Sign in to follow this  
Followers 0
SSSól

Fíkniefni

31 posts in this topic

Nokkrir punkar varðandi fíkniefnavandamálið. 

 

- Það er breyting í umræðunni um fíkniefni. Það er ómögulegt að vita hver uppspretta þessarar breyttu umræðu er. Kannski að samfélagsmiðlar og netið séu að verða þess valdandi að einangraðir fíklar geta og seljendur fíkniefna geta talað máli fíklana sem var ekki hægt áður. Maður sér þetta svolítið eins og Trump í Bandaríkjunum. Allir fjölmiðlar þar voru á móti Trump en Trump hafði alltaf twitter til að koma sínum skoðunum á framfæri. Þessi þróuna á við á fleiri stöðum. T.d. í metoo. 

- Menn tala fyrir lögleiðingu. Sumir vilja lögleiða allt en aðrir vilja lögleiða mismunandi efni. 

- Nokkur rök eru nefnd til að réttlæta lögleiðingu. Ein eru að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hvaða stríð? Jú bandarískir stjórnmálamenn lýstu yfir stríði gegn fíkniefnum og það stríð hefur tapast. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, r væntanlega einhverskonar tenging við stríð Bandaríkjanna. Það markmið að útrýma fíkniefnum fyrir árið 2000 hefur aldrei náðst. 

- Stjórnmálamenn þurfa að fá fólk með sér til að ná árangri. Með því að lýsa yfir stríði þá var verið að virkja Bandarískt samfélag til að berjast gegn fíkniefnum. Það hefur komið í ljós og fleiri og fleiri eru að gera sér grein fyrir því að þú getur ekki unnið stríð gegn fíkniefnum eða hryðjuverkum. Það er einungis hægt að minnka tíðni þeirra. 

- Fylgjendur lögleiðingu hafa nota þessa staðreynd að þú getur ekki unnið stíð gegn fíknum og nota það sem rök að lögleiða eigi fíkniefni. Ef það verður niðurstaðan að fíkniefni verða lögledd vegna ákvörðunar bandarískra stjórnmálamanna eins og Nixon og Reagn þá höfum tapað miklu. Ekki bara þeirri staðreynd að fíkniefni eru að eyðileggja líf manna á hverjum degi. Fullt af fólki hefur dáið í fíkniefnastríðinu og margir eru í fangelsi. 

-Í grunninn þá breyst fíkniefni og mannlegt eðli ekki neitt þrátt fyrir að stuðningsmenn fíkniefna vilja lögleiða það eða stjórnmálamenn lýsi yfir stríði. Fíkniefni eru skaðleg. 

- Annað sem fylgjendur lögleiðingar gera til að ná fram breytingu á viðhorfi fólks gagnvart refsistefnu í tengslum við fíkniefnamáið er að ráðast á andstæðina lögleiðingar með því að segja að þú þekkir ekki muninn á eiturlyfi, fíkniefni og dópi. Þetta er auðvitað ódýr leið til að kast rýrð á viðmælanda sem er ósammála. Viðkomandi hefur ekki sömu skilgreiningu á fíkniefnum og þarf að leiðandi er ekki hægt að taka mark á neinu öðru sem hann segir í tenglslum við fíkniefnavandann. Ég hef séð þetta erlendis og ég hef séð Helga hjá Pírötum nota þessa lúalegu aðferð. Það er mikilvægt að hafa hugtök á hreinu en það er óheiðarlegt og ógagnlegt að upplýsa ekki um rétt hugtök og frekar sleppa því að skilgreina einungis til að geta komið höggi þá þann sem er ósammála. 

- Svo má ekki gleyma frjálshyggjunni. Það má gera allt sem maður vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Þetta er auðvitað ekki rétt nálgun. Rétta nálgunin er auðvitað að ef samfélagið samþykkir það sem þú gerir þá máttu gera þetta. Hvað þýðir þetta? Hið fyrra, ef það væri rétt og héldi vatni, þýddi að tveir Íslendingar gætu komið sér saman um að annar borðaði hinn. Að borða manneskju sem samþykkir það skaðar engan annan en þann sem er borðaður. Þrátt fyrir þetta þá eru allir á þeirri skoðun á Íslandi að mannaát sé óverjandi. Þar með fellur þessi regla um að allir mega gera það sem þeir vilja. Þetta tengist fíkniefnum þannig að jú þeir sem eru að dópa, þegar þeir eru að dópa, eru bara að skaða sjálfan sig á þeim tímapunkti. Þess vegna á að leyfa þeim að skaða sig. En það er misskilingur að halda að með því að segja að ef fólk vill dópa þá sé það þeirra mál og komi okkur hinum ekkert við. En eins og með mannætudæminu þá er það afstaða að segja þú mátt borða aðra manneksju sem samþykir það eins og að ef manneksja vill dópa þá er það líka að taka afstöðu. 

- Stríðið gegn fíkniefnum er tapað segja stuðningsmenn lögleðingar fíkniefna. Eins og ég rakti að ofan þá var þetta stríð alltaf tapað og það voru mistök að kalla þetta stríð. Við þurfum leið út úr þessum ógöngum. Fara í hina áttina og segja að stríðið sem andstæðingar lögleiðngar sé tapað og að eina leiðin sé lögleiðingar er ekki leið sem hægt er að fara. 

- Grundvöllur okkar samfélag eru sameiginlegar reglur. Þeir sem brjóta þessar reglur verður að refsa. Það er vont fyrir þá sem verða fyrir refsingunni er gott fyrir heildina. Með því að segja að refsingar séu ekki að gera gagn í baráttunni gegn fíkniefnum þá er það að ganga gegn grundvölli samfélagins. Öll stríð gegn lögbrjótum er töpuð. Sem þýðir að ef lausnin á fíkniefnavandanum sé að lögleiða fíkniefni þá væri það eins og að segja til að bregðast við umferðarlagabrotum þá á að lögleiða umferðalegabrot, til að berjast gegn þjófnaði væri að lögleiða stuld, til að berjast gegn líkamsárásum þá væri best að lögleiða ofbeldi. Þetta leiðir til ringlureiðu og það er  andstætt hugmyndum um samfélag. 

- Bara svo þið vitið þá eru öll stríð töpuð ef þau eru skilgreind eins og Nixon og Reagn og Bush gerðu. Eða stríð gegn fátækt, sem hefur verið nefnt sem útrýming fátæktar. 

- Það sem er rétt og á að segja að við gerum allt sem við getum til að lágmarka lögbrot, lágmarka skaða. Með því að segja að stríð sé tapað þá erum hætt að minnka skaða. 

- Sumir reyna að draga upp jákvæða mynd af fíkniefnum og er það auðvelt. Það er gaman að vera í vímu. Stundum er bent á að fíkniefni hafi lækningamátt. Það er rétt þó að læknasamfélagið sé ósammála að fíkniefni hafi lækingarmátt. Lyfjageirinn er alræmdur en hann þarf að sæta eftirlti yfirvalda. Þessi umræða þarf að eiga sér stað en ég vil benda á að lyfjageirinn hefur lausn við flestum sjúkdóum sem hægt er að lækna og þess vegna eru það ekki mikilvæg rök í málinu að það þurfi að lögleiða fíkniefni til að sinna vanræktum hópi sjúklinga. Sá hópur er mjög lítill og það þarf ekki að lögleiða fyrir alla aðra þegar læknar geta ávísað kannabis  til sjúklinga í dag. 

-Vandamálið númer eitt, tvö og þrjú er viðhorfið gagnvart fíkniefnum. Ég segi fyrir mína parta að ástæðan fyrir því að ég prófaði og prófa ekki í dag fíkniefni er vegna þess að þau eru ólögleg. Með því að lögleiða þá breytist viðhorfið gagnvart fíkniefnum og fleiri fara að nota fíkniefni. 

-Viðhorfið gagnvart fíkniefnum er vandamálið, ekki einhver lög. Ef einstaklingur vill nota fíkniefni á Íslandi þá getur hann það. í 9/10 skiptumþá lendir hann ekki í yfirvöldum eða slæmum afleiðingum fíkiniefnaneyslu (mín ágiskun). 

- Til að sigra ranglega skilgreint stríð, þarf að breyta viðhorfum til fíkniefna og tryggja að fólk sé ekki aðstæðum þar sem fíkniefni eru í boði. 

- Vissulega þarf að styðja betur við þá sem hafa lent í fíkniefnum en best er að koma í veg fyrir að fólk byrjar í fíkniefnum til að byrja með. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Framan af siðustu öld var lengi hægt að kaupa kókaín og amfetamín í verslunum. Eins og hver önnur neysluvara. Veit ekki af hverju áfengi og tóbak fá grænan stimpil. Ríkið á að selja þetta allt saman yfir disk, tryggja gæðin og fá skatttekjur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fínn pistill hjá þér Sssol.

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Það er breyting í umræðunni um fíkniefni. Það er ómögulegt að vita hver uppspretta þessarar breyttu umræðu er. Kannski að samfélagsmiðlar og netið séu að verða þess valdandi að einangraðir fíklar geta og seljendur fíkniefna geta talað máli fíklana sem var ekki hægt áður. Maður sér þetta svolítið eins og Trump í Bandaríkjunum. Allir fjölmiðlar þar voru á móti Trump en Trump hafði alltaf twitter til að koma sínum skoðunum á framfæri. Þessi þróuna á við á fleiri stöðum. T.d. í metoo. 

Þessi breyting á umræðunni hefur átt sér langan aðdraganda. Það var byrjað að ræða lögleiðingu á marijuana í BNA fyrir 40 -50 árum.

http://norml.org/about/intro

Það væri áhugavert fyrir þig að kynna þér sögu fíkniefna í heiminum og hvernig bann við fíkniefnum er nýtt fyrirbrigði sem hófst á 20 öld. Þrátt fyrir dóp-bannleysi hefur mannkyninu samt lukkast að tóra fram á okkar daga og framleiða afbragðseintök af tegundinni, eins og málverjar eru upp til hópa. ^_^

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Nokkur rök eru nefnd til að réttlæta lögleiðingu. Ein eru að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hvaða stríð? Jú bandarískir stjórnmálamenn lýstu yfir stríði gegn fíkniefnum og það stríð hefur tapast. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, r væntanlega einhverskonar tenging við stríð Bandaríkjanna. Það markmið að útrýma fíkniefnum fyrir árið 2000 hefur aldrei náðst. 

Stríð gegn fíkniefnum er bandarísk fyrirbrigði (sem önnur lönd hafa apað eftir). ég ætla ekki að tíunda raunverulegar ástæður þessa stríðs, sem ég tel auvirðilegar, en það hefur verið 'slógan' að "bjarga ungmennum frá fíkniefnavánni". Það rímaði þó illa við lögin um 'marijuana possession' sem fyllti bandaríks fangelsi af ungmennum hvers einasta sök var að hafa joint eða lítilræði af grasi á sér þegar löggan leitaði á þeim.

Á þessari síðu getur þú séð hversu þungan dóm þú gast fengið fyrir að hafa smá gras á þér. Taktu eftir að það er meira að segja ólöglegt að selja "paraphernalia" (verkfæri til neyslu).

http://norml.org/laws/item/federal-penalties-2

Afleiðingin af þessari stefnu er enn frekari mannleg eymd og niðurlæging.

Möo. lög, sem eru sögð hafa það að takmarki að vernda ungt fólk frá fíkniefnum, skaðar ungt fólk með því að gera það að glæpamönnum og eyðileggur líf þeirra með því að setja það i fangelsi.

Hvernig getur það hjálpað ungri manneskju að vera dæmd sek um glæp og þurfa að afplána refsingu í State Prison? Þér er bjargað frá að vera hasshaus með því að vera stungið í fangelsi þar sem samfangar þínir nauðga þér og kúga til undirgefni og þar sem hörð efni fljóta í stríðum straumi.

.... hljómar eins og risa "badtrip" ...

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Stjórnmálamenn þurfa að fá fólk með sér til að ná árangri. Með því að lýsa yfir stríði þá var verið að virkja Bandarískt samfélag til að berjast gegn fíkniefnum. Það hefur komið í ljós og fleiri og fleiri eru að gera sér grein fyrir því að þú getur ekki unnið stríð gegn fíkniefnum eða hryðjuverkum. Það er einungis hægt að minnka tíðni þeirra.

Stríð gegn hinum ýmsu kvillum er áróðursvogarstöng sem oft er gripið til. En þó að slík vogarstöng hljómi voða vel sem áróður, þá þýðir það ekki að slík "stríð" virki sem aðferðarfræði.

Það er verið að segja að aðferðarfræðin sem við höfum notast við hingað til, er ekki að skila þeim árangri sem við viljum, við verðum að reyna eitthvað nýtt!

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Fylgjendur lögleiðingu hafa nota þessa staðreynd að þú getur ekki unnið stíð gegn fíknum og nota það sem rök að lögleiða eigi fíkniefni. Ef það verður niðurstaðan að fíkniefni verða lögledd vegna ákvörðunar bandarískra stjórnmálamanna eins og Nixon og Reagn þá höfum tapað miklu. Ekki bara þeirri staðreynd að fíkniefni eru að eyðileggja líf manna á hverjum degi. Fullt af fólki hefur dáið í fíkniefnastríðinu og margir eru í fangelsi. 

Ef færra fólk deyr og fer sér að voða vegna dóps, er þá ekki einhverju náð? Ef hið opinbera sér um sölu og dreifingu á efnum, þá myndu glæpamenn ekki komast yfir allan þann gróða sem belgir út og fjármagnar þeirra starfsemi. Fylgiglæpir fíkniefna (glæpir neytenda til að eiga fyrir dópi) og þess gróða sem er í fíknefnasölu (morð og ofbeldisglæpir sökum yfirráðasvæða osfrv.) munu hverfa. Auðvitað munu undirheimar flytja sig yfir í annan bisniss, en ef öll sala á fíkniefnum væri á höndum ríkis, þá myndu undirheimar missa eina stærstu féþúfu sína.

The United Nations Office on Drugs and Crime's World Drug Report 2005 estimates the size of the global illicit drug market at US$321.6 billion in 2003

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Annað sem fylgjendur lögleiðingar gera til að ná fram breytingu á viðhorfi fólks gagnvart refsistefnu í tengslum við fíkniefnamáið er að ráðast á andstæðina lögleiðingar með því að segja að þú þekkir ekki muninn á eiturlyfi, fíkniefni og dópi. Þetta er auðvitað ódýr leið til að kast rýrð á viðmælanda sem er ósammála. Viðkomandi hefur ekki sömu skilgreiningu á fíkniefnum og þarf að leiðandi er ekki hægt að taka mark á neinu öðru sem hann segir í tenglslum við fíkniefnavandann. Ég hef séð þetta erlendis og ég hef séð Helga hjá Pírötum nota þessa lúalegu aðferð. Það er mikilvægt að hafa hugtök á hreinu en það er óheiðarlegt og ógagnlegt að upplýsa ekki um rétt hugtök og frekar sleppa því að skilgreina einungis til að geta komið höggi þá þann sem er ósammála. 

Það hlýtur að vera grundvöllur allrar umræðu að þeir sem ræða málin viti hvað þeir eru að ræða; hafi einhverja þekkingu á málinu. Ég veit að í ýmsum samræðum er "þekkingartrompið" óspart notað og það gildir hérna líka. En ef menn sjá ekki mun á t.d. heróíni og grasi þá er augljós vanþekking á efnunum til staðar.

Í þessu máli er nokkuð auðvelt að mennta sig um efnin, þó mæli ég með að athuga fleiri hliðar málsinns og ekki láta sér nægja það fyrsta sem maður sér og er sammála. Til dæmis er marijuana í sama flokki og Heróin hjá DEA, sem er augljóslega vitleysa og tilkomið af pólitískum ástæðum en ekki rökrænum. Eins og alltaf hjálpar að vera gagnrýnin og hafa í huga að allar skoðanir eru "litaðar" á einhvern hátt; okkar hlutverk er að afhjúpa á hvern hátt skoðuni er lituð og gera upp með okkur hvort við erum sammála því.

En það er rétt hjá þér að samræðukúnst sem sífellt núir fólki þekkingarleysi um nasir að ósekju, er ekkert sérstaklega æruverðug eða heiðarleg.

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Svo má ekki gleyma frjálshyggjunni. Það má gera allt sem maður vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Þetta er auðvitað ekki rétt nálgun. Rétta nálgunin er auðvitað að ef samfélagið samþykkir það sem þú gerir þá máttu gera þetta. Hvað þýðir þetta? Hið fyrra, ef það væri rétt og héldi vatni, þýddi að tveir Íslendingar gætu komið sér saman um að annar borðaði hinn. Að borða manneskju sem samþykkir það skaðar engan annan en þann sem er borðaður. Þrátt fyrir þetta þá eru allir á þeirri skoðun á Íslandi að mannaát sé óverjandi. Þar með fellur þessi regla um að allir mega gera það sem þeir vilja. Þetta tengist fíkniefnum þannig að jú þeir sem eru að dópa, þegar þeir eru að dópa, eru bara að skaða sjálfan sig á þeim tímapunkti. Þess vegna á að leyfa þeim að skaða sig. En það er misskilingur að halda að með því að segja að ef fólk vill dópa þá sé það þeirra mál og komi okkur hinum ekkert við. En eins og með mannætudæminu þá er það afstaða að segja þú mátt borða aðra manneksju sem samþykir það eins og að ef manneksja vill dópa þá er það líka að taka afstöðu. 

En er samfélagið ekki hérna fyrir einstaklingarna? eða eru einstaklingarnir hérna fyrir samfélagið?

Ef hið fyrrnefnda, þá ætti einstaklingurinn að hafa óheft frels til að athafna sig , tjá og skapa, á meðan hann brýtur ekki réttindi náungans og samfélagið ætti að hafa þarfir einstaklingsinns í fyrirrúmi.

Dæmið sem þú tekur er dáltið öfgafengið af því að þú notast við eitt af tabúum samfélagsinns sem er mannát. Það væri líka óeðlilegt að einhverjum langaði til að láta borða sig svo maður hallar til að halda að þarna sé einhver geðveila á ferðinni. En ef um fullfríska einstaklinga er að ræða, á hvaða forsendum á samfélagið þá að taka fram fyrir hendurnar á þáttakendum veislunnar?

Það væri meira passandi að líkja fíkniefnaneyslu við sjálfsskaða

Þetta er til dæmis kjarni umræðunnar um líknarmorð; ef mig langar til að deyja, hvaða rétt hefur samfélagið til að halda mér á lífi? Og jafnvel þó að samfelagið vilji ekki að ég fremji sjálfsmorð, þá er það ekki höndlað sem glæpur ef ég reyni að drepa mig, heldur sem heilbrigðismál.

Á sama hátt er spurningin um fíkniefni; áhvaða forsendum þykist samfélagið geta dikterað hvaða dóp við notum og hvað ekki?

Ef við segjum að dóp er slæmt fyrir okkur, þá er hægt að nota sömu rök um svo margt annað, t.d. áfengisneyslu, íþróttir,  eða djönkfúd og léleg fæða almennt sem drepur fjölda manns á hverju ári. Ef við spyrjum næringarsérfræðinga, þá eru þeir innilega ósammála um hvaða fæða er holl og hvað er óhollt, sumir mæla með vegan, en aðrir vilja bara grænmetisfæði, einhverjir vilja bara kjöt en aðrir bæði kjöt og grænmeti osfrv.; hver á að ráða?

Ef afleiðing gjörða (neyslu) okkar lendir á okkur sjálfum sem einstaklingum, hvers vegna má einstaklingurinn ekki ráða yfir eigin lífi og gjörðum?

og er það ekki einmitt hlutverk lýðræðislegs samfélags að vera ramminnn utanum frelsi einstaklingsinns? (frekar en að vera einskonar "foreldri" sem tekur ábyrgðina af okkur í nafni þess sem "er okkur fyrir bestu"). Er það ekki einmitt munurinn á "frjálsu" samfélagi og kúguðu, að við sem einstaklingar fáum að ráða okkar lífi?

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Stríðið gegn fíkniefnum er tapað segja stuðningsmenn lögleðingar fíkniefna. Eins og ég rakti að ofan þá var þetta stríð alltaf tapað og það voru mistök að kalla þetta stríð. Við þurfum leið út úr þessum ógöngum. Fara í hina áttina og segja að stríðið sem andstæðingar lögleiðngar sé tapað og að eina leiðin sé lögleiðingar er ekki leið sem hægt er að fara. 

Manneskjan hefur ákveðnar þarfir og þessar þarfir er ekki hægt að stöðva. Þörf fyrir sælu er ein þessara þarfa, eins og þörfin fyrir kynlíf og fæðu. þessar þarfir er ekki hægt að stöðva, en það er hægt að gera þær minna sýnilegar með því að gera þær ólöglegar eða samfélagslega óásættanlegar.

Þegar menn segja að "stríðið gegn fíkniefnum" er tapað, þá er verið að benda á að þrátt fyrir alla þá peninga sem settir hafa verið í "stríðið  gegn fíkniefnum", þá höfum við fleiri fíkniefni í dag en nokkurn tíman fyrr og við höfum gert fíknefnabaróna ofurríka og valdamikla á sama tíma. Það er verið að segja að aðferðarfræðin sem við höfum notast við hingað til er ekki að skila þeim árangri sem við vilju; við verðum að reyna eitthvað nýtt!

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Grundvöllur okkar samfélag eru sameiginlegar reglur. Þeir sem brjóta þessar reglur verður að refsa. Það er vont fyrir þá sem verða fyrir refsingunni er gott fyrir heildina. Með því að segja að refsingar séu ekki að gera gagn í baráttunni gegn fíkniefnum þá er það að ganga gegn grundvölli samfélagins. Öll stríð gegn lögbrjótum er töpuð. Sem þýðir að ef lausnin á fíkniefnavandanum sé að lögleiða fíkniefni þá væri það eins og að segja til að bregðast við umferðarlagabrotum þá á að lögleiða umferðalegabrot, til að berjast gegn þjófnaði væri að lögleiða stuld, til að berjast gegn líkamsárásum þá væri best að lögleiða ofbeldi. Þetta leiðir til ringlureiðu og það er  andstætt hugmyndum um samfélag. 

Þú ert að bera saman epli og appelsínur.

Sumir "glæpir", eins og fíkniefnaneysla, hafa ekkert fórnarlamb; engar afleiðingar nema fyrir einstaklinginn sjálfann. Hvers vegna eru slíkir "glæpir" kallaðir glæpir? Hver er tilgagnur laganna?

Jú, meintur tilgagnur er að vernda einstaklinginn frá honum sjálfum!

En er það yfirhöfuð hægt? er nálgunin ekki algerlega röng? að reyna að vernda einhvern gegn sjálfum sér í gegnum lagasetningu? Að refsa viðkomandi fyrir að skaða sjálfann sig og kalla það vernd? er það ekki alger mótsögn?

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Það sem er rétt og á að segja að við gerum allt sem við getum til að lágmarka lögbrot, lágmarka skaða. Með því að segja að stríð sé tapað þá erum hætt að minnka skaða. 

Þó það séu til mismunandi hugmyndir um afglæpavæðingu, lögleiðingu osfrv. þá held ég að flestir eru sammála um að skaðaminkun er hltui af því sem hægt er að gera í fíkniefnamálum. Ef við styðjumst við þær tilraunir sem gerð'ar hafa verið þá er þaða augljóst að bara afglæpavæðing hjálpar heilmikið

Að segja stríði tapað er hvating til að leita annarra leiða en þeirra sem við vitum að virka ekki, sem reynslan hefur sýnt að eru misheppnaðar.

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Sumir reyna að draga upp jákvæða mynd af fíkniefnum og er það auðvelt. Það er gaman að vera í vímu. Stundum er bent á að fíkniefni hafi lækningamátt. Það er rétt þó að læknasamfélagið sé ósammála að fíkniefni hafi lækingarmátt. Lyfjageirinn er alræmdur en hann þarf að sæta eftirlti yfirvalda. Þessi umræða þarf að eiga sér stað en ég vil benda á að lyfjageirinn hefur lausn við flestum sjúkdóum sem hægt er að lækna og þess vegna eru það ekki mikilvæg rök í málinu að það þurfi að lögleiða fíkniefni til að sinna vanræktum hópi sjúklinga. Sá hópur er mjög lítill og það þarf ekki að lögleiða fyrir alla aðra þegar læknar geta ávísað kannabis  til sjúklinga í dag. 

Læknasamfélagið er ekki ósammála um að fíkniefni eru nytsamlega í læknisfræðilegum skilningi. Nær öll sterk verkjalyf eins og morfín eru unnin úr ópíum, en heróín (eitt öflugasta ólöglega fíkniefnið) er líka unið úr ópíum og hóf feril sinn sem lækninglyf alveg eins og kókaín sem er unnið úr kóka blöðum. Læknasamfélaginu er stýrt af lyfjaframleiðendum sem vilja frekar framleiða lyfin sem við notum, en að við getum ræktað þau úti í garði. Þess vegna er allt ólöglegt (og jafnvel hæpað sem hættulegt) nema að það hafi réttan stimpil frá yfirvöldum. (forræðishyggja)

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

-Vandamálið númer eitt, tvö og þrjú er viðhorfið gagnvart fíkniefnum. Ég segi fyrir mína parta að ástæðan fyrir því að ég prófaði og prófa ekki í dag fíkniefni er vegna þess að þau eru ólögleg. Með því að lögleiða þá breytist viðhorfið gagnvart fíkniefnum og fleiri fara að nota fíkniefni. 

Að mínu mati er vandamálið viðhorf okkar til eigin getu og tilhneiging ákveðinna afla innan samfélagsinns til að gera yfirvöld að súperforeldri sem á að segja okkur hvað við meigum gera og hvað ekki. Þess í stað að yfirvöld komi fram við okkur eins og börn, þá þurfum við að læra að vega og meta hlutina á eigin spýtur (byggt á þeim upplýsingum sem eru tiltækar) og komast að eigin niðurstöðum og læra af afleiðingunum. Á meðan þeirri skyldu er haldið frá okkur þá förum við á mis við þann lærdóm sem slíkt hefur í för með sér. þannig er okkur haldið á þroskastigi barns eða unglings, sem þarf að halla sér upp að einhverjum til að geta horfst í augu við lífið, en fáum aldrei að takast á við þá ábyrgð að passa upp á okkur sjálf.

Þannig verður allt öðrum að kenna; það var samfélagið sem brást eða foreldrarnir eða skólakerfið,  eða umhverfið, eða lögreglan eða yfirvöld, eða einvher annar en ÉG!

Ef við lítum á niðurstöður frá þeim löndum sem hafa afglæpavætt neyslu, þá sjáum við að heildarneyslan hefur í raun fallið, en ekki aukist.

Þessar niðurstöður eru frá Portúgal eftir 12 ár af afglæpavæðingu fíkniefna.(greinin er skrifuð 2014)

Quote

Drug use

One of the most keenly disputed outcomes of Portugal’s reforms is their impact on levels of drug use. Conflicting accounts of how rates of use changed after 2001 are usually due to different data sets, age groups, or indicators of changing drug use patterns being used. But a more complete picture of the situation post-decriminalisation reveals:

 • Levels of drug use are below the European average
 • Drug use has declined among those aged 15-24, the population most at risk of initiating drug use
 • Lifetime drug use among the general population has increased slightly, in line with trends in comparable nearby countries.9 However, lifetime use is widely considered to be the least accurate measure of a country’s current drug use situation
 • Rates of past-year and past-month drug use among the general population – which are seen as the best indicators of evolving drug use trends12 – have decreased
 • Between 2000 and 2005 (the most recent years for which data are available) rates of problematic drug use and injecting drug use decreased
 • Drug use among adolescents decreased for several years following decriminalisation, but has since risen to around 2003 levels
 • Rates of continuation of drug use (i.e. the proportion of the population that have ever used an illicit drug and continue to do so) have decreased.

 

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

-Viðhorfið gagnvart fíkniefnum er vandamálið, ekki einhver lög. Ef einstaklingur vill nota fíkniefni á Íslandi þá getur hann það. í 9/10 skiptumþá lendir hann ekki í yfirvöldum eða slæmum afleiðingum fíkiniefnaneyslu (mín ágiskun). 

Viðhorfið er vandamál vegna þess að sá sem notar fíkniefni verður sjálfkrafa glæpamaður. En það er rétt að ef þú villt neyta fíkniefna þá er það ekki mikið mál á íslandi í dag. En samt virðist allt vera að virka í samfélaginu ....

Ég gæti vel trúað að ágiskun þín er rétt, sem sýnir að flestir geta  höndlað sína neyslu og að einungis minnihluti endar með vandamál. Afglæpavæðing hefur líka sýnt að jafnvel þeir sem hafa vandamál með sína enyslu eru betur settir í samfélagi þar sem þeir þurfa akki að fela neyslu sína og stunda glæpi til að fjármagna hana.

On 1/29/2018 at 3:20 PM, SSSól said:

- Vissulega þarf að styðja betur við þá sem hafa lent í fíkniefnum en best er að koma í veg fyrir að fólk byrjar í fíkniefnum til að byrja með. 

Þetta er auðvitað eitt af aðalatriðunum.

Seinustu rannsóknir á fíkn eru að draga upp alveg nýja mynd af orsökum fíknar. Slíkar rannsóknir þarf að efla og nýjar hugmyndir um hvernig við höndlum fíkn sem heilbrigðisvandamál frekar en lögreglumál og glæp.

 

Þetta er sona það helsta sem mér datt í hug þegar ég las  innleggið þitt .... :)

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta kom mér á óvart .... við erum í fyrsta sæti ... :o ..  og Holland í 20. sæti...

Quote

UNODC data suggests that cannabis is used by 18.3 per cent of Iceland's population (aged 15-64). The US (16.2 per cent) and Nigeria (14.3 per cent) had the second and third highest rates of consumption; while the UK came 26th on the list, followed by Ireland. And the Netherlands? It came 20th.

Mapped: The countries that smoke the most cannabis

The 30 biggest weed smoking countries

 1. Iceland - 18.3 per cent of population 
 2. United States - 16.3%
 3. Nigeria - 14.3%
 4. Canada - 12.7%
 5. Chile - 11.83%
 6. France - 11.1%
 7. New Zealand - 11%
 8. Bermuda - 10.9%
 9. Australia - 10.2%
 10. Zambia - 9.5%
 11. Uruguay - 9.3%
 12. Italy - 9.2%
 13. Spain - 9.2%
 14. Madagascar - 9.1%
 15. Czech Republic - 8.9%
 16. Israel - 8.88%
 17. St Lucia - 8.87%
 18. Belize - 8.45%
 19. Barbados - 8.3%
 20. Netherlands - 8%

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef sagt þetta áður - það er munur á fíkniefnum og vímuefnum. Vímuefni eru fíkniefni, en ekki eru öll fíkniefni vímuefni. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta í huga, þegar þessi mál eru rædd, þó að maður sé svosem alveg sjálfur sekur um að nota orðið fíkniefni um vímuefnin. En það er audda önnur saga.

Svo er það auðvitað grundvallaratriði í svona umræðu, eins og Frater bendir á, að vímuefni og vímuefni er ekki það sama. Að setja heróín og hass í sama flokk lýsir auðvitað mikilli vanþekkingu á málaflokknum. 

Enginn mér vitandi, sem hefur af ábyrgð talað fyrir lögleiðingu, hefur talað eins og vímuefni séu hættulaus. Það eru þau auðvitað ekki, þó mismikil hætta stafi af þeim. Margt af þvi sem ég segi er Frater reyndar búinn að minnast á. Eins og þá staðreynd, að baráttan og umræðan gangi út á skaðaminnkun. Þessi aðferðafræði sem hefur kallast stríð gegn fíkniefnum, er löngu búin að sanna sig að vera ekki að virka. Um það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða. Hugsunin á bakvið þessa aðferðarfræði er hörð refsistefna. Frater gerir því ágæt skil í sínu innleggi, þannig að ég ætla svosem ekki að vera langorður um það. Nema að mér finnst vert að minnast á samlíkinguna um að við meðhöndlum sjálfsmorðstilraunir ekki sem sakamál, heldur heilbrigðismál. Þar liggur kjarni málsins. Ef okkur finnst auðskiljanlegt að það eigi ekki að setja fólk í fangelsi fyrir að reyna að deyða sjálft sig, þá ætti ekki að vera erfitt að stíga skrefið og sjá að það sama gildi um fíkla. 

Annað er, að þó við bara tækjum kannabisefnin og lögleiddum þau, yrði stórum bita kippt undan undirheimabarónunum. Það þarf auðvitað ekki að tvínóna við kosti þess, að rikið fengi skatttekjur af sölunni, miðað við að efnið sjálft telst ekki til svokallaðra harðra vímuefna, heldur er sett á sama stall áhættulega séð og áfengi. Og það sem bannsinnar VERÐA að skilja er, að það er allt fljótandi í kannabisi hvort eð er. Víman breytist ekkert þó við lögleiðum. Þannig að með lögleiðingu erum við ekki að fara frá 0-100, heldur frekar frá 99-100. Mögulega frá 100-100, ef þið skiljið hvað eg meina. Sá sem þegar neytir efnisins er ekki að fara að auka neysluna þó hún verði lögleg. Vissulega myndu mögulega fleiri prófa efnið og fíklum gæti fjölgað örlítið, allavega í fyrstu. En munum þá, að allar dómsdagsspár .þeirra sem voru gegn lögleiðingu bjórsins, rættust aldrei. Ekki ein af þeim. 

Ef bannsinnar myndu síðan vera algjörlega samkvæmir sjálfum sér, þá myndu þeir berjast gegn öllum fíkniefnum. Líka þeim sem ekki eru vímuefni. Nóg að nefna bara sykur, sem er eitt stærsta heilsufarsvandamál Vesturlanda - vímuefni komast ekki einu sinni nálægt sykri. Og ekki einu sinni tóbak, ef út í það er farið...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Aðal gallinn við umræðuna finnst mér vera sá að hún er alltaf út frá fíklinum. Meira að segja flestir afglæpa- eða lögleiðingasinnar falla í þessu gryfju með endalausa talinu um veikt fólk sem þarf að hjálpa frekar en að refsa.

Ekki að ég sé eitthvað á móti því að þessi hlið sé líka rædd en ég held bara að það sé að valda ákveðinni þröngsýni hjá almenningi að stöðugt fókusa á hana. Ég hef nokkrum sinnum bent á það hérna að fíklarnir eru í litlum minnihluta þeirra sem neyta vímuefna og líka þeirra sem eru talin vera í sterkari kantinum.

Fíkniefni sem eru ekki vímuefni (t.d. nikótín og koffín) eru oft með talsvert hærra hlutfall þeirra sem leiðast út í fíkn og dagneyslu en það er minna spáð í því þar sem fíklarnir ná yfirleitt að vera virkir í daglegu lífi samhliða neyslunni.

Ég hef í gegnum árin oft rekið mig á þessa þröngsýni í þessari umræðu. Í hugum margra er samasem merki á milli fíknar og neyslu ólöglegra efna. Oft heyrir maður frasann um að það sé þó að minnsta kosti hægt að neyta áfengis í hófi (eins og það sé ómögulegt með önnur vímuefni).

Einu sinni í samskiptum við ákveðna stofnun gerði ég þau mistök að játa það að hafa notað ólögleg efni. Ég fattaði það strax á næstu spurningum að það voru mistök, þá var bara farið út í hvort ég væri enn í neyslu og hversu lengi ég væri búinn að vera edrú. Sem sagt af því ég svaraði játandi þá var gert ráð fyrir því að ég væri annað hvort virkur eða óvirkur fíkill.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig vegnar ykkur í lífinu, þið sem neytið fíkniefna og eruð samskvæmt ykkur ekki fíklar?

 

Eins og ég hef áður sagt þá finnst þér þessi lögleiðing á fíkniefnum/eiturlyfjum árás á grundvöll samfélagsins.

Þegar sagt er að fókusað er bara á fíklana. Er fyrir mér eins og sé sagt að fókusinn sé bara á þá sem keyra hratt og klessa á þegar við vitum að fullt af fólki keyrir hratt allt sitt líf og lendir aldrei í árekstri. Þarna eru atvinnubílstjórar sem missa vinnuna vegna þess að þeim er refsað fyrir að keyra of hratt þeir þurfa frekar aðstoð við að keyra hægar.

Ég segi bara dópið eins og ykkur sýnist fyrir mér en hættið að rugla í fólki með að lögleiða dóp/fíkniefni.

Ég er tilbúinn að ræða að banna áfengi og sykur. Þetta er bölvað eitur sem hægt er að vera  án. 

Það nefndi einhver bjór og lögleiðinguna á honum. Sú aðgerð á að hafa tekist vel. En það er ekki endilega svo. Menn minnkuðu sterka en drekka samt meira. Skorpulifur lifir.

 

 

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
43 mínútum síðan, SSSól said:

Hvernig vegnar ykkur í lífinu, þið sem neytið fíkniefna og eruð samskvæmt ykkur ekki fíklar?

Fyndið orðalag hjá þér, "þið sem neytið" eins og við séum einhver lítill hópur. Þú verður að athuga að meirihluti fólks notar vímuefni og nánast allir nota fíkniefni.

En já ok þú vilt beina þessu að persónum, ok. Líf mitt er kannski eitthvað lakara en hjá meðalmanninum, er náttúrulega öryrki, hef ekki farið leynt með það. Ég get hinsvegar sagt þér það að líf mitt fer batnandi með árunum. Verstu árin voru unglingsárin þegar ég hafði ekki prófað neitt ólöglegt. Vímuefnanotkun mín er bara það sjaldgæf að hún nær ekk að hafa áhrif á mitt daglega líf. Kannski einu sinni í mánuði sem ég fæ mér eitthvað og þá er ég að telja áfengið með.

1 tíma síðan, SSSól said:

Þegar sagt er að fókusað er bara á fíklana. Er fyrir mér eins og sé sagt að fókusinn sé bara á þá sem keyra hratt og klessa á þegar við vitum að fullt af fólki keyrir hratt allt sitt líf og lendir aldrei í árekstri. Þarna eru atvinnubílstjórar sem missa vinnuna vegna þess að þeim er refsað fyrir að keyra of hratt þeir þurfa frekar aðstoð við að keyra hægar.

Vá hvað þú komst líklega með versta mögulega dæmið fyrir málstaðnum þínum.

Þú ert einmitt hérna að tala um svið þar sem hefur verið notast við regluvæðingu til að lágmarka skaðsemi.

Sumir eru ekki alveg nógu ábyrgir í umferðinni. En í stað þess að skemma fyrir öllum og banna bíla þá búum við til reglur til að lágmarka skaðsemi.

Þín afstaða í vímuefnamálum er að það eigi að banna bíla vegna þess að sumir keyra of hratt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég neyti engra vímuefna. Fíkniefna já, en ekki vímuefna. Hef engra hagsmuna að gæta hvað lögleiðingu varðar. Myndi ekki fara að neyta vímuefna yrðu þau lögleidd. Það er bara gríðarlega erfitt að eiga umræðu um þessi mál við flesta bannsinna, vegna þess að langflestir þeirra nota tilfinningarök fyrir sinni skoðun í málinu. Dóp. Eitt orð yfir alla línuna. Eg hef m.a.s. séð brennivínsfíkla í vímu eiga rökræðuna um eiturlyfjabölið. Frekar fyndið sko. En samt harmrænt um leið. Einn fíkill með sitt efni sem vill stinga kollega sínum í steininn fyrir að vera fíkill á eitthvað annað efni. 

Hallgeir talar um að umræðan um lögleiðingu snúist of mikið um fíkla, sem séu í miklum minnihluta og að lögleiðingasinnar falli líka í þá gryfju. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að þannig verði umræðan. Hún snýst jú um veikasta hlekkinn. Og þessi veikasti hlekkur kemur alltaf upp, alveg sama hvernig þessi umræða er. Ef það væri ekki vegna fíklanna, þá væri engin umræða. Þá væri löngu búið að lögleiða, ekki satt? Lögleiðingasinnar eru því ekkert endilega að falla í gryfju að mínu mati.

Þessi málaflokkur er hálfgert tabú. Mikill meirihluti er fyrir því að viðhalda banni a sölu ólöglegra vímuefna, m.a.s. sölu á kannabis. Langflestir byggja það á tilifinningarökum. Svona eins og trúin á guð. Enda ef þið pælið í því, þá yrði það nánast eins mikið pólitískt harakiri fyrir flesta íslenska stjórnmálamenn að fara að tala fyrir lögleiðingu, eins og fyrir forsetaframbjóðanda í BNA að lýsa því yfir að hann væri guðleysingi.

Bannsinnarnir hafa auðvitað sterka aðila á bakvið sig, eins og SÁÁ o.fl. En þá má ekki gleyma því, að krabbameinslæknar vilja flestir banna tóbak. Læknar sem fást við offitu myndu styðja sykurbann. En af því að bæði þessi fíkniefni, sykur og tóbak eru lögleg efni og mikið notuð, þá heyrum við þá aldrei tala fyrir banni, eingöngu fyrir auknum skatti til að draga úr neyslu. SÁÁ berst ekki heldur fyrir áfengisbanni, af því að áfengi er þegar löglegt. En berst gegn lögleiðingu ólöglegra vímuefna. 

Ég var sjálfur lengi vel í hópi þeirra sem eru á móti lögleiðingu. Það sannfærði mig enginn um að skipta um skoðun. Það sem gerðist var einfaldlega að  ég fór að hugsa málið til enda. Rök með og á móti. Og ef maður gefur sér tíma, þá er eiginlega ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að lögleiðing sé eina vitið...

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 5/4/2018 at 0:26 AM, Hallgeir said:

Fyndið orðalag hjá þér, "þið sem neytið" eins og við séum einhver lítill hópur. Þú verður að athuga að meirihluti fólks notar vímuefni og nánast allir nota fíkniefni.

En já ok þú vilt beina þessu að persónum, ok. Líf mitt er kannski eitthvað lakara en hjá meðalmanninum, er náttúrulega öryrki, hef ekki farið leynt með það. Ég get hinsvegar sagt þér það að líf mitt fer batnandi með árunum. Verstu árin voru unglingsárin þegar ég hafði ekki prófað neitt ólöglegt. Vímuefnanotkun mín er bara það sjaldgæf að hún nær ekk að hafa áhrif á mitt daglega líf. Kannski einu sinni í mánuði sem ég fæ mér eitthvað og þá er ég að telja áfengið með.

Vá hvað þú komst líklega með versta mögulega dæmið fyrir málstaðnum þínum.

Þú ert einmitt hérna að tala um svið þar sem hefur verið notast við regluvæðingu til að lágmarka skaðsemi.

Sumir eru ekki alveg nógu ábyrgir í umferðinni. En í stað þess að skemma fyrir öllum og banna bíla þá búum við til reglur til að lágmarka skaðsemi.

Þín afstaða í vímuefnamálum er að það eigi að banna bíla vegna þess að sumir keyra of hratt.

Þín afstaða er að hafa engar takmarkanir á hraða. Þú rökstyður það með því að segja meira en helmingur keyrir allt of hratt og fáir slasast. 

Því segi ég ef samfélagið má ekki setja reglur sem verja meirihlutann vegna þess að refsingar séu vondar fyrir þann sem brýtur reglurnar þá er afglæpavæðing árás á samfélagið sem við búum í.

Ég hef sagt annars staðar ef meirihluti vill breyta reglunum þá styð ég þann rétt og fylgi meirihlutanum.

En ég verð áfram á móti lögleiðingu og afglæpavæðingu. 

On 5/4/2018 at 0:26 AM, Hallgeir said:

Ég get hinsvegar sagt þér það að líf mitt fer batnandi með árunum. Verstu árin voru unglingsárin þegar ég hafði ekki prófað neitt ólöglegt. 

Mælir þú með því að unglingar noti ólögleg lyf ef þeim líður illa á unglingsárunum?

Ég held að mörgum líði illa á unglingsárunum vegna breytinga vegna hormóna. 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er nú ekkert sérstaklega að mæla með ólöglegum lyfjum, hvað þá handa unglingum. 

48 mínútum síðan, SSSól said:

Mælir þú með því að unglingar noti ólögleg lyf ef þeim líður illa á unglingsárunum?

En hafandi sagt það, ef þeir endilega vilja fá sér eitthvað þá er óþarfi að vera að koma sér í einhver vandræði ef maður getur komist hjá því. Bara gera eins og ég fara til læknis og fá rítalín, stilnoct, sobril og fleira góðgæti. Ekkert síðari áhrif en af þessum ólöglegu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 hours ago, SSSól said:

Þín afstaða er að hafa engar takmarkanir á hraða. Þú rökstyður það með því að segja meira en helmingur keyrir allt of hratt og fáir slasast.

Athugaðu að það að aka of hratt og það að taka inn vímuefni er ekki samlíkjanlegt (ég veit að þú ert að fylgja eftir orðum Hallgeirs).

Með bíl ertu að setja annað fólk í lífshættu, með vímuefnum skaðar þú einungis sjálfann þig.

Annar hlutur er; Ef þú ert ekki sjálfur fær um að stjórna eigin gjörðum og skaðar sjálfann þig með vímuefnum, eru þá einhverjar líkur á að lög muni halda aftur af þér?

Ég held að það er algerlega borin von að fíkill beri virðingu fyrir lögum, hann ber einungis virðingu fyrir eigin fíkn og þörf á efnum.

Mundu að fíkniefnastríðið er rekið með þeirri hugsjón að við erum að bjarga unga fólkinu okkar frá fíkniefnavánni - en við björgum þeim með því að gera það að glæpamönnum og stinga þeim í steininn.

Þannig að ef bann hjálpar ekki þeim sem geta umgengist efnin og hafa ekkert vandamál með þau og það hjálpar ekki heldur þeim sem hafa vandamál, því bann hindrar ekki fíkla í að ná í sín efni. Hverjum hjálpar bannið þá? Áhyggjufullum húsmæðrum (og feðrum) í vesturbænum?

Fólki sem ekki notar vímuefni, en hefur áhyggjur af þeim sem það gera?

18 hours ago, SSSól said:

Því segi ég ef samfélagið má ekki setja reglur sem verja meirihlutann vegna þess að refsingar séu vondar fyrir þann sem brýtur reglurnar þá er afglæpavæðing árás á samfélagið sem við búum í.

Verja "meirihlutann" gegn hverju?

Það væri framför ef við sýndum eylítið meiri meðvitund í þessum efnum og höguðum aðgerðum okkar eftir því hvernig raunveruleikinn svarar gjörðum okkar. Þannig notum við það áfram sem virkar, en erum ekki feimin að henda því sem hefur sýnt sig að virka ekki.

Eftir árhundrað af banni, þá höfum við fleiri fíkniefni en nokkurn tíman fyrr og fleira fólk hefur ánetjast þessum efnum en fordæmi eru fyrir í sögunni.

Það eru örugglega fleiri samvirkandi ástæður fyrir þessu og ég er ekki að klína allri sökinni á bannstefnuna, en það er nokkuð viðurkennt að slík stefna hefur margar slæmar hliðar og skapar mikin ónauðsynlegann vanda og þjáningu. Því þegar bílhlöss af peningum standa til boða fyrir dóp (eða vændi), þá eru alltaf einhverjir sem eru reiðubúnir að uppfylla þá þörf.

ég sé það þess vegna sem nóbreiner að hætta glæpavæðingu fíkniefnaneyslu, það þarf að setja innflutning og sölu þessara efna undir eftirlit. Auka raunverulegar upplýsingar um efnin eitthvað í líkingu við þetta (ekki hræðsluáróður). Þannig geta þeir sem vilja nota þessi efni tekið hrein efni í stöðluðum skömmtum sem hægt er að fá frá apóteki eða sölustöðum þar sem viðkomandi þarf ekki að eiga í samskiptum við undirheima, en fær ekta upplýsingar um efnin, bæði jákvæðar og neikvæðar og getur tekið upplýsta ákvörðun um neyslu sína byggða á alvöru upplýsingum i stað áróðurs.

Ég hef sjálfur prufað flestar tegundir vímuefna, en ég nota ekkert í dag. Sem betur fer tókst mér að gera það án þess að löggan fattaði, því þá væri ég mögulega í fangelsi og líf mitt hefði orðið allt annað.

 

18 hours ago, SSSól said:

En ég verð áfram á móti lögleiðingu og afglæpavæðingu. 

Hefur þú athugað áhrif afglæpavæðingar í t.d. Portúgal?

.... hérna er það sem smá gúggl hóstar upp ....

Portugal’s Example: What Happened After It Decriminalized All Drugs, From Weed to Heroin

Ten Years Ago Portugal Decriminalized All Drugs. What Happened Next?

Portugal decriminalised drugs 14 years ago – and now hardly anyone dies from overdosing

Ten Years After Decriminalization, Drug Abuse Down by Half in Portugal

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Frater DOV said:

Athugaðu að það að aka of hratt og það að taka inn vímuefni er ekki samlíkjanlegt (ég veit að þú ert að fylgja eftir orðum Hallgeirs).

Með bíl ertu að setja annað fólk í lífshættu, með vímuefnum skaðar þú einungis sjálfann þig.

Annar hlutur er; Ef þú ert ekki sjálfur fær um að stjórna eigin gjörðum og skaðar sjálfann þig með vímuefnum, eru þá einhverjar líkur á að lög muni halda aftur af þér?

Ég held að það er algerlega borin von að fíkill beri virðingu fyrir lögum, hann ber einungis virðingu fyrir eigin fíkn og þörf á efnum.

Mundu að fíkniefnastríðið er rekið með þeirri hugsjón að við erum að bjarga unga fólkinu okkar frá fíkniefnavánni - en við björgum þeim með því að gera það að glæpamönnum og stinga þeim í steininn.

Þannig að ef bann hjálpar ekki þeim sem geta umgengist efnin og hafa ekkert vandamál með þau og það hjálpar ekki heldur þeim sem hafa vandamál, því bann hindrar ekki fíkla í að ná í sín efni. Hverjum hjálpar bannið þá? Áhyggjufullum húsmæðrum (og feðrum) í vesturbænum?

Fólki sem ekki notar vímuefni, en hefur áhyggjur af þeim sem það gera?

Verja "meirihlutann" gegn hverju?

Það væri framför ef við sýndum eylítið meiri meðvitund í þessum efnum og höguðum aðgerðum okkar eftir því hvernig raunveruleikinn svarar gjörðum okkar. Þannig notum við það áfram sem virkar, en erum ekki feimin að henda því sem hefur sýnt sig að virka ekki.

Eftir árhundrað af banni, þá höfum við fleiri fíkniefni en nokkurn tíman fyrr og fleira fólk hefur ánetjast þessum efnum en fordæmi eru fyrir í sögunni.

Það eru örugglega fleiri samvirkandi ástæður fyrir þessu og ég er ekki að klína allri sökinni á bannstefnuna, en það er nokkuð viðurkennt að slík stefna hefur margar slæmar hliðar og skapar mikin ónauðsynlegann vanda og þjáningu. Því þegar bílhlöss af peningum standa til boða fyrir dóp (eða vændi), þá eru alltaf einhverjir sem eru reiðubúnir að uppfylla þá þörf.

ég sé það þess vegna sem nóbreiner að hætta glæpavæðingu fíkniefnaneyslu, það þarf að setja innflutning og sölu þessara efna undir eftirlit. Auka raunverulegar upplýsingar um efnin eitthvað í líkingu við þetta (ekki hræðsluáróður). Þannig geta þeir sem vilja nota þessi efni tekið hrein efni í stöðluðum skömmtum sem hægt er að fá frá apóteki eða sölustöðum þar sem viðkomandi þarf ekki að eiga í samskiptum við undirheima, en fær ekta upplýsingar um efnin, bæði jákvæðar og neikvæðar og getur tekið upplýsta ákvörðun um neyslu sína byggða á alvöru upplýsingum i stað áróðurs.

Ég hef sjálfur prufað flestar tegundir vímuefna, en ég nota ekkert í dag. Sem betur fer tókst mér að gera það án þess að löggan fattaði, því þá væri ég mögulega í fangelsi og líf mitt hefði orðið allt annað.

 

Hefur þú athugað áhrif afglæpavæðingar í t.d. Portúgal?

.... hérna er það sem smá gúggl hóstar upp ....

Portugal’s Example: What Happened After It Decriminalized All Drugs, From Weed to Heroin

Ten Years Ago Portugal Decriminalized All Drugs. What Happened Next?

Portugal decriminalised drugs 14 years ago – and now hardly anyone dies from overdosing

Ten Years After Decriminalization, Drug Abuse Down by Half in Portugal

Hvaða fólki á Íslandi situr í fangelsi vegna neyslu? 

What er að keyra of hratt ekki góð samlíking við að dópa!

En að nota sömu rök að fáir sem keyra hratt valda slysum og að fáir sem neyta fíkniefna/dópa/eiturlyfja verða fyrir alvarlegum skaða af völdum þeirra til lögleiða hraðakstur!

Ég meina hvað með atvinnubílstjórann sem hefur aldrei lent í árekstri og mun aldrei lenda árekstri á að svifta hann ökuréttindum og um leið atvinnunni vegna umferðarlaga. Hvernig eiga einhver lög að stöðva hann í að keyra of hratt??

Að dópa er einkamál hvers og eins? Alveg eins og mannátt er einkamál þess sem leyfir annarri manneskju að borða sig.

Bara til að auka skilning þá er ég að nota þessa aðferð þegar ég nefni mannátt https://en.m.wikipedia.org/wiki/Reductio_ad_absurdum.

Að dópistar skaði bara sig er rangt. Misnotkun á dópi leiðir til minni starfsgetu sem leiðir til atvinnumissi sem leiðir til þess að dópistar stela til að fjármagna neysluna. https://en.m.wikipedia.org/wiki/Substance-related_disorder

Við erum að banna dóp í þeim tilgangi að forð fólki frá því að nota það. Jú það er vont fyrir dreifingaraðila að vera teknir með dóp og vont fyrir fíkla sem eru í fangelsi vegna stulda.

En samfélag virkar með lögum og refsingum. Ef þú hættir að refsa fyrir lögbrot þá er hægt að leggja samfélagið af. Og ef þú bjargar 2 fyrir hvern þann sem er settur í fangelsi fyrir það að vera fíkill með banni þá styð ég bannið. 

 

 

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 hours ago, SSSól said:

Hvaða fólki á Íslandi situr í fangelsi vegna neyslu? 

What er að keyra of hratt ekki góð samlíking við að dópa!

En að nota sömu rök að fáir sem keyra hratt valda slysum og að fáir sem neyta fíkniefna/dópa/eiturlyfja verða fyrir alvarlegum skaða af völdum þeirra til lögleiða hraðakstur!

Ég meina hvað með atvinnubílstjórann sem hefur aldrei lent í árekstri og mun aldrei lenda árekstri á að svifta hann ökuréttindum og um leið atvinnunni vegna umferðarlaga. Hvernig eiga einhver lög að stöðva hann í að keyra of hratt??

Að dópa er einkamál hvers og eins? Alveg eins og mannátt er einkamál þess sem leyfir annarri manneskju að borða sig.

Bara til að auka skilning þá er ég að nota þessa aðferð þegar ég nefni mannátt https://en.m.wikipedia.org/wiki/Reductio_ad_absurdum.

Að dópistar skaði bara sig er rangt. Misnotkun á dópi leiðir til minni starfsgetu sem leiðir til atvinnumissi sem leiðir til þess að dópistar stela til að fjármagna neysluna. https://en.m.wikipedia.org/wiki/Substance-related_disorder

Við erum að banna dóp í þeim tilgangi að forð fólki frá því að nota það. Jú það er vont fyrir dreifingaraðila að vera teknir með dóp og vont fyrir fíkla sem eru í fangelsi vegna stulda.

En samfélag virkar með lögum og refsingum. Ef þú hættir að refsa fyrir lögbrot þá er hægt að leggja samfélagið af. Og ef þú bjargar 2 fyrir hvern þann sem er settur í fangelsi fyrir það að vera fíkill með banni þá styð ég bannið.

Nú er ég ekki viss um hvort þú sért að gera þér upp heimsku ....  en eins og ég sagði í póstinum að ofan , þá samlíking með hraðakstri óviðeigandi, því hraðakstur drepur aðra en þann sem ekur, á meðan dópistinn drepur í mesta falli bara sjálfann sig. Hraðakstur er þess vegna ekki bara vandamál þess sem ekur, heldur líka þeirra sem fyrir bílnum verða.  Mannát er of absúrt dæmi til að ég nenni að eyða fleiri orðum í það.

Það er heimskulegt að gera vanmátt sums fólks gagnvart vímuefnum að glæp. Það hjálpar EKKI þessu fólki að gera hegðun þeirra glæpsamlega, þvert á móti. Hingað til hefur verið rekin stefna sem sýnir svo lítinn skilning á mannlegri hegðun, að halda að fíkniefnaneytandi láti af neyslu sinni bara af þvi að efnin eru ólögleg. Þessi stefna hefur verið rekin í nær hundrað ár með engum árangri. Við höfum fleiri fíkniefni en ekki færri, fleiri fíkla en ekki færri, meiri neyð en ekki minni, af því að við skiljum ekki að vandamálið er FÍKN og að fíkn er ekki glæpur heldur heilbrigðisvandi.

Þú segir að "Við erum að banna dóp í þeim tilgangi að forða fólki frá því að nota það" en það er ekki að virka. Fólk notar dóp eins og aldrei fyrr og svo er því boðið upp á "hjálp" (í þínu boði) með því að gera það að glæpamönnum og það sett í steininn, það er þér örugglega ofsalega þakklátt.

Þú ert ekki að hjálpa nokkrum, þú ert með til að skapa ónauðsynlega neyð og eymd.

 Sjáðu töfluna hér að ofan, þar sem gras og hass er löglega selt, þar er minni neysla per höfuð en á Íslandi þar sem fanatískir bannsinnar ráða ríkjum. Stærri hluti Íslendinga reykir gras á Íslandi þar sem gras er ólöglegt, en Hollendingar þar sem gras og hass hefur verið löglegt í sirka 40 ár.  Raunveruleikinn sýnir þess vegna að lögleiðing dóps verður ekki til aukinnar neyslu!

Við verðum að leyfa okkur að hugsa útfyrir kassann ef við viljum finna öðruvísi lausnir en þær sem við erum vön ....

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Frater DOV said:

Nú er ég ekki viss um hvort þú sért að gera þér upp heimsku ....  en eins og ég sagði í póstinum að ofan , þá samlíking með hraðakstri óviðeigandi, því hraðakstur drepur aðra en þann sem ekur, á meðan dópistinn drepur í mesta falli bara sjálfann sig. Hraðakstur er þess vegna ekki bara vandamál þess sem ekur, heldur líka þeirra sem fyrir bílnum verða.  Mannát er of absúrt dæmi til að ég nenni að eyða fleiri orðum í það.

Það er heimskulegt að gera vanmátt sums fólks gagnvart vímuefnum að glæp. Það hjálpar EKKI þessu fólki að gera hegðun þeirra glæpsamlega, þvert á móti. Hingað til hefur verið rekin stefna sem sýnir svo lítinn skilning á mannlegri hegðun, að halda að fíkniefnaneytandi láti af neyslu sinni bara af þvi að efnin eru ólögleg. Þessi stefna hefur verið rekin í nær hundrað ár með engum árangri. Við höfum fleiri fíkniefni en ekki færri, fleiri fíkla en ekki færri, meiri neyð en ekki minni, af því að við skiljum ekki að vandamálið er FÍKN og að fíkn er ekki glæpur heldur heilbrigðisvandi.

Þú segir að "Við erum að banna dóp í þeim tilgangi að forða fólki frá því að nota það" en það er ekki að virka. Fólk notar dóp eins og aldrei fyrr og svo er því boðið upp á "hjálp" (í þínu boði) með því að gera það að glæpamönnum og það sett í steininn, það er þér örugglega ofsalega þakklátt.

Þú ert ekki að hjálpa nokkrum, þú ert með til að skapa ónauðsynlega neyð og eymd.

 Sjáðu töfluna hér að ofan, þar sem gras og hass er löglega selt, þar er minni neysla per höfuð en á Íslandi þar sem fanatískir bannsinnar ráða ríkjum. Stærri hluti Íslendinga reykir gras á Íslandi þar sem gras er ólöglegt, en Hollendingar þar sem gras og hass hefur verið löglegt í sirka 40 ár.  Raunveruleikinn sýnir þess vegna að lögleiðing dóps verður ekki til aukinnar neyslu!

Við verðum að leyfa okkur að hugsa útfyrir kassann ef við viljum finna öðruvísi lausnir en þær sem við erum vön ....

Hvaða fólk á Íslandi situr í fangelsi vegna neyslu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, SSSól said:

Hvaða fólk á Íslandi situr í fangelsi vegna neyslu?

Eftir því sem ég best veit situr enginn inni fyrir neyslu á íslandi, en einhverjir sitja inni fyrir að hafa fíkniefni á sér, fyrir það að eiga fíkniefni, rækta þau, selja þau, eða smygla þeim.

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Frater DOV said:

Eftir því sem ég best veit situr enginn inni fyrir neyslu á íslandi, en einhverjir sitja inni fyrir að hafa fíkniefni á sér, fyrir það að eiga fíkniefni, rækta þau, selja þau, eða smygla þeim.

Sitja menn inni fyrir neysluskammta sem þeir eiga?

Mig grunaði að enginn sæti inni fyrir neyslu á fíkniefnum. Að lögleiða fíkniefni er þá ekki til að minnka skaða heldur til að geta átt í fíkniefnaviðskiptum.

Það er þá enginn munur á íslensku leiðinni og þeirri portúgölsku. Það er bannað að flytja inn dóp á Íslandi og í Portúgal.

Munurinn er þá sá að Portúgal eyðir meira í forvarnir og meðferð en Ísland.

Ert þú að selja fíkniefni og vilt þú gera það án þess að eiga það á hættu að fara í fangelsi?

Fíkn getur verið glæpur og heilbrigðismál. 

 

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þýðir ekki að spyrja mig spurninga um hver situr í fangelsi og fyrir hvað, ég hef ekki svo mikla þekkingu á íslensku fangelsi.

Að lögleiða fíkniefni er til þess að fjarlægja forræðishyggju yfirvalda og leyfa almenningi að taka lykilákvarðanir varðandi eigið líf án hótana um refsingar, sektir eða annað.

Þegar þú segir að það sé enginn munur á portúgölsku leiðinni og þeirri íslensku, þá ertu að stimpla þig út úr öllum vitibornum umræðum. Ef þú sérð ekki mun á þessum tveim fíkniefnastefnum, þá ertu annaðhvort að látast, eða þú hefur ekki þekkingu, þroska eða skilning til að ræða þessi mál. Hvort heldur sem er, gerir það þýðingarlaust að ræða við þig.

Hérna getur þú menntað þig smá um þessa stefnu og afleiðingar hennar.

Quote

The data show that, judged by virtually every metric, the Portuguese decriminalization framework has been a resounding success. Within this success lie self-evident lessons that should guide drug policy debates around the world.

https://www.cato.org/publications/white-paper/drug-decriminalization-portugal-lessons-creating-fair-successful-drug-policies

https://object.cato.org/sites/cato.org/files/pubs/pdf/greenwald_whitepaper.pdf

Fíkn er heilbrigðisvandi í eðli sínu sem er gerður að glæp af illa upplýstum besservisserum, sem vilja ráðskast með hvernig aðrir lifa sínu lífi.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, Frater DOV said:

Það þýðir ekki að spyrja mig spurninga um hver situr í fangelsi og fyrir hvað, ég hef ekki svo mikla þekkingu á íslensku fangelsi.

Að lögleiða fíkniefni er til þess að fjarlægja forræðishyggju yfirvalda og leyfa almenningi að taka lykilákvarðanir varðandi eigið líf án hótana um refsingar, sektir eða annað.

Þegar þú segir að það sé enginn munur á portúgölsku leiðinni og þeirri íslensku, þá ertu að stimpla þig út úr öllum vitibornum umræðum. Ef þú sérð ekki mun á þessum tveim fíkniefnastefnum, þá ertu annaðhvort að látast, eða þú hefur ekki þekkingu, þroska eða skilning til að ræða þessi mál. Hvort heldur sem er, gerir það þýðingarlaust að ræða við þig.

Hérna getur þú menntað þig smá um þessa stefnu og afleiðingar hennar.

https://www.cato.org/publications/white-paper/drug-decriminalization-portugal-lessons-creating-fair-successful-drug-policies

https://object.cato.org/sites/cato.org/files/pubs/pdf/greenwald_whitepaper.pdf

Fíkn er heilbrigðisvandi í eðli sínu sem er gerður að glæp af illa upplýstum besservisserum, sem vilja ráðskast með hvernig aðrir lifa sínu lífi.

Veistu ekkert um fjölda fólks í fangelsi vegna neyslu samt ertu að segja að við verðum að lögleiða til koma þessu fólki úr fangelsi til það fái heilbrigðisþjónustu!

Við eigum að hafa kerfið óbreytt nema að auka fjármagn til forvarna og meðferðaúrræða.

Svo skaltu finna samanburð á íslenska kerfinu og því portúgalska. Viðreisn og Píratar hljóta að eiga svona greiningu. Þar að segja ef þeir eru vandaðir flokkar sem þeir eru EKKI. 

Svo skaltu að fara að halda kjafti því svo heimskulegur málflutningur hjá þér er fjölga ungu fólki sem er að neyta dóps

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er flestum nægjalegt að endurtaka sömu misheppnuðu lausn nokkrum sinnum án árangurs til að skilja að ný aðferð er nauðsyleg. 

EF það, ásamt þeim útskýringum sem ég og aðrir hafa komið með hérna á þessum þræði og öðrum, ásamt öllum þeim hlekkjum á efnið sem hafa fylgt, er ekki nóg til að sýna þér að sú aðferðarfræði sem við höfum verið að nota í næstum því öld er ekki að skila því sem við erum að reyna að ná fram. Þá held ég að það sé ómögulegt að sýna þér aðrar hliðar en þá sem þú rígheldur í.

Þeir sem vilja berja hausnum fastar í steininn af því að hann hefur ekki gefið eftir í 100 ár, er varla við bjargandi og ósennilegt að þeir láti af þessum trúarbrögðum sem ekki leyfa aðra nálgun en þá sem hefur misheppnast í heila öld.

 

Gúd lökk mæ frend, ég ætla að láta staðar numið hérna, þar sem ekkert af því sem ég segi virðist vekja með þér nokkurn skilning.

Þú sem hefur aldrei notað fíkniefni, þekkir ekkert til þeirra samfélagsaðstæðna sem liggja að baki, hefur littla sem enga hugmynd um virkni eða afleiðingu þessara efna, þekkir ekki sögu fíkniefna, hefur enga trú á þeim árangri sem aðrar fíknefnastefnur hafa náð í gegnum áratugi,  osfrv. osfrv.

bæ :B:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

 • Recently Browsing   0 members

  No registered users viewing this page.