Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Trump ógildir Írans-samninginn

41 posts in this topic

Eins og fleebah bendir á hér að ofan þá á Evrópa mikla hagsmuni undir því að opna Íran fyrir viðskipti. Öfugt við bandaríkin, hlutfallslega séð. Það skýrir líklega hvers vegna leppríkin Bretland og Frakkar skoppa ekki gjammandi á eftir forystusauðnum að þessu sinni í málefnum mið-austurlanda. Huggulegra hefði auðvitað verið ef þau hefðu komist að því upp á eigin spýtur á öðrum forsendum að frá Bandaríkjunum er engrar vænlegrar leiðsagnar að vænta í utanríkismálum. Það eru að keyra í botn gjaldþrota heimsvaldastefnu með ofstæki sem virðist grundvallast á átrúnaði á bandaríska yfirburði. (á flestum sviðum, ekki bara hernaðarlega) 

Og af því að fókusinn í málefnum mið-austurlanda er alltaf séður gegnum bandaríska skoðana-rörið með brennipunkt stækkunarglersins ávallt á Ísrael þá hverfur flest annað í skuggann. Eins og t.d. hrað-vaxandi afl og áhrif Kína sem teygir nú anga sína sífellt víðar í leit að auðlindum og viðskiptatækifærum fyrir sína tröllvöxnu framleiðslumaskínu og stefnir norður á bóginn upp til Evrópu austanvert og mætir þar Rússum.

Þetta brölt bandaríkjanna spilar upp í hendurnar á Kína og Rússum sem um nokkur skeið hafa haft tilburði til að losna við dollarann út úr olíuviðskiptum, sem er mjög mikilvægt fyrir bæði ríkin og að sama skapi þungt högg fyrir hnattrænt fjármálavald bandaríkjanna.

Heimurinn er að breytast, hratt. Dónaldinn er kominn í djúpu laugina og er ósyndur, studdur af fanatískum ráðgjöfum sem ættu fyrir löngu að vera komnir á meðferðarstofnun fyrir herskáa ofstækismenn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.