Sign in to follow this  
Followers 0
Femma Hrútsdóttir

Það sem 1-prósentið er að gera

11 posts in this topic

Ég veit ekki hvort ég endist til að skrifa eins langt upphafsinnlegg og þyrfti að vera. Sjáum til.

Eitt prósent mannkyns á um helming allra eigna í heiminum. Hvað þýðir slík gífurleg auðsöfnun? Jú, það þarf ekki annað en að skoða leikjafræði lauslega til að átta sig á því.

Þegar fáir eiga mjög mikið, er óumflýjanlegt að öfund láti á sér kræla hjá öllum hinum, og hættan fyrir hina ríku er að hinir fátæku bindist samtökum og hrifsi eignir (og fleira) af hinum ríku með ofbeldi (franska byltingin, einhver?).

Leikjafræði segir okkur að efsta forgangsmál 1-prósentsins sé að fyrirbyggja að slíkt geti gerst. Sterkasta öryggisnet 1-prósentsins í dag er frjálst flæði á fjármagni, því þá getur engin ein ríkisstjórn hrifsað eignir 1-prósentsins. Það er þó fallvalt, því ríki heims gætu auðveldlega bundist samtökum um slíkt. Það sem 1-prósentið verður því að gera er að nota auð sinn til að kaupa sér pólitísk völd til að fyrirbyggja að ríkisvaldinu verði beitt gegn þeim, og að skapa kaos í öflugustu ríkjum heims þannig að hver höndin sé uppi á móti annarri, og þar með illmögulegt að veita 1-prósentinu atlögu.

Þess vegna kaupir 1-prósentið upp stjórnmálamenn og fjölmiðla, sérstaklega í þróuðum ríkjum. Það sést best á því að almenningur er hættur að treysta hefðbundnum fjölmiðlum, enda sést betur og betur að starfsemi fjölmiðlanna er ekki í þágu fréttaneytenda heldur eru sífellt grófari tilburðir til að afflytja fréttir, hlutdrægni. Að sama skapi gerir 1-prósentið nú allt sem það getur til að koma á hvers konar ritskoðun, til þess að missa ekki tökin á upplýsingastreyminu sem 1-prósentið hefur reynt að tryggja sér með því að kaupa fylgispekt fjölmiðla. 

Bestu leiðirnar til að skapa kaos hjá þróuðum ríkjum er að dæla inn í þau fólki úr fjarlægum heimshornum með litla menntun og ólíka siði, þannig að árekstrar og ofbeldi stóraukist og pólitísk umræða snúist um vandamálin sem þessu fylgja. Á meðan er 1-prósentinu lítlll gaumur gefinn, og auk þess gefst með þessu tylliástæða til að innleiða lögregluríki þannig að frelsi borgaranna skerðist, og stjórnmálamenn sem 1-prósentið hefur keypt upp í stórum stíl geta beitt þessum auknu valdheimildum gegn þeim sem andmæla ráðstöðunum sem runnar eru undan rifjum 1-prósentsins.

Þar sem kynþáttaleg fjölbreytni er þegar staðreynd, eins og í BNA, reynir 1-prósentið að ala á fjandskap milli slíkra kynþátta eins og við höfum séð mörg dæmi um. Þannig notaði Obama hvert tækifæri til að ýfa upp sár og æsa til fjandskapar milli kynþátta meðan hann var forseti.

Segjum þetta nóg í bili.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ef við erum sæmilega vel stæðir Íslendingar (komin með einbýlishús eða parhús etc) og með sæmilegar tekjur, þá ERUM við þá þegar komin í þessi alræmdu 1 prósent heimsins.

Hvað segiru, Femma, ertu að kaupa upp stjórnmálamenn og fjölmiðla :) ?

1 user likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, fleebah said:

Ef við erum sæmilega vel stæðir Íslendingar (komin með einbýlishús eða parhús etc) og með sæmilegar tekjur, þá ERUM við þá þegar komin í þessi alræmdu 1 prósent heimsins.

Hvað segiru, Femma, ertu að kaupa upp stjórnmálamenn og fjölmiðla :) ?

Og ég sem ætlaði að skilgreina Femmu sem komma eftir lesturinn. Þá kemur þú og segir hana 1 prósentið. Maður verður bara að halda sér, jörðin að hreifast undir manni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Og ég sem ætlaði að skilgreina Femmu sem komma eftir lesturinn. Þá kemur þú og segir hana 1 prósentið. Maður verður bara að halda sér, jörðin að hreifast undir manni.

Ég er í þessu 1 prósenti. Er kominn í feita stöðu og með mökkað hús. Veit ekki með Femmu ;) 

En þetta er eins og með græðgi. Það er alltaf einhver ANNAR sem er gráðugur.

En ég skil samt hvað Femma er að tala um. Um að það sé mikil fjármálaöfl í heiminum sem kaupa sér völd og áhrif. Það er kannski ekki alveg specific að tala um "Þessi 1 %" því það er svo óljós og vague hópur. En t.d. hefur @MR-V bent á eignatengsl og fjölmiðla. 

Og svo er nú líka sá puntur Femmu um að verið sé að dreifa athyglinni með innflytjendum til að geta makkað bak við tjöldin í friði. N.k. George Soros samsæriskenning (sem btw ég er ekki svo viss um að sé samsæriskenning). En jæja....

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, fleebah said:

Ef við erum sæmilega vel stæðir Íslendingar (komin með einbýlishús eða parhús etc) og með sæmilegar tekjur, þá ERUM við þá þegar komin í þessi alræmdu 1 prósent heimsins.

Hvað segiru, Femma, ertu að kaupa upp stjórnmálamenn og fjölmiðla :) ?

Tja ef við viljum taka hlutina bókstaflega - en "1-prósentið" er jafnan notað um fólk eins og Zuckerberg, Soros og Bezos. Kannski væri nær að tala um 0,1% eða 0,01% en það er ekki eins grípandi.

 

Facebook og Google eru nú þegar orðin áhrifameiri öfl en flestar ríkisstjórnir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Femma Hrútsdóttir said:

Tja ef við viljum taka hlutina bókstaflega - en "1-prósentið" er jafnan notað um fólk eins og Zuckerberg, Soros og Bezos. Kannski væri nær að tala um 0,1% eða 0,01% en það er ekki eins grípandi.

 

Facebook og Google eru nú þegar orðin áhrifameiri öfl en flestar ríkisstjórnir.

Spáði Marx ekki að þetta myndi enda svona. Skrifaði hann nokkuð annað hefti um hvað myndi koma á eftir þessu, eða ert þú að skrifa það hefti Femma? :-)

Svo hvað hafa þessir einstaklingar endanlega mikil völd? Hvað hefur Kim í Norður Kóreu mikil völd? Trump? Hitler á sínum tíma? Stalín? Engin hefur endanlega nein völd og svo deyjum við, 

Þeir sem hafa endanlega einhver völd, þeir sem geta sveigt þjóðfélagsumræðuna í smá tíma, þó ekki nema smá, við öll ríðandi á tígrisdýrinu inn í framtíðina.

Svo hver er valdamesti maður heimsins í dag. Örugglega Trump eins lengi og hann hangir á tígrinum, tekur réttar ákvarðanir sem virka í nálægðri framtíð. En svo skríða ormarnir í gegnum hauskúpuna á honum eftir örfá ár eins og okkur öllum.

Það sem ég er að segja, hæpið að setja upp svona samsæriskenningu vegna þess að ég held (án þess að vita) að heimurinn sé ekki svona. Tækni framfarirnar sem ráða ferðinni og kannski að kjarnorkuvopnin hafi gefið heiminum frið öll þessi ár. Það var enging einn sam fann upp bílinn, snjallsímann, tölvuna etc. , gerðist bara vegna þess að tæknin gerði það mögulegt. 

Tækning hefur sín eigin náttúrulögmál og við hangið á því dýri alveg frá því að við tömdum eldinn. Mér skilst að tennurnar í okkur hafi aðlagað sig að elduðum mat, að hendurnar á okkur hafi aðlagað sig að því sem við bjuggum til og svo framvegis.

Ég held að við verðum að ræða þessi mál á þessum grundvelli, að við komum úr fortíðinni og á leið inn í framtíðina. Við getum svo haft ýmsar hugmyndir um réttlæti, jöfnuð og annað, en við verðum að ræða það í samhengi við það sem við erum og að skilja hvað við erum.

Þessir "karlapar" eins og Trump, Musk, Putin, Gates, og svo fram vegis aðeins að gera það sem er þeim eðlilegt sem forustuapar. Við verðum að skilja og sjá það þannig og setja í samhengi, aðeins þannig að við getum byggt upp það þjóðfélag sem við viljum, hvað sem það er.

Tek fram að ég er ekkert að gagnrýna þessa menn fyrir hvað þeir eru, við þurfum á þeim að halda (held ég?),  bara að reyna að setja þetta í samhengi, á því að svona samsæriskenningar hjálpi ekki.

Hvað segir þú tildæmis Femma um ræðu Ingu Snælands, að á meðan yfirstéttin á Íslandi er að hækka eigin laun og taka allan gróðann, er fátækt að koma sér fyrir á Íslandi, ekki getur þú kennt 0.01% í útlöndum um það, Íslendinga vaðið í peningum þrátt fyrir hrunið.

 Ég á því að Inga sé einn mikilvægasti stjórnmála viðburður okkar tíma ef að hún getur fengið stuðning við það sem hún er að reyna, heyrðist á henni að hún væri að gefast upp. Voru það ekki meging mistök að Miðflokknum tókst ekki að komast í stjórn með henni, að gömlu spillingaröflin (Vinstri Grænir þar með taldir) gátu sitið áfram við kjötkattlanna. 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nei Ingimundur, þetta er ekki það sem Marx spáði svo ég viti til.

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 minutes ago, Femma Hrútsdóttir said:

Nei Ingimundur, þetta er ekki það sem Marx spáði svo ég viti til.

Þú gætir kannski skýrt það betur. Gunnar frændi sagði mér að Das Kapital væri mest um kartöflu hungursneyðina á Írlandi, hef ekki hugmynd aldrei lesið bókina.

Gunnar frændi var líka Níalssinni eftir að hann gekk úr KFM svo ég treysti því ekki alveg. Samt lærður viðskiptafræðingur, einn móðurbræðranna 6 ef ég veit rétt Háskólagenginn. Einn datt niður kjallaratröppurnar samkvæmt móður minni og varð kommúnisti, þá eftir fimm. Gunnar fékk heilahimnubólgu í Háskólanumn (samkvæmt henni) og þá eftir fjórir. Kannski að ég eigi ekki tala svona um frændur mína, allir farnir og móðir mín líka. Móðir mín elst allra systkinanna, þau átta, kannski þess vegna að hún talaði stundum svona um bræður sína

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er nú það. Ég get ekki útskýrt betur það sem ekki er.

En kíktu á mynd sem heitir "Kingsman".

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 tímum síðan, Femma Hrútsdóttir said:

Ég veit ekki hvort ég endist til að skrifa eins langt upphafsinnlegg og þyrfti að vera. Sjáum til.

Eitt prósent mannkyns á um helming allra eigna í heiminum. Hvað þýðir slík gífurleg auðsöfnun? Jú, það þarf ekki annað en að skoða leikjafræði lauslega til að átta sig á því.

Dæmigerð tölfræðivitleysa og misnotkun hjá fólki.  Mestur heildar auður í heiminum er að finna á Vesturlöndum sem við getum sagt til góðrar einföldunar að sé vestur-Evrópa, Skandinavía, Norður Ameríka og Canada.  Þessi fjöldi er 190 + 30 + 360 + 40 = 620 milljónir.

Við getum bætt nokkrum hópum hér og þar.  Segjum 140 milljónir sem hafi svipaðan kaupmátt og meðalkaupmáttur í vestur Evrópu.

Heildarmannfjöldi á jörðinni er um 7600 milljónir.

Þá getum við sagt:  um 1% mannkyns (80 milljónir) eiga 50% eigna , um 7% mannkyns (540 milljónir) eiga 49% eigna  og 92% af mannkyni eiga 1% eigna.

Fyrirgefðu Femma en afhverju segir þú ekki allan sannleikann !

Jú af því að það hentar ekki !

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, BNW said:

 

Fyrirgefðu Femma en afhverju segir þú ekki allan sannleikann !

Jú af því að það hentar ekki !

Af því að það er fleiri en einn þráður á málefnunum! :P

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.