Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Trump ógildir Írans-samninginn

41 posts in this topic

Á morgun tilkynnir hann þá ákvörðun sína að hann muni ekki staðfesta framlengingu Írans-samninginn.

Hví kemst ég að þessari niðurstöðu? Það er einfalt. Frakklandsforseti, kanslari Þýskalands hafa nú ferðast til að hitta Trump til að sannfæra hann um að halda samningnum. Nú í blálokin kemur utanríkisráðherra Bretlands og reynir að sannfæra hann.

Tíminn til að sannfæra er búinn. Það er ljóst að utanríkisráðherra Breta væri ekki að heimsækja Trump ef það væri vitað að hann myndi framlengja hann. Og utanríkisráðherra er ekki að fara sannfæra Trump um neitt þegar forseti og kanslari hafa ekki getað það.

 

Það sem mun taka við er eiginlegt stríð við íran, hvernig það sem verður.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stórt stríð er í aðsiglingu.

http://www.bbc.com/news/uk-politics-44026548

Þegar þú neyðist til að fara í sjónvarpsþátt til að snúa huga bandaríkjaforseta, þá ertu kominn á endastöð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er alveg rétt að þessi samningur sé langt frá því gallalaus. En að rifta honum sisona án þess að vera með neina aðra lausn i staðinn, væru hrikaleg mistök. Svo er það auðvitað aðferð Trumps við að díla við þetta. Í staðinn fyrir að segja bara kurteislega, að BNA menn séu óánægðir og vilji breyta samningnum, þá er hann (eins og venjulega) með stórkallalegar yfirlýsingar, sem einungis eru til þess fallnar að fá Íran upp á móti sér. 

Ég er ekkert viss um að Trump segi upp samningnum. Hann hefur áður látið stór orð falla, án þess að efndirnar séu í samræmi við þau. Hann gæti farið milliveginn og sagt að það "verði að skoða málið betur," til að kaupa sér frest að taka ákvörðun um málið, eða til þess að þurfa ekki að segja upp samningnum. Við fáum að vita þetta kl. 7 í kvöld. Eða - er Washington komið á sumartíma? Þá fáum við að vita það kl. 8 í kvöld... 

Share this post


Link to post
Share on other sites

neville-chamberlain.jpg

Mynd af kurteisum manni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er í annað sinn sem Trump hreinlega býr til krísu þar sem engin krísa var fyrir. Öll bandalagsríki BNA í Evrópu hvöttu Trump til að draga Bandaríkin ekki út úr þessum samningi. Þjóðaröryggisráð BNA taldi enga þörf á því að draga BNA út úr samningnum, auk hershöfðingja Netanyahus í Ísrael, sem staðfestu (eins og þjóðaröryggisráðirð og allir aðrir) að Íranir væru ekki að brjóta samninginn. Þessi maður er hreinræktaður fábjáni. Þetta gæti líka orðið til þess að N-Kóreumenn yrðu tregari til að semja við BNA menn. Enda - af hverju eiga þeir að treysta þvi að gera samning við land sem gæti rift honum ári seinna? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 minutes ago, jenar said:

Þetta er í annað sinn sem Trump hreinlega býr til krísu þar sem engin krísa var fyrir. 

Það er rétt - það er engin krísa í m-austurlöndum, og sér í lagi engin krísa sem Íran blandast inn í.

13 minutes ago, jenar said:

 Enda - af hverju eiga þeir að treysta þvi að gera samning við land sem gæti rift honum ári seinna? 

Sá sem gerir samning með riftunarákvæði ætti að gera ráð fyrir að samningnum geti verið rift.

15 minutes ago, jenar said:

 Þjóðaröryggisráð BNA taldi enga þörf á því að draga BNA út úr samningnum, auk hershöfðingja Netanyahus í Ísrael, sem staðfestu (eins og þjóðaröryggisráðirð og allir aðrir) að Íranir væru ekki að brjóta samninginn. 

Slæmur samningur verður ekki góður þótt hann sé haldinn.

Share this post


Link to post
Share on other sites
29 minutes ago, jenar said:

Þetta er í annað sinn sem Trump hreinlega býr til krísu þar sem engin krísa var fyrir. Öll bandalagsríki BNA í Evrópu hvöttu Trump til að draga Bandaríkin ekki út úr þessum samningi. Þjóðaröryggisráð BNA taldi enga þörf á því að draga BNA út úr samningnum, auk hershöfðingja Netanyahus í Ísrael, sem staðfestu (eins og þjóðaröryggisráðirð og allir aðrir) að Íranir væru ekki að brjóta samninginn. Þessi maður er hreinræktaður fábjáni. Þetta gæti líka orðið til þess að N-Kóreumenn yrðu tregari til að semja við BNA menn. Enda - af hverju eiga þeir að treysta þvi að gera samning við land sem gæti rift honum ári seinna? 

Svo er folk að farast yfir þvi að hann hafi borgað 130 kall i uss,,uss pening til klammynda leikkonu og gleðikonu,sem by the way er aldeilis að maka krokinn þessa dagana,það er þo bara a milli 2 persona. Sa samningur var ekki að halda (af tæknilegum astæðum virðist vera,,,hun er sniðug þessi allsbera sko,, get sko alveg opnað kjaftinn og sagt fra þott eg hafi fengið greitt fyrir að þegja þvi að Trump skrifaði aldrei sjalfur undir) Iran er svona eins og mafian gagnvart knæpu eigendum i NY fyrir margt löngu,ef þið ekki greiðið og verið goðir þa kann eitthvað miður gott að henda ykkur.Svona eins og fjarkugarinn sem fær alltaf sitt en greiðandinn (Usa) getur engann veginn verið viss um að ekki verði gengið lengra. Það voru lika ogrynni af folki sem sagði að það væri algjör nauðsinn að semja um og borga Icesave en ekki reyndist það nu raunin. Iran dellan er kannski ekki Icesave okkar Usa manna, en eg finn samt likindi með þvi. En nu kemur Feu og lemur mig niður ef hann les þetta,,,:)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér lýst ekkert á þetta. Hvað er það nákvæmlega sem hann hefur út á samninginn að setja? Veit það einhver? Fyrir utan að vera "Really, really bad. I mean, really bad". En sjáum hvað setur, það er ekki búið að spila þetta út. Ætli þetta sé hluti af því að stilla N-Kóreu upp við vegg?

En það má þó segja um Trumpinn að hann stendur við kosningaloforðin ;)  Það er kannski ekki alltaf gott þegar stjórnmálamenn standa við kosningaloforðin.

Share this post


Link to post
Share on other sites
34 minutes ago, fleebah said:

Hvað er það nákvæmlega sem hann hefur út á samninginn að setja? Veit það einhver? Fyrir utan að vera "Really, really bad. I mean, really bad". 

Jæja, Vox er með ágæta (að því virðist) greiningu á þessu. Hvað samningurinn fjallaði um og hverjir eru agnúarnir sem Trump er fúll yfir.

https://www.vox.com/2018/5/8/17319608/trump-iran-nuclear-deal-announcement-explained

11 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

neville-chamberlain.jpg

Mynd af kurteisum manni.

Mynd af manni sem skildi bara alls ekki að hann var að semja við tvo djöfla: Hitler og Stalín. Og var svo hrikalega barnalegur að halda að þessir tveir djöflar myndu standa við orð sín. Nota bene, þegar friðarsamningurinn var gerður þá var Stalín þegar búinn að myrða milljónir á milljónir ofan af sínum eigin borgurum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

The White House✔@WhiteHouse

"Finally, I want to deliver a message to the long-suffering people of Iran. The people of America stand with you."

3:09 PM - May 8, 2018

Eða með öðrum orðum, held að allir séu farnir að sjá, líka óvinir Trumps, að hann veit hvað hann er að gera: bjarga heiminum, hvorki meira né minna. Ekki að aðrir hefðu ekki getað það líka , það eina sem þarf, venjulega skynsemi. Bara að þeir sem þjást af henni er skipulega haldið frá valdastöðum, aðeins skrumararnir og loddararnir sem hafa fengið að ráða hingað til.

Við skulum svo vona að þegar almenningur í öllum löndum fattar þennan einfalda sannleika, að fleiri Trumparar verði til. Kannski að ég eigi að bregða búi og flytja heim. :-)

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 hours ago, Femma Hrútsdóttir said:

Slæmur samningur verður ekki góður þótt hann sé haldinn.

Af hverju er þetta slæmur samningur?

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

1 hour ago, Ingimundur Kjarval said:

 

The White House✔@WhiteHouse

"Finally, I want to deliver a message to the long-suffering people of Iran. The people of America stand with you."

3:09 PM - May 8, 2018

Eða með öðrum orðum, held að allir séu farnir að sjá, líka óvinir Trumps, að hann veit hvað hann er að gera: bjarga heiminum, hvorki meira né minna. Ekki að aðrir hefðu ekki getað það líka , það eina sem þarf, venjulega skynsemi. Bara að þeir sem þjást af henni er skipulega haldið frá valdastöðum, aðeins skrumararnir og loddararnir sem hafa fengið að ráða hingað til.

Við skulum svo vona að þegar almenningur í öllum löndum fattar þennan einfalda sannleika, að fleiri Trumparar verði til. Kannski að ég eigi að bregða búi og flytja heim. :-)

Þetta virðist vera eylítið of ofureinfaldaður "sannleikur" fyrir minn smekk, svo þetta þarft þú að útskýra pínulítið fyrir mér Ingimundur - Bjarga heiminum frá hverju ..? Friði?

Þegar hvíta húsið segir eitthvað í þessa veru, þá er ekki langt í að BNA fari að henda sprengjum á þetta fólk sem þeir "standa með" - er það eitthvað sem þú villt? Þarf að drepa nokkur þúsund Írani til að þér líði betur?

og btw, hversu oft þurfum við að hoppa á þennan lygavagn (weapons of mass destruction, save the people from chemical weapons, we stand with the people)  áður en við föttum að það er verið að hafa okkur að fífli og að þetta er allt saman bara rethorík til þess gerð að fá almenning til að samþykkja enn einar blóðsúthellingarnar.

hvers vegna samþykkjum við aftur og aftur morð á saklausu fólki hinum megin á hnettinum? Erum við virkilega svona heimsk og einföld að við getum ekki séð í gegnum lygi sem hefur verið endurnotuð þúsund sinnum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
59 minutes ago, Frater DOV said:

 

Þetta virðist vera eylítið of ofureinfaldaður "sannleikur" fyrir minn smekk, svo þetta þarft þú að útskýra pínulítið fyrir mér Ingimundur - Bjarga heiminum frá hverju ..? Friði?

Þegar hvíta húsið segir eitthvað í þessa veru, þá er ekki langt í að BNA fari að henda sprengjum á þetta fólk sem þeir "standa með" - er það eitthvað sem þú villt? Þarf að drepa nokkur þúsund Írani til að þér líði betur?

og btw, hversu oft þurfum við að hoppa á þennan lygavagn (weapons of mass destruction, save the people from chemical weapons, we stand with the people)  áður en við föttum að það er verið að hafa okkur að fífli og að þetta er allt saman bara rethorík til þess gerð að fá almenning til að samþykkja enn einar blóðsúthellingarnar.

hvers vegna samþykkjum við aftur og aftur morð á saklausu fólki hinum megin á hnettinum? Erum við virkilega svona heimsk og einföld að við getum ekki séð í gegnum lygi sem hefur verið endurnotuð þúsund sinnum?

 

Svo ef að eitthvað hefði átt að sannfæra alla og þig líka um að við erum bara ekki öll á leiðinni saman inní bjartari framtið vestrænnar hugsunar, bræðalags og friðar, þá ætti það að vera atburðarásin í miðversturríkum og viðbrögð vinstri klikkalinga við henni, opna landamæirn etc. etc. etc.. Það má ekki gera í mistök í nútímanum byggðum á mistökum gerðum í fortíðinni. Og bara svo það sé á hreinu, Trump á móti innrásinni í Írak á sínum tima. Ekki ég viðurkenni það.

Sem sagt, hvað vakir fyrir rótækum í Íran, ekki að tala um hófsamari. Hvað eru þeir rótækir? Hvað vilja þeir með þessa rótækni? Hvað hafa þeir mikil völd í Íran? Í þessari spurningu eru í raun öll svörin sem þú þarft.

Hvað myndu þessir rótæku tildæmis gera með kjarnorkusprengju kæmust þeir yfir hana, er það ekki það eina sem skiptir máli?

Samkvæmt Trump er bara tímaspursmál undir þessum samingi hvenær Íran hefur sprengju, aðeins nokkur ár. Hefur þú upplýsingar um að svo sé ekki, ekki nóg að vera á móti Trump bara vegna þess að hann er Trump.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Frater DOV said:

Af hverju er þetta slæmur samningur?

  1. Íran er bara í smá pásu með þróun kjarnorkusprengju, 2025 gætu þeir byrjað að þróa aftur.
  2. Tekur ekki á þróun á langdrægum eldflaugum eins og N-Kórea var að þróa í restina. Þær flaugar voru til þess hæfar að ná til USA, nota bene. Þær voru orðnar það öflugar.

S.s. Íran hefði getið þróað eldflaugar á meðan allt er í pásu, gert þær góðar og áreiðanlegar þannig að þegar Íran getur byrjað að þróa kjarnorkuvopn, 2025, þá eru eldflaugarnar tilbúnar. Nota bene, Íran býr nú þegar yfir töluverðri þekkingu á langdrægum eldflaugum. Þar á meðal eina eldflaug sem getur borið kjarnavopn (Soumar).

Sem sagt, þetta eru slæmu hliðarnar á samningnum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er slæmur samningur, því hann bindur hendur bandaríkjanna og annarra gagnvart Íran.

Þessvegna hefur Íran getað hegðað sér svona eftir samninginn, þurfa ekki að óttast frekari efnahagsþvinganir fyrir hegðun sína þar sem samningurinn kemur í veg fyrir frekari efnahagsþvinganir.

Íran hefur blásið út í þessum heimshluta með hernaðaraðgerðir sínar. Þeir hafa notað þann pening sem hefur komið þarna og sett beint í herinn og fjármagna uppbyggingu á hezbollah, hamas, talibönum og svo eru þeir að byggja upp herstöðvar í sýrlandi, stuðla að ófrið í jemen og írönskum eldflaugum er nú reglulega skotið þaðan að höfuðborg Sádi Arabíu. Þeir eru að þróa ICBM's sem drífa hvert sem er, og þegar það er tilbúið þá geta þeir sett kjarnaodd á þær.

Betra að vera með engan samning, þá veit Íran að þeim verður refsað fyrir hegðun sína. Að þeir eiga í hættu að vera svarað.

 

En þessi samningurinn kom ekkert í veg fyrir neitt, það eru mörg svæði í Íran sem eftirlitsaðilar máttu ekki skoða, t.d. hersstöðvar eða hernaðarleg svæði.... það gefur auga leið að akkúrat þar myndu Íranir smíða kjarnorkusprengjur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
34 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Svo ef að eitthvað hefði átt að sannfæra alla og þig líka um að við erum bara ekki öll á leiðinni saman inní bjartari framtið vestrænnar hugsunar, bræðalags og friðar, þá ætti það að vera atburðarásin í miðversturríkum og viðbrögð vinstri klikkalinga við henni, opna landamæirn etc. etc. etc.. Það má ekki gera í mistök í nútímanum byggðum á mistökum gerðum í fortíðinni. Og bara svo það sé á hreinu, Trump á móti innrásinni í Írak á sínum tima. Ekki ég viðurkenni það.

Eg er ekki á "móti" Trump; mér finnst hann bara vera heimskur trúður. Mér fannst líka Bush jr vera alger trúður sem jaðraði við að vera þroskaheftur, en hann var samt forseti.

Það sem einkennir stjórnmálamenn er að þeir segja það sem þeir halda muni valda þeim áhrifum sem þeir sækjast eftir. Það er þess vegna ekki innihald þess sem þeir segja heldur áhrif þess, sem eru aðalatriðið, og þar af leiðandi skiptir sannleiksgildi þess sem sagt er engu.

Möo, þá eru stjórnmálamenn síljúgandi; þeir eru lygarar og sannsögli virðist þeim ekki möguleg. Þess vegna trúi ég almennt ekki því sem kemur frá stjórnmálamönnum.

Þegar stjórnmálamenn reyna svo að espa mig í stríð þá dettur keðjan alveg af, því það er búið að gera svo oft að við höfum varla jafnað okkur á síðasta skiptinu sem við vorum tekin í turrann afturendann.

42 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Sem sagt, hvað vakir fyrir rótækum í Íran, ekki að tala um hófsamari. Hvað eru þeir rótækir? Hvað vilja þeir með þessa rótækni? Hvað hafa þeir mikil völd í Íran? Í þessari spurningu eru í raun öll svörin sem þú þarft.

Nei Ingimundur. 

Það er ekki nóg að veifa óljósum áróðursslitrum um hversu vondir þeir í miðausturlöndum eru til að afsaka morð og limlestingar á saklausu fólki.

Ég hefði vonað að þú þyrftir líka meira, en óljósar fréttir frá fólki sem þú hefur ítrekað staðið að lygum, til að samþykkja morð á saklausu fólki sem þú þekkir ekkert

 

46 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Samkvæmt Trump er bara tímaspursmál undir þessum samingi hvenær Íran hefur sprengju, aðeins nokkur ár. Hefur þú upplýsingar um að svo sé ekki, ekki nóg að vera á móti Trump bara vegna þess að hann er Trump.

.... að benda á endalaust bull forréttinda raðlygara með IQ í tveim tölustöfum sem ástæðu þess að fara í stríð og vilja slátra þúsundum er bókstaflega skerí.

 

46 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Hvað myndu þessir rótæku tildæmis gera með kjarnorkusprengju kæmust þeir yfir hana, er það ekki það eina sem skiptir máli?

Svona hugsanaháttur er upphaf að paranoiu sem hefur ekkert gott í för með sér. Þú hefur enga ástæðu til að halda að íranir séu að búa til sprengju og  enga ástæðu til að ætla að þeir noti hana ef þeir hefðu hana.

Mundu að einungis BNA hefur notað kjarnorkusprengju gegn fólki. Gerir það BNA ekki líklegasta af öllum að nota slíka sprengju gegn fólki?

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 minute ago, Newton said:

[...] stuðla að ófrið í jemen og írönskum eldflaugum er nú reglulega skotið þaðan að höfuðborg Sádi Arabíu.

Ah, sko, Saudar eru ekkert saklausir í því máli. Saudi-Arabía hefur gert nokkrar beinar loftárásir í Jemen sem og eru að fjármagna stjórnina í Jemen og veita þeim fullt af vopnum. Ég get alveg skilið það ef að Jemenar vilja svara fyrir banvænar loftárásir Sauda með sínum eigin árásum. En það er önnur saga.

Íran er langstærsta ríki Shia múslima. Og er að hjálpa "sínu fólki" í öðrum íslömskum ríkjum á borð við Írak og Jemen etc.

Shia hlið Islam er miklu hógværari, agaðari og friðsamari en Sunni, þ.e. hin öfga- og ofstækissinnaða hlið Islam er mun algengari hjá Sunni en Shia.

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 minutes ago, fleebah said:
  1. Íran er bara í smá pásu með þróun kjarnorkusprengju, 2025 gætu þeir byrjað að þróa aftur.
  2. Tekur ekki á þróun á langdrægum eldflaugum eins og N-Kórea var að þróa í restina. Þær flaugar voru til þess hæfar að ná til USA, nota bene. Þær voru orðnar það öflugar.

S.s. Íran hefði getið þróað eldflaugar á meðan allt er í pásu, gert þær góðar og áreiðanlegar þannig að þegar Íran getur byrjað að þróa kjarnorkuvopn, 2025, þá eru eldflaugarnar tilbúnar. Nota bene, Íran býr nú þegar yfir töluverðri þekkingu á langdrægum eldflaugum. Þar á meðal eina eldflaug sem getur borið kjarnavopn (Soumar).

Sem sagt, þetta eru slæmu hliðarnar á samningnum.

Þú ert að segja að samningur sem heldur Íran frá því að framleiða kjarnorkusprengjur er slæmur af því að þeir gætu tekið slíka framleiðsu upp seinna?

og að langdrægar eldflaugar eru ekki hluti af samningunum ...?

er ég að skilja þig rétt?

Ef svo er, þá er þetta eitthvað hið mesta bull sem ég hef heyrt: þetta eru ekki rök fyrir stríði!

 

Við hljótum að krefjast alvöru ástæðna áður en við hefjumst handa við að murka lífið úr saklausu fólki.

þetta eru ekki alvöru ástæður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Just now, Frater DOV said:

Þú ert að segja að samningur sem heldur Íran frá því að framleiða kjarnorkusprengjur er slæmur af því að þeir gætu tekið slíka framleiðsu upp seinna?

og að langdrægar eldflaugar eru ekki hluti af samningunum ...?

er ég að skilja þig rétt?

Jubb. Mjög stuttur gildistími á banni á þróun kjarnavopna og engar takmarkanir á þróun langdrægra eldflauga á borð við það sem N-Kórea gerði. Og þetta eru alvöru ástæður að mati sumra. EN þér, mér og fleirum er frjást að vera þeim andsnúinn :)  og hafa okkar ástæður.

En satt best að segja þá vissi ég aldrei hvað þessi samningur innihélt, þ.e. takmarkanirnar. Ef þetta er rétt að bannið hafi bara dekkað 7 ár sem og að eldflaugatilraunir (ICBM) gætu farið fram óáreittar, þá skil ég betur af hverju Trump kallaði þetta lélegan samning. Því hann er það, ef takmarkið er að koma varanlega í veg fyrir að Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum sem geta hitt USA. Hvort þetta valdi því að stríð brjótist út er svo annað mál. Líklega myndi ég hafa meiri áhyggjur af skærum milli Ísraels og Íran heldur en þessu, hvað upphaf stríðs varðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.