4sinnum

Trump sigrar heiminn!!

3,664 posts in this topic

3 minutes ago, jenar said:

Einn á móti hvað mörgum öfgahægrimönnum? 

Quote

 

Ten Times Democrats Glorified Violence Against Republicans Since Election Day

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
23 hours ago, fleebah said:

Klofningur á milli íhaldsmanna og frjálslyndra er ekkert nýr af nálinni í BNA. Núverandi flokkakerfi er hið þriðja síðan fyrsti forsetinn, George Washington gegndi embætti í lok 18. aldar. Hann var einni óháði forseti BNA og varaði reyndar mjög við flokkadráttum

Tilhneigingin er hinsvegar alltaf að einfalda söguna, þó hún sé stundum aðeins flóknari en virðist við fyrstu sýn. Núverandi flokkakerfi kemst ekki á fyrr en fyrir sirka 150-160 árum síðan og Abraham Lincoln kjörinn fyrsti forseti repúblikana 1860. Sem kostaði borgarastyrjöld. Aðdragandi hennar var reyndar ekki bara að Lincoln væri kosinn í embætti, aðdragandinn var miklu lengri.

En það verður að hafa í huga líka, að Repúblikanaflokkurinn var, á nútíma mælikvarða, vinstramegin við Demókrata á þeim tíma. Þó ekkert nálægt því sem róttækari armur demókrata er í dag, svo það sé haft á hreinu. Demókratar voru að burðast með Dixiekrata innan sinna raða alveg fram yfir 1960. Á þeim tíma var klofningurinn innnan Demókrataflokksins slikur, að það þurfti suðurríkjamanninn Lyndon Johnson, til að eyða þeirri óværu út úr flokknum. Fyrir aðeins 50 árum, var staðan semsagt þannig, að lengst til hægri voru suððurríkjademókratar, eða dixiekratar, síðan komu repúblikanar og loks norðurríkjademókratarnir til vinstri. Reyndar svolítil einföldun, en samt.

Þegar LBJ hafði tekist að koma róttækum málum demókrata gegnum þingið og tekist að þagga niður í dixiekrötum (hvers þingmenn gengu margir yfir í Repúblikanaflokkinn) þá ku hann hafa sagt, að við (demókratar) værum búnir að tapa suðrinu í heilan mannsaldur. Og þar hafði hann heldur betur rétt fyrir sér. Í dag eru suðurríkjarepúblikanar nánast að komast á sama stað og dixiekratarnir forðum. 

Þetta er reyndar miklu flóknara en ég er búinn að lýsa hér. Eftir aldamótin 1900 voru t.d. báðir flokkarnir með mjög róttæka meðlimi innan sinna raða. Teddy Roosevelt t.d. Repúblikani sem friðaði fleiri milljónir ferkílómetra af landi (þ.m.t. Grand Canyon), kom á fyrstu vinnulöggjöf sem verndaði verkamenn, kom á fyrstu neytendaverndarlögunum o.sv.frv. Þetta allt á fyrsta áratug 20. aldar, þegar hann var forseti. Og svo auðvitað frændi hans Franklin, sem varð forseti 30 árum seinna, sem var demókrati.

Síðast þegar svona ástand, svipað þessu og er núna varð, var á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þá voru það vinstrimenn sem mótmæltu Víetnam stríðinu og það kostaði stundum ofbeldi. Svörtu Pardusarnir o.fl. Hvorugt þessara fyrirbrigða voru tengd demókrötum per se, enda demókrati sem sat í Hvíta húsinu þá, LBJ. Við vitum hvar línurnar liggja í dag. Báðir armar hóta, en það er bara staðreynd, að róttækir öfga hægrimenn eru háværari. Og tilbúnir í meira ofbeldi, svona heilt yfir. Og hafa drepið fleiri. 

Þeir sem hafa einhvern smá nasaþef af bandarískri stjórnmálasögu, vita að fáir af þessum 44 sem hafa gegnt forsetaembættinu hafa verið fullkomnir í forsetatíð sinni. En Trump er yfir alla þá lélegustu hafinn í lélegheitum. Alveg sér á báti. Special League. Hann hefur sjálfur hótað óeirðum, tapi hann kosningunum næst, eða verði dæmdur úr embætti. Enginn forseti sem sat undir impeachment datt í hug að hóta slíku. Ekki í sínum villtustu fantasíum. Hann hefur gefið öfgahægrinu byr undir báða vængi með yfirlýsingum sínum og neitað að fordæma þá. Nema þegar hann hefur algjörlega neyðst til þess, eins og eftir Charlottsville. En eftir að hafa sagt að það væri gott fólk innan raða fasista og rasista. Enga slíka "næringu" hef ég séð koma frá leiðtogum demókrata, þar sem þeir eru að mæra ofbeldi síns fólks.

Trump mun ólíklega verða dæmdur úr embætti. Slík er fyrringin innan raða Repúblikana orðin. En ef svo ólíklega vill til að hann nái endurkjöri, eru Bandaríkin búin að vera í núverandi mynd. Nema að demókratar nái meirihluta í báðum deildum, til að halda aftur af honum. Sem þó kannski mun hafa lítið að segja, því Trump virðir engar lýðræðisreglur, eins og sést á því að hann fer framhjá öllu kerfinu með skuggastjórn sína, sbr. fíflið Rudy....

 

PS. Og ekki gleyma því, að þetta fífl, Trump altså, var demókrati stærstan hluta ævinnar. Mikill vinur Clinton hjónanna og gaf stórar upphæði í kosningasjóð Hillary þegar hún varð öldungadeildarþingmaður 2001. Ég er því ekki að dæma hann á flokksforsendum.  Er samt ansi hræddur um, að ef hann hefði orðið forseti demókrata, þá væri búið að dæma hann úr embætti fyrir löngu síðan. Repúblikanar hefðu sko ekki varið hann þá. Á móti kemur, að hann hefði trauðla unnið Hvíta húsið á kosningseðli sem demókrati...

 

4 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, jenar said:

. Enga slíka "næringu" hef ég séð koma frá leiðtogum demókrata, þar sem þeir eru að mæra ofbeldi síns fólks.

Róttæku sósíalistarnir á þingi hafa varið Antifa. Og þær hafa hvatt til ofbeldis, ásamt Maxine Walters. En whatever.... Fyrir utan það að fjölmiðlar, sem flestir eru vinstra megin, hafa haldið verndarhendi yfir Antifa og álíka hard-core komma/anarkista nútímaútgáfu hrottasveitum kommúnista a la Sovét era.

20 minutes ago, jenar said:

PS. Og ekki gleyma því, að þetta fífl, Trump altså, [...]

Vá, langt síðan ég sá þetta danska slangur :D Love it. Flott innlegg hjá þér að ofan btw. Takk fyrir það.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
24 minutes ago, jenar said:

. En eftir að hafa sagt að það væri gott fólk innan raða fasista og rasista.

Hvað ætlarðu að hafa þessa lygi oft eftir og hvað þarf oft að reka hana ofan í þig?

Share this post


Link to post
Share on other sites
39 mínútum síðan, jenar said:

Þúi ert að grínast með þennan link, er það ekki?
Þetta eru alverstu Eurofílar sem þú getur fundið.
Enginn "fjölmiðill" getur gengið lengra í ást sinni á ESB og Brussel.

En látum það liggja á milli hluta.
En við skulum rýna þetta aðeins.
Þessi vinstrisinnaði ESB áróðursmiðill tiltekur einungis þrjú dæmi um hryðjuverk hægri manna.

Í fyrsta lagi tilvikið þar sem einstaklingur keyrði niður annan einstakling og drap hann í Charlotteville.
Sem hafði ekkert með hægri sinnaða hryðjuverkamenn að gera, þar sem mótmælin og átök "hægri"manna við Antifa og fleiri voru vegna tilrauna til að taka niður styttur af hetjum suðurríkjamanna og Dixie fánann.

Í öðru lagi mótmæli og átök í Chemnitz, sem hafði meira með bágt efnahagsástand í Austurhluta Þýskalands, óheftan innflutning og stuðning þýskra yfirvalda við innflytjendur á meðan Þjóðverjar sátu á hakanum, morð og hnífsstungur araba á innfæddum sem framin voru og var helsta ástæða mótmælanna.
Þess ber að geta að vinstrimenn létu ekki sitt eftir liggja, og tóku þátt á áflogum, án þess að yfirvöld og fjölmiðlar sæju neina ástæðu til að minnast á það.

Í þriðja lagi, eina hryðjuverkið var í Cristchurch.
Það er sennilega það sem þessi vinstrisinnaði "blaðamaður" á ESB miðlinum sér sem sönnun uppgangs hægriöfgamanna.

Og svo það merkilega.
Árásir á gyðinga eru daglegt brauð í Evrópu og Bandaríkjunum.
Frá tíma helfararinnar hafa árásir aldrei verið fleiri.
En þess er ekki getið í fjölmiðlum sósíalista.
EF þeirra er getið, þá er jafnan talað um árásir hægriöfgamanna á gyðinga, líkt og Jeremy Corbin reyndi í viðtali við Andrew Neil á BBC á dögunum, en var jarðaður fyrir.
Er það tilviljun að svona sorpmiðill eins og þú vitnar gjarnan í, greinir ekki frá árásum vinstrimanna og múslima á gyðinga?

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 minutes ago, Fórnarlambið said:

Þúi ert að grínast með þennan link, er það ekki?
Þetta eru alverstu Eurofílar sem þú getur fundið.
Enginn "fjölmiðill" getur gengið lengra í ást sinni á ESB og Brussel.

En látum það liggja á milli hluta.
En við skulum rýna þetta aðeins.
Þessi vinstrisinnaði ESB áróðursmiðill tiltekur einungis þrjú dæmi um hryðjuverk hægri manna.

Í fyrsta lagi tilvikið þar sem einstaklingur keyrði niður annan einstakling og drap hann í Charlotteville.
Sem hafði ekkert með hægri sinnaða hryðjuverkamenn að gera, þar sem mótmælin og átök "hægri"manna við Antifa og fleiri voru vegna tilrauna til að taka niður styttur af hetjum suðurríkjamanna og Dixie fánann.

Í öðru lagi mótmæli og átök í Chemnitz, sem hafði meira með bágt efnahagsástand í Austurhluta Þýskalands, óheftan innflutning og stuðning þýskra yfirvalda við innflytjendur á meðan Þjóðverjar sátu á hakanum, morð og hnífsstungur araba á innfæddum sem framin voru og var helsta ástæða mótmælanna.
Þess ber að geta að vinstrimenn létu ekki sitt eftir liggja, og tóku þátt á áflogum, án þess að yfirvöld og fjölmiðlar sæju neina ástæðu til að minnast á það.

Í þriðja lagi, eina hryðjuverkið var í Cristchurch.
Það er sennilega það sem þessi vinstrisinnaði "blaðamaður" á ESB miðlinum sér sem sönnun uppgangs hægriöfgamanna.

Og svo það merkilega.
Árásir á gyðinga eru daglegt brauð í Evrópu og Bandaríkjunum.
Frá tíma helfararinnar hafa árásir aldrei verið fleiri.
En þess er ekki getið í fjölmiðlum sósíalista.
EF þeirra er getið, þá er jafnan talað um árásir hægriöfgamanna á gyðinga, líkt og Jeremy Corbin reyndi í viðtali við Andrew Neil á BBC á dögunum, en var jarðaður fyrir.
Er það tilviljun að svona sorpmiðill eins og þú vitnar gjarnan í, greinir ekki frá árásum vinstrimanna og múslima á gyðinga?

Bara þá svona að grínast svipað mikið og þið, sem vitnið í Breitbart og Fox "News" í gríð og erg...

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, jenar said:

Bara þá svona að grínast svipað mikið og þið, sem vitnið í Breitbart og Fox "News" í gríð og erg...

Að grínast er ekki það sama og að ljúga, jenar, og þú kemur hérna og þykist vera handhafi sannleikans og miklu merkilegri en við þessir deplorable sem lesum fjölmiðla sem þér finnst skítafýla af og svo ertu bara raðlygari. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Fórnarlambið said:

Árásir á gyðinga eru daglegt brauð í Evrópu og Bandaríkjunum.
Frá tíma helfararinnar hafa árásir aldrei verið fleiri.
En þess er ekki getið í fjölmiðlum sósíalista.

Akkúrat. Þetta er nefnilega stóralvarlegt. Hvernig þagað er yfir tölfræði vegna árása á gyðinga. Fyrir það eitt að vera gyðingar. Bæði í USA og í Evrópu.

Ég er enginn pro-Israel gaur. En Guð minn góður hvað ég skil ekki hvernig hægt er að gleyma sögulegum hörmungum á örfáum áratugum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, fleebah said:

Akkúrat. Þetta er nefnilega stóralvarlegt. Hvernig þagað er yfir tölfræði vegna árása á gyðinga. Fyrir það eitt að vera gyðingar. Bæði í USA og í Evrópu.

Ég er enginn pro-Israel gaur. En Guð minn góður hvað ég skil ekki hvernig hægt er að gleyma sögulegum hörmungum á örfáum áratugum.

Uppgangur "öfgaNAZI-vinstri korka"!!

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, 4sinnum said:

Uppgangur "öfgaNAZI-vinstri korka"!!

Eða magninnflutningur af múslimum, þar sem líkur á sterkri andúð á gyðingum eru töluverðar.  Ayaan Hirsi Ali hefur lýst því í viðtölum hvernig í hennar uppeldi henni var innrætt af samfélaginu og foreldrum að gyðingar, allir sem einn, væru Satan sjálfur. Hið illa. Það er meir að segja blótsyrði á Sómalisku sem er bara upphrópun á "Gyðingur".

Það hefur lengi loðað við sósíalista djúp andúð á gyðingum. Sjáum í hvaða vandamálum Corbin er núna út af þessu í UK. Annars vegar er það þessi klassíska póstmóderníska/marxíska andúð á völdum og farsæld, þar sem gyðingar eru oft mjög fjölmennir í elítum og hópum ríkra (og því "auðvaldið" sem ber að hata skv. marxisma) og svo hins vegar hið mið-austurlenska andúð araba og músilma á gyðingum. Sósíalistar/póstmódernistar eru mjög háværir í að smætta alla þá sem gagnrýna islam og skjóta skjólshúsi yfir þá aðila sem hvað mest hata gyðinga meðal múslima.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvar er poppkornsskálin?

Nú segja demóar að hægt sé að Ympútsja forsetann þótt hann hafi ekkert brotið af sér :D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar Dumokratar verða loks grafnir, verður ýldufýlan af þeim svo mikil að við verðum að halda fyrir nefið:

https://www.nationalreview.com/news/giuliani-currently-meeting-ukrainian-prosecutors-at-center-of-impeachment-inquiry-to-film-tv-series/

President Trump’s lawyer Rudy Giuliani is in Europe this week to meet with Ukrainian prosecutors at the center of the impeachment inquiry against the President, in order to produce a television show about the impeachment process, the New York Times reported on Wednesday.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hmmm... fyrir mér að sjálfsögðu fyrir löngu borðliggjandi. DT er hann fyrst og síðast.. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af hverju er mark takandi á þessum manni, feu minn? Hann er ekki að bjóða upp á mikil sönnunargögn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Æ elsku dúllan mín.. ef þú skilur eitthvað í ensku og horfir aftur á myndbandið, þá er það ekki bara hvað þessi maður er að segja, heldur og sérstaklega klippurnar af vitnum sem tjá sig um þetta mál. 

En auðvitað máttu alveg vera í afneitun varðandi þetta appelsínugula fífl og átrúnaðargoð þitt.. og það alveg í friði fyrir mér. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.