Sign in to follow this  
Followers 0
Breyskur

Vafasöm þyrluskipti hjá gæslunni

32 posts in this topic

Ef reynslan hefur kennt manni einhvað er það að hlutir sem hljóma of vel til að geta verið satt eru það venjulega.  Það sem manni flaug í hug við að lesa þetta.   Leigusali Landhelgisgæslunar býðst til að uppfæra þyrlur á samningi í miklu yngri vélar óbeðin og án nokkurs aukakostnaðar, jólin koma greinilega snemma í ár.   http://www.visir.is/g/2018180609086/thyrlur-gaeslunnar-endurnyjadar-langt-a-undan-aaetlun-stort-skref-fram-a-vid-

Tók svo sem ekki langa tíma til að komast að því þarna er í gangi.   

Gæslan notan núna eldri týpu af Super Púmu, vissulega komnar nokkuð til ára sinna og kosta sitt í rekstri en þykja afar traustar vélar.   Þær sem á að skipta þeim út fyrir eru yngri og flóknari, sú flækja er talin hafa valdið flugslysi þar sem 13 manns létu lífið í Noregi.   Tannhjól brotnar í gírkassa, spaðarnir af í flugi og vélin ferst þeim þessum hörmulegu afleiðingum.  http://www.helipress.net/schede-1948-no_explanation_on_2016_ec225_lp_super_puma_crash_off_norway    http://www.aeronewstv.com/en/events/crash/3428-super-puma-crash-due-to-a-fractured-gear.html

1948_foto_904.jpg

Eftir slysið hafa þessar vélar verið bannaðar í flugi á olíuborðpalla í Noregi sem var áður mikilvægur markaður https://en.wikipedia.org/wiki/CHC_Helikopter_Service_Flight_241 og leiðar af sér að vélanar hafa hrunið í verði.  https://www.flightglobal.com/news/articles/era-says-its-h225-helicopters-are-worth-just-4-mill-443422/  Eldri vélarnar eru hins vegar leyfðar áfram svo viti menn hverjir eru að flúga gömlu traustu jálkunum?  Gæslan,  hver fær nýrri vafasömu vélarnar? gæslan.

Það er dýrt að vera fátækur og hafa ekki efni á nýjum vélum úr kassanum í björgunar og neyðarflug, vonum að þessar verði slysalausar meðan beðið er eftir þeim degi.  

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bestu kaupin á Boeing og Airbus voru rétt eftir 9/11. Norwegian sópaði upp ódýrum vélum, engin þorði að panta flugvélar. Er ekki Super Puma gott brand? Reynst vel á Skerinu. Einfaldlega gott kauptækifæri - akkúrat rétt tæmað? Svona DC-3 sem hægt er að þræla endalaust?

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, TinTin said:

Bestu kaupin á Boeing og Airbus voru rétt eftir 9/11. Norwegian sópaði upp ódýrum vélum, engin þorði að panta flugvélar. Er ekki Super Puma gott brand? Reynst vel á Skerinu. Einfaldlega gott kauptækifæri - akkúrat rétt tæmað? Svona DC-3 sem hægt er að þræla endalaust?

Super púma er jú góðar vélar og hafa reynst gæslunni vel.  Málið er að það eru til margar týpur af þeim, sú týpa sem gæslan er með hefur reynst vel.  Misjafnar sögur af þeirri sem á núna að skipta yfir í.

Úr því þú minntist á Douglas vélarnar þá eru DC-3 og DC-6 enn í fullri notkun, einfalldar og traustar.  Nýjasta og flóknasta skrúfuvélin þeirra var DC-7 sem átti að keppa við þotur þær vélar reyndust gallagripir og voru fljótlega teknar úr notkun meðan gömu jálkarnir fljúga enn.  https://en.wikipedia.org/wiki/Douglas_DC-7  Hef áhyggjur af því að gæslan sé kannski sitja uppi með svarta pétur þarna. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef ekkert vit á þessu, bara vona að sérfræðingarnir velji rétt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ég að skilja það rétt að menn ætli að halda áfram að leigja í stað þess að kaupa. það er algjörlega galið. Það sagði mér einhver að það væri verið að greiða eitt stk þyrlu með einum leigusamningi til 7 ára eða svo. 

Þannig að ég hefði haldið að ríkið ætti að kaupa til langs tíma og eiga. 

og svo hlítur að vera spurning hvor það þurfi ekki minni þyrlur til að sjá um túrista skutl. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verid ad selja fyrir 20% af andvirdi. Reyfarakaup synist manni. Cut throat bransi milli Airbus og Lockheed Martin sem pimpar Sikorsky S-92A.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 6/8/2018 at 6:31 AM, Breyskur said:

Ef reynslan hefur kennt manni einhvað er það að hlutir sem hljóma of vel til að geta verið satt eru það venjulega.  Það sem manni flaug í hug við að lesa þetta.   Leigusali Landhelgisgæslunar býðst til að uppfæra þyrlur á samningi í miklu yngri vélar óbeðin og án nokkurs aukakostnaðar, jólin koma greinilega snemma í ár.   http://www.visir.is/g/2018180609086/thyrlur-gaeslunnar-endurnyjadar-langt-a-undan-aaetlun-stort-skref-fram-a-vid-

Tók svo sem ekki langa tíma til að komast að því þarna er í gangi.   

Gæslan notan núna eldri týpu af Super Púmu, vissulega komnar nokkuð til ára sinna og kosta sitt í rekstri en þykja afar traustar vélar.   Þær sem á að skipta þeim út fyrir eru yngri og flóknari, sú flækja er talin hafa valdið flugslysi þar sem 13 manns létu lífið í Noregi.   Tannhjól brotnar í gírkassa, spaðarnir af í flugi og vélin ferst þeim þessum hörmulegu afleiðingum.  http://www.helipress.net/schede-1948-no_explanation_on_2016_ec225_lp_super_puma_crash_off_norway    http://www.aeronewstv.com/en/events/crash/3428-super-puma-crash-due-to-a-fractured-gear.html

1948_foto_904.jpg

Eftir slysið hafa þessar vélar verið bannaðar í flugi á olíuborðpalla í Noregi sem var áður mikilvægur markaður https://en.wikipedia.org/wiki/CHC_Helikopter_Service_Flight_241 og leiðar af sér að vélanar hafa hrunið í verði.  https://www.flightglobal.com/news/articles/era-says-its-h225-helicopters-are-worth-just-4-mill-443422/  Eldri vélarnar eru hins vegar leyfðar áfram svo viti menn hverjir eru að flúga gömlu traustu jálkunum?  Gæslan,  hver fær nýrri vafasömu vélarnar? gæslan.

Það er dýrt að vera fátækur og hafa ekki efni á nýjum vélum úr kassanum í björgunar og neyðarflug, vonum að þessar verði slysalausar meðan beðið er eftir þeim degi.  

 

 

 

Hef ekkert vit á þessu og treysti þér alveg með þetta. En er það ekki svo, að ef að þessi galli kom fram, bara að enduhanna þessa hluti og allt í besta lagi. En ég hef smá vit á dráttarvélum og orðið þannig að ég væri mjög tregur að kaupa nýjustu dráttarvélarnar, tölvuforitin í þeim víst ekki þín eign heldur framleiðandans og þú mátt ekkert gera og engu breyta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Hef ekkert vit á þessu og treysti þér alveg með þetta. En er það ekki svo, að ef að þessi galli kom fram, bara að enduhanna þessa hluti og allt í besta lagi. En ég hef smá vit á dráttarvélum og orðið þannig að ég væri mjög tregur að kaupa nýjustu dráttarvélarnar, tölvuforitin í þeim víst ekki þín eign heldur framleiðandans og þú mátt ekkert gera og engu breyta.

Þekki ekki til nyustu drattarvelana,en kæmi mer ekki a ovart að einhverjir framleiðendurnir væru farnir að gæla við að troða sem flestum stjorn tökkum i styrishjolið sjalft, eins og sumir nyustu vörubilarnir. MIKIL mistök þar a ferð þegar til lengri tima lætur.  Ef að einn takki hættir að virka þa þarf að skipta öllu heila draslinu ut þar með talið air bag og öllu sem þvi fylgir, orðin viðgerð upp a fleiri þus. dollara jafnvel,,,ut af einum takka sem kostar kannski  75 dollara ef hann væri staðsettur i mælaborðinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gírkassavandræði er sjaldgæflega leiðinleg að eiga við í bílum eða vinnuvélum en það er náttúrulega hátíð miðað við þyrlur.   Að geta skrölt í rólegheitum á verkstæði er ekkert sambærilegt við að missa spaðana á þyrlu.  Það er einfalldlega sú versta bilun sem hægt er að hugsa sér, ekkert svif, engir möguleikar að redda neinu, næsta vist bíður þegar þyrlan lendir

Eftir þetta slys í Noregi segist Airbus vera komið fyrir vandann, Norðmenn sem hafa rannsakað þetta til þaula treysta því ekki meir en svo að þeir neita að taka þessar þyrlur aftur í notkun.   Verðum við ekki að vona að Norðmenn séu þarna óþarflega varkárir og LHG sé að fá draumadíl, samt setur að manni ugg að lesa sér til um þessar vélar. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er auðvitað óhuggulegt slys, ekkert verra en ef að spaðarnir brotna bara af og þyrlan fer niður eins og steinn. Ef að þessi alvarlegi galli var í henni og slapp í gegnum allar prufanir, eru það aðrar eins og þú ýjar að.

En að öðru, hvað er mikið um öryggis fallhlífar í þyrlum og ættu ekki að vera þannig útbúnaður í þeim, eru þær og þungar?

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Þetta er auðvitað óhuggulegt slys, ekkert verra en ef að spaðarnir brotna bara af og þyrlan fer niður eins og steinn. Ef að þessi alvarlegi galli var í henni og slapp í gegnum allar prufanir, eru það aðrar eins og þú ýjar að.

En að öðru, hvað er mikið um öryggis fallhlífar í þyrlum og ættu ekki að vera þannig útbúnaður í þeim, eru þær og þungar?

Það er ótrúlegt að sjá svona fallhlífar virka.  Þetta myndband sýnir listflugmann missa væng á flugi en ganga frá slysinu þökk sé öryggisfallhlíf.

Vandinn við þyrlurnar er að þær hafa til þess að gera litla burðargetu svo þyngd á fallhlíf myndi draga verulega úr notagildi og svo hitt að ef fallhlíf festist í spöðunum flækist hún fyrir og gerir minna en ekkert gagn.  

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér skilst að þó að vélin fari í þyrlu, þá virki spaðarnir eins og vængir og hægt að nauðlenda henni. Get auðvitað séð að fallhlíf myndi bara flækjast í spöðunum, aðeins til gagns ef að spaðarnir brotna af eins og í þessu tilfelli. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jahá... og landhelgisgæslan fagnar þessum vélum? og líka flugmennirnir? Jæja það verður að treysta að þeir viti betur en múgurinn og mestu sérfræðingar í rannsóknum flugslysa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Aftur slæmar fréttir af gírkassa veseni frá Airbus.   Þetta eru kóreskur frændi Super Púmunar sem var þróaður í samvinnu við Airbus sem hrapar eftir að gírkassinn gefur sig spaðarirnir af og vélin ferst með manni og mús.  http://www.visir.is/g/2018180729352/enn-hrapar-thyrla-med-girkassann-fra-airbus- 

Vissulega ekki sama vél og gæslan er að spá í að taka en lítur eigi að síður illa út þegar nákvæmlega sama alsherjar bilun verður á hönnun sem Airbus taldi sig vera búið að laga. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 7/31/2018 at 3:56 AM, Breyskur said:

Aftur slæmar fréttir af gírkassa veseni frá Airbus.   Þetta eru kóreskur frændi Super Púmunar sem var þróaður í samvinnu við Airbus sem hrapar eftir að gírkassinn gefur sig spaðarirnir af og vélin ferst með manni og mús.  http://www.visir.is/g/2018180729352/enn-hrapar-thyrla-med-girkassann-fra-airbus- 

Vissulega ekki sama vél og gæslan er að spá í að taka en lítur eigi að síður illa út þegar nákvæmlega sama alsherjar bylun verður á hönnun sem Airbus taldi sig vera búið að laga. 

Ekki beint efnilegt, ekki vildi ég vera um borð í þessum þyrlum, nei takk, labba!

Share this post


Link to post
Share on other sites
On ‎7‎/‎31‎/‎2018 at 3:56 AM, Breyskur said:

Aftur slæmar fréttir af gírkassa veseni frá Airbus.   Þetta eru kóreskur frændi Super Púmunar sem var þróaður í samvinnu við Airbus sem hrapar eftir að gírkassinn gefur sig spaðarirnir af og vélin ferst með manni og mús.  http://www.visir.is/g/2018180729352/enn-hrapar-thyrla-med-girkassann-fra-airbus- 

Vissulega ekki sama vél og gæslan er að spá í að taka en lítur eigi að síður illa út þegar nákvæmlega sama alsherjar bilun verður á hönnun sem Airbus taldi sig vera búið að laga. 

Er það ekki rett hja mer að landhelgisgæslan hefur nu þegar misst 2 þyrlur og eina ahöfn?

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 hours ago, siggiandri said:

Er það ekki rett hja mer að landhelgisgæslan hefur nu þegar misst 2 þyrlur og eina ahöfn?

Jú Tf-Rán fórst á Jökulfjöðrum með fjögurra mann áhöfn http://www.lhg.is/frettir-og-fjolmidlar/frettasafn/frettayfirlit/nr/2670 og svo fór nauðlenti TF-Sif á sjó vegna bilunar en þar varð sem betur mannbjörg  https://is.wikipedia.org/wiki/TF-SIF_(þyrla) fyir þann tíma missti Gæslan þrjár aðrar þyrlur svo reksturinn hefur gegnið mis vel http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1583055 sjá líka hér. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/353659/

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
16 hours ago, Breyskur said:

Jú Tf-Rán fórst á Jökulfjöðrum með fjögurra mann áhöfn http://www.lhg.is/frettir-og-fjolmidlar/frettasafn/frettayfirlit/nr/2670 og svo fór nauðlenti TF-Sif á sjó vegna bilunar en þar varð sem betur mannbjörg  https://is.wikipedia.org/wiki/TF-SIF_(þyrla) fyir þann tíma missti Gæslan þrjár aðrar þyrlur svo reksturinn hefur gegnið mis vel http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1583055 sjá líka hér. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/353659/

Takk fyrir þessa linka. Eitt sem eg rak augun i og vissi ekki, sem se varðskipin geta tankað þyrlurnar þott þær seu of storar til að lenda a þeim.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þyrlur eru skaðræðistæki, það þarf lítið að bila svo að þyrla hrapi. Ólíkt t.d. flugvélum sem geta þó svifið ef bilun kemur upp, búinn að horfa á nóg á Air Crash Investigation á national geographic til að sjá hvernig flugmenn á flugvélum geta gert undraverða hluti jafnvel eftir að hreyfillinn springur af. Þyrlur hrapa bara beint niður og engin leið til að stjórna neinu.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

 • Recently Browsing   0 members

  No registered users viewing this page.

 • Similar Content

  • Breyskur
   By Breyskur
   Sorglegt flugslys í Ölpunum. http://www.visir.is/enginn-komst-lifs-af/article/2015150329493

   Það skrítna í þessu máli er að enginn neyðarboð hafi verið send þó svo að það hafi tekið vélina 8mín að hrapa úr flughæð. Vélins sem fórst var Airbus 320 vél sem er algeng og traust vél. Komin nokkuð til ára sinna, 1991 módel en það á svo sem ekki að skipta máli ef allt viðhald er eins og það á að vera.

   Flakið og svartikassinn fundinn svo núna byrjar púsluspilið að sjá hvað það var sem olli.