Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Þingmenn áreittir

11 posts in this topic

Almenningur mótmælir í almannarými fyrir utan hús þingmanna, sem er löglegt,

Þetta veldur þingmönnum sálarkvölum.

Ráðherrasonur lýsir stanslausu eggjakasti í hús fjölskyldunnar og svona vikulegum morðhótunum, í góðu lagi segir hann, þetta verða menn að búa við.

Þorgerður og Katrín Jak. treysta sér ekki til að ræða áreiti sem þær hafa orðið fyrir á sínum ferli, svo svakalegt virðist það hafa verið.

Hvað skal gera? Tekur lögreglan ekki nógu hart á hótunum og áreitni gagnvart þingmönnum?  Þurfum við öflugri öryggisgæslu?Er rétt að breyta lögreglusamþykktinni og banna

mótmæli annars staðar en á torgum í miðborginni? Glotta menn bara  út í annað þegar morðhótanir berast? Er það rétt?

Stjórnmálamenn má gagnrýna í orðum og  fjölmiðlum harðar en gengur og gerist (ættu málverjar að kannast við það)

en þýðir það sjálfkrafa að megi áreita þá oftar og harðar en annað fólk? Við erum hér að tala um ,,grátt svæði" hérna megin við hreint ofbeldi..

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lögreglan hefði auðvitað átt að lýsa þessi mótmæli ólögleg og hóta hverjum þeim sem stóð þarna enn handtöku.

Þetta voru hrein og klár ólögleg mótmæli.

En lögreglan hafði ekki dug, hug, né vilja, til að fara berja á einhverjum aumingjum.

Það hafði birst í fréttastofu RÚV og lögreglan úthúðuð sem vondi kallinn.

Á endanum okkur íslendingum að kenna fyrir að hugsa og stjórnast með tilfinningaklámi en ekki hausnum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í mörgum löndum eru ráðamenn eins og forsætisráðherrar og forsetar með sérstaka embættisbústaði. Downingsstræti 10 og Hvíta húsið, svo dæmi séu tekin. Fyrir utan þessi hús má mótmæla, þó að ekki fái mótmælendurnir að fara alveg upp að húsunum. Mestu og lengstu mótmælin fyrir utan Hvíta húsið voru sennilega mótmælin gegn Lyndon B. Johnson, vegna Víetnamstríðsins. Ein mantran sem mótmælendur sungu var Hey hey LBJ, how many kids did you kill today. Og samkvæmt ráðgjöfum og fjölskyldu Johnson, þá heyrði hann þetta alla leið inn í Hvíta húsið, bæði á skrifstofuna og í einkarými Hvita hússins. Og ku hafa tekið mómælin mjög nærri sér, sérstaklega þessa möntru. En þetta þótti bara vera hluti af starfinu. 

Íslendingar eru mjög mótmælafælin þjóð. Það þarf mjög mikið til að fólk fari út að mótmæla, hvað þá að fólk mótmæli fyrir utan bústaði ráðamanna. Og flestir núna álíta að þarna hafi verið framin höfuðsynd. Samt voru þetta að mestu friðsöm mótmæli. Í almannarými. Auðvitað átti lögregla að vera til taks á staðnum í meira mæli, en samt - þetta var ekki neitt neitt, þegar horft er tilbaka. Þetta uppgjör er eins og allt sem hefur verið gert upp í þessu hruni, á kostnað fólksins, en ráðamönnum í hag. Ekki einu sinni pælt í allri þjáningunni sem almennir borgarar urðu fyrir. Jóhanna Sigurðardóttir gengur svo langt að segja að alltof mikið hafi verið gert úr því að 9000 fjölskyldur voru bornar út á guð og gaddinn. Hvað með þeirra börn? Við eigum reyndar eftir að sjá eftirmálana af því, þegar þau verða stærri. Ég held að það muni koma í ljós, að börn almennings hafi beðið meiri skaða en börn Steinunnar Valdísar, Þorgerðar Katrínar o.fl. þingmanna sem var mótmælt fyrir utan heimilin hjá...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lögreglan getur náttúrulega handtekið fólk fyrir að kasta eggjum í húsið (skemmdarverk) eða fyrir að vera á lóðinni í leyfisleysi.

En að fara að handtaka fólk fyrir það eitt að standa þarna fyrir utan, er það ekki aðeins of fasískt? 

Ég verð að vera sammála Smára og Brynjari. Það á ekki að banna allt sem mönnum mislíkar. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, Hallgeir said:

Lögreglan getur náttúrulega handtekið fólk fyrir að kasta eggjum í húsið (skemmdarverk) eða fyrir að vera á lóðinni í leyfisleysi.

En að fara að handtaka fólk fyrir það eitt að standa þarna fyrir utan, er það ekki aðeins of fasískt? 

Ég verð að vera sammála Smára og Brynjari. Það á ekki að banna allt sem mönnum mislíkar. 

71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Þarna var brotið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar, þegar fólk safnast saman fyrir utan eigið persónulegt heimili (ekki aðsetur þjóðhöfðingja, stofnunar, þings eða álíka), og gerir aðsúg að.

74. gr. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.

"Óspektir" er teygjanlegt hugtak, og þegar hróp eru gerð að heimili þar sem börn eiga í hlut er ljóst að um óspektir er að ræða í mínum huga.

 

Í 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, er heimild til lögreglumanna um aðgerðir sem grípa má til. Þar segir meðal annars:

Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim. Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.

 

Semsagt það var lögreglan sem klikkaði stórkostlega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vorkenni þeim ekki neitt.  Ráðamenn verða bara að geta tekið hitann ef þeir verða uppvísir að spillingu og grófum mistökum/vanrækslu.  Svo voru þetta einstakir tímar þar sem fullt af fólki var nýbúið að missa jafnvel aleiguna á meðan flestir ef ekki allir ráðamenn komu öllu sínu í skjól vitandi hvað var að gerast.

Það voru engar óspektir þarna enda hefði lögreglan stoppað það strax,  það er ekki eins og lögreglan á Íslandi sé vilhöll mótmælendum þótt um sé að ræða friðsöm mótmæli.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, falcon1 said:

Vorkenni þeim ekki neitt.  Ráðamenn verða bara að geta tekið hitann ef þeir verða uppvísir að spillingu og grófum mistökum/vanrækslu.  Svo voru þetta einstakir tímar þar sem fullt af fólki var nýbúið að missa jafnvel aleiguna á meðan flestir ef ekki allir ráðamenn komu öllu sínu í skjól vitandi hvað var að gerast.

Það voru engar óspektir þarna enda hefði lögreglan stoppað það strax,  það er ekki eins og lögreglan á Íslandi sé vilhöll mótmælendum þótt um sé að ræða friðsöm mótmæli.

Ég gat alveg fundið til með Steinunni Valdísi og upplifun hennar og borið virðingu fyrir því öllu saman þarna í Silfrinu. En svo þegar ég fór að hugsa málið aðeins, hugsaði ég "hún getur þá bara þurrkað tárin með fimmþúsundköllum....

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, appel said:

71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Þarna var brotið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar, þegar fólk safnast saman fyrir utan eigið persónulegt heimili (ekki aðsetur þjóðhöfðingja, stofnunar, þings eða álíka), og gerir aðsúg að.

74. gr. Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.

"Óspektir" er teygjanlegt hugtak, og þegar hróp eru gerð að heimili þar sem börn eiga í hlut er ljóst að um óspektir er að ræða í mínum huga.

 

Í 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, er heimild til lögreglumanna um aðgerðir sem grípa má til. Þar segir meðal annars:

Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim. Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.

 

Semsagt það var lögreglan sem klikkaði stórkostlega.

Lögreglan klikkaði ekkert. 74. greininina á ekkert að virkja þó einhverjum ráðamanni finnist vegið að sér, eða sýni einhvern tilefnislausan ótta. Ég hefði skilið þetta ef menn hefðu farið að fara inn í garðinn hjá henni og farið að berja á rúðurnar og sýnt aðra agressíva hegðun. Jafnvel ef menn hefðu verið með læti og hávaða kvöld eftir kvöld, hefði verið hægt að tala um ákveðna truflun á friðhelgi einkalífs. Ekki óspektir. Lögreglan mat þetta því hárrétt. Ég get fallist á að kannski hefðu átt að vera fleiri lögreglumenn á svæðinu, en ekkert meira. Nærvera lögreglu getur líka undir vissum kringumstæðum talist ögrandi og einmitt triggerað af stað læti.

Það að Íslendingar fordæmi þessi mótmæli, sýnir bara hvað þeir eru óvanir þeim og seinþreyttir til þeirra. M.a.s. til friðsamra mótmæla...

Share this post


Link to post
Share on other sites
16 minutes ago, jenar said:

Lögreglan klikkaði ekkert. 74. greininina á ekkert að virkja þó einhverjum ráðamanni finnist vegið að sér, eða sýni einhvern tilefnislausan ótta. Ég hefði skilið þetta ef menn hefðu farið að fara inn í garðinn hjá henni og farið að berja á rúðurnar og sýnt aðra agressíva hegðun. Jafnvel ef menn hefðu verið með læti og hávaða kvöld eftir kvöld, hefði verið hægt að tala um ákveðna truflun á friðhelgi einkalífs. Ekki óspektir. Lögreglan mat þetta því hárrétt. Ég get fallist á að kannski hefðu átt að vera fleiri lögreglumenn á svæðinu, en ekkert meira. Nærvera lögreglu getur líka undir vissum kringumstæðum talist ögrandi og einmitt triggerað af stað læti.

Það að Íslendingar fordæmi þessi mótmæli, sýnir bara hvað þeir eru óvanir þeim og seinþreyttir til þeirra. M.a.s. til friðsamra mótmæla...

Enginn íslendingur myndi samþykkja svona gagnvart sjálfum sér, að fólk hrúgist saman fyrir utan heimili sitt og stundi aðhróp, með börn og fjölskylda sína innandyra. Jafnvel þó sami íslendingur myndi segja að hann eigi að fá að mótmæla hvarsem honum hentar þegar honum hentar.

Þetta á að leysa upp strax. Spurðu börnin hvort þeim þyki þetta hafa verið ógnandi, það er alveg klárt að þetta var ógnandi fyrir börnin, þeim hefur örugglega fundist einsog það væri verið að ráðast á sig. Öll svona atvik brennast inn í minnið á börnum.

Lögreglan klikkaði stórt þarna að standa ekki vörð um hagsmuni barnanna þarna.

Lögreglan hefði getað sagt við mótmælendur að fara og mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið næsta dags, það hefði verið fullkomlega eðlilegt að krefjast þess.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, appel said:

Enginn íslendingur myndi samþykkja svona gagnvart sjálfum sér, að fólk hrúgist saman fyrir utan heimili sitt og stundi aðhróp, með börn og fjölskylda sína innandyra. Slíkt á að leysa upp strax. Spurðu börnin hvort þeim þyki þetta hafa verið ógnandi, það er alveg klárt að þetta var ógnandi fyrir börnin, þeim hefur örugglega fundist einsog það væri verið að ráðast á sig. Öll svona atvik brennast inn í minnið á börnum.

Lögreglan klikkaði stórt þarna að standa ekki vörð um hagsmuni barnanna þarna.

Lögreglan hefði getað sagt við mótmælendur að fara og mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið næsta dags, það hefði verið fullkomlega eðlilegt að krefjast þess.

 

Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Lögreglan greip ekki inn í á sínum tíma vegna þess að þetta hefur verið talið fullkomlega löglegt, enginn hefur kært lögreglu svo vitað sé vegna þessa.

En varðandi þetta sem kom fram í upphafsinnlegginu,  þá er tímabært að velta því fyrir sér hvort áreitni gagnvart þingmönnum gangi of langt,jafnvel þó menn telji þá hafa svikið ,,málstaðinn". Án þess að Herkúles sé sérstakur talsmaður þingmanna þá er spurningin hvort einn þjóðfélagshópur  eigi að sætta sig  við meiri áreitni en allir aðrir? Er það ekki undarlegt fyrirkomulag?

Hefur þetta ekki einmitt verið nefnt sem ástæða fyrir því að margt gott fólk vill ekki fara í stjórnmálin?

Hvað tapast með því?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.