Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Frjálsir fjölmiðlar á niðurleið: einkum í sjónvarpi

10 posts in this topic

      Það er einsog þeim "frjálsu fjölmiðlum" sem skutust á loft á árinu 2017  hafi fatast flugið fljótar og mun meira en menn gerðu ráð fyrir. Flestir þeirra eru á sjónvarpssviðinu. Nefna má sem dæmi Hringbraut, N4, og náttúrlega INN-sjónvarpsstöðina sem virðist ekkert eiga afturkvæmt! - Þessar sjónvarpsstöðvar, ef svo mætti kalla þær, hafa verið þekktastar fyrir það að stunda "endursýningar" í óhófi - einkum um og fyrir hátíðarnar - svo að fólk hefur látið vera að horfa nokkuð á þær! - Maður virðir það til vorkunnar, að þær eru nýjar af nálinni og eflaust erfitt að halda úti heilli dagskrá óslitið kvöld eftir kvöld. Hringbrautin hefur staðið sig vel að mörgu leyti með þáttinn Mannamál og Þjóðbraut, þá er það líka upptalið! - Sjónvarp ríkisins er nánast "dautt" úr öllum æðum og hefur "fækkað" útsendingum t.d. fréttatímum kl. 22:00 og reynt að "slá inn" fréttaskotum frá ýmsum heismhlutum sem eru lítt áhugaverðir almennum hlustendum (auðvitað er það "handhægara" fyrir fréttamennina að vinna þannig beint úr erlendum miðlum en að "þurfa" að hringja eða að fá viðmælendur til viðtals í "beinni" útsendingu)! Mín spá er sú, að smám saman lognist þessir nýju sjónvarpsmiðlar út af fari þetta í sama farið eftir áramótin. - Sem dæmi um afturför sjónvarps hér var þátturinn Kryddsíldin sem sjónvarpað var á gamalársdag - hann var með afburðum lélegur og innihaldslaus. - Enda kannske að vonum, það er ekkert til að ræða "pólitískt" lengur, það eru flestir sammála um góða og samheldna ríkistjórn sem sitji sem lengst. - Megi það verða að áhrýnisorðum.- Gleðilegt ár, og þakka ánægjleg samskipti hér á Málefnunum á áarinu sem er að líða.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stöð 2 komin núna í eigu Vodafone (ásamt öðrum miðlum 365), þannig að gera má ráð fyrir töluverðri breytingu þar á bæ á næstunni.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

   Verðum að treysta á Stöð 2 úr því sem komið er. Sjónvarp RÚV er búið að vera. Ekkert getur breytt því, að sá fjölmiðill, ef "fjölmiðil" skyldi kalla verður að fá að syngja sitt síðasta í friði og ró. Leggja má þá fjármuni sem það kostar að halda úti ríkisdagskrá í sjónvarpi (um 6 miljarðar króna) í einhvern annan málaflokk, sem núna er vanhaldinn af fjármunum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Barði said:

   Verðum að treysta á Stöð 2 úr því sem komið er. Sjónvarp RÚV er búið að vera. Ekkert getur breytt því, að sá fjölmiðill, ef "fjölmiðil" skyldi kalla verður að fá að syngja sitt síðasta í friði og ró. Leggja má þá fjármuni sem það kostar að halda úti ríkisdagskrá í sjónvarpi (um 6 miljarðar króna) í einhvern annan málaflokk, sem núna er vanhaldinn af fjármunum.

Stöð 2 fréttir, ég meina Vodafone fréttir, er ekki að fara segjar neikvæðar fréttir um sína helstu fyrirtækjaviðskiptavini. Bara hjá einu stóru fyrirtæki eru kannski þúsund viðskiptavinir með öll sín fjarskipti.

Fréttar verða pottþétt ritskoðaðar í þeim tilgangi, fréttamenn sjálfsritskoða sig, rétt einsog Stöð 2 og fréttablaðið gerði undir stjórn Jóns Ásgeirs.

Engin hugsjón mun ráða för, þeir sem eru svo barnalegir að trúa því, þetta snýst allt um hagsmuni.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 1/1/2018 at 6:41 AM, appel said:

Stöð 2 fréttir, ég meina Vodafone fréttir, er ekki að fara segjar neikvæðar fréttir um sína helstu fyrirtækjaviðskiptavini. Bara hjá einu stóru fyrirtæki eru kannski þúsund viðskiptavinir með öll sín fjarskipti.

Fréttar verða pottþétt ritskoðaðar í þeim tilgangi, fréttamenn sjálfsritskoða sig, rétt einsog Stöð 2 og fréttablaðið gerði undir stjórn Jóns Ásgeirs.

Engin hugsjón mun ráða för, þeir sem eru svo barnalegir að trúa því, þetta snýst allt um hagsmuni.

 

Held að þetta sé einmitt kjarni málsins. Þegar menn tala um "frjálsa fjölmiðla," um hvað eru þeir að tala? ÍNN og Hringbraut? Eru það frjálsir miðlar? Frelsi þeirra nær allavega ekki lengra en fjárhagslegir bakhjarlar þeirra (sem við vitum oftast ekkert hverjir eru) "leyfa." Og svo auðvitað auglýsendur. Einu fjölmiðlarnir sem komast næst því að vera frjálsir fjölmiðlar eru þeir, sem eingöngu taka við frjálsum fjárframlögum almennings og eru ekki að fá neinar auglýsingatekjur. Með Stöð 2 vitum við þó hver bakhjarlinn (eigandinn) er... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

        Sé ekki betur en að Hringbrautin, af öllum miðlum ljósvakanna, sé í þann veginn að leggja upp laupana! Í kvöld, fimmtudaginn 4. janúar voru auglýstir þættirnir Mannamál og Þjóðbraut. Fyrri þátturinn (Mannamál) er ENDURTEKINN! - Veit ekki enn um þann seinni, hann er ekki hafinn ennþá (kl. er ekki orðin 21:00 og enn von um nýjan þátt. Verði hann líka endurtekinn þá er illt í efni - og líklegt, að Hringvrauiin hafi endanlega lagt upp laupana. Maður vonar þó það besta!

Share this post


Link to post
Share on other sites

        Það varð ekki! Auglýstur þattur Hringbrautar, Þjóðbraut var úrelt og gamalt, endurtekið efni. Sé ekki betur en þessi eini ljósvakamiðill sem lofaði góðu, sé á sömu leið og allir aðrir nýir ljósvakamiðlar. þeir hverfi af skjánum eða stumri og engist á hnjánum. Það er ömurlegur endir annars frábærs framtaks og viðleitni til uppreisnar á þessu sviði ljósvakamiðla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

    Útséð er um endurnýjun nýju ljósvakamiðlana, þeir eru "fastir" í endurflutningi sinum dag eftir dag. - Hvernig væri, að Hringbraut næði tökum á Ingva Hrafni til að vera með sinn þátt um t.d. Heimastjórnina, á föstudögum eða annan dag, og hafa hann sem fastan stjórnanda síns þáttar?- Núverandi ástand ljóvakamiðlanna nýju leiðir bara til gjaldþrots og dauða þessara miðla. Það er afar slæmt. Varla má hugsa þá hugsun til enda.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki háum söðli að falla úr.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem ég sneiði hjá viljandi eru Stundin og RUV. Fyrri er ekkert annað en hatursáróðurssnepill gegn hægri mönnum og hinn er svo bias að hann er varla marktækur lengur nema kannski til að flytja fréttir af algerlega ópólitískum hlutum. En það er líka þannig að maður er orðinn neytandi af fjölda sjálfstæðra blaðamanna erlendis og það er þar sem hnignun mainstream media er hvað mest áberandi. Árás Wall Street Journal (með lygar og útúrsnúningar sem aðalvopnið) á Youtube sýndi að þar fór stór og virðulegur mainstream media fram, á svívirðilegan máta, til þess að sparka í punginn á óháðum og byltingakenndum vetvangi í fjölmiðlun. Gömlu öflin voru orðin hrædd. En þetta virkaði hjá þeim á tímabili þar til þessir content creators fundu aðrar leiðir til að fjármagna sig via Patreon.

En það er synd að sjá þessa nýsprottnu frjálsu fjölmiðla fara. En kannski á maður sjálfur þar hlutdeild að málinu, ég horfi aldrei á þessa miðla.

En reyndar er línulegt sjónvarp og annað miðlunarefni að deyja drottni sínum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.