Sign in to follow this  
Followers 0
4sinnum

Enska en ekki Íslenska

11 posts in this topic

Hvenær ætla stjórnmálamenn að fatta að Íslenskan er dauð, svo dauð að auðveldara væri að endurlífga geirfuglinn en þetta mál. Ætla þeir að fatta það þegar læsi er komið niður fyrir 50%? Nú stendur læsi þannig að 30% drengja og 12% stúlkna geta ekki lesið með góðu móti og í samanburði við nágrannalönd er allt niðurávið þegar kemur að mennt barna okkar.

Þetta er hægt að leysa eins og að breyta klukkunni. 1. janúar 2020 verður tekin upp Enska sem aðalmál á Íslandi, kennslubókum hent og enskar námsbækur teknar upp í staðinn. Gætum tekið upp Kanadadollar í leiðinni og smellt tvær flugur í einni hendi! 

Þvílíkur uppgangur sem hér yrði í kjölfarið, en stjórnmálamenn ykkar er leikurinn...

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/11/eitthvad_annad_en_peningar_sem_er_ad/

Share this post


Link to post
Share on other sites

Íslenska lausnin er auðvitað að sjúkdómsgreina vandamálið og dópa börnin með einhverjum lyfjum svo kennurunum líði betur í vinnunni.

2 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, 4sinnum said:

Hvenær ætla stjórnmálamenn að fatta að Íslenskan er dauð, svo dauð að auðveldara væri að endurlífga geirfuglinn en þetta mál. Ætla þeir að fatta það þegar læsi er komið niður fyrir 50%? Nú stendur læsi þannig að 30% drengja og 12% stúlkna geta ekki lesið með góðu móti og í samanburði við nágrannalönd er allt niðurávið þegar kemur að mennt barna okkar.

Þetta er hægt að leysa eins og að breyta klukkunni. 1. janúar 2020 verður tekin upp Enska sem aðalmál á Íslandi, kennslubókum hent og enskar námsbækur teknar upp í staðinn. Gætum tekið upp Kanadadollar í leiðinni og smellt tvær flugur í einni hendi! 

Þvílíkur uppgangur sem hér yrði í kjölfarið, en stjórnmálamenn ykkar er leikurinn...

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/02/11/eitthvad_annad_en_peningar_sem_er_ad/

Þú mælir með að enska yrði tekinn upp sem aðalmál í stað íslensku og kanadadollar yrði tekinn upp sem gjaldmiðill, og segir "Þvílíkur uppgangur sem hér yrði í kjölfarið"

Hvað fær þig til að halda að lestrarvankunnátta íslenskra drengja orsakist af Íslensku?

og hvers vegna finnst þér að við ættum að notast við Kanadískann dollar?

Hvaða rökum byggir þú þessar skoðanir á?

3 users like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
57 minutes ago, Frater DOV said:

Þú mælir með að enska yrði tekinn upp sem aðalmál í stað íslensku og kanadadollar yrði tekinn upp sem gjaldmiðill, og segir "Þvílíkur uppgangur sem hér yrði í kjölfarið"

Hvað fær þig til að halda að lestrarvankunnátta íslenskra drengja orsakist af Íslensku?

og hvers vegna finnst þér að við ættum að notast við Kanadískann dollar?

Hvaða rökum byggir þú þessar skoðanir á?

Þegar æskan eyðir orðið tvöfalt meiri tíma í snjalltækjum en svefn og ekkert bendir til þess að það breytist, þá er vert að hugsa: Lestrardagar, munu engu breyta, ekki heldur að gefa krökkum öll bindi af bókum Laxness. Það er í raun sama hvað er gert, læsi mun halda áfram að fara niðurávið. Kanski að ein leið virki en það er NorðurKóreu leiðin, að slökkva á internetinu og banna notkun snjalltækja. Viljum við það? Ef svarið er nei þá verðum við líka að svara spurningunni, viljum við vera eftirbátar annarra landa í menntamálum? Ef svarið er nei við því líka, þá er bara eitt í stöðunni: "if you can't beat them, join them", þ.e. tökum upp Ensku í stað Íslenskunnar, enda Enska mikið meira lesin af krökkum núorðið en Íslenska. Vitið til, innan nokkurra ára væri læsi komið í hæstu hæðir að nýju!!

Þá að Kanadadollar og upptöku hans. Það er vitað að Íslenska krónan er dauð um aldur og ævi, verður alltaf dragbítur á raunverulega uppbyggingu hér á landi. Ef maður les þetta:

"The economy of Canada is a highly developed mixed economy with 10th largest GDP by nominal and 17th largest GDP by PPP in the world. As with other developed nations, the country's economy is dominated by the service industry, which employs about three quarters of Canadians. Canada has the fourth highest total estimated value of natural resources, valued at US$33.2 trillion in 2016. It has the world's third largest proven petroleum reserves and is the fourth largest exporter of petroleum. It is also the fourth largest exporter of natural gas. Canada is considered an "energy superpower" due to its abundant natural resources."

þá er auðvelt að sjá að stöðugleiki og uppgangur í Kanadísku efnahagslífi er einmitt það sem við þurfum. Að auki myndi miklu fleiri túristar frá BNA og Kanada koma hingað ef við værum með Kanadadollar!! Þessi hugmynd er ekkert ný og Kanadískir stjórnmálamenn hafa tekið henni vel!!

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er víst hægt að lesa í þessum snjalltækjum hef ég heyrt. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, Hallgeir said:

Það er víst hægt að lesa í þessum snjalltækjum hef ég heyrt. 

og hvað eru krakkarnir að lesa í snjalltækjunum, Laxness kanski?

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, 4sinnum said:

og hvað eru krakkarnir að lesa í snjalltækjunum, Laxness kanski?

Horfa á vídjó á ensku og spila leiki á ensku.

Share this post


Link to post
Share on other sites
24 minutes ago, Newton said:

Horfa á vídjó á ensku og spila leiki á ensku.

Nákvæmlega, þarf nokkuð að sykurhúða þessar staðreyndir fyrir fólki?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er verið að tala um þrjú vandamál. Útdauða íslenskunnar, ólæsi barna og ónýtan gjaldmiðil.

Síðasta atriðið er fljótafgreitt - krónan er handónýtur gjaldmiðill. En á meðan útgerðarmenn eru að græða á því að hafa hana, er lítil von til þess að einhverjar breytingar verði á gjaldmiðilsmálum Íslendinga.

Útdauði íslenskunnar er kannski orðum aukinn, en íslenskan er í öllu falli að breytast hraðar en áður. Gömul og góð íslensk orð að hverfa og ný ensk tökuorð að koma inn í staðinn. Þannig gerist það auðvitað. Gömul falleg orð eins og angurvær, einstrengingslegur og misdægurt að hverfa. Unglingarnir skilja ekki ef þú segir þeim að þér hafi aldrei orðið misdægurt. Miðsonur minn, sem er 13 ára kom til mín um daginn og spurði mig hvað anvil væri á íslensku. Hann var alveg með það á hreinu hvað það væri á ensku. En hann þekkti ekki íslenska orðið "steðji." Þetta vegna tölvuleikja, sem eins og þið segið, eru allir á ensku. Bróðir hans er miklu betur settur, enda eyðir hann töluvert meiri tíma í lestur bóka. Á íslensku meina ég. Inn í þetta kemur auðvitað líka, að ný íslensk orð hafa orðið til gegnum tíðina. Eins og ég segi alltaf, ef við gætum farið aftur í tímann og sagt við Jón Sigurðsson að við ætluðum á bílnum með snjallsímann í viðgerð og ætluðum að kíkja á tölvur í leiðinni, þá hefði hann nottla ekki græna glóru um það, um hvað við værum að tala. En við myndum alveg telja okkur vera að tala sama tungumál og hann. Íslensku, ekki satt?

Ólæsi barna er síðan miklu flóknara mál og það krefst tafarlausra aðgerða. Ég er ekkert viss um að íslenskan sem slík hafi með ólæsið að gera, en þó kannski eitthvað, sbr. það sem ég skrifa hér að ofan. En lestur barna utan skóla hefur klárlega minnkað. Mín kynslóð var ekki með tölvur eða tölvuleiki, við fórum í Bókabílinn eða á bókasafnið til að ná okkur í bækur. Ég er ósammála því að peningar hafi ekkert að gera með þetta. Má vera að við eyðum ágætis pening í skólakerfið, en í hvað eru þessir peningar að fara? Tala bara af eigin reynslu þar, í samskiptum mínum við skóla minna drengja, en það yrði of langt mál að fara út í það í þessu innleggi...

 

 

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
43 minutes ago, jenar said:

Hér er verið að tala um þrjú vandamál. Útdauða íslenskunnar, ólæsi barna og ónýtan gjaldmiðil.

Síðasta atriðið er fljótafgreitt - krónan er handónýtur gjaldmiðill. En á meðan útgerðarmenn eru að græða á því að hafa hana, er lítil von til þess að einhverjar breytingar verði á gjaldmiðilsmálum Íslendinga.

Útdauði íslenskunnar er kannski orðum aukinn, en íslenskan er í öllu falli að breytast hraðar en áður. Gömul og góð íslensk orð að hverfa og ný ensk tökuorð að koma inn í staðinn. Þannig gerist það auðvitað. Gömul falleg orð eins og angurvær, einstrengingslegur og misdægurt að hverfa. Unglingarnir skilja ekki ef þú segir þeim að þér hafi aldrei orðið misdægurt. Miðsonur minn, sem er 13 ára kom til mín um daginn og spurði mig hvað anvil væri á íslensku. Hann var alveg með það á hreinu hvað það væri á ensku. En hann þekkti ekki íslenska orðið "steðji." Þetta vegna tölvuleikja, sem eins og þið segið, eru allir á ensku. Bróðir hans er miklu betur settur, enda eyðir hann töluvert meiri tíma í lestur bóka. Á íslensku meina ég. Inn í þetta kemur auðvitað líka, að ný íslensk orð hafa orðið til gegnum tíðina. Eins og ég segi alltaf, ef við gætum farið aftur í tímann og sagt við Jón Sigurðsson að við ætluðum á bílnum með snjallsímann í viðgerð og ætluðum að kíkja á tölvur í leiðinni, þá hefði hann nottla ekki græna glóru um það, um hvað við værum að tala. En við myndum alveg telja okkur vera að tala sama tungumál og hann. Íslensku, ekki satt?

Ólæsi barna er síðan miklu flóknara mál og það krefst tafarlausra aðgerða. Ég er ekkert viss um að íslenskan sem slík hafi með ólæsið að gera, en þó kannski eitthvað, sbr. það sem ég skrifa hér að ofan. En lestur barna utan skóla hefur klárlega minnkað. Mín kynslóð var ekki með tölvur eða tölvuleiki, við fórum í Bókabílinn eða á bókasafnið til að ná okkur í bækur. Ég er ósammála því að peningar hafi ekkert að gera með þetta. Má vera að við eyðum ágætis pening í skólakerfið, en í hvað eru þessir peningar að fara? Tala bara af eigin reynslu þar, í samskiptum mínum við skóla minna drengja, en það yrði of langt mál að fara út í það í þessu innleggi...

Flott innlegg hjá þér Jenar, ekki oft að við fjótum að sama ósi, en hvað um það ég held að fáir vilji sjá Íslenskuna kúvendast svo að innan nokkurra áratuga verði ekki nokkur unglingur fær um að lesa sig í gegnum bækur Laxness. Hér er dæmi um þessa þróun á málinu sem er bara smávægileg í samanburði við það sem koma skal:

„Henni er basically sama“
„Hann gaf ræðu“
„Hann lánaði þetta til mín“
„Í dag kennarinn er lasinn“

Ég held að Íslenskan muni taka þvílíkum kollsteypum á næstu árum að varla verði hægt að tala um tungumál lengur. Ég held í sannleika sagt að á einhverjum tímapunkti, hvort það verði 2020, 2030 eða öðrum áratug, þá verði þjóðin orðin "tungumálalaus", og eins gott að færa sig yfir í Ensku fyrr en seinna. Læt hér fylgja með hlekk á þessa síðu sem fjallar um snalltækjavæðinguna og áhrif hennar á máltöku barna:

http://hugras.is/2016/08/snjalltaekjavaedingin-og-maltaka-islenskra-barna/

"Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni fyrir íslenskuna og framtíð hennar því aukið enskuáreiti á máltökuskeiði barna er líklegt til að valda breytingum bæði á gerð og stöðu íslenskunnar og getur leitt til tvítyngis. Máltökuskeið manna er talið ná fram að kynþroska en börn eru móttækilegust fyrir máli fyrstu sex til níu árin (DeKeyser og Larson-Hall, 2005). Netnotkun og tölvuleikir, sem fara oftast fram á ensku, eru því líklegir til að hafa mest áhrif á málnotkun yngstu barnanna."

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bíddu aðeins.... er að njóta sjaldgæfs augnabliks...... að fljóta að sama ósi og 4sinnum..................................................................................................................................................................................................jæja - búið... hehe...

Jájá, þetta er alveg rétt með setningabygginguna og orðaforðann. Að ógleymdum sögnum í þátíð, eins og hlaupti og skjótti, í stað hljóp og skaut. Það var ágætis umræða um menntamálin í Silfrinu í dag. Og þar bar einn einmitt fram spurninguna sem ég hef oft spurt mig: Í hvað eru peningarnir að fara, sem við borgum í menntakerfið?

Ég er reyndar farinn að stórefast um, að það hafi verið skynsamlegt að færa menntamálin yfir á sveitafélögin. Bæði það að þau eru auðvitað misjafnlega í stakk búin til að sinna þeim og svo bara það, að  þetta er það stór útgjaldaliður, að það þyrfti að stórhækka útsvar. Svíar sem hafa farið þessa leið, eru með hlutföllin öfug miðað við okkur. Þ.e.a.s. að það sem fer hlutfallslega í skatta hér, fer í útsvar hjá þeim og öfugt - það sem fer í útsvar hjá okkur fer í skattinn. Með því væri kannski mögulegt að sveitafélögin gætu sinnt þessum póstum almennilega. En samt - við erum algjört örsamfélag, þannig að ég sé ekki tilganginn með því að vera að færa þennan málaflokk yfir á mörg sveitafélög. Vegna smæðar okkar væri kannski best að hafa þetta undir einum hatti - menntamálaráðuneytinu. Með því að hafa þetta á einni hendi væri líka mun auðveldara að hafa heildaryfirsýn yfir kostnað og svona. Og þó að það megi kannski svara þessu sem svo, að sveitafélögin séu að standa sig varðandi menntakerfið peningalega (sem ég er reyndar ósammála), þá bitnar það líka á annarri þjónustu, eins og þjónustu við fatlaða o.fl. Í Silfrinu sagði einn fyrrverandi (kvenkyns) borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins það sama og ég hef alltaf verið að segja - við erum rosalega dugleg Íslendingar að setja allskyns flott lög og reglur, en það vantar alltaf alla eftirfylgni, eins og að setja pening í málflokka. En það er kannski önnur garún. Samt alveg kórrétt hjá henni og ég alveg sammála henni um þetta.

Snjallsíma- og tölvunotkun er eiginlega sér umræða, vegna þess að hún er stór og umfangsmikil. Ekki bara tungumálið, heldur er þetta umræða sem spannar allt samfélagið. Líkamlegar og andlegar afleiðingar o.sv.frv. En alveg borðleggjandi að hún hefur áhrif á örlög íslenskunnar. Klárlega...

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.