Sign in to follow this  
Followers 0
Hallgeir

Eiga kirkjugarðarnir að vera fyrir alla?

16 posts in this topic

Þegar kemur að endalokunum á það að vera í boði fyrir alla að fá greftrun í kirkjugarði?

Ef svarið er nei hvar á þá að draga mörkin? Allir nema þeir allra verstu? Hvað þarf maður að hafa gert til að flokkast sem einn af þeim allra verstu?

Allir sem hafa nauðgað eða bara allir sem hafa nauðgað í fleirtölu? Allir sem hafa myrt eða bara allir sem hafa myrt í fleirtölu?

Eini sinni var þetta svo þannig að ekki mátti grafa í helgri jörð þá sem höfðu framið sjálfsmorð.

Persónulega finnst mér allt í lagi að vera bara með það fyrirkomulag að þetta sé fyrir alla. Það er óþarfi að sparka í mann eftir að hann er látinn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að fæstir nútímamenn líti á kirkjugarða sem helgan stað. Þetta er geymslustaður fyrir látið fólk. Það væri því framandi hugsun fyrir þetta fólk, að fara að neita einhverjum um pláss í kirkjugarði vegna sjálfsmorðs, nauðgunar eða annars slíks. En þó fólk tengi kirkjugarða ekki við helgi trúar, þá tengir fólk þá mögulega við trúarbrögð. Á þeim nótum gæti fólki þótt eðlilegt að gyðingar fengju sér pláss fyrir grafreiti sína, múslíma sér o.sv.frv. Samkvæmt núgildandi lögum þurfa allir held ég, að láta grafa sig í kristnum kirkjugörðum...

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Hallgeir said:

Þegar kemur að endalokunum á það að vera í boði fyrir alla að fá greftrun í kirkjugarði?

Ef svarið er nei hvar á þá að draga mörkin? Allir nema þeir allra verstu? Hvað þarf maður að hafa gert til að flokkast sem einn af þeim allra verstu?

Allir sem hafa nauðgað eða bara allir sem hafa nauðgað í fleirtölu? Allir sem hafa myrt eða bara allir sem hafa myrt í fleirtölu?

Eini sinni var þetta svo þannig að ekki mátti grafa í helgri jörð þá sem höfðu framið sjálfsmorð.

Persónulega finnst mér allt í lagi að vera bara með það fyrirkomulag að þetta sé fyrir alla. Það er óþarfi að sparka í mann eftir að hann er látinn. 

Þetta er einfalt, dufta þá sem hafa framið svo alvarlega glæpi sem þú telur upp. Finna þannig á eigin skinni þó dautt sé bragðið að helvíti fyrir gjörðir sýnar!!

Annars finnst mér alltaf fyndið að sjá þá sem agnúast og hatast út í kirkjuna, mæta og taka þátt í kirkjulegum athöfnum, strjúka sálmabók og fara með faðirvorið!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, 4sinnum said:

Þetta er einfalt, dufta þá sem hafa framið svo alvarlega glæpi sem þú telur upp. Finna þannig á eigin skinni þó dautt sé bragðið að helvíti fyrir gjörðir sýnar!!

Annars finnst mér alltaf fyndið að sjá þá sem agnúast og hatast út í kirkjuna, mæta og taka þátt í kirkjulegum athöfnum, strjúka sálmabók og fara með faðirvorið!!

Oft neyðast guðleysingjar til að fara í kirkju. Tökum jarðarfarir sem dæmi. Ef guðleysingi vil sýna hinum látna þá virðingu að fylgja honum síðasta spölinn, þá verður hann að mæta í kirkju. Því að það er skylda að jarðarfarir fari fram í þessum guðshúsum. Og að láta síðan urða sig í kristnum kirkjugarði. Var við fyrstu guðlausu jarðarförina fyrir sirka fimm árum. Hin látna hafði verið guðleysingi og vildi guðlausa athöfn. Sem fór fram í kirkju, þó prestur kæmi hvergi nærri athöfninni og kistan væri eldrauð. Formaður Siðmenntar sá um athöfnina ef ég man rétt. Ég og hákristinn vinur minn vorum báðir við athöfnina og báðum fannst okkur þetta fáránlegt fyrirkomulag, þegar við ræddum þetta eftirá. Mér vegna þess að mér fannst það í raun brot á friðhelgi hinar látnu að þurfa að láta athöfnina fara fram í guðshúsi, en honum af því að það væri óhreinkun á guðshúsinu að svona gríðarlega yfirlýstur guðleysingi fengi að halda svona athöfn í kirkju og láta grafa sig í helgum reit. Svona eru skoðanirnar misjafnar....

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitthvað yrði nú sagt ef trúleysinginn myndi sleppa að taka þátt í öllu sem tengist athöfninni.

Sjálfur tek ég bara þátt eins og aðrir og signa meira að segja yfir kistuna. Finnst þetta ekki vera staður eða tími til að vera með eitthvað trúleysingja statement. Játa reyndar að þegar farið er með faðirvorið að þá hreyfi ég bara varirnar ;) 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kirkjugarðar eru ekki fyrir alla, þeir eru bara fyrir þá dauðu að mínu mati.

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Kirkjugarðar eru ekki fyrir alla, þeir eru bara fyrir þá dauðu að mínu mati.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta... :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gestirnir eru samt yfirleitt lifandi en ekki með fasta búsetu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
Just now, Hallgeir said:

Gestirnir eru samt yfirleitt lifandi en ekki með fasta búsetu. 

Hva, má þá enginn koma í heimsókn?

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 hours ago, Hallgeir said:

Þegar kemur að endalokunum á það að vera í boði fyrir alla að fá greftrun í kirkjugarði?

Ég hef altaf haldið að kristnir grafreitir væru fyrir kristna og annarra trúar grafreitir fyrir viðkomandi trú.

Trúleysingjum ætti að vera sama hvar þeim er holað niður, svo við getum notað þá í landfyllingar.  :lol:

Það er eitthvað skrýtið og rangt við að spyrja út í yfirsjónir fólks og dæma eftir því hvort viðkomandi fái greftrun og hvar .... 

 

7 hours ago, jenar said:

Ef guðleysingi vil sýna hinum látna þá virðingu að fylgja honum síðasta spölinn,

Þarf viðkomandi virkilega að drepast áður en við berum smá virðingu?

Ég býst við að fólk beri virðingu fyrir sínum vinum og fólki, sama hvaða trú það aðhyllist, ef einhverja.

 

6 hours ago, Hallgeir said:

Eitthvað yrði nú sagt ef trúleysinginn myndi sleppa að taka þátt í öllu sem tengist athöfninni.

Sjálfur tek ég bara þátt eins og aðrir og signa meira að segja yfir kistuna. Finnst þetta ekki vera staður eða tími til að vera með eitthvað trúleysingja statement. Játa reyndar að þegar farið er með faðirvorið að þá hreyfi ég bara varirnar ;) 

Trúlaus myndi ég frekar standa þögull og hugleiða þegar farið er með faðirvorið og í stað þess að krossa yfir kistuna geri ég eitthvað sem hefur þýðingu fyrir mig; ég loka augunum, snerti hjarta mitt og minnist viðkomandi, því það táknar í mínum huga að ég faðma viðkomandi í hjarta mínu.

Annars er maður eins og páfagaukur sem apar eftir án þess að skilja eða vera sammála meiningunni ... frekar að gera eitthvað sem hefur merkingu fyrir þig og er ekta, þó það sé þín eigin uppfinning. Á meðan það er ekta og kemur frá þínu hjarta þá held ég að enginn komi til með að kvarta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Skil alveg það sjónarhorn og hef hugsað það sjálfur en sko ef ég myndi hafa þetta alveg eftir mínu höfði þá myndi ég ekki gera neitt og einhverjir myndu túlka það sem vanvirðingu. Það sem er mér efst í huga er sorg þeirra nánustu (ég hef aldrei sjálfur verið í þeirri stöðu) og vil ekki vera að taka sénsinn á að hugsanlega særa eða móðga þá á þessum erfiða tíma. En kannski er ég bara að ofhugsa þetta.

23 mínútum síðan, Frater DOV said:

Trúleysingjum ætti að vera sama hvar þeim er holað niður, svo við getum notað þá í landfyllingar.  :lol:

Vil helst að ég verði brenndur það tekur minna pláss. Vonandi kominn meiri sveigjanleiki með hvað má gera við öskuna þegar ég fell frá. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Hallgeir said:

Eitthvað yrði nú sagt ef trúleysinginn myndi sleppa að taka þátt í öllu sem tengist athöfninni.

Sjálfur tek ég bara þátt eins og aðrir og signa meira að segja yfir kistuna. Finnst þetta ekki vera staður eða tími til að vera með eitthvað trúleysingja statement. Játa reyndar að þegar farið er með faðirvorið að þá hreyfi ég bara varirnar ;) 

Það var svolítið sérstakt með þessa jarðarför sem ég talaði um. Hún var ekki alveg nákvæmlega eins og hefðbundnar jarðarfarir sem maður hafði verið viðstaddur áður. M.a. þegar kistan var borin út úr kirkjunni, þá var hún sett á búkka fyrir frama kirkjuna áður en hún var keyrð upp í kirkjugarð, til að fólk gæti gengið framhjá henni og sýnt hinni látnu virðingu. Það sló mig að sjá, að langflestir, svona 90% af gestum (kirkjan hafði verið troðfull) gerðu krossmark yfir kistunni þegar þeir gengu framhjá. Ekki ég. En eiginlega bara af virðingu við þessa vinkonu mína...

41 minutes ago, Hallgeir said:

Vil helst að ég verði brenndur það tekur minna pláss. Vonandi kominn meiri sveigjanleiki með hvað má gera við öskuna þegar ég fell frá. 

Sá bara núna í gær, sennilega á facebook, að það er hægt að láta brenna sig, setja öskuna í einhverja svona sérstaka krukku þar sem trjáfræ er sett með í krukkuna. Síðan vex tré uppúr krukkunni hjá þér. Mér finnst þetta ferlega sniðug hugmynd sko...

1 hour ago, Frater DOV said:

Þarf viðkomandi virkilega að drepast áður en við berum smá virðingu?

Ég býst við að fólk beri virðingu fyrir sínum vinum og fólki, sama hvaða trú það aðhyllist, ef einhverja.

Uuuuu - veit ekki alveg hvernig þú hefur geta skilið innlegg mitt þannig að virðing væri bara sýnd við jarðarförina, hehehe... og já, ég ber virðingu fyrir fólki af öllum litaráttum, kynhneigðum, trú, kynhneigð o.sv.frv. Tala nú ekki um ef þeir eru vinir mínir... ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, jenar said:

Það var svolítið sérstakt með þessa jarðarför sem ég talaði um. Hún var ekki alveg nákvæmlega eins og hefðbundnar jarðarfarir sem maður hafði verið viðstaddur áður. M.a. þegar kistan var borin út úr kirkjunni, þá var hún sett á búkka fyrir frama kirkjuna áður en hún var keyrð upp í kirkjugarð, til að fólk gæti gengið framhjá henni og sýnt hinni látnu virðingu. Það sló mig að sjá, að langflestir, svona 90% af gestum (kirkjan hafði verið troðfull) gerðu krossmark yfir kistunni þegar þeir gengu framhjá. Ekki ég. En eiginlega bara af virðingu við þessa vinkonu mína...

Já svona eru hefðir oft fastar í fólki. Ég myndi líklega gera það sama og þú en hingað til hef ég bara farið í kristilegar jarðafarir. 

1 tíma síðan, jenar said:

Sá bara núna í gær, sennilega á facebook, að það er hægt að láta brenna sig, setja öskuna í einhverja svona sérstaka krukku þar sem trjáfræ er sett með í krukkuna. Síðan vex tré uppúr krukkunni hjá þér. Mér finnst þetta ferlega sniðug hugmynd sko...

Já nýtt líf sem tré þetta hljómar vel þá geta framtíðar kynslóðir tilbeðið mig.

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 minutes ago, Hallgeir said:

Já svona eru hefðir oft fastar í fólki. Ég myndi líklega gera það sama og þú en hingað til hef ég bara farið í kristilegar jarðafarir. 

Já nýtt líf sem tré þetta hljómar vel þá geta framtíðar kynslóðir tilbeðið mig.

:)

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 hours ago, Hallgeir said:

Skil alveg það sjónarhorn og hef hugsað það sjálfur en sko ef ég myndi hafa þetta alveg eftir mínu höfði þá myndi ég ekki gera neitt og einhverjir myndu túlka það sem vanvirðingu. Það sem er mér efst í huga er sorg þeirra nánustu (ég hef aldrei sjálfur verið í þeirri stöðu) og vil ekki vera að taka sénsinn á að hugsanlega særa eða móðga þá á þessum erfiða tíma. En kannski er ég bara að ofhugsa þetta

Ég hef sjálfur valið að vera heill og ekta (gera það sem hefur áhrif á mig), í stað þess að fylgja nauðsynlega öllum siðum og hefðum.

Ef þú ert ekki trúaður, þá virkar það ósannfærandi þegar þú ferð að krossa hinn látna eða ferð með faðirvorið.

Við verðum samt öll að finna fyrir okkur sjálf hvað virkar og hvað ekki ... sem þýðir .... ekki lemja mig ef þú lendir í vandræðum næst þegar þú velur að mæma ekki faðirvorið eða hellir hálfri JackDaníels ofaní gröfina (og þambar hinn helminginn) af því þér finnst það "ekta".  :lol:

13 hours ago, jenar said:

Uuuuu - veit ekki alveg hvernig þú hefur geta skilið innlegg mitt þannig að virðing væri bara sýnd við jarðarförina, hehehe... og já, ég ber virðingu fyrir fólki af öllum litaráttum, kynhneigðum, trú, kynhneigð o.sv.frv. Tala nú ekki um ef þeir eru vinir mínir... ;)

Sorry Jenar, ég var bara að fíflast í þér.

13 hours ago, jenar said:

Það sló mig að sjá, að langflestir, svona 90% af gestum (kirkjan hafði verið troðfull) gerðu krossmark yfir kistunni þegar þeir gengu framhjá. Ekki ég. En eiginlega bara af virðingu við þessa vinkonu mína...

Fólk hagar sér í samræmi við sína trú og heimssýn.

Eins og þú auðvitað veist frá þinni stúdíu af kristinni trú þá trúa kristnir því að trúin forðar þeim frá heilmiklu illu. Að það eitt að játa trú bjargar þeim frá illsku sem annars myndi ná til þeirra. Að jarðsetjast í vígðri jörð er frekari trygging fyrir því að  hið illa nái ekki að spilla manni og draga mann niður til heilvítis. Á sama hátt er krossmark yfir kistu gert til að "merkja" viðkomandi Guði (hinu góða) svo að ekkert illt geti náð honum. Fólk krossar semsagt kistuna til þess að veita hinum látna vernd gegn illu á leið hans til "himnaríkis".

Og svo er auðvitað "hjörðin" sem signir kistuna af því að allir hinir gera það, en hefur enga hugmynd um hvað stendur að baki gjörðinni eða öðru sem fylgir trúarbrögðunum ... svona eins og flestir ..

11 hours ago, Hallgeir said:

Já nýtt líf sem tré þetta hljómar vel þá geta framtíðar kynslóðir tilbeðið mig.

Þá verður ekki hægt að saka þig um að vera "rótlausan" .....  :band:tata

kanski verður þú kallaður "kynlegur kvistur"   ........  :band:tatata

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Frater DOV said:

Ég hef sjálfur valið að vera heill og ekta (gera það sem hefur áhrif á mig), í stað þess að fylgja nauðsynlega öllum siðum og hefðum.

Ef þú ert ekki trúaður, þá virkar það ósannfærandi þegar þú ferð að krossa hinn látna eða ferð með faðirvorið.

Við verðum samt öll að finna fyrir okkur sjálf hvað virkar og hvað ekki ... sem þýðir .... ekki lemja mig ef þú lendir í vandræðum næst þegar þú velur að mæma ekki faðirvorið eða hellir hálfri JackDaníels ofaní gröfina (og þambar hinn helminginn) af því þér finnst það "ekta".  :lol:

Sorry Jenar, ég var bara að fíflast í þér.

Fólk hagar sér í samræmi við sína trú og heimssýn.

Eins og þú auðvitað veist frá þinni stúdíu af kristinni trú þá trúa kristnir því að trúin forðar þeim frá heilmiklu illu. Að það eitt að játa trú bjargar þeim frá illsku sem annars myndi ná til þeirra. Að jarðsetjast í vígðri jörð er frekari trygging fyrir því að  hið illa nái ekki að spilla manni og draga mann niður til heilvítis. Á sama hátt er krossmark yfir kistu gert til að "merkja" viðkomandi Guði (hinu góða) svo að ekkert illt geti náð honum. Fólk krossar semsagt kistuna til þess að veita hinum látna vernd gegn illu á leið hans til "himnaríkis".

Og svo er auðvitað "hjörðin" sem signir kistuna af því að allir hinir gera það, en hefur enga hugmynd um hvað stendur að baki gjörðinni eða öðru sem fylgir trúarbrögðunum ... svona eins og flestir ..

Þá verður ekki hægt að saka þig um að vera "rótlausan" .....  :band:tata

kanski verður þú kallaður "kynlegur kvistur"   ........  :band:tatata

 

:)

Já þessi krossmörk yfir kistunni slógu mig nú bara vegna þess að athöfnin sjálf hafði borið öll merki guðleysis og það kom fram í athöfninni að hún hefði verið undirbúin sérstaklega svona að ósk hinnar látnu, sem var yfirlýstur guðleysingi. Vissulega að sumu leyti hefðbundin jarðarför, en engir sálmar eða neitt svoleiðis og kirkjan öll skreytt "peace-flower-freedom-happiness" og kistan alveg eld-kommúnista-rauð. Þetta var samt engin jarðarför GEGN guðstrú, alls ekki. En það er eins og þú segir, við erum flest mjög skilyrt og fyrir marga hefur þetta bara verið vanalegt tákn við slíkar aðstæður, frekar en að fólk væri eitthvað sérstaklega að pæla í innihaldi krossmarksins. Og þetta hefur án efa verið vel meint hjá fólki, alveg handviss um það...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.