veitir lendinga leyfi ekki að hafa varaflugvöll til taks ef eitthvað kemur upp a spyr sa sem ekki veit, se ekki RVK  eða AK. sem heppilegan lendingastað fyrir svona storar velar.

Þær þurfa 9000 þúsund feta, 3km braut til að fara í loftið, 6000fet 2km til að lenda.  Brautin í Keflavík er 10000fet svo það er ekki vandamál að lenda þeim þar eða á öðrum strærri flugvöllum ef þörf er á.  

Ef það ætti að sinna þeim í reglulegu flugi er svo annar vandi vélin er afar breið og mikil um sig, breyddin á flugbrautum er víða of lítil til að sinna þeim allmennilega, hlöð og tengibrautir þurfa að vera miklu stærri en gengur og gersti ásamt því að  bilið milli hliða í flugstöðinni þarf að vera meira aukið og helst extra hár rani til að tæma efri hæðina.  Vélarnar eru ekki mjög algengar svo það eru fáir flugvellir sem eru velbúnar til að taka á móti þeim sem aftur gerir það erfitt að nota þær víðar.  Til dæmis notuð a380 vél væri fín í leiguflug í sólarlandaferðir en ef hvorki brottfarar eða áfangastaðurinn getur almennilega sinnt þeim nær það ekki langt.   Að þurfa að leggja þeim einhversstaðar lengst út á plani og nota rútur og stiga til að sinna þeim er ekki vænlegt.

Hér er mondband af a380 í hliðarvindsprófunum í Keflavík. 

 

https://www.youtube.com/watch?v=Rdi-hnFrmag

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ekki hægt að nota hana i beint "lággjalda" flug milli milljónaborga? London-Buenos Aires, London-Sidney, London-Bejing, London-San Francisco, London-Tokyo  etc.....

Share this post


Link to post
Share on other sites
41 minutes ago, TinTin said:

Er ekki hægt að nota hana i beint "lággjalda" flug milli milljónaborga? London-Buenos Aires, London-Sidney, London-Bejing, London-San Francisco, London-Tokyo  etc.....

Þetta var planið en í alvörunni er spurningin:

Hvort er betra að hafa eina brottför í viku með 600 farþega eða þrjár með 200?  Markaðurinn segir þrjár og fjögurra hreyfla risavélar hreyfast ekki meðan langdrægar tveggja hreyfla vélar rokseljast.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góður vinur minn er háttsettur hjá Boeing og etur kappi við Airbus á hverjum degi.  Hann vill meina að þessi vél eigi ekki endilega framtíðina fyrir sér.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að flest flugfélög horfi á "range", kostnað við flugvél, eldsneytiskostnað og farþegafjölda, svo og jú viðhald og starfsmannakostnað.

Svona 4ja hreyfla risaþotur þurfa mikið viðhald, meira eldsneyti, fleiri flugþjóna, o.s.frv.

En þessar risaþotur eru aðeins hagkvæmar á löngum flugleiðum, sem örfá flugfélög eru að sinna, m.a. Emirates, enda flugfélag með höfuðstöðvar langt frá aðal flugsvæðum heimsins, og sinna því heimsálfanna á milli flugferðir.

90% af traffík heimsins er innan heimsálfa, þar sem 2ja hreyfla vélar nægja, léttari, koma fyrir 2/3 af ferþegafjöldanum af risaþotum, og þurfa bara 8 manna áhafnir í stað 30.

Ég held að Airbus hafi skitið alvarlega á sig í greiningu á markaðnum fyrir svona risavélar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alla vega við biðum ennþa eftir fyrsta Malverjanum sem hefur ferðast með svona vel og er viljugur að deila þeirri reynslu með okkur herna, það hlytur að koma að þvi einhverntima:)   Ef eg væri einhleypur og jafn villtur og eg var þa,væri eg kannski að skoða nuna möguleka a að komast i loftið með svona vel just for the hell of it, eg var annsi glurinn oft við að reittlæta margt sem eg tok mer fyrir hendur þa:D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við erum með skrifstofur í Ástralíu, Kína og Indlandi þannig að A380 ferðalag er möguleiki.  Reyndar líka í Þýskalandi og Rússlandi en héðan er Lufthansa með beint flug til Frankfurt en það eru allt 747 vélar.  Læt vita ef ég verð svo "heppinn" en á marga kunningja hjá Boeing sem flestir forðast Airbus eins og hægt er. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nýjustu fréttir herma að Brittish airways séu að hugleiða kaup á hálfri tylft nýrra a380.   Ættu að vera góðar fréttir fyrir Airbus því þetta er nærri því að vera árs framleiðsla í þeim hægagangi sem er á framleiðslulínunni, en er það ekki í raun.  Vandinn er að það er enginn endursölumarkaður með a380, elstu vélarnar eru ekki nema rúmlega tíu ára en bíða hreyflalausar í flugvélakirkjugarði að verða rifanar að öðru óbreyttu.

Malaysian airways vill losa sig við sex nýlegar vélar sem hefðu smell passað í þetta en núna segir BA pass og þar með er engin augljós leikur til að koma notuðum vélum í verð.  https://www.ausbt.com.au/british-airways-eyes-more-airbus-a380s  Nýjustu vélar koma með aðeins endurbættum vængjum og þrengri innréttingu svo þær eyða ívið minna og hægt að troða fleirum í þær og eru þannig hagkvæmari í rekstri.

Með aðrar vélar er mynstrið einhvern veginn svona.  Þær eru venjulega keyptar eða teknar á leigu af metnaðarfullu flugfélagi á westurlöndum.  Fljúga þar í 7-10 ár, áður en þær eru seldar til minni félaga eða í jaðarlanda í aðra eins vist.  Eftir 15-20 ár er svo síðasta lífsskeiðið hafið.  Ef ekkert hefur komið upp á fara vélarnar til þróunarlanda, í leiguflug eða er breytt í fraktvélar og flogið þanngað til þær eru um 30ára.  Upp úr því borgar sig venjulega ekki lengur að halda vélunum við þótt það sé svo sem hægt og þær enda í niðurrifi.  

Það eru undantekningar á þessu mynstri , Icelandair byggði leiðarkerfið upp á 757 vélum sem eru komnar úr framleiðslu og ekkert sem kom beint í staðinn fyrir þær sem skýrir gamlan flota og eins hefur Delta flogið sýnum vélum lengur en flestir aðrir með skilvirku viðhaldi í lágu eldsneytisverði.  https://www.thedailybeast.com/forget-futuristic-green-jets-you-could-be-flying-old-gas-guzzlers-for-years-to-come

Með a380 hrynur þetta allt, það hefur tekist að berja einhvað lágmarksmagn út til metnaðarfullufélagana en það er enginn fraktútgáfa til og enginn áhugi meðal flugfélaga í annari eða þriðju deild að bæta þessum vélum við sig.  Annað hvort verða þær því rifnar sem er sóun eða fyrstudeildar liðin eru tilneydd til að fljúga þeim 10árum lengur en þau kæra sig um.   https://www.bloomberg.com/news/articles/2017-11-08/parked-in-the-pyrenees-an-a380-awaits-new-owner-or-scrapyard 

A380-TarmacAero-1.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vinur minn hjá Boeing hefur verið í samningum við ónefnt flugfélag sem vill endilega koma nokkrum A380 í verð sem hluta af samningnum.  Þetta veldur nokkrum vandræðum því enginn innan Boeing veit hvernig hægt er að koma þessum vélum í verð ef af samningum verður.  Það hefur meira að segja verið rætt að selja af þeim vélarnar.  

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eru þá virkilega engin tækifæri fyrir flugfélög að kaupa þessar vélar mjög ódýrt notaðar og skapa þannig verðmæti, eins og gert hefur verið við gömlu 757?

Væri t.d. ekki hægt að nýta slottið á Heathrow vel með svona rellu? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Landinn said:

Eru þá virkilega engin tækifæri fyrir flugfélög að kaupa þessar vélar mjög ódýrt notaðar og skapa þannig verðmæti, eins og gert hefur verið við gömlu 757?

Væri t.d. ekki hægt að nýta slottið á Heathrow vel með svona rellu? 

757 hefur kosti sem gerir hana eftirsóknarverða umfram aðrar gamlar vélar.   Þær eru stærri og langdrægari en gengur og gerist með mjóar farþegavélar (single isle) og það eru engar aðrar sambærilegar sem hafa komið í staðinn fyrir þær.  Það er því hægt að fljúga á þeim á leiðir sem venjulega myndu þurfa breiðþotur með tilheyrandi kostnaði til að draga en hafa ekki nægan farþegafjölda til að standa undir 300plús farþegum í hverju flugi.   Þótt þær séu þyrstari á styttri leiðum en aðrar nýrri þotur bæta þær það upp með að geta flogið lengur og eru mun hagkvæmari í rekstri en breiðþotur.  Þær þurfa heldur engar sérstakan aðbúnað umfram aðrar þotur í rekstri.

Með a380 snýst þetta allt við, hún er brjálæðislega dýr í rekstri, hún dregur ekkert lengra en tveggja hreyfla vélar, hún þarf sérstakan aðbúnað á flugvöllum og  flugstöðum sem óvíða er til staðar en kosturinn er að hún ber marga farþega í einu.   Vandinn er þá að finna leiðir þar sem það er kostur en ekki galli að hafa 600 farþega í hverri vél.  Enn sem komið er hafa fá flugfélög sem hafa séð hag í þessu.  British Airways er að nota hana frá Heathrow og ætlar jafnvel að bæta fleirum við, Emerites notar hana í últra lúxus flugi, Singapore Airlines er að reyna losa sig við þær og Quantas sér víst eftir kaupunum.    

Það væri sennilega hægt að fá notaðar vélar á hagstæðu verði en það virðist meira mæla á móti þeim en með.  

Segjum að þú ætlaðir að byrja rútuferðir í samkeppni við aðra, hvar væri hagkvæmast að byrja?   Venjulega 50manna rútu (737) kannski 65manna með stórum tanki (757) eða veðja stórt og kaupa 200manna tveggja hæða harmoníkustrætó (a380).  Flestir byrja með minnstu vélinni sem dregur leiðina sem þörf er á og stækka smátt og smátt við sig ef vel gengur.  

 

8447070879_e1bfd65c19_z.jpg

 

Ágæt samantekt um sögu a380 hér.  http://www.businessinsider.com/airbus-a380-superjumbo-history-boeing-747-emirates-2017-11/#without-another-order-from-emirates-the-fate-of-the-a380-becomes-dimmer-by-the-day-56

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 hours ago, Breyskur said:

757 hefur kosti sem gerir hana eftirsóknarverða umfram aðrar gamlar vélar.   Þær eru stærri og langdrægari en gengur og gerist með mjóar farþegavélar (single isle) og það eru engar aðrar sambærilegar sem hafa komið í staðinn fyrir þær.  Það er því hægt að fljúga á þeim á leiðir sem venjulega myndu þurfa breiðþotur með tilheyrandi kostnaði til að draga en hafa ekki nægan farþegafjölda til að standa undir 300plús farþegum í hverju flugi.   Þótt þær séu þyrstari á styttri leiðum en aðrar nýrri þotur bæta þær það upp með að geta flogið lengur og eru mun hagkvæmari í rekstri en breiðþotur.  Þær þurfa heldur engar sérstakan aðbúnað umfram aðrar þotur í rekstri.

Með a380 snýst þetta allt við, hún er brjálæðislega dýr í rekstri, hún dregur ekkert lengra en tveggja hreyfla vélar, hún þarf sérstakan aðbúnað á flugvöllum og  flugstöðum sem óvíða er til staðar en kosturinn er að hún ber marga farþega í einu.   Vandinn er þá að finna leiðir þar sem það er kostur en ekki galli að hafa 600 farþega í hverri vél.  Enn sem komið er hafa fá flugfélög sem hafa séð hag í þessu.  British Airways er að nota hana frá Heathrow og ætlar jafnvel að bæta fleirum við, Emerites notar hana í últra lúxus flugi, Singapore Airlines er að reyna losa sig við þær og Quantas sér víst eftir kaupunum.    

Það væri sennilega hægt að fá notaðar vélar á hagstæðu verði en það virðist meira mæla á móti þeim en með.  

Segjum að þú ætlaðir að byrja rútuferðir í samkeppni við aðra, hvar væri hagkvæmast að byrja?   Venjulega 50manna rútu (737) kannski 65manna með stórum tanki (757) eða veðja stórt og kaupa 200manna tveggja hæða harmoníkustrætó (a380).  Flestir byrja með minnstu vélinni sem dregur leiðina sem þörf er á og stækka smátt og smátt við sig ef vel gengur.  

 

8447070879_e1bfd65c19_z.jpg

 

Ágæt samantekt um sögu a380 hér.  http://www.businessinsider.com/airbus-a380-superjumbo-history-boeing-747-emirates-2017-11/#without-another-order-from-emirates-the-fate-of-the-a380-becomes-dimmer-by-the-day-56

Asskoti vigalegur þessi bus sem þu visar til þetta er eiginlega halfgerður (air)bus þvi þetta er ju a loftpuðum allan hringinn.:D Eg myndi afþakka pent ef eg yrði beðinn að koma og laga loft leka a svona tæki,ekkert nema vesen og margar astæður fyrir þvi.  En aftur að fluginu, hvaða vel fra Airbus er sambærileg við 757 velina ef einhver er þa?

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svona fyrst maður er með Breysk a linunni og sambandið agætt langar mig að spyrja hvort þu vitir hvort það fekkst einhverntima viðunnandi skyring a afhverju (var það ekki leigu vel a vegum Loftleiða) forst a Sri Lanka og meðal annara voru 8 Isl. ahafnarmeðlimir sem forust. Er vitað hvað gerðist eða bara getgatur um það?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, siggiandri said:

Asskoti vigalegur þessi bus sem þu visar til þetta er eiginlega halfgerður (air)bus þvi þetta er ju a loftpuðum allan hringinn.:D Eg myndi afþakka pent ef eg yrði beðinn að koma og laga loft leka a svona tæki,ekkert nema vesen og margar astæður fyrir þvi.  En aftur að fluginu, hvaða vel fra Airbus er sambærileg við 757 velina ef einhver er þa?

Mig grunar nú að Photoshop frændi hafi aðeins hjálpað við að lengja þessa rútu en flott er hún hvort sem hún er í mynd eða raun.

Sú Airbus vél sem kemst næst 757 er a321neo en hún er ívið minni og skammdrægari rétt nóg til þess að hún myndi ekki duga til að sinna okkur hér á westurströndinni. http://www.aviatorjoe.net/go/compare/A321neo/757-200/   WoW er með nokkrar svoleiðis í notkun og flaug á henni til Los Angeles í einum rykk.   Það var nú samt víst bara gabb því vélin var ekki nema hálfsetin svo það telst varla með.  http://www.alltumflug.is/flugfrettir/11852/WOW_air_flaug_í_gær_til_Los_Angeles_með_A321neo

Eftir á að hyggja var 757 kvödd of snemma.  Hún seldist ekki eftir 9/11 og í staðinn fyrir að hægja á framleiðslunni í von um að eftirspurn komi aftur eins og verið er að gera við 747 núna var framleitt á full þar til allar pantanir voru búnar 2004.  Svo var framleiðslulínunni ekki bara lokað og sett í geymslu heldur var öllum tólum og tækjum fargað og húsnæði nýtt í annað.   Svo upp úr 2010 þegar menn byrja að átta sig á að þetta sé snilldarvél sem fyllir gat sem ekkert annað á markaðinum passar í var ekki hægt að dusta af henni rykið uppfæra að vild og setja aftur í framleiðslu.   Kostnaðurinn við það væri eins og við nýja hönnum sem Boeing er að dunda við en í ansi miklum rólegheitum.

Með Loftleiðaslysið fer það eftir því hvern þú spyrð.  Vélin var að reyna lenda í myrkri og slagveðursrigningu, fer of neðarlega og missir af brautinn.   Opinbera skýrslan kennir flugmönnum um að þeir hafi ekki nýtt sér aðflugstæki rétt og ekki farið í fráflug og reynt lendingu aftur þegar þeir voru komnir og neðarlega miðað við fjarlægð frá braut.   https://aviation-safety.net/database/record.php?id=19781115-0  Íslensku flugmálayfirvöld og Loftleiðamen vildu meina að þetta hefði haft meira með biluð/ófullnægjandi aðflugstæki sem hefðu gefið flugmönnum rangar upplýsingar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
19 minutes ago, Breyskur said:

Mig grunar nú að Photoshop frændi hafi aðeins hjálpað við að lengja þessa rútu en flott er hún hvort sem hún er í mynd eða raun.

Sú Airbus vél sem kemst næst 757 er a321neo en hún er ívið minni og skammdrægari rétt nóg til þess að hún myndi ekki duga til að sinna okkur hér á westurströndinni. http://www.aviatorjoe.net/go/compare/A321neo/757-200/   WoW er með nokkrar svoleiðis í notkun og flaug á henni til Los Angeles í einum rykk.   Það var nú samt víst bara gabb því vélin var ekki nema hálfsetin svo það telst varla með.  http://www.alltumflug.is/flugfrettir/11852/WOW_air_flaug_í_gær_til_Los_Angeles_með_A321neo

Eftir á að hyggja var 757 kvödd of snemma.  Hún seldist ekki eftir 9/11 og í staðinn fyrir að hægja á framleiðslunni í von um að eftirspurn komi aftur eins og verið er að gera við 747 núna var framleitt á full þar til allar pantanir voru búnar 2004.  Svo var framleiðslulínunni ekki bara lokað og sett í geymslu heldur var öllum tólum og tækjum fargað og húsnæði nýtt í annað.   Svo upp úr 2010 þegar menn byrja að átta sig á að þetta sé snilldarvél sem fyllir gat sem ekkert annað á markaðinum passar í var ekki hægt að dusta af henni rykið uppfæra að vild og setja aftur í framleiðslu.   Kostnaðurinn við það væri eins og við nýja hönnum sem Boeing er að dunda við en í ansi miklum rólegheitum.

Með Loftleiðaslysið fer það eftir því hvern þú spyrð.  Vélin var að reyna lenda í myrkri og slagveðursrigningu, fer of neðarlega og missir af brautinn.   Opinbera skýrslan kennir flugmönnum um að þeir hafi ekki nýtt sér aðflugstæki rétt og ekki farið í fráflug og reynt lendingu aftur þegar þeir voru komnir og neðarlega miðað við fjarlægð frá braut.   https://aviation-safety.net/database/record.php?id=19781115-0  Íslensku flugmálayfirvöld og Loftleiðamen vildu meina að þetta hefði haft meira með biluð/ófullnægjandi aðflugstæki sem hefðu gefið flugmönnum rangar upplýsingar. 

Takk fyrir þetta, maður kemur vist seint að tomum kofanum þinum i þessum efnum. Mer er þetta flugslys minnisstætt af þvi að flugmaðurinn sem lest i þvi (blessuð se minning hans svo og hinna) var faðir bekkjasystur minnar i barnaskola, gekk framm hja husinu þeirra a leið i skolann a hverjum morgni og einhvernveginn skynjaði maður depurðina sem þessi atburður hafði a aumingja folkið þo maður hafi bara verið 7-8 ara gamall.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.