4sinnum

Trump sigrar heiminn!!

3,785 posts in this topic

1 hour ago, 4sinnum said:

Þannig eru reglurnar, margoft verið rætt og meðan þeim er ekki breytt þá er game-planið svona!!

Við erum ekkert skárri hér á landi með okkar skakka vægi atkvæða í Alþingiskosningum!!

Rétt er, að vægi atkvæða er aðeins skakkt á Íslandi. En það er ekki einu sinni hægt að bera það saman við skekkjuna og óréttlætið í kjörmannakerfinu. Réttur samanburður hjá þér væri að segja að þetta væri þá eins og ef flokkur með flest atkvæði fengi fæstu þingmennina...

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Rétt er, að vægi atkvæða er aðeins skakkt á Íslandi. En það er ekki einu sinni hægt að bera það saman við skekkjuna og óréttlætið í kjörmannakerfinu. Réttur samanburður hjá þér væri að segja að þetta væri þá eins og ef flokkur með flest atkvæði fengi fæstu þingmennina...

Ekki gleyma jöfnunarsætunum, en einungis þeir flokkar sem fá meira en 5% eiga rétt á þeim. Talandi um dauð og ómerk atkvæði, Ísland er sér á báti!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, 4sinnum said:

Ekki gleyma jöfnunarsætunum, en einungis þeir flokkar sem fá meira en 5% eiga rétt á þeim. Talandi um dauð og ómerk atkvæði, Ísland er sér á báti!!

Að benda á eitt óréttlátt kerfi gerir hitt óréttlætið ekkert betra. Íslenska kosnngakerfið, þó gallað sé á ýmsan hátt, kemst samt ekki með tærnar þar sem kjörmannakerfi BNA hefur hælana. Enda gerist það ekki á Íslandi, að sá sem fær flest atkvæðin tapi kosningum...

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, jenar said:

Að benda á eitt óréttlátt kerfi gerir hitt óréttlætið ekkert betra. Íslenska kosnngakerfið, þó gallað sé á ýmsan hátt, kemst samt ekki með tærnar þar sem kjörmannakerfi BNA hefur hælana. Enda gerist það ekki á Íslandi, að sá sem fær flest atkvæðin tapi kosningum...

Þú verður að skilja að það er ekkert verið að keppast við að ná sem flestum atkvæðum í BNA heldur sem flestum kjörmönnum. Þannig er það nú bara og flestir bara sáttir við það nema kanski eylífðarvonsviknir Dems!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 minutes ago, 4sinnum said:

Þú verður að skilja að það er ekkert verið að keppast við að ná sem flestum atkvæðum í BNA heldur sem flestum kjörmönnum. Þannig er það nú bara og flestir bara sáttir við það nema kanski eylífðarvonsviknir Dems!!

Annaðhvort ertu ekki að skilja það sem ég er að segja, eða að þér finnst sjálfsagt að taparinn vinni. Nema þegar hann er í hinum flokknum. Þetta er ekki spurning um Rep. eða Dem. heldur um raunverulegt lýðræði...

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 minutes ago, jenar said:

Annaðhvort ertu ekki að skilja það sem ég er að segja, eða að þér finnst sjálfsagt að taparinn vinni. Nema þegar hann er í hinum flokknum. Þetta er ekki spurning um Rep. eða Dem. heldur um raunverulegt lýðræði...

Ef lýðræðið valdi þetta kerfi og viðheldur því er lítið við því að amast og vart annað hægt en að kalla það lýðræðislegt kerfi þó með agnúum sé!!

Annars virðist þú ekki skilja að ef kerfið hefði verið á þann veg að kjörmenn réðu ekki úrslitum kosninganna heldur heildaratkvæðafjöldinn, þá hefði Trump samt unnið!! Og gettu af hverju?

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 minutes ago, 4sinnum said:

Ef lýðræðið valdi þetta kerfi og viðheldur því er lítið við því að amast og vart annað hægt en að kalla það lýðræðislegt kerfi þó með agnúum sé!!

Uuuuuu - eða að breyta því...

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, jenar said:

Að spila á kjörmannakerfið, eins og ALLIR forsetaframbjóðendur gera, gerir kerfið ekki réttlátara. Það er alveg galið, að frambjóðandi sem fær færri atkvæði tapi kosningunum. Alveg sama hvernig á það er horft...

Ef aðeins atkvæðafjöldinn ræður ráða bara stærstu þéttbýlissvæðin og fámennari ríkin yrðu útundan. Þetta vildu stofnfeðurnir koma í veg fyrir. United States ekki United Individuals.

Varðandi þennan sigur í atkvæðafjölda að þá vann Hillary Kaliforníu með meiri mun heldur en sigur hennar var á landsvísu. Semsagt Trump vann hin 49 ríkin samanlagt svo kerfið virkaði eins og til var ætlast og restin af landinu þarf að ekki að lifa við úrslitin í einu stóru ríki (með lélegu kosningaeftirliti og mikinn fjölda af non-citizens í ofanálag) og rétt má ímynda sér hvað gerist ef aðeins atkvæðafjöldinn skiptir máli...

En flest ríki nota hins vegar Winner takes all kerfi við úthlutun kjörmanna en með því að hafa District kerfi yrði úthlutun kjörmanna jafnari sem myndi þá minnka skekkjuna milli fjölda kjörmanna og atkvæðafjölda.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, xark said:

Ef aðeins atkvæðafjöldinn ræður ráða bara stærstu þéttbýlissvæðin og fámennari ríkin yrðu útundan. Þetta vildu stofnfeðurnir koma í veg fyrir. United States ekki United Individuals.

Varðandi þennan sigur í atkvæðafjölda að þá vann Hillary Kaliforníu með meiri mun heldur en sigur hennar var á landsvísu. Semsagt Trump vann hin 49 ríkin samanlagt svo kerfið virkaði eins og til var ætlast og restin af landinu þarf að ekki að lifa við úrslitin í einu stóru ríki (með lélegu kosningaeftirliti og mikinn fjölda af non-citizens í ofanálag) og rétt má ímynda sér hvað gerist ef aðeins atkvæðafjöldinn skipti máli...

En flest ríki nota hins vegar Winner takes all kerfi við úthlutun kjörmanna en með því að hafa District kerfi yrði úthlutun kjörmanna jafnari sem myndi þá minnka skekkjuna milli fjölda kjörmanna og atkvæðafjölda.

Gallinn er bara sá, að kjörmannakerfið kemur ekkert í veg fyrir þetta sem þú nefnir. Í stað þess að spila á stærstu þéttbýlissvæðin, spila frambjóðendur einfaldlega á kjörmannakerfið - sem er í hlutfalli við íbúafjölda hvort eð er.

Og ég sé ekki að "demógrafía" íbúa skipti máli. Ekki lengur. Þetta var málamiðlun á 18. öld, þegar það var ekkert endilega öruggt að samband nýlendnanna myndi halda. Hugsun manna þá gagnvart banda-ríkjum var allt önnur en nú er. Fólk þess tíma áleit Bandaríkin ekki heimaland sitt, heldur Virginíu, New York, Massachusetts o.sv.frv. 

Í dag er hugsunin sú, að atkvæði sé tengt einstaklingi en ekki landfræðilegri legu. Kjörmannakerfið er því úr sér gengið fyrir lifandis löngu....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gaman að sjá hvernig meistari Trump stuðar vinstri korkana hvarvetna. Það eru eins og þeir séu vírtengdar tuskubrúður og í hvert sinn sem hann hreyfir lið eða vör þá fá þessu grey stuðskammtinn sinn. Þetta er um allt þjóðfélag, VG, SF, RÚV o.fl. :LOL

http://ruv.is/frett/trump-laus-vid-ad-vera-i-jafnvaegi

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, 4sinnum said:

Gaman að sjá hvernig meistari Trump stuðar vinstri korkana hvarvetna. Það eru eins og þeir séu vírtengdar tuskubrúður og í hvert sinn sem hann hreyfir lið eða vör þá fá þessu grey stuðskammtinn sinn. Þetta er um allt þjóðfélag, VG, SF, RÚV o.fl. :LOL

http://ruv.is/frett/trump-laus-vid-ad-vera-i-jafnvaegi

Hefur reyndar ekkert með vinstrimenn að gera. Margir íhaldsmenn í Bretlandi hafa farið fram á að Trump fái ekki að koma í opinberar heimsóknir til Bretlands á meðan hann er forseti - að það sé fyrir neðan virðingu Elísabetar drottningar að hann fái að standa við hliðina á henni. Og þannig er það yfir alla Evrópu. Hægri- jafnt sem vinstrimenn hafa áhyggjur af óútreiknanlegri hegðun Trumps. Það er ekki fyrr en þú kemur austar í Evrópu, þar sem svona hálffasískar stjórnir hafa komist til valda, að þú ferð að sjá aðdáun á honum. 

Tilviljun? Held ekki...

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, 4sinnum said:

Gaman að sjá hvernig meistari Trump stuðar vinstri korkana hvarvetna. Það eru eins og þeir séu vírtengdar tuskubrúður og í hvert sinn sem hann hreyfir lið eða vör þá fá þessu grey stuðskammtinn sinn. Þetta er um allt þjóðfélag, VG, SF, RÚV o.fl. :LOL

http://ruv.is/frett/trump-laus-vid-ad-vera-i-jafnvaegi

Ætlaði að setja þetta inn, en þú á undan mér. Atburðarrásin síðan Trump lýsti þessu yfir sýnir að þetta var rétt ákvörðun hjá honum og hárnákvæm, ef ekki annað sýnir að dómgreindin hjá honum er í lagi. Bara þessi máttlausu viðbrögð þessara vinstri klikkalinga sýna að þetta var rétt ákvörðun, einhver meiriháttar mótmæli nokkurstaðar? Yfirlýsingar frá samtökum á Íslandi? Eitthvað að gerast í miðausturlöndum? Jú forsætisráðherra "hefur áhyggjur", ekki sterkari viðbrögð frá henni en það, vill ekki rugga neinum bát.

Heldur einhver virkilega að hægt verði að taka Jerúsalem af Ísraelum öðruvísi en að eyða Ísrael, allt búið og gert fyrir löngu og Trump aðeins að viðurkenna þá staðreynd.

Svo ef að eitthvað sannar að vinstri klikkalingar eru ekki aðeins klikkaðir heldur líka heimskir eru það þessi viðbrögð þeirra. Gleymdi siðblindir, lyddur og loddarar. Verð ég nokkur dregin fyrir Hæstarétt fyrir þetta? 

Er ekki alveg eins líklegt að þessi ákvörðun Trumps tryggi friðinn í miðausturlöndum, að aðilar geti núna beitt sér að friðarviðræðum með þessa staðreynd fyrir framan sig, til lítis að vera í friðaviðræðum meðan spurningin um Jerúsalem er óleyst, hvorki Arabar né Ísraelar geta bakkað.

Svo er það mín skoðun að tvö ríki Palestinu og Ísrael gangi aldrei upp, verði að tryggja fólki af Palestinskum uppruna borgaraleg réttindi innan Ísrael. Enda sýnir það sig, fleiri og fleiri af Palenstínskum uppruna að fá sér Ísraelsk vegabréff, gefur þeim fleiri tækifæri í lífinu og virðist að öfgasamtök Palenstínumanna sé að missa tökin á eigin þjóðarbroti, að margir sjá sér betur borgið með Ísraelskt vegabréf.

https://www.haaretz.com/israel-news/1.669643

Og meðan við munum, þetta verið mín skoðun í áraraðir sem sýnir að ég hef nokkuð góða dómgreind. Eitthvað að hafa í huga ef ég ákveð að koma heim og hella mér í pólitíkina. Myndi ganga í Framsóknarflokkinn og vinna að því að Framsókn og Miðflokkurinn með flokki fátækra gangi saman í framsóknarflokkinn og halda svo áfram inní framtíðina.

Eins og Rumsfeld sagði, verður að fara í stríðið með þann her sem er til, ekki einhvern í draumalandi. Hér er ég og Sigmundur Davið, engir aðrir svo ég viti, allt hitt pappírs tígrisdýr, nema auðvitað Bjarni Benediktsson en hann meira fyrir fjölskylduna en þjóðina, bara eins og það er.

Svo í gær sagaði ég uppí smábita kálfinn sem fæddist andvana í vor. Stakk honum í frystirinn þá með það í huganum að ég sagaði hann upp í vetur og gæfi varðhundunum sem eru með rollunum. Þurfti að biðja Jason að hjálpa mér að bera hann þangað sem sögin er, þó nýfæddur furðulega þungur.

Dáldið svona makaber að byrja, hausinn af fyrst og svo í sneiðar niður búkinn. Fljótt varð þetta þó bara smá ferhyrningar mátulegir daglegir bitar með hundafóðrinu, ánægður með árangurinn. Hundarnir ættu að vera hraustari á svona fóðri. Núna þarf ég hand rafmagns kjötsög svo að ég geti sagað upp heilu kýrnar sem drepast, kannski að ég fái mér alvöru tígrisdýr til þess að fóðra. Svo get ég selt það til Kína í smábitum, þeir mikið fyrir Tígrisdýra parta í allskonar mixtúrur.

Hafði þessa martröð í nótt sem ég hef reglulega. Um að, að af einhverjum ástæðum er ég með annað hvort trígris eða ljóna hvolp sem er að verða stærri og ég verð að ákveða að gera eitthvað áður en að hann étur mig eða aðra, börnin ennþá lítil og ábirgðin mikil. Ég með samviskubit að dýrið er á heimilinu, skammast mín, einhvern veginn allt mér að kenna

Í þetta skiptið voru þetta fjögur dýr, tvö hreinræktuð tígrisdýr, högnar, eitt hvítt tígrisdýr og einn ljónahvolpur. Trígrisdýrin eitthvað svona ekki alveg góð lengur, bakvið sófann eða undir honum og ekki alveg á hreinu hvort þau væru í góðu skapi.

Þessi kálfur í góðu standi og komst af, bara til þess að sýna ykkur stærðina á þeim nýfæddum. Þessi sem ég sagaði stærri, líklegast þess vegna að han fæddist andvana, bara of stór.

IMG_6855.JPG

unnamed.jpg

Trump in Israel.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Ætlaði að setja þetta inn, en þú á undan mér. Atburðarrásin síðan Trump lýsti þessu yfir sýnir að þetta var rétt ákvörðun hjá honum og hárnákvæm, ef ekki annað sýnir að dómgreindin hjá honum er í lagi. Bara þessi máttlausu viðbrögð þessara vinstri klikkalinga sýna að þetta var rétt ákvörðun, einhver meiriháttar mótmæli nokkurstaðar? Yfirlýsingar frá samtökum á Íslandi? Eitthvað að gerast í miðausturlöndum? Jú forsætisráðherra "hefur áhyggjur", ekki sterkari viðbrögð frá henni en það, vill ekki rugga neinum bát.

Heldur einhver virkilega að hægt verði að taka Jerúsalem af Ísraelum öðruvísi en að eyða Ísrael, allt búið og gert fyrir löngu og Trump aðeins að viðurkenna þá staðreynd.

Svo ef að eitthvað sannar að vinstri klikkalingar eru ekki aðeins klikkaðir heldur líka heimskir eru það þessi viðbrögð þeirra. Gleymdi siðblindir, lyddur og loddarar. Verð ég nokkur dregin fyrir Hæstarétt fyrir þetta? 

Er ekki alveg eins líklegt að þessi ákvörðun Trumps tryggi friðinn í miðausturlöndum, að aðilar geti núna beitt sér að friðarviðræðum með þessa staðreynd fyrir framan sig, til lítis að vera í friðaviðræðum meðan spurningin um Jerúsalem er óleyst, hvorki Arabar né Ísraelar geta bakkað.

Svo er það mín skoðun að tvö ríki Palestinu og Ísrael gangi aldrei upp, verði að tryggja fólki af Palestinskum uppruna borgaraleg réttindi innan Ísrael. Enda sýnir það sig, fleiri og fleiri af Palenstínskum uppruna að fá sér Ísraelsk vegabréff, gefur þeim fleiri tækifæri í lífinu og virðist að öfgasamtök Palenstínumanna sé að missa tökin á eigin þjóðarbroti, að margir sjá sér betur borgið með Ísraelskt vegabréf.

https://www.haaretz.com/israel-news/1.669643

Og meðan við munum, þetta verið mín skoðun í áraraðir sem sýnir að ég hef nokkuð góða dómgreind. Eitthvað að hafa í huga ef ég ákveð að koma heim og hella mér í pólitíkina. Myndi ganga í Framsóknarflokkinn og vinna að því að Framsókn og Miðflokkurinn með flokki fátækra gangi saman í framsóknarflokkinn og halda svo áfram inní framtíðina.

Eins og Rumsfeld sagði, verður að fara í stríðið með þann her sem er til, ekki einhvern í draumalandi. Hér er ég og Sigmundur Davið, engir aðrir svo ég viti, allt hitt pappírs tígrisdýr, nema auðvitað Bjarni Benediktsson en hann meira fyrir fjölskylduna en þjóðina, bara eins og það er.

Svo í gær sagaði ég uppí smábita kálfinn sem fæddist andvana í vor. Stakk honum í frystirinn þá með það í huganum að ég sagaði hann upp í vetur og gæfi varðhundunum sem eru með rollunum. Þurfti að biðja Jason að hjálpa mér að bera hann þangað sem sögin er, þó nýfæddur furðulega þungur.

Dáldið svona makaber að byrja, hausinn af fyrst og svo í sneiðar niður búkinn. Fljótt varð þetta þó bara smá ferhyrningar mátulegir daglegir bitar með hundafóðrinu, ánægður með árangurinn. Hundarnir ættu að vera hraustari á svona fóðri. Núna þarf ég hand rafmagns kjötsög svo að ég geti sagað upp heilu kýrnar sem drepast, kannski að ég fái mér alvöru tígrisdýr til þess að fóðra. Svo get ég selt það til Kína í smábitum, þeir mikið fyrir Tígrisdýra parta í allskonar mixtúrur.

Hafði þessa martröð í nótt sem ég hef reglulega. Um að, að af einhverjum ástæðum er ég með annað hvort trígris eða ljóna hvolp sem er að verða stærri og ég verð að ákveða að gera eitthvað áður en að hann étur mig eða aðra, börnin ennþá lítil og ábirgðin mikil. Ég með samviskubit að dýrið er á heimilinu, skammast mín, einhvern veginn allt mér að kenna

Í þetta skiptið voru þetta fjögur dýr, tvö hreinræktuð tígrisdýr, högnar, eitt hvítt tígrisdýr og einn ljónahvolpur. Trígrisdýrin eitthvað svona ekki alveg góð lengur, bakvið sófann eða undir honum og ekki alveg á hreinu hvort þau væru í góðu skapi.

Þessi kálfur í góðu standi og komst af, bara til þess að sýna ykkur stærðina á þeim nýfæddum. Þessi sem ég sagaði stærri, líklegast þess vegna að han fæddist andvana, bara of stór.

IMG_6855.JPG

unnamed.jpg

Trump in Israel.jpg

Gaman af þessum hugrenningum þínum og myndum. Ég hef alltaf talið að Jerúsalem ætti að vera ein og óskipt kristinna manna. Þetta mosku slys þarna sem á að réttlæta eignarhlut Palestínumanna að borginni, þrátt fyrir 3000 ára sögu borgarinnar meira og minna í höndum gyðinga!!

Snjallt hjá Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels fyrir Jólin!! Enn snallara hjá meistara Trump að færa landsmönnum í BNA svona Jólagjöf:

https://t.co/p3H1EB2UCY?amp=1

IMG_2339.PNG

Ekki fær mörlandinn neitt viðlíka og þetta frá stjórnvöldum hér!! Hælisleitendur og ISLAMistar fá ekki einu sinni desemberuppbót!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 12/17/2017 at 6:16 PM, 4sinnum said:

Eitthvað segir mér, að virðingin hefði ekki verið jafnmikil ef þetta hefði verið sósíaldemókratískur kanslari Þýskalands og kvenkyns svartur frjálslyndur demókratískur forseti Bandaríkjanna.... hehehe... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þvílíkur snillingur sem þessi maður er, meistari Trump!! Svona skattabreyting hefur ekki verið gerð í 31 ár og það innan við ári í embætti forseta!! Þetta er rétt byrjunin á miklum uppgangi í BNA. Íslendingar ættu að sjá sóma sinn í því að stökkva á vagninn með BNA, frekar en að flæða alltaf með pólitíska rétttrúnaðinum sem áorkar engu!!

https://www.google.com/amp/s/nypost.com/2017/12/20/trump-celebrates-passing-of-gop-tax-bill-at-white-house/amp/

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

BNA að hefja mikið hagvaxtarskeið núna, meira segja skv. spám yfirlýstra andstæðinga hans.

Það þýðir bara eitt, eftir tæp 3 ár þegar kemur að næstu forsetakosningum, þá er Trump í gífurlega sterkri stöðu þegar hagkerfið er á blússandi siglingu.

Eina sem hann gæti þurft að hafa áhyggjur af er að honum takist ekki að skapa nógu mörg störf á þessum rust-belt svæðum.

En líklega verður frambjóðandi demókrata svo óbjóðanlegur fólki að það mun líklega kjósa Trump, gæja sem það þekkir þrátt fyrir að vera ekki sammála honum í öllu.

Mér sýnist Trump stefna á 2 kjörtímabil núna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, appel said:

BNA að hefja mikið hagvaxtarskeið núna, meira segja skv. spám yfirlýstra andstæðinga hans.

Það þýðir bara eitt, eftir tæp 3 ár þegar kemur að næstu forsetakosningum, þá er Trump í gífurlega sterkri stöðu þegar hagkerfið er á blússandi siglingu.

Eina sem hann gæti þurft að hafa áhyggjur af er að honum takist ekki að skapa nógu mörg störf á þessum rust-belt svæðum.

En líklega verður frambjóðandi demókrata svo óbjóðanlegur fólki að það mun líklega kjósa Trump, gæja sem það þekkir þrátt fyrir að vera ekki sammála honum í öllu.

Mér sýnist Trump stefna á 2 kjörtímabil núna.

Skattafrumvarpið sem var samþykkt í gær er mikill sigur fyrir Trump og Republicana. Það er magnað að hlusta á lygaleðjuna frá Demókrötum um það sem og svo fjölmiðla sem lepja þetta upp og enduróma. Magnað. Skattar lækka, mikið, á langflesta, og Demókratar tala um skattahækkanir? Er Stefán Ólafsson, Excellygalaupur, að vinna fyrir Demókrata? Eða Indriði Þorláksson, Excellygalaupur par excellence? Því svona lygar virka. Þessar skattalækkanir eru ekki sérlega vinsælar af því að hinir ónýtu fjölmiðlar USA, sama og er hér á Íslandi, láta eins og verið er að hækka skatta, þegar verið er að lækka þá mikið. E það er víst hægt að reikna það út með Excel að vatn sé þurrt þannig að fjölmiðlar bara éta upp lygaleðjuna úr Demókrötum og útvarpa til fólks sem enn trúa því að CNN segi satt.

Trump og Republicanar eiga eftir að fá mikinn meðbyr vegna þessa frumvarps. Trump náði í gegn frumvarpi sem fyrir hann verður eins og Obamacare var fyrir Obama, þ.e. landmark breyting. Ef efnahagurinn verður á svona blússandi siglingu, og Trump byrjar ekkert stríð næstu 3 árin, þá á hann eftir að rústa næsta frambjóðanda Demókrata. Því Demókratar eiga engar stjörnur til að tefla fram. Bernie Sanders verður 100 ára eftir 3 ár og Nancy Pelosi örlítið yngri. Og það er enginn í sjóndeildarhringnum sem á roð í Trump eins og staðan er í dag.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rosie O'Donnell átti samt flott móment í gær. Hún fór á Twittier og lofaði tveim þingmönnum tvem milljónum $ hvorum ef þeir myndu kjósa gegn frumvarpinu. Hún s.s. margítrekaði þetta tilboð. Sem er bara mútur og ekkert annað. Svona fer Trump Derangement Syndrome með fólk. Það labbar sjálft, óstutt og á eigin rammleik, inn í að gerast sekt um glæp sem gæti komið því í fangelsi í slatta tíma.

Refsingin við þessum glæp hennar Rosie er allt að 15 ára fangelsi og/eða sekt upp að þrefaldri múturupphæðinni.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eruð þið að djóka? Þetta skattafrumvarp er fyrst og fremst hugsað fyrir hina ríkustu. Og fyrirtæki, þar sem skattar lækka úr 35% niður í 21%. Skattar venjulegs Bandaríjamanns lækkar um 2%. Eitthvað sem meðal láglaunajóninn finnur lítið fyrir. Og búið að reikna út að mun kosta almenning miklu meira, því inni í þessu er, eyðilegging á Obamacare meðal annars.

Þetta mun kosta að ríkissjóður BNA verður 1.5 trilljónum neikvæðari. Ein trilljón eru þúsun milljarðar dollara. Það er meira en sem nemur öllum skuldum BNA bara við Kína.Og ef þið haldið að þetta muni verða almenningi til góða, þá eruð þið barnalegri en ég hélt. Það er löngu búið að afsanna brauðmolakenninguna. Þessi auður sem fyrirtækin fá núna á silfurfati, mun EKKI fara í að skapa störf. Þetta fer beint í bónusa og í vasa þessa 1% hinna ríkustu.

En það er alveg sjónarmið út af fyrir sig, að þannig eigi þjóðfélagið að vera. Skil bara ekki af hverju þið komið ekki út úr skápnum með það. Þetta mun eingöngu draga úr allri þjónustu við almenning, þegar staða ríkissjóðs verður verri. Skiljanlega. Og það er auðvitað það sem Repúblikanar vilja. Þetta er ekkert annað en enn eitt rán hinna ríku á hinum fátæku... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.