Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Kína er stóra ógnin

2 posts in this topic

Hvað sem líður hættu frá Kína þá er þessi grein ekki upp á marga fiska.

1) Nafnlausir heimildamenn segja.....

2) Þeir vita að hakkararnir eru á vegum kínverskra stjórnvalda - Hvernig vita þeir það?

3) Árásin er hluti af plönum Kínverskra stjórnvalda til að hefta hernaðarlega framþróun Bandaríkjanna - Þetta geta þeir ekki vitað, getgátur.

4) Gögnin eru ekki flokkuð sem trúnaðarmál (classified) en mætti líta á að þau væru það samantekin, eða í heild!?

5) Þessu var stolið af verktaka, ekki hernum - lítur betur út og því ódýrt að spinna upp söguna á kostnað einhvers verktaka út í bæ.

Svo er náttúrulega fjallað um stríðsbrölt Kína og hvað þeir eru hættulegir gegn aumingja vesalings friðardúfunum í Washington. Loks er það þessi moli hérna;

Quote

Both China and the United States consider spying on military technology to fall outside the pact. “The distinction we’ve always made is there’s a difference between conducting espionage in order to protect national security and conduct military operations, and the theft of intellectual property for the benefit of companies inside your country,” said Michael Daniel, the White House cybersecurity coordinator under Obama.

Hvert er þá vandamálið?

 

Samantekið sýnist mér þetta vera dæmigerð retrórík til að halda almenningi stórveldisins við efnið. The show must go on. Þetta segir mér nákvæmlega ekki neitt um hvort og þá hvaða hætta stafar af Kína, verri heimildir en nafnlausir heimildamenn WaPo og kvak stríðsfálka bandaríkjanna eru varla til um það efni. Ég gæti eins rætt þetta við næsta hund, hann mundi allavega ekki reyna að ljúga að mér.

Ef Kínversk stjórnvöld stálu þessum göngum þá lái ég þeim það ekki hætis hót, það má líta á það sem nauðsynlega sjálfsvörn sjálfstæðs ríkis. Það þarf engar getsakir um það hversu hættuleg Bandaríkin eru öðrum ríkjum, þar liggur fyrir saga síðustu aldar. Vörðuð af ofbeldi, terrorisma og fjöldamorðum. Ætli þeir séu ekki í þessum töluðum orðum með nokkra dróna sveimandi einhversstaðar yfir mið-austurlöndum eða norður -afríku að leita sér að brúkaupi til að sprengja upp?

Ps

Það leikur enginn vafi á því að Bandaríkin hafa gríðarlegar áhyggjur af upprisu risans í austri, hann á eftir að vera þeim erfiður í heimsvaldabrölti og hagsmunapoti þeirra um víða veröld.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.