Sign in to follow this  
Followers 0
Gordon Gekko

Húsnæðisbóla í Reykjavík?

11 posts in this topic

50 prósent verðhækkun að nafnvirði á íbúðarhúsnæði frá árinu 2011. Teikn á lofti um bólumyndun. Hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum misserum hefur að mestu verið drifin áfram af um 60% hækkun verðs á fjölbýli frá ársbyrjun 2011. Verðþróun bendir til að fólk vili búa miðsvæðis. Er markaðurinn sé að fara fram úr sér? Hvað  gerist þegar nýbyggingar bætast í framboðið 2018?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einhverstaðar las ég að byggingarverktakar væru í stökustu vandræðum með að koma af stað nýjum húsnæðisframkvæmdum. Regluverkið er orðið svo mikið fyrirstaða og gerir allt miklu dýrara fyrir þá. T.d samkvæmt reglugerð að þá verða fjöldbýlishús með fleiri en 2 hæðir, vera með lyftu. Eldhús verða að vera þetta stór, og blablabla.

Þarf ekki bara að leysa vandamálin með undirstoðir íbúðarvandans. Lóðaframboð og nýframkvæmdir ?.

En það er eins og þeir ráða niður í bæ vilja ekki heyra á þetta minnst. Það á bara að byggja upp í staðinn til hliðar. Koma af stað brjálæðislega dýru samgöngukerfi(bæjarlína). Virðist vera nóg af draumoramönnun niður í stjórnarráði sem vilja breyta Reykjavík í einhverskonar Manhattan. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

2012 var sett í gegn breyting á byggingareglugerð sem hækkaði, bara hún ein og sér, byggingarverð um 10-20%.

http://www.vb.is/frettir/byggingakostnadur-gaeti-haekkad-um-allt-ad-20/78314/?q=Byggingarreglugerð

Sú kona er núna orðin heilbrigðisráðherra. Ég jhef 100% trú á henni. Hún mun örugglega ná að auka kostnað og draga úr afköstum í leiðinni í þeim bransa líka.

En þú ert líklega að tala um þetta: 

Quote

Verk­tak­ar flýja borg­ina
Dæmi eru um að verk­tak­ar hafi gef­ist upp á skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík og tekið ákvörðun um að hætta upp­bygg­ingu í miðborg­inni.

Ástæðan er mikl­ar og ít­rekaðar taf­ir á af­greiðslu mála. Geðþótti starfs­manna hafi valdið fyr­ir­tækj­um miklu fjár­hags­legu tjóni. Þessi óánægja birt­ist í bréfi Sam­taka iðnaðar­ins til aðstoðar­manns Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra í maí. Þar var óskað eft­ir fundi og er fund­ar­boðs enn beðið.

Sam­tök iðnaðar­ins benda á að rúm­lega helm­ingi mála hafi verið frestað hjá bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík 2015. Það hafi aft­ur kostað fjölda fyr­ir­tækja mikið fé. Sam­tök­in gagn­rýna „óviðeig­andi at­huga­semd­ir“ sem tefji mál.

Um­svifa­mik­ill verktaki, sem ræddi við blaðið gegn því að koma ekki fram und­ir nafni, sagðist hætt­ur að byggja í miðborg­inni. „Stór hluti af starfs­fólk­inu [hjá bygg­ing­ar­full­trúa] ræður ekki við sína vinnu. Oft og tíðum eru menn að mis­fara með vald sitt,“ sagði verktak­inn m.a. um ástandið.

Veit­ingamaður sem ræddi við Morg­un­blaðið í trausti nafn­leynd­ar sagðist mundu vera orðinn gjaldþrota ef hann ætti ekki öfl­uga bak­hjarla. Vegna at­huga­semda um atriði sem engu máli skipta hafi fyr­ir­tæki hans tapað tug­millj­óna veltu.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Meðalverð á fjölbýli er um 450 þúsund/fm

Heildarlaun á Íslandi eru um 667 þúsund/mánuð

Eðlilegt verð á fm er um 58-60% af heildarlaunum þ.e. um 400 þúsund

Fasteignaverðið er því um 12-16% of hátt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fasteignamarkaður á íslandi hefur svo sem aldrei verið í jafvægi, lóðaframboð hafa komið og farið, kreppur og uppsveiflur, lán í ófánleg eða í ofboði, Framsókn með 100 húsnæðislánin allt hefur þetta togað markaðinn til eða frá umfram það sem við er að búast frá bara framboði og eftirspurn.

Náuna eru þetta heimagistingar eins og Air BB hafa ýtt verðinu upp sérstaklega miðsvæðiðs, seljendur eru vel meðvitaðir um að það er hægt að fá góðar tekjur með því að leigja íbúð hluta af árinu nú eða setja alfarið í útleigu og fá þannig verulegar tekjur og verðleggja húsnæði í samræmi við það.

http://www.visir.is/g/2017171209541/adeins-eitt-prosent-af-gistirymi-a-airbnb-laust-yfir-aramotin-gistimarkadurinn-eins-og-hann-leggur-sig-er-uppbokadur-

Þeir sem eru einfalldlega að leyta að húsnæði til íbúðar eru því í samkeppni við fjársterka aðila sem munar ekkert um borga háa dagleigu í stuttu frí.

Hitt sem gerist eru stórir fjárfestar eru að setja mikla peninga í fasteignir, hluti af þessu er lífeyrissjóðir og aðrir sem eiga mikið af peningum en geta illa flutt þá úr landi til að ávaxta vegna gjaldeyrishafta.   Miðað við einstaklinga hafa þessi félög ótakamarkaða peninga og geta yfirborgað fyrir fasteignir sem þeir vilja og þurfa ekki að selja í hvelli jafnvel þótt allmennimarkaðurinn fari í einhverja lægð.

http://www.visir.is/g/2016161109446

Já það er bóla, nei það er varla líkur á því að hún springi í bráð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vitum við annars eitthvað um langtíma fasteignaverð á Íslandi? Lengst af var þak á útlánum til íbúðarhúsnæðis sem hélt fasteignaverði niðri. Síðan var því aflétt og fasteignaverðið fauk upp. Um áratug síðar kom bankahrunið og fasteingaverðið hrundi. Nú er það aftur á hraðleið upp.

Hvar endum við, Detroit þar sem fasteignir eru nær ókeypis, eða Tokyo, eða Vancouver í Kanada þar sem enginn botnar lengur í fasteignaverðinu og ónýtir kofaskrattar seljast fyrir hundruði milljóna bara til að fá að standa auðir áfram.

I got nothing!

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 4.12.2017 at 13:56, BNW said:

Meðalverð á fjölbýli er um 450 þúsund/fm

Heildarlaun á Íslandi eru um 667 þúsund/mánuð

Eðlilegt verð á fm er um 58-60% af heildarlaunum þ.e. um 400 þúsund

Fasteignaverðið er því um 12-16% of hátt.

Hver segir að eðlilegt verð per fm sé 60% af heildarlaunum?

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 tímum síðan, falcon1 said:

Hver segir að eðlilegt verð per fm sé 60% af heildarlaunum?

Sé miðað við 100 fm fjögurra herbergja íbúð, tvær fyrirvinnur og endurgreiðslu láns á um 25 árum 

Söguleg gögn sýna þetta bæði fyrir Ísland og Noreg

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 12/6/2017 at 8:18 AM, BNW said:

Sé miðað við 100 fm fjögurra herbergja íbúð, tvær fyrirvinnur og endurgreiðslu láns á um 25 árum 

Söguleg gögn sýna þetta bæði fyrir Ísland og Noreg

Hvaða söguleg gögn geta sýnt þetta fyrir Ísland. Þegar fasteignaverð hvað, tvöfaldast frá 2000-2008, helmingast síðan í hruninu og hefur síðan tvöfaldast aftur á nokkrum árum.

Ég hef enga skoðun á því hvort að þessi tala sé of há eða lág, einungis að benda á að sögulegar forsendur á Ísl. eru strjálar og fátt til að miða við.

Share this post


Link to post
Share on other sites
23 mínútum síðan, Landnámshænan said:

Hvaða söguleg gögn geta sýnt þetta fyrir Ísland. Þegar fasteignaverð hvað, tvöfaldast frá 2000-2008, helmingast síðan í hruninu og hefur síðan tvöfaldast aftur á nokkrum árum.

Ég hef enga skoðun á því hvort að þessi tala sé of há eða lág, einungis að benda á að sögulegar forsendur á Ísl. eru strjálar og fátt til að miða við.

Fasteignamat ríkisins 

Hagstofan

SSB i Noregi

Söguleg gögn fra um 1990

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einmitt. Góða skemmtun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.