Sign in to follow this  
Followers 0
SSSól

Fíkniefni

31 posts in this topic

Heimurinn er flóknari en svo að fíkniefnaneyslu sé hægt að skýra með aðstæðum fólks. 

Það sama má segja um refsingar, heimurinn er flóknari en svo að refsingar leysi allan vanda.

Til viðbotar refsingum þarf að finna leiðir til að minnka skaðlega neyslu.

Það má koma arf..

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ópíódarnir eru þegar löglegir. Viltu banna þessi lyf eða? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, Hallgeir said:

Ópíódarnir eru þegar löglegir. Viltu banna þessi lyf eða? 

Ætlar þú að eignast börn? Hvað er hægt að gera til að sporna við fíknivandamála?

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, SSSól said:

Ætlar þú að eignast börn? Hvað er hægt að gera til að sporna við fíknivandamála?

Læknadópið er hættulegast af þessu öllu...

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, jenar said:

Læknadópið er hættulegast af þessu öllu...

Hvað er tól ráða?

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, SSSól said:

Hvað er tól ráða?

Læknadóp var í sjálfu sér aldrei minn tebolli. En þekkti fólk sem var að ganga á milli lækna. Dópheimar vissu nákvæmlega hvaða læknar skrifuðu þegjandi og orðalaust upp á nammið. Og yfirvöld auðvitað líka, en hér er spillingin bara slík, að það er ekkert gert i því, þó 4-5 læknar á Reykjavíkursvæðinu skrifi upp á fleiri lyfseðla en allir hinir samanlagt...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Við íslendingar höfum náð að minnka verulega neysluna hjá unglingunum okkar. Talsvert minna um reykingar, drykkju og neyslu á öðrum vímuefnum en fyrir nokkrum áratugum síðan þó það sé auðveldara í dag að útvega sér efnin. Það er almennt viðurkennt að þetta var gert með jákvæðum tólum frekar en neikvæðum. Þetta var gert með forvörnum og æskulýðsstarfi sem dæmi en ekki lögregluaðgerðum.

Ég held að margir fókusi of mikið á efnin sjálf og ekki nóg á einstaklingana sjálfa og þau vandamál sem þeir glíma við. Þessi vandamál by the way hverfa ekki þó þú fjarlægir efnin. Minnir mig dálítið á umræðuna um vændi fólk vill útrýma því vegna þess að það er rangt að notfæra sér neyð fólks en hvað svo segi ég bara. Það er ekki eins og þessi neyð hverfi þó vændið hverfi.

Það er röng taktík að reyna að útrýma vandamálinu með því að ráðast gegn framboðinu því það hefur mjög takmörkuð áhrif á sama tíma og það hefur fjölmörg neikvæð áhrif á umhverfið sem fíklarnir þurfa að búa við. Í tilfelli læknadópsins er ég t.d. ekkert viss um að það sé endilega rétt ákvörðun hjá lækni að skrifa ekki upp á lyf fyrir sjúkling sem er að glíma við fíkn. Honum finnst það kannski skárra að fíkilinn fái hrein efni á viðráðanlegu verði en að hann fari að redda sér sjálfur á götunni.

Vímuefnalaust land er auðvitað jafn mikil útópía og ofbeldislaust land. Það er hægt að halda niðri tíðninni og ná ákveðinni skaðminnkun en þessu verður aldrei útrýmt. Og enn og aftur langflest fólk getur notað vímuefni í hófi, líka þau sem eru í sterkari kantinum.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Umræða um lækningamátt kannabis.

Hallgeir er að tjá sig á dv.is um kannabis. Ég er ósammála honum í að a) leyfa kannabis í lækningaskyni b) leyfa kannabis af því það er betra en áfengi.

Það er aðdáunarvert að fylgjast með Hallgeiri tjá sig um þetta mál. Mér finnst hann tjá sig vel, vel hægt að ræða við hann. Best væri að hann auðvitað að Hallgeir skipti um skoðun. Kannski gerist það. 

A) það getur vel verið að kannabis hjálpi sjúklingum en til eru lyf sem eru sérhæfð í að vinna á sjúkdómum. Insúlin meðhöndlar sykursýki en kannabis gæti falið verkina sem hljótast af ómeðhöndlaðri sykursýki.

B) Áfengi er vont og ef kannabis er betra en áfenginverður það ekki gott þess vegna. Gott er að hugsa um kannabis eins og ekkert áfengi sé til staðar til að átta sig á áhrifum kannabis. Ef gott þá leyfa, ef vont þá banna.

Svo er gott að horfa á tilgang og kostnað. Súrefni er okkur nauðsynlegt en það drepur okkur á endanum. Frumur sem endurnýjast ekki ryðga og þar með deyja vegna súrefnis. Við bönnum ekki súrefni.

Ef kannabis er eina leið til að lækna sjúkdóma, sem ekki er búið að sýna fram á, má má skoða að leyfa. Ef tilgangurinn er að komast í vímu þá nei.

Vímuna verður að skoða í ljósi hvað hún kostar. Geðsjúkdómar og aðrir fylgikvillar eru of dýrir fyrir samfélagið, fyrir fjölskyldur til að leyfa kannabis.

Fjölskylda getur haldið einum fjölskyldumeðlimi uppi þegar hann getur ekki unnið. En þegar mamman, pabbinn og börnin eru flest föst í aukaverkunum vegna lögleiðingar þá er fjölskyldan og samfélagið í vondum málum.

Já það getur hjálpað manneskjum að taka kannabis, að þeirra mat. Við sem samfélag þurfum að hugsa um heildina og þess vegna fórnum við einstaklingum sem brjóta lög til að komast í gegnum erfiðleika lífsins.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Viljum við lifa í frjálsu samfélagi þar sem einstaklingurinn hefur frelsi til að þróa sig og þroska?

Eða viljum við að yfirvöld ákveði hvað er satt og rétt fyri alla?

Í öllufalli myndum við vilja að miklivægar og þungar ástæður liggi að baki ákvörðunartöku yfirvalda ...

Áfengi er viðurkennt vímuefni, á meðan önnur vímuenfi voru gerð ólögleg í BNA upp úr 19 hundruð og aðrar þjóðir fylgdu eftir, sumar undir pressu, þar sem neysla t.d. cannabis hefur árþúsunda sögu og hefð í þessum löndum.

Hvaða ástæða lá að baki þessu banni á sínum tíma?

Skoðaðu þetta 

Quote

To understand how we ended up here, it is important to go back to what was happening in the United States in the early 1900’s just after the Mexican Revolution. At this time we saw an influx of immigration from Mexico into states like Texas and Louisiana. Not surprising, these new Americans brought with them their native language, culture and customs. One of these customs was the use of cannabis as a medicine and relaxant.

Mexican immigrants referred to this plant as “marihuana”. While Americans were very familiar with “cannabis” because it was present in almost all tinctures and medicines available at the time, the word “marihuana” was a foreign term. So, when the media began to play on the fears that the public had about these new citizens by falsely spreading claims about the “disruptive Mexicans” with their dangerous native behaviors including marihuana use, the rest of the nation did not know that this “marihuana” was a plant they already had in their medicine cabinets.

The demonization of the cannabis plant was an extension of the demonization of the Mexican immigrants. In an effort to control and keep tabs on these new citizens, El Paso, TX borrowed a play from San Francisco’s playbook, which had outlawed opium decades earlier in an effort to control Chinese immigrants. The idea was to have an excuse to search, detain and deport Mexican immigrants.

That excuse became marijuana.

og 

Quote

During hearings on marijuana law in the 1930’s, claims were made about marijuana’s ability to cause men of color to become violent and solicit sex from white women. This imagery became the backdrop for the Marijuana Tax Act of 1937 which effectively banned its use and sales.

og 

Quote

In 1996, California became the first state to approve the use of marijuana for medical purposes, ending its 59 year reign as an illicit substance with no medical value. Prior to 1937, cannabis had enjoyed a 5000 year history as a therapeutic agent across many cultures. In this context, its blip as an illicit and dangerous drug was dwarfed by its role as a medicine.

https://www.drugpolicy.org/blog/how-did-marijuana-become-illegal-first-place

Í þessu samhengi sjáum við að það voru á sínum tíma pólitískar ástæður en ekki pragmatískar, félagslegar eða læknisfræðilegar sem lágu að baki banni á cannabis.

 

Langflestir geta fótað sig án þess að ánetjast áfengi eða öðrum vímuefnum, fyrir þessu fólki eru vímuefni ekki vandamál, minnihlutinn ánetjast efnunum og verða fíklar. Og fíklar, ef þeir fá ekki cannabis, þá nota þeir áfengi, ef ekki áfengi þá pillur, ef ekki pillur þá sniffað þynni eða bensín osfrv.. Það er fásinna að halda að bann við vímuefnum muni koma í veg fyrir fíkn, fínkiefnaneytendur munu bara vera faldir og neysla þeirra tabú.

Fínkiefnaneysla er heilbrigðisvandamál, en ætti ekki að vera glæpur.

Vímuefnaneysla á að vera frjáls, en ég mæli ekki með vímuefnaneyslu, því ég tel lífið án vímu vera miklu meira virði. En ég þurfti að prufa vímuefni til að skilja það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.